Vísir - 28.02.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 28.02.1978, Blaðsíða 6
6 BJÖRIMIIMN uy Njólsgötu 49 - Sími 15105 1 rr t— — |TI«t A FIIhRI KM fcg undirritaður óska að gerast áskrifandi að \ ÍSi. C í A11 m i 'i 13 Q N'afn jioumuia o P.O.Box 1426 101 Reykjavik lleimilisfang Sveitarfél./Sysla r Sfmi Nafn-nr. SIMI 86611 PASSAMYIVDIR s feknar í litum tilbunar strax I barna & flölskyldu LJOSMYNDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 Léttar - meðfærilegar viðhaldslitlar VATNSl DÆLUR Ö Þ. ÞORGRÍMSSI 'Armúla 16 * F leykjavík o jg/ slipivélar vibratorar sagarbluð steypusagir þjöppur bmdmrsrullur ★ Athugið ★ Tiskupermanent-klippingar og blástur (Litanir og hárskol). Nýkomnir hinir vinsœlu mánaðasteinar, með sérstökum lit fyrir hvern mánuð Ath. Fást aðeins hjá V/ VJHgjpf/ Skjótum okkur \ /ZÆ?p9Öt í eyru i á sársaukalausan i hátt i MUNIÐ SNYRTIHORNIÐ Hárgreiðslustofan LOKKUR Strandgötu 1-3 (Skiphól) Hafnarfirði, sími 51388. .............iiiiiiiiiiiiiúiiiiiiiiiiiiii VARIÐ YKKUR! RÚSSARNIR KOMA! RÚSSARNIR KOMA! ■> Hundrað dögum eftir að Anwar Sadat forseti flaug til Jerúsalem i leitað friði virðist deila Araba og ísraela jafn- LURIE’S OPINION Sadat valtur á friðarstólnum fjarri lausn og áður og Sadat litlu bættari nema ef siður væri. Hann hefur dalað i áliti jafnvel i augum vina sinna i hinum Araba- löndunum. Egypskir fjölmiðlar hylltu hann sem friðarpostula og bandarisk timarit völdu hann mann ársins, þegar hann flaug til ísraels 19. nóvember öndvert við vilja sumra leiðtoga Araba sem kölluðu hann svikara fyrir bragðið. En jafnvel þeir Arabar sem studdu friðarumleitanir Sadats telja nú margir að hann hafi klúðrað málinu, eins og Egyptar klúðruðu „björgunarað- gerðinni!” á Larnaca-flugvelli fyrir viku. Það frumhlaup varð til þess að skopteiknararblað- anna i Beirút hafa dregið Sadat sundur og saman i háði siðan. I þessum heimshluta þar sem hverjum og einum er svo sárt um virðingu sina út á við að hann setur hana öllu ofar gera þessar skopteikningar Sadat meiri skaða en jafnmargir leiðarar hefðu megnað. Eitt vinstriblaðið birti skop- mynd af figúru sem undrunin uppmáluð spyr aðra: „Hvað þýðir vikingasveit?” Svarið: „Það er hópur manna sem gengur um i einkennisbúningi berandi vopn og fremur sjálfs- morð!” — Þetta dæmi gefur nokkra hugmynd um i hvaða ljósi þeir i Austurlöndum nær skoða björgunaraðgerð Egypta og úrvalsliðið sem sent var til Kýpur. Leiðarahöfundar hafa látið þá skoðun i ljós að þessi forsending I hafi verið ákveðin til þess að fægja ögn glansinn á Sadat þvi að hann hafði farið mjög dofn- andi. Einskonar eftirliking af árás tsraelssveitanna á Entebbe-flugvöllinn fyrir tveim j árum sem vakti margra aðdáun I fyrir hugdirfsku og garpsskap. Ummæli Andrews Young sendiherra Bandarikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum á dögun- um þóttu gefa visbendingu um að bandamenn Sadats forseta i Washington væru ekki of vissir um, hversu óhætt mundi að reiða sig á stjórn hans. — Young lét svo ummælt að hann teldi Carter Bandarikjaforseta hafa afráðið að selja Egyptalandi fimmtiu F-5orrustuþoturaf ótta við að bylting vofði yfir i Kairó. „Það eina sem Bandarikjun- um og ísrael stafar hætta af um þessar mundir væri sá mögu- leiki aðSadat yrði velt úr stóli af sinum eigin her,” sagði Young. ,,Og ég held að það hafi verið ástæðan fyrir þvi að Carter lét undan og lofaði Égyptum flug- vélunum.” Raunar var þessi eftirgjöf Carters litið annað en mála- myndar sýndarmennska. Þess- ar F-5 þotur sem nota má báðum höndum til sprengjuárása sem til loft- orrusta eru smiðaðar eftir 25 ára gömlum teikningum, og þotuflugmenn á Vesturlöndum segja þær vita gagnslausar gegn t.d. flugflota Israels. Sjálfur kallaði Sadat þær „tiunda flokks” vöru en hafði raunar áður lýst þvi yfir að hann ætlaði ekki að nota vélarnar gegn ísrael heldur þyrfti hann þeirra með vegna „aukinnar ábyrgðar” sinnar i Afriku. Það eru eins og mörg önnur ummæli stjórnmálamanna, sem vilja segja sem allra minnst meðsem ábúðarmestu orðalagi. Ef mennleitaskýringaá þessari auknu ábyrgð Egypta i AfrEku i afskiptum þeirra af málefnum annarra landa i Afriku kemur auðvitað fyrst i hug nýliðinn at- burður, þegar ýfirvöld Kenya kyrrsettu egypska flutningavél sem var á leið með nitján smá- lestir af skotfærum til hersveita i Sómaliu en þær berjast við Eþi'ópiuher i Ogaden-eyðimörk- inni. Eins menn vita styðja Sovétmenn Eþiópiustjórn. — Eftir þvi sem Kenyastjórnsagði hafði egypska vélin ekki leyfi til þess að fljúga yfir lofthelgi Kenya að minnsta kosti ekki. til hergagnaflutninga. En stjórn Sadats svaraði fyrir sig með þvi að kyrrsetja eina Kenyaflugvél i Kairó og neyða aðra til lending- ar. Má vera að Sadat telji sig þurfa orrustuþotur til þess að fylgja herflutningavélum sinum á leiðarenda i Afriku. Eða til enn róttækari aðgerða eins og Larnaca-ævintýri sem lyktaði með þvi að fimmtán egypskir hermenn lágu i valnum stjórn- málasamband Egyptalands og Kýpur var rofið og kaldar kveðjur sendar á milli. Sadat kallaði Spyros Kyprianou for- seta Kýpur, „pólitiskan dverg”. Sömu nafngift gaf hann leiðtogum fjögurra Arabarika þrem mánuðum fyrr, þegar þeir hittust i Tripóli ásamt leiðtogum Palestinuaraba til þess aðárétta andstöðu sina við friðarumleitanir hans við ísrael. I yfirlýsingu Tripóli- fundarins var talað um að „frysta” samskiptin við Egyptaland. Þar var ekki talað um að rifta algerlega samband- inu og fólst i þvi augljós tilraun til þess að skilja eftir opna gátt til málamiðlunar. Áður en margar klukkustundir höfðu liðið hafði egypski leiðtoginn rofið stjórnmálasambandið við þessa aðila um leið og hann fór um þá háðulegum orðum. Diplómatisk lipurð virðist Sadat ekki gefin nema I litlum mæli og málamiðlunarmaður er hann enginn. Það sést best á til- boðunum, sem hann hefur gert ísrael til friðarsamminga en þar hefur hann i engu slakað til frá fyrri kröfum Araba né lagt neitt nýtt til. Vart höfðu við- ræðunefndir Egypta og Israels fyrr sest við samningaborðin til þess að hef ja viðræður en hann missti þolinmæðina og kallaði sina fulltrúa heim til Kairó þeg- ar honum fannst Israel ekki slaka nógu til. Andstæðingar Sadats hafa hlakkað yfir þvi hve litið hann hefur uppskorið i þessum friðartilraunum sinum. Þeir segja: „Hvað sögðum við ekki? Hver hefur nokkurn tima fengið júðana til þess að láta nokkuð af hendi án þess að fá eitthvað enn meira i staðinn?” Kremlstjórnin hefur álengdar beðið átekta framvindu máls- ins. Þeirhafaboðið leiðtogunum af Tripólifundinum til Moskvu og styðja þá með ráðum og dáð. Það birtist til dæmis i auknum vopnasendingum frá Sovét- rikjunum til Sýrlands sem tekið hefur við forystuhlutverki i andstöðunni við Sadat og nýtur fjárhagsaðstoðar Libýu til. Rússar prédika að taka eigi aftur upp viðræðurnar frá þvi á Genfarráðstefnunni 1973 um málefni Austurlanda nær, en þar sátu þeir i forsæti með Bandarikjamönnum. Þeir segja að ferð Sadats til Jerúsalem hafi verið viðleitni til þess að taka fyrir áhrif þeirra á friðar- viðræðurnar. I þessu andrúmslofti er farið að grilla aftur i þann ófriðar- neista sem örlaði á áður en Beg- in forsætisráðherra Israels bauð Sadat til Jerúsalem en þá var altalað að nýtt strið i Austur- löndum nær yrði vart umflúið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.