Vísir - 03.03.1978, Blaðsíða 18

Vísir - 03.03.1978, Blaðsíða 18
18 VTSIR Ff Mœffv vera - litið inn á bókamarkaðinn I Iðnaðar* mannahwsinu tvisvar á ári" „Það er heilmikið aí bókum eftir góða höfunda hérna, en einna mest er keypt af þjóð- legum fróðleik og ævi- sögum. Og ljéðabækur held ég að seljist óviða eins og hér”, sagði Jónas EggertseíM sem ásamt Lárusi Blöndal Magnea Jónasdóttir og Auöur Björg Ingadóttir: //Vildum geta keypt 10-20 bækur." I | — Tugir bóka seljast upp Geysimargir hafa komiö á bókamarkaðinn í Iðnaðarmannahúsinu og tugir bóka selst upp. „Það er gott verð á mjög mörgu og það má fá ósköp af innbundn- um bókum innan við þúsund krónur”, sagði Jónas. Nú þegar hafa tugir bóka selst upp að hans sögn og seldust reyndar margar upp á fyrstu dögum. Hvað fólk kaupir mikið? „Það er mjög misjafnt, en sumir kaupa heilan kassa af bókum.” Meðal bókanna má sjá verk eft- irHamsun, Heinesen, Hans Kirk, Gorki, Laxness og ýmsa fleiri. Heilmikið er af barna- og unglingabókum,og við þaðborðið hittum við Magneu Jónasdóttur 12 ára og Auði Björgu Ingadóttur 13 ára. ,,Ég hef komið á bókamarkaði tvisvar eða þrisvar áður,” sagði Auður en Magnea kvað þetta vera Jón S. Jónasson: /,Betri en áður." i fyrsta sinn sem hún kæmi. „Við erum búnar að kaupa Mary Poppins snýr aftur og Mary Poppins i Lystigarði.Við kaupum kannski fleiri en við höfum bara svo litinn pening. Jú, við höfum séð margar spennandi bækur og vildum helst geta keypt svona tiu til tuttugu bækur.” Tvisvar á ári Hildur Hermóðsdóttir: ,, Aðallega á höttunum eftir Ijóðabókum og íslenskum skáldsögum." Ljósm. Jens. Jón S. Jónasson var kominn með um tuttugu bækur sem hann ætlaði að kaupa. „Jú, mér virðast vera nokkuð góðar bækur hérna núna, og ég er ekki frá þvi að þær séu kannski betri en oft áður. Ég er með skáldsögur hérna aðallega fyrir mig og konuna. Meðalverð? Ætli þaðsé ekki um þúsund krón- ur bókin. Jú, ég vildi gjarnan að bókamarkaðir væruoftar og hefði ekkertá móti þvi að þeir væru að minnsta kosti tvisvar á ári”, sagði Jón. Hildur Hermóðsdóttir nemi tók i sama streng, og sagði að bóka- markaðir mættu gjarnan vera oftar. „Ég sæki þá yfirleitt alltaf og býst við ég kaupi tiu bækur núna. Nei mér finnst bækurnar ekki nógu góðar að minnsta kosti ekki það sem ég hef séð núna, en ég á nú eftir að lita betur- yfir þetta.” ,,Ég er aðallega á höttunum eftir ljóðabókum og skáldsögum eftir islenska höfunda en er ekki nógu ánægð með það sem ég hef séð. En verðið finnst mér mjög gott. Það mættu lika gjarnan vera fleiri nýjar bækur hérna.” sér um bókamarkaðinn sem nú stendur yfir i Iðna ðarmannahúsinu. Þessum átjánda bókamarkaði útgefenda sem haldinn er, lýkur reyndar um helgina og þá hafa selst ógrynni bóka enda aðsókn mjög góð. ,,Um siðustu helgi var hér óhemju mikið af fólki”, sagði Jónas, „en þegar mest er, eru hér hundruð manna inni i einu. Nei, við höfum aldrei þurftað loka, en það lá við einu sinni þegar við vorum með markað i Glæsibæ. Aðsóknin er mest fyrstu dagana, minnkar siðan aðeins, en undir lokin íjölgar svo mikið aftur.” Jónas sagði að fólk á öllum aldrikæmi á bókamarkaðinnogá ávisunum mætti sjá að fólkkæmi fráKeflavik, Arnessýslu ogviðar. Eina konu vissi hann um sem kom gagngert frá Neskaupstað til þess að fara á bókamarkaðinn. Fólk kemur þó aðallega utan af landi til þess að kaupa bækur fyr- ir söfn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.