Vísir - 27.02.1978, Qupperneq 7
w
vism Mánudagur 27. febrúar 1978
c
Umsjón: Guðmundur Pétursson
„Ha, þessir rússnesku njósnarar halda,
að þeir geti komist inn í kanadísku
riddaralögregluna!"
Ætla að klífa
Everest án
hjálparsúrefnis
Óku beint inn
í eiturgasmökk-
inn, grunlausir
16 fórust í gasmengun í Bandaríkjunum
Sjö manns létu lífið
þegar járnbrautar lest
með farm af banvænu
klórín-gasi fór af teinun-
um við Youngstown í
Flórida og lak þá út
bráðdrepandi gasið.
Fimmtiu til viðbótar urðu
fyrir eitrun. Sumir þeirra
eru hættulega veikir.
Slysið varð á laugardag en þá
var ekki sólahringur liðinn frá
þvi að svipað slys varð i Waver-
ley i Tennessee. Þar fór lest út
af járnbrautarteinum og lak út
própane-gas sem var i farmin-
um. Fórust niu en rúmlega
fimmtiu slösuðust.
Rýma varð Youngstown i
Flórida meðan gaseitrunin vofði
yfir. Þar búa um 1.000 manns.
Björgunarmenn urðu að nota
gasgrimur og súrefnisgeyma
við störf sin. ...
— Flestir hinna
látnu voru ökumenn bifreiða
sem leið áttu hjá slysstaðnum i
morgunþokunni án þess að vita
af hættunni.
Tveir félagar i austur-
riskum leiðangri fjall-
göngumanna, sem lagði
af stað upp á Mount
Everest i gær, munu
reyna að klifa upp á
hæsta tindinn án þess að
nota súrefnisgeyma.
Mennirnir tveir, Reinhold
Messner (33 ára) frá Villmöss i
Suður-Týrol,ogPeterHabeler (35
ára) frá Mayrhofen, munu fara
upp suðuröxlina, en það er leið,
sem enginn fjallgöngumaður hef-
ur áður farið, eftir þvi sem leið-
togi leiðangursins, Wolfgang
Nairz, sagði fréttamönnum i gær.
Báðir þessir fjallgöngumenn
hafa áður klifrað i meira en8,000
metra hæð án þess að nota
hjálparsúrefni. — Þeir koma þó
ekki til sögunnar fyrr en tveim
vikum eftir að hinir i leiöangrin-
um hafa lagt af stað.
Niu menn úr hópi Nairz klifa
fjallið eftir hinni venjulegu leið,
sem sirEdmund Hillary og Tenz-
ing Norgay völdu fyrir 25 árum.
Þeir munu allir nota súrefni, eftir
að þeir verða komnir upp i 7.600
metra hæð. Mount Everest er
8,848 metra hátt.
cgs.;
alssi
■
Einverunni lokiö: Nixon-hjónin ein á gangi I fjörunni fram undan
landareign sinni I San Clemente, sem opnuö hefur veriö feröafólki.
Azteka-indíúnar
Fundist hefur tröllvaxinn
klettur, sem talinn er hafa
gegnt þýðingarmiklu hlut-
verki i trúarbrögðum
Aztek-indiána i Mexikó fyrir
fimm hundruð árum.
Fornleifafræðingar segja
þetta einhvern merkilegasta
fund minja frá tiö Aztekanna
og ganga næst þvi, þegar
almanak indiánanna upp-
götvaðist 1972.
Orkustarfsmenn unnu að
greftri i miðri Mexikóborg,
þegar þeir rákust á klettinn,
sem vegur einar 20 smálestir.
Yfirburðasigur
hjá Indíru í gœr
Klofningsflokkur
Indiru Gandhi vann
yfirburðasigur i
kosningum i suðurfylk-
inu Karnataka i gær og
lyfti þar með Indiru
Gandhi aftur upp á
leiðtogaskörina i
stjórnmálum á Ind-
landi.
Kongressflokkur Indiru fékk
125 sæti af 224 i fylkisþinginu
eða hreinan meirihluta.
Stjórnarflokkurinn Janata-
flokkurinn stóð honum langt að
baki og fékk aðeins 47 þingsæti
meðan hinn opinberi Kongress-
flokkur, sem Indira klauf sig úr,
fékk einungis tvö þingsæti.
Talningu var ekki lokið þegar
siðast fréttist og 41 þingsæti þvi
óráðin en það horfði til bess að
flokkur Indiru Ganuu. .engj
tvo þriðju þingsæta.
Indira lagði allt undirúrslit
þessara kosninga og i fjórum
öðrum fylkjum, þar sem kosið
var jafnframt i gær. Þar hefst
talning þó ekki fyrr en á morg-
un. Flokki hennar hafði verið
spáð sigri i Karnataka, en úr-
slitin fóru þó langt fram úr þvi
sem nokkur hafði ætlað.
Indira sem i kosningabarátt-
unni hélt þvi fram að flokkur
hennar væri aðalstjórnarand-
stöðuflokkurinn, þarf á vel-
gengni að halda i hinum
fylkjunum fjórum til að færa
sönnu á það.
Koma til
að skoða
Nixon
Um átta þúsund feröamenn
lögöu leið sina um landareign Ric
hard Nixons i San Clemente i
Kaliforniu um helgina til þess aö
skoöa heimili fyrrverandi forseta
Bandarikjanna og þess umdeild-
asta þeirra allra.
Ráfuðu túristarnir um á milli
pálmanna og hlýddu á rödd af
segulbandi sem skýrði þeim frá
þvi að innan dyra sæti forsetinn
fyrrverandi að störfum við ritun
æviminninga sinna.
Nixon sem sagði af sér forseta-
embættinu 1974 i kjölfar Water-
gatehneykslisins hefur opnað
staðinn, sem stundum hefur verið
nefndur Hvita hús vesturstrand-
arinnar fyrir almenning sem má
skoða landareignina á verslunar-
tima.
Fórust í eldi
á borpalli í
Norður-
S|0
Ákœrður um morð fimm
sjúklinga sinna
Skurðlæknir af argentlnsku
bergi brotinn kemur fyrir rétt i
New Jersey I dag, ákærður fyrir
aö hafa myrt fimm manns meö
þvi aö sprauta þá meö „curare”,
en þaö er eitur, sem indianar i
S-Ameriku notuöu i örvarodda
sina.
Curare i stórum skömmtum
veldur lömun, en er notað i smá-
um skömmtum til lækninga, þar
sem áhrif þess leiða til þess að
slaknar á vöövum.
Lækninum, dr. Mario Jascale-
vich, er gefið að sök að hafa
sprautað fimm sjúklinga sina á
Riverdell sjúkrahúsinu i Oradell i
New Jersey 1966 með curare,
þegar þeir ýmist voru að ná sér
eftir uppskurði, eða að búa sig
undir að ganga undir uppskurði.
Fyrsta verkefni réttarins i
málaferlunum, sem allir búast
við að verði bæði löng og ströng,
er að velja tólf manna kviðdóm.
Verjendur læknisins segja það
ógjörning i Bergen-sýslu, Uthverfi
New York eða lögsagnarumdæm-
Lœknir sokaður
með örvaeitri S
inu, sem læknirinn heyrir til,
vegna blaðaskrifa og umtals.
Saksóknarinn þykir færast
mikið i fang með málshöfðuninni.
Hann þarf fyrst aö sanna, að
sjúklingarnir hafi andast vegna
of stórrar inngjafar af curare og
siðan að sýna fram á, að dr.
Jascalevich hafi verið valdur að
þvi. Dr. Jascalevich er annars
vel metinn læknir.
Málið er orðið tólf ára gamalt.
Embætti saksóknarans lét það
niður falla 1966, þvi að læknis-
um að sprauta sjúklinga
Ameríku indíóna
fróðir menn sögðu ógjörning aö
finna leifar curare i vefum
mannslikamans eftír andlát.
Stórblaöið New York Times
vakti málið upp með umfangs-
miklum skrifum, þar sem varpað
var nýju ljósi á það. Saksóknari
segir, að læknavisindunum hafi
fleygt það mikið fram á þessu
bili, að nú sé unnt að staðfesta,
hvort curare er að finna i manns-
likamanum.
Krufning hefur farið fram og
fannst curare i tveim likunum. Þá
var læknirinn ákærður.
Fimm Norðmenn fórust í
eldi sem braust út á 1/3
milljarða dollara oliubor-
palli á Statfjord-olíusvæð-
inu í Norðurs jónum í
fyrradag.
Eldurinn kom upp I einum af
þrem burðarstólpum borpallsins
og er talið að kviknað hafi i þegar
unnið var að viðgerðum á
stólpanum. Þykir liklegt að neisti
frá rafsuðutækjum hafi kveikt i.
En eldvarnarkerfi borpallsins
setti sjálfkrafa i gang úðunar-
kerfi sem slökkti logana fljótt svo
að tjón á mannvirkjum varð ekki
mikið.
Mennirnir fimm, sem fórust
köfnuðu i reyk, þegar þeir reyndu
að flýja logana i lyftu.
Af þeim 800 mönnum sem dag-
lega starfa á borpallinum, voru
ekki aðrir á pallinum þennan
laugardag en þessir fimm, þegar
slysið vildi til.
Norðmenn hafa nú misst 30
menn við störf á oliuleit eða
vinnslu i Norðursjónum, siðan»
þar var hafist handa 1967.