Vísir - 27.02.1978, Page 6
GÆSLUVARÐHALDS-
FANGELSI
Tilboö óskast í jarövinnu og steypu sökkla og
kjallara gæsluvarðhaldsfangelsis að Tungu-
hálsi 6/ Reykjavik.
Verkinu skal lokiö 15. ágúst 1978.
útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri,
Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 15.000 kr. skila-
tryggingu.
Tilboö veröa opnuð á sama stað miövikudag-
inn 15. mars 1978 kl. 11.30 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Á undan timanum
i 100 ár
léttir
meðfærilegir
viðhaldslitlir
fyrir stein-
steypu.
f Ávallt fyrirliggjandi. Góö varahlutaþjónusta.
m Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Armúla 16 ■ Reykjavík ■ sími 38640
þjöppur
slipivelar
#
dælur
sagarbloð
j/ 1
steypusagir Þjoppur
lí
bindivirsnillur
Móttaka á gömlum
munum:
Fimmtudaga kl. 5-7 e h
Föstudaga kl. 5-7 e
Smurbrauðstofan
Njólsgötu 49 — Simi 15105
MáuudaRur 27. febrúar 1978
VISIR
„Vorgleöin”, samkvæmt bylt ingaralmanaki flokksins, en fagnabur hins nýja árs — árs hestsins — sam-
kvæmt gömlum siðum.
Ár hestsins
Verður þoð uppgjör Hua og Tengs?
Kina fagnaði nýju ári
i siðustu viku með
þriggja daga inn-
kaupaæði, sem stóð
ekki langt að baki jóla-
ös i auðvaldslöndum.
Með nýfengnar kaup-
hækkanir og loforð
stjórnar Hua formanns
um bónusa i árslok upp
á vasann fylltust allar
verslanir i Peking af
fólki, sem hamstraði
vörur af þvi tagi, sem
áður voru skömmtun-
um háðar.
O.pinberlega heitir þessi hátið
„vorgleðin” á byltingaralman-
akinu, en að gömlum sið var
fagnað nýju ári, nefnilega ári
hestsins að þessu sinni. Ar, sem
gömlu spekingarnir segja vel til
fallið til að afla nýrra vina, vel
fallið til nýbyggingar og endur-
reisnar.
Það er einmitt það, sem Hua
og hinir nýju leiðtogar Kina
hafa lagt sig fram við siðustu
mánuðina. Einbeitt sér að þvi
að efla vinsældir stjórnarinnar
meðal alþýðunnar, efla efna-
haginn og losa sig við siðustu
róttæklingana úr flokknum.
En menn velta þvi fyrir sér,
hvort endurskipulagning hins
nýja árs eigi eftir að fela i sér
hnignun á áhrifum Hua for-
manns, og biða óþreyjufullir
fimmta þings alþýðunnar, sem
kemur saman i Peking undir
mánaðamótin. Þar munu linur
skýrast. Að visu hefur þetta
þrjú þúsund fulltrúa þing aldrei
verið annað en afgreiðsla
ákvarðana, sem miðstjórn
kommúnistaflokksins var búin
að taka áður, og er ekki von á
þvi að þetta þing verði neitt
öðruvisi. En menn telja, að
þessa dagana sé miðstjórnin
éinmitt að ákveða, hvort Hua
Kuo-feng eða aðstoðarforsætis-
ráðherrann, Teng Hsiao-ping
skuli stjórna Kina á þessu nýja
ári. Það er talið hugsanlegt að
gerð verði breyting á stjórnar-
skránni til þess að endurvekja
forsætisembættið, sem fjórða
alþýðuþingið lagði formlega
niður 1975. Sá maður, sem siðast
fór með það embætti var Liu
Shao-chi, sem féll frá i hreins-
ununurn 1966, þegar Mao Tse-
tung formanni stóð orðið stugg-
ur af alþýðuhylli hans.
Hinn lifseigi Teng hefur komið
fram sem þjóðarleiðtogi upp á
siðkastið.
Uppgangur Tengs að undan-
förnu hefur ekki farið framhjá
neinum. Hann hefur i æ meiri
mæli komið fram sem þjóðar-
leiðtogi. Hann hefur tekið á móti
erlendum þjóðhöfðingjum, flutt
aðalræður við heiðursveislur og
verið fuljtrúi Kina i opinberum
heimsóknum til Burma og Nep-
al. Verði hann settur i forsætis-
embættið, þykir liklegt, að það
verði áhrifamesta valdastaða
landsins, meðan formannsem-
bætti Hua og forsætisráðherra-
embætti yrðu meiri tylliem-
bætti.
Séð frá sjónarhóli Austur-
landabúans mundi Hua litið
vinna með þvi að ná undir sig
forsætisembættinu. Sennilegast
þykir, að þá yrði Teng gerður að
forsætisráðherra og stjórna
landinu sem slikur. Eini mögu-
leikinn til þess að Hua haldi öll-
um völdum er að hánn hafi á
eigin hendi öll þrjú lykilembætt-
in — forsetans, forsætisráðherr-
ans og formannsins.
Og þó svo, að þingið endur-
veki ekki forsetaembættið, þyk-
ir eftir sem áður möguleiki á
þvi, að Teng verði gerður for-
sætisráðherra.
Endurkoma Tengs til valda og
áhrifa er orðin þjóðsagnakennd.
Tvivegis hefur hann fallið i
ónáð. 1 hreinsunum menningar-
byltingarinnar og svo aftur i
orrahriðinni, þegar svarf til
stáls við róttæklinga og ekkju
Maos formanns.
Hinn 73 ára gamli Teng á sin
itök meðal eldri manna embætt-
iskerfisins og hersins, sem
margirhverjir,likt og hann féllu
i ónáð i menningarbyltingunni
og hafa fyrst nýlega hlotið upp-
reisn. Ahrif Hua, sem er miklu
yngri maður, eru talin byggjast
á fáum útvöldum mönnum inn-
an valdaklikunnar, sem hjálp-
uðu honum til valda eftir fráfall
Maos formanns 1976. Það bar
einmitt að, þegar Teng var
fjarri i einni hreinsunarónáð-
inni.
En hvað sem liður spádómum
manna um væntanlegur árekst-
ur þeirra Hua og Tengs i tog-
streitunni um æðstu völdin, þá
virðist enginn ágreiningur rikja
milli þeirra um, hvaða stefnu
Kina skuli taka i náinni framtið.
Þar sitja i fyrirrúmi ör hagvöxt-
ur, staðviðri i stjórnmálunum,
hefðbundin menntun, og fylgt
troðnum slóðum i hugmynda-
fræði flokksins.
Niðurstaða fimmta alþýðu-
þingsins er þvi fyrirsjáanleg.
Þar verður fylgt áfram „stefnu
jafnvægis og einingar”, eins og
fréttastofan Nýja Kina kallar
það. Skiptir i þvi tilliti engu
máli, hvor heldur um stjórnar-
taumana á ári hestsins. (News-
week).