Vísir - 15.03.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 15.03.1978, Blaðsíða 5
VI3IR Miðvikudagur 15. mars 1978 5 DOLLARINN LÆKKAR ENN GAGNVART YENI Gengi dollarans i Tokyo var lægra i gæren nokkru sinni áður frá striðslokum. Skráð gengi 233 yen þegar lokað var I gær en var 236 yen i fyrradag. Dollarinn hefði fallið enn meira ef ekki hefði komið tii aðstoð frá seðla- bankanum i Japan sem keypti 120 milljónir dala. Traustið á dollaranum hefur ekki aukist eftir að sameigin- legar ráðstafanir Vestur Þjóð- verja og Bandarikjamanna voru gerðar opinberar. Samt sem áður hafaýmsirorðið til að lýsa yfir ánægju sinni með þess- ar ráðstafanir. Japanski forsætisráðherrann Takeo Fukuda sagðist vera ánægður með ráðstafanirnar. Kvaðst hann þeirrar skoðunar að þær hefðu jákvæð áhrif og viðbrögð á gjaldeyrismörkuð- um væru hin furðulegustu Framkvæmdanefnd Efna- hagsbandalagsins fagnar sam- komulaginu um dollarann og vonaraðþetta verði upphafið að stöðugu gengi dollarans. Fram- kvæmdanefndin kveðst búast Vjty\Bersen________VÍSIR CENGI OC CJALDMIDLAR við að staða dollarans verði rædd á fundi fjSrmálaráð- herra Efnahagsbandalagsland- anna sem haldinn veröur i næstu viku. Einnig á fundi i Sviss og fleiri fundum fyrir toppfund vestrænna leiðtoga og ráðamanna Japans i júli. Dollarinn var stöðugri á mörkuðum i Evrópu i gær held- ur en i fyrradag. Við skráningu i Frankfurt varð rikisbankinn að kaupa 27,3 milljónir dala á genginu 2.0535 mörk en það var 2.0841 í fyrradag. Franski frankinn stendur vel eftir úrslit kosninganna þar sem búist er við að stjórnarflokkarn- ir muni sigra i siðari umferð- inni. Danska krónan er á botni gjaldeyrissnáksins en allt er með kyrrum kjörum á þeim slóðum. —Peter Brixtofte/—SG. -- " ' - * GENGISSKRÁNING Gengino.45, Gengi nr. 47 lO.mars kl.13. 14. mars kl. 13 Kaup Sala: Kaup. Sala: 1 Bandarikjadollar... 253750 254.10 254.10 254.70 1 Sterlingspund 486.50 487.70 483.55 484.75 1 Kanadadollar 225.80 226.30 225.95 226.45 10(1 Danskar krónur .. 4498.70 4509.30 4496.35 4504.95 lOONorskarkrónur .. 4733.90 4745.10 4744.65 4755.85 100 Sænskar krónur .. 5442.25 5455.15 5484.80 5497.80 lOOFinnsk mörk 6070.40 6084.80 6055.75 6070.05 100 Franskir frankar. 5196.55 5208.85 5357.35 5370.05 100 Belg. frankar 796.00 797.90 796.80 798.70 100 Svissn. frankar ... • 12.958.45 12.989.15 12990.80 13021.50 lOOGvIlini • 11.591.20 11.618.70 11596.10 11623.10 100 V-þýsk mörk • 12.380.95 12.410.25 12377.00 12406.20 100 Lirur 29.53 29.68 29.52 29.59 100 Austurr. Sch 1720.40 1724.50 1718.65 1722.65 lOOEscudos 615.30 616.70 618.60 620.10 100 Pesetar 315.70 316.40 316.50 317.30 100 Yen 107.81 107.07, 108.86 109.11 ★ Athugið ★ Tiskupermanent-klippingar og blástur (Litanir og hárskol). Nýkomnir hinir vinsœlu mánaðasteinar, með sérstökum lit fyrir hvern mánuð Ath. Fást aðeins hjá okkur Skjótum 'göt \ eyru r a sársaukalausan hátt: MUNIÐ SNYRTIHORNIÐ Hárgreiðslustofan LOKKUR Strandgötu 1-3 (Skiphól) Hafnarfirði, sími 51388. PASSAMYNDIR teknar i litum tilbutiar strax I barna & f lölskvldu LJOSMYNDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 Milljónatjón í Hnífsdal Milljónatjón varð i gær þegar Smjörlikisgerð tsafjarðar varö eldi að bráð. Miklar skemmdir uröu á hinu 150 fermetra húsi sem fyrirtæk- ið hefur nýlega flutt i og einnig eyöilögðust tæki og birgðir. Slökkviliðinu á Isafiröi barst tilkynning um eldinn klukkan hálf sex en þá þegar logaði glatt i öllu húsinu, sérstaklega þó i öðrum hluta þess. Slökkvistarfið gekk vel enda var veður hagstætt, logn og bliða. Tjónið af völdum eldsins hef- ur ekki verið kannað en ljóst er að það skiptir milljónum, auk þess tjóns sem verður af völdum framleiðslustöðvunar. —GA Narfi inn til Njarðvíkur með um 1100 lestir Mjög slæmt veður var á loðnumiðunum úti af Ingólfs- höfða f gærkvöldi og nótt. Ekki einn einasti bátur hefur tilkynnt Loðnunefnd um afla siðan klukkan átta í gærkvöldi en þá heyrðist f einum sem var með nokkrar lestir. I morgun var veður enn slæmt á þessum slóðum og hélt flotinn sjó. Margir bátar eru i höfn, þar af lönduðu nokkrir i Faxaflóa- höfnum i gær. ísafold HG kom t.d. til Reykjavikur i gær með um 800 lestir og er það i annað sinn á þessari vertfð sem þetta dansk/islenska skip landar i Reykjavik. Þá kom Narfi inn til Njarðvikur i gær með um 1100 lestir, sem er einn mesti loðnu- afli sem eitt skip hefur komið með að landi á loðnuvertiöinni i vetur. —klp— Frá Framsóknarþinginu i gær. Vfsismynd: BP Ný miðstjórn Framsóknar kjörin Flokksþingi Framsóknarflokks- ins lauk i gær. Þá voru kosnir 25 fulltrúar i miðstjórn fiokksins. Þessirhlutu kosningu: Þórar- inn Þórarinsson 252 atkvæði, Dagbjört Höskuldsdóttir 246 atkv., Eysteinn Jónsson 246 atkv., Gerður Steinþórsdóttir 223 atkv. Næstir komu Magnús Ólafs- son, Asgeir Bjarnason, Eirikur Tómasson, Haukur Ingibergs- son, Magnús Bjarnfreðsson, Markús Á. Einarsson, Erlendur Einarsson, Kristján Benedikts- son, Helgi Bergs, Valur Arn- þórsson, Ragnheiður Svein- björnsdóttir, Gunnar Guð- bjartsson, Halldór Kristjáns- son, Daniel Agústinusson, Guð- mundur G- Þórarinsson, Guð- mundur Bjarnason, Ólafur Þórðarson, Pétur Einarsson, Guðrún Benediktsdóttir, Hauk- ur Halldórsson og Halldór Páls- son. — KS Loðnuv^iðin: NYJUNG! HEITIR LJUFFENGIR DRYKKIR ALLAN SÓLARHRINGINN Hægt er að velja milli 20 tegunda drykkja, en vélina getur þú fengið með frá 2 upp í 6 tegundir í einu, svo sem kafíi, te, kakó og súpu, og það tekur ekki meira en 5 sekúndur að laga drykkinn. Þú setur bolla undir þá tegund drykkjar sem þú óskar þér. Tekur í handfangið og þá rennur efnið í bollann, siðan scturðu bollann undir kranann og færð heitt vatn saman við. Þegar þú ert búinn að hræra í bollanum ertu kominn með alveg sérstaklega bragðgóðann heitann drykk. Þctta er þrifalcgt, einfalt og ódýrt, ekkert fer til spillis, enginn uppþvottur, og drykkirnir eru alltaf nýjir og ferskir. Fáanlegar eru margar stærðir af vélum, og þær eru jafnvel ekki dýrari en venjuleg kaffivél, og hægt að nota allstaðar, sem óskað er heitra ljúffengra drykkja. Hringið í síma 16463 og fáið sölumann í heimsókn, hann mun gefa vkkur að smakka og allar nánari upplýsingar. KOMIST A BRAGÐIÐ OG YKKUR MUN VEI. LIKA & ÍTTT- SIMI 16463

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.