Vísir - 03.03.1978, Blaðsíða 9
Þeir hjakka í
sama farinu
xxxxxxxxxxx
Prófkjör Sjálfstæðismanna
vegna borgarstjórnarkosninga
í Reykjavík 1978
Þórunn Gestsdóttir
HÚSMÓÐ/R
X ÞÓRUNN
ÞAÐ ER ÞÖRF FYRIR
ÞÓRUNNI!
Haukur Tryggvason
skrifar:
Éghef fylgst með skrifum sem
átt hafa sér stað í lesendadálkum
þessablaðs um hljómsveitina The
Rolling Stones, og sjónvarpsþátt
þeirra. Þessi þáttur var tetónn
upp á hljómleikum þessara kappa
i Hyde Parki London. Ég get ekki
lengur stillt mig um að skipta
mér af þessum skrifum.
Éghef frá unga aldri fylgst með
popptónlist og þróun hennar. Á
þessum tima hef ég ekki orðið var
við neina þróun á þeirri tónlist
sem Rolling Stones flytja. Þeir
hafa hjakkað i sama farinu i 10
ár.
Fyrir nokkru birtist á lesenda-
siðu Visis bréf frá Benedikt. 1 þvi
segir hann að hljómsveitarmeð-
limir Stones séu allir viðurkennd-
ir i sinu fagi. Hvað á hann eigin-
lega við? Kannski eiturlyfja-
neyslu! Ekki getur hann átt við
hljóðfæraleik. Ef flókinn gitar-
leikur heyrist á plötum þeirra þá
eru þar á ferð „session” menn,
það eru nú allir hæfileikarnir!
Mér þykir það grátlegt að
Benedikt viðurkennir að hið
rammfalska gutl Stones i sjón-
varpsþættinum sé þáttur i þróun
þeirrar tónlistar sem hljómsveit-
in leikur.
Ég verð nú að segja, að mér
þykir þessi grein Benedikts ein-
hver sú allra lélegasta afsökun
sem hugsast gat fyrir hina
hörmulegu frammistöðu Rolling
Stones sem popp-tónlistarmanna.
Og sá þáttur sem sjónvarpið
sýndi sú mesta niðurlæging sem
popptónlistin hefur fengið i
islenska sjónvarpinu.
III þykir mér vistin
9908-7153 skrifar:
Þegar ég sest nú hér niður og
ætla mér að skrifa um dagskrá
sjónvarpsins, koma i hug minn
orð þræls Grettis Asmundsson-
ar: „111 þykir mér vistin”.
Þetta er nú meira samansafn-
ið, hvort heldur það er i lit eða
bara svart/hvit: þetta eru
svoddan voðalegir kerlinga-
þættir að það ætti að veita þeim
áhorfendum verðlaun sem
halda sér vakandi út kvöldið.
Ja, þvilikur samtvinningur. Það
mætti öllum að skaðlausu bæta
inn i dagskrána nokkrum þátt-
um sem töggur væri i. Hvað
með góða hasarþætti með lögg-
um, bófum, byssum og öllu til-
heyrandi. Þá yrði nú eitthvað
fútt i kassanum.
Nú segja eflaust einhverjir:
Jáen góðimaður það er nú hægt
að slökkva á tækinu! Jú, jú,
mikil ósköp það veit ég. Það
hefur svo sem komið fyrir að ég
hafi slökkt og ætlað að flýja á
náðir útvarpsins. En þar tók þá
ekkertbetra við, nema hvað það
er kannski aðeins fljótlegra að
sofna út frá útvarpinu, þar sem
maður reynir ekki á augun. Nei,
rikisfjölmiðlarnir eru sko ekk-
ert til að hrópa húrra fyrir. Þeir
mega heldur betur taka sig til ef
þeir vilja koma sér út af þessari
óheillabraut.
Hallœrisplansbygging-
arnar í Breiðholtið
Þröstur J Karlsson
hringdi:
Ég vildi koma á framfæri
hugmynd varðandi deilurnar
um Hallærisplanið, og þær ný-
byggingar sem áformað er að
reisa þar. Er ekki hægt að flytja
þessar fyrirhuguðu byggingar
upp i Breiðholt. Þar er þeirra
þörf og þá fengju gömlu húsin i
miðbænum að standa.
Um framtið Hallærisplansins
og miðbæjarins hefur fólk ekki
verið á eitt sátt. Það er eðlilegt
þegar svo mikilvægt mál er
annarsvegará ferðinni. Ég er á
þvi að ef þessum fyrirhuguðu
byggingarframkvæmdum yrði i
staðinn valinn staður i Breið-
holtinu þá gætu flestir vel við
unað.
? ■ » * * < r m * J&JíT.» « » i
i 2t»* J 3r»«
'i * j
Er til viðtals prófkjörsdagana í síma:
82220 - 82221 - 34045
Stuðningsmenn
xxxxxxxxxxx
Nauðungaruppboð
annað og siöasta á Sólvallagötu 25, þingl. eign Einars
Péturssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudag 6. mars
1977 kl. 10.30.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavlk.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 94., 97. og 100. tbl. Lögbirtingablaös 1977
á Asenda 11, þingl. eign Jónasar G. Sigurðssonar, fer fram,
eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans og Ara ísberg hdl./á
eigninni sjálfri mánudag 6. mars 1978 kl. 15.30.
Borgarfógetaembættið f Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á m/s Langá, talinni eign Hafskips h.f.,
fer fram við eða á skipinu i Reykjavikurhöfn mánudag 6.
mars 1978 kl. 14.30.
Borgarfógetaembættið I Reykjavfk.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 94., 97. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1977
á hluta f Gaukshólum 2, þingl. eign Láru Davfðsdóttur, fer
fram, eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans og Jóns E.
Ragnarssonar hrl.,á eigninni sjálfri mánudag 6. mars 1978
kl. 16.30.
Borgarfógetaembættið I Reykjavfk.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 62., 64. og 66. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á
hluta i Espigerði 14, þingl. eign Birgis Arnar, fer fram,
eftir kröfu GjaldheinUunnar i Reykjavik, á eigninni
sjálfri mánudag 6. mars 1978 kl. 15.00.
Borgárfógetaembættið i Reykjavfk.