Vísir - 27.02.1978, Page 2

Vísir - 27.02.1978, Page 2
Hlustar þú á barnatím- ann i útvarpinu? Friögeir Reimarsson, 7 ára: Jú. Það er mest gaman að Morgun- stund barnanna. Það er um ein- hvern strák, en ég man ekki hvað hann er að gera. Pétur Pétursson, 6 ára: I dag!!! Nei ég var ekki heima og það er ekkert útvarp i bilnum hennar ömmu. Getur þú ekki spurt mig á eftir, ég er að leita að strák.... Ilafsteinn Höskuldur Ágústsson, 9 ára: Ekki oft — stundum. Ég hlusta helst á smásögurnar og þegar talaö er við krakka. Hafdls Sigurðardöttir 9 ára: Já, stundum. Ég hlusta alltaf á Morgunstund barnanna, það er gaman að sögunni sem er verið að lesa núna. .YtV Friðrik Gestsson, 7 ára: Já, ég hlusta á barnatimann en ég man ekki hvað er að gerast I Morg- unstundinni. Mánudagur 27. febrúar 1978 VISLR Gisli V. Einarsson baðst undan þvi að verða kjörinn formaður Verslunarráðs og Hjalti Geir Kristjáns- son var kjörinn i hans stað. GIsli afhendir Hjalta hér fundarhamarinn. Gagngerrar breytingar þörf í efnahags- og atvinnumólum landsins — segir í stefnu Verslunorráðs Islands Stefna Verslunarráðs íslands i efnahags- og atvinnumálum var aðalmálið á dagskrá á aðalfundi ráðsins sem haldinn var 23. febrúar siðast liðinn. i stefnunni eru meðal annars taldar upp gagngerar breytingar á islenskum efnahagsmálum, sem ráðið telur nauðsynlegar. i stefnuyfirlýsingunni segir að Verslunarráð íslands sé samtök fyrirtækja viðskiptalifsins. Stefna þess mótist þvi ekki af sérhags- munum einstakra atvinnugreina, heldur af hagsmunum atvinnu- llfsins i heild og þá jafnframt hagsmunum þjóðarinnar allrar. Stefna Verslunarráðs er sú að efla skilyrði fyrir frjálst framtak 'einstaklinga og samtaka þeirra i atvinnulifinu og stuðla að frjáls- um viðskiptaháttum og markaðs- Hrossaþing ó haugunum Ein fimmtfu til sextiu hross gengu laus á sorphaug- unum i Gufunesi fyrir helg- ina. Er það ekki i fyrsta skipli sem hrossin sækja á haugana, og þykir það reyndar orðið vandamáí að ekkert skuli gert til þess aö koma i veg fyrir það. Vcrði lögreglan vör við hross á haugunum hcfur hún jafnan samband við eigendur. —EA Rœtf um hvaii Arni VVaag flytur á fim mludagskvöldið fyrir- lestur i Norræna húsinu, þar sem hann gerir grein fyrir lifi og háttum hvalastofn- anna við ísland. Fyrirlesturinn verður haldinn á fræðslufundi Fuglaverndarfélags islands og hefst klukkan 8.30. —GA kerfi, sem grundvallarskipulagi efnahagslifsins. Ráðið telur að frjálst markaðs- hagkerfi sé hluti af almennum mannréttindum. Það hagnýti frumkvæði, hugkvæmni og atorku einstaklingsins, láti hann njóta eigin verka og bera jafnframt ábyrgð gerða sinna. Frjálst markaðshagkerfi beini atorku manna til þeirra verka sem þeir vinni best, fjármagni landsmanna til þeirra fram- kvæmda sem gefa mestan arð, og færi neytendum þá vöru og þjón- ustu sem þeir vilji helst. Það samrými best atvinnustarfsemi einstaklinga óskum þjóðarheild- arinnar, án þess að skerða rétt þeirra til að ráða eigin málum. Verslunarráð telur að i mark- aðshagkerfinu náist efnahagsleg markmið betur en i öðrum hag- kerfum. Það hámarki efnalega velferð þjóðarinnar, haldi fram- boði i hamarki og verði i lág- marki, skapi ákjósanlegustu skil- Stofnað hefur verið Kristilegt félag heilbrigðisstétta. Félagið er arftaki Kristilegs félags hjúkrunarkvenna, og stóðu meðlimir þess félags að stofnun- inni hinn 16.janúar s.l. Markmið hins nýja félags er að vera vettvangur samfélags um kristna trú og jafnframt starfsaðili að útbreiðslu hennar á heilbrigðis- stofnunum. Framhaldsstofnfundur félags- yrðin fyrir örum hagvexti og nýti best takmarkaða framleiðslugetu þjóðarinnar. Nauðsynlegar breytingar Verslunarráð telur markaðs- hagkerfið best til þess fallið að uppfylla óskir landsmanna um betri lifskjör. Til þess að svo megi verða, þurfi að gera eftirfarandi gagngerar breytingar á islensk- um efnahagsmálum: , 1. Verðmyndunarhöft á að áf nema, en láta frjálsa verð- myndun og virka samkeppni stýra neyslu og framleiðslu i samræmi við óskir neytenda. II. Fjármagnsmarkaðinn þarf að losa úr viðjum skömmtunar- kerfa og gera hann frjálsan, þannig að jafnvægi skapist og arðsemi verði helsta leiðarljós i fjárfestingarmálum. III. Utanrikisviðskipti eiga að vera frjáls, en einnig þarf að ins hefur nú verið boðaður i Safn- aðarheimili Grensás-sóknar við Háaleitisbraut, og verður þar gerð grein fyrir aðdraganda að stofnun þess og starísleiðir og viðfangsefni framtiðarinnar rædd. Allir, sem á einhvern hátt eru tengdir heilbrigðisþjónustu eða hafa áhuga á að hugað sé meira en verið hefur að trúarleg- um þörfum sjúkraliðs og sjúklinga, geta gerst stofnfélag- ar. Kristilegt félag heil- brigðisstétta koma á frjálsum gjaldeyris- viðskiptum likt og i öllum okk- ar nágrannalöndum. IV. Skattheimtu hins opinbera þarf að minnka og samræma grundvallarsjónarmiðum skattlagningar um leið og sköttum er fækkað. V. Lögum um verkalýðsfélög og vinnudeilur þárf að breyta svo að aðild að verkalýðsfélög- um verði frjálsari en ábyrgð verkalýðsfélaga þarf að sam- ræma valdi þeirra. VI. Opinber umsvif i atvinnulif- inu og beina ihlutun i starfsemi þess þarf að minnka og koma á virkri stjórn efnahagsmála sem samrýmist frjálsum markaðsbúskap. VII. Hlutverk hins opinbera i at- vinnulifinu þarf að endurskoða og jafnrétti i starfsskilyrðum atvinnuveganna þarf að endur- reisa. 1 setningarræðu sinni á aðal- fundinum sagði Gisli V. Einars- son, fráfarandi formaður Versl- unarráðsy að islenskt atvinnulif hefði nú i nokkur ár horfst i augu við þrjú vandamál sem séu að brjóta niður atvinnureksturinn i landinu-lama afköst hans, skerða efnahagslegar framfarir og vonir þjóðarinnar um batnandi lifskjör. Þessi vandamál sagði Gisli vera: 1 fýrsta lagi er hagnaður á undanhaldi i atvinnurekstri. á sama tíma og óarðbærum fjár- festingum fjölgar. 1 öðru lagi er verðbólgan að grafa undan grundvelli tii atvinnurekstrar og i þriðja lagi torvelda höft á mörg- um sviðum starfsemi dyrirtækja ogskerða möguleika þeirra til að uppfylla óskir neytenda og skapa landsmönnum batnandi tifskjör. Um framvindu og horfur i efna- hagsmálum, sagði Gisli: Þessa dagana eru hugmyndir um framvindu efnahagsmála á siðastaárióðum að skýrast. Kem- ur þar fátt á óvart. Þessu efni eru gerð allitarleg skil i ársskýrslu ráðsins. Horfurnar framundan eru óljósari. Á þessu ári virðist að einkaneysla muni aukast að magni til um 4%t nokkru minni aukning verður i samneyslu, en fjárfesting ætti að standa i stað eða dragast saman vegna hækk- andi vaxta og 10% skyldusparn- aðar á félög. Þjóðarframleiðslan ætti þvi að aukast um 3-4% og þjóðartekjur svipað, þar sem ósennilegt er, að batnandi við- sltiptakjör færi okkur búbót á þessu ári. Þrátt fyrir þær aðgerðir i efna- hagsmálum, sem gerðar voru fyrr i mánuðinum, verður verð- bólgan enn verulegt vandamál á þessu ári. Þó ætti að slakna á þenslunni i efnahagslifinu, þegar liður á árið. Allir spádómar á þessu sviði eru þó erfiðir, þegar verkalýðsforingjar eru sem óðast að grafa upp striðsaxirnar. Þeir þurfa þó að gæta þess, þar sem þeir hafa nánast sjálfdæmi i kjaradeilum, að fjármagnskostn- aður er orðinn það hár, afkoma atvinnuveganna er það knöpp og starfsskilyrði þeirra það þröng, að þeir geta hæglega verðlagt vinnu félagsmanna sinna það hátt, að atvinnuleysi skapist. Á aðalfundinum var kjörin ný stjórn Verslunarráðs, til næstu tveggja ára. Hana skipa nitján menn og jafnmargir til vara. Gisli V. Einarsson gaf ekki kost á sér til formennsku á ný, og i hans stað var kjörinn formaður Hjalti Geir Kristjánsson. —ÓT. Útifundur í verkfallinu Samráðsnefnd launþega- samtakanna hefur ákveðið að boða til útifundar i Reykjavik miðvikudaginn 1. mars, fyrri dag mótmæla- verkfalls þessara aðila. Ekki er búiö að ákveða fundarstað en sennilega verður fundur- inn lialdinn á Lækjartorgi. Samtökin sem standa að lundinum og aögerðunum 1. og 2. niars eru Alþýðusam- band islands, Randalag starfsmanna rikis og bæja, Farmanna- og fiskimanna- samband íslands, launa- málaráð Randalags háskóla- inanna og Iðnnemasamband tslands. —SG.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.