Vísir - 28.02.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 28.02.1978, Blaðsíða 9
VISIR Þriðjudagur 28. febrúar 1978 9 „Lög unga fólksins": Af hverju baro erlend Iðg? Einn hneykslaður Ég get nú ekki lengur orða bundist yfir lagavalinu i Ríkis- útvarpinu. Þar eru svo til ein- göngu leikin erlend lög og ef maður heyrir sungið á íslensku eru það erlend lög við textana. Fyrir stuttu var þátturinn Lög unga fólksins kosinn vinsælasti útvarpsþátturinn. Rétt á eftir tilkynnti umsjónarmaður þáttarins að svo margar kveðj- ur hefðu borist að ekki væri hægtað lesa þær allar. Þær sem ekki yrðu lesnar færu einfald- lega beint f ruslakörfuna. Þeir sem ekki fengju lesnar sinar kveðjur ættu bara að skrifa aftur i von um aö þá kæmist kveðjan á framfæri. Eftir þessa yfirlýsingu voru svo eingöngu spiluð erlend lög að undanskildum tveim með is- lenskum flytjendum — lögin að sjálfsögðu erlend. Svo þarna fengu unglingarnir að vita hverskonar lög það væru sem þau ættu að hafa með kveðjun- um til þess að þær yrðu lesnar. Popphornið virðist og vera, undantekningalitið inni á sömu linu. Mér er spurn erum við Is- lendingar virkilega haldnir svona mikilli minnimáttar- kennd gagnvart útlendingum að við skömmumst okkar fyrir að spila það sem islenskt er? Að lokum langar mig til að varpa fram annarri spurningu: Er þetta stefna útvarpsráðs eða einstaklinga innan stofnunar- innar? Notið ekki teikni- myndir Okkur hefur borist eftirfarandi bréf frá þeim Gunna, Kidda og Kristínu: Eitt skemmtilegasta efni blaðanna nú eru teiknimynda- sögurnar. Blöðin seljast mikið út á þetta efni. Blööin reyna að breyta textunum á sumum þessum sögum. Nýjasta dæmið og eitt það sóðalegasta er úr Dagblaðinu. Þar hafa textahöf- undar blaðsins breytt textanum á sögunni Stjána bláa. Inn i þessa teiknimynda hefur komið nafnið Hafnarvikur—Gúlli — sem náttúrulega á að vera hin fræga Hafnarfjarðar-Gulli. Þetta er sóðaleg aðferð til að selja blað. Við héldum nú að Dagblaðið þyrfti ekki að beita þessari aðferð. Við skorum á Jónas Kristjánsson að sjá til þess að nafn Hafnarvikur- Gullíar verði ekki lengur i text- anum. Arás á saklaust fólk er ekki rétta leiðin og þaðan af siö- ur rétt söluleið. gegn saklausu Nauðungaruppboð sem auglýst var i 54., 59. og 63. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á hluta I Ljósvallagötu 22,þingl. eign Johns Sigurössonac fer fram eftir kröfu Otvegsbanka lslands á eigninni sjálfri fimmtudag 2. mars 1978 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið f Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 54., 59. og 63. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á hluta I Leirubakka 32, talin eign Hauks M. Haraldssonar fer fram eftir kröfu Baldvins Jónssonar hrl., Veðdeildar Landsbankans, Inga R. Helgasonar hrl. og Asgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri fimmtudag 2. mars 1978 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið f Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 50., 54. og 58. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á hluta I Kleppsveg 56, þingl. eign Brynjólfs Thorarensen fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans og Benedikts Sigurðssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudag 2. mars 1978 kl. 14.00. Borgarfógetaembættiö I Reykjavfk. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Kleppsvegi 134, þingl. eign Grét- ars Felixsonar fer fram á eigninni sjálfri fimmtudag 2. mars 1978 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið f Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og sfðasta á hluta f Marfubakka 22, þingl. eign Jónasar Jakobssonar fer fram á eigninni sjálfri fimmtu- dag 2. mars 1978 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið f Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar, ýmissa lögmanna og banka verður nauðungaruppboð i dómssal borgarfógetaem- bættisins að Skólavörðustig 11, þriðjudag 7. mars n.k., kl. 10.30 og fram haldið sama dag á þeim stöðum, sem hlutirnir eru sem selja skal og nú verða greindir: Steypumót, eign Annannsfells h.f. bflalyftur. mælitæki og stillingartæki,eign Vökuls h.f., rafsuðuvél, eign Vélsm. Þryms, hefill, fræsari o.fl. eign Trésm., I. Defensor h.f., rennibekkur eign Stálvinnslunnar h.f., ljósmyndaþurrkari og copieringsvél, eign Skyndimynda h.f., bilalyfta eign Ryðvarnar h.f., skrifstofuahöld eign Óðinstorgs h.f., af- felgunarvélar, olfutankur með hitaspirölum og asfaltpotti, eign Miðfells h.f., peningaskápur eign Magnúsar Th. S. Blöndahls h.f., Ijósmyndavél eign Ljósbrots h.f. o.fl. prentvél eign Ingólfsprent h.f. borvél og trésmíðavél cign Ilmtrés h.f. og ,,Meira”-samstæður, eign Húsgagnaversl. Reykjavikur h.f. Greiðsla við hamarshögg. Uppboöshaldarinn f Reykjavík. RANXS Fiaðrir Eigum ávallt fyrirliggjandi fjaörir i flestar geröir Volvo og Scania vörubifreiða. Utvegum fjaðrir i sænska flutninga- vagna. Hjalti Stefánsson Sími 84720 Styrkveitingar til norrœnna gestaleikja Af fé þvi sem Ráðherranefnd Norðurlanda hefur til ráðstöfunar til norræns samstarfs á sviði menningarmála er á árinu 1978 ráðgert að verja 1.260 þúsund dönskum krónum til gestaleikja á sviði leiklistar, óperu og dans- listar. Umsóknir um styrki til slikra gestasýninga eru teknar til meðferðar þrisvar á ári og lýkur öðrum umsóknarfresti vegna fjárveitingar 1978 hinn 10. mars n.k. Skulu um- sóknir sendar Norrænu menningarmálaskrifstofunni i Kaupmannahöfn á tilskildum eyðublöðum sem fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaráðuneytið 23. febrúar 1978.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.