Vísir - 15.03.1978, Síða 9

Vísir - 15.03.1978, Síða 9
VISIR ’ Miövikudagur 15. mars 1978 9 Ánœgjusnauður bjðlluleikur Krjstján Möller, íþrótta- kennari Bolungarvík hringdi: Ég hringi útaf þessum spurn- ingaþáttum i sjónvarpinu „Menntaskólarnir mætast.” Stjórnandinn er allsendis óhæf- ur, hann er ekki einasta ólifleg- ur heldur er hann hreinlega hlutdrægur. Þetta keyrði um þverbak i siðasta þætti, þegar Menntaskólinn i Reykjavik mætti Menntaskólanum á Akur- eyri. A milli þess sem stjórn- andinn spurði Asu um stigin sagðist hann vonast til að Reyk- vikingar færu að sækja i sig veörið. Þetta er með öllu óvið- eigandi af manni sem titlaður er dómari i spurningaþætti. Þegar menntskælingar úr Reykjavik gátu ekki svarað einni spurningunni var Akur- eyringum ekki gefið tækifæri á að spreyta sig. Þetta var brot á reglunum. Þá vik ég að tækniatriðum, en þeim var svo ábótavantað hvert mannsbarn sem á horfði sá. 1 fyrsta lagi þá var það einu sinhi sem svarljósin blikkuðu hjá báöum aðilum, en slikt á ekki að gerast. I þættinum var spurt um blómategund. Keppendur ósk- uðu eftir að sjá myndina i lit. Stjórnandinn sagði það ekki tæknilega mögulegt. Þetta kom mönnum mjög á óvart ekki sist okkur sem sáum myndina allan timann i lit. Vitlaust svar I þættinum sem sjónvarpið sýndi 4. mars var farið með rangt mál. Keppendur voru spurðir aö um fyrsta íslands- mótið á skiðum. Stjórnandi sagði rétt svar vera að mótið hefði verið haldið i Hveradölum 1937. Þetta er al.rangt. 1922 var haldið Skiðakappmót Islands á Siglufirði, Iþróttasamband ts- lands viðurkenndi reglugerðina fyrir þessa keppni. Sá sem sigr- aði hlaut titilinn Skiðakappi Is- landsogsamnefndanbikar. 1937 var haldið i Hveradölum skiða- mót sem kallað var Thule-mótið og var keppt um samnefndan bikar. 1938 var svo haldið Landsmót á skiðum á Siglufirði. t þeim liðum sem mæta i þessum þáttum, hafa verið tveir nemendur og tveir kennarar frá hverjum skóla. Þessa skipan tel ég ranga. t þáttunum er það vanalega svo að kennararnir svara öllu — enda eru þeir al- vitrir. Annars er þetta bara bjöllukapphlaup og þvi miður til litils ánægjuauka. Er Rússogrýlan komin á kreik? Sveinfríður Sveinsdótfir skrifar: Mig undrar meir en orð fá lýst illkvittnu ivafi, smáborgaraleg- Miðinn kostaði 1500 kr. Pétur Grétarsson formaður Djassvakningar vildi koma á framfæri leiðréttingu við skrif K.G. i blaðinu s.l. þriðjudag. Þar sagði bréfritari að að- göngumiði að Hljómleikum Horace Parlan hafi kostað 10.000 krónur. Þetta er rangt, aðgöngumiðinn kostaði 1500 krónur en 1000 krónur fyrir fé- lagsmenn. um hugsunarhætti og hvað fólk — nafnkennt sem ónafnkennt — hefur mikinn tima, lélegt mat og óþroskaðan smekk. I langan tima hafa tvö dag- blöð keppst við að birta lof og last um þá þjóðkunnu og ómiss- andi útvarpsþuli, Pétur Péturs- son og Jón Múla Árnason. Við sem getum notið þess að opna útvarpstæki okkar kl. 7 á morgnana erum i þakkarskuld við þessa greindu menn. Þeir eru hvor öðrum betri, Pétur og Jón Múli. Að minu mati býr Rikisút- varpið betur að Jóni Múla held- ur en að Pétri. Hann hefur i langan tima haft djassþátt þar sem hann kynnir sina uppá- haldstónlist af alúð. Það sama er ekki hægt að segja um aöra tónlist sem hann leikur i morg- unútvarpinu. Nú veit ég svo mikið, að morgunþulirnir ráða stórlega lagavali, ekki bara i morgunútvarpinu heldur og fram eftir degi (nema föstu dagskrárliðunum). Með Pétur gegnir öðru máli, hann er jafnan betri kynnir. t lagavali hans er meiri breidd og siðast en ekki sist, er það hinn stórkostlega, ljóðræna og alltaf glaðlega túlkun hans á efninu. Ég vil koma þvi á framfæri og mæli þar fyrir munn margra, að ánægjulegt væri ef Pétur Pét- ursson tæki sér fyrir hendur að hafa tónlistarþátt i útvarpinu frá hinum ýmsu þjóðum — og ekki sist frá Sovétrikjunum. „Áróðurinn” ei finna má á morgnana hjá þér Pétur. Um þig ljótt er last að sjá rétt þú frelsið metur. Pétur Pétursson tók mjög virkan þðtt 1 verkfallsaogerðum opinberra starfsmanna á síóasta ári. Hér er hann i Háskólanum ásamt stéttarbræðrum sinum að skora á nemendur að sýna samstöðu með verk- fallsmönnum. Vfsismynd: —JEG Reisugilli! Áfangi sem allir húsbyggjendur fagna. Ekki sist þeir sem skipta viö Rafafl og njóta 10% afsláttar af raflagnaefninu sem unniö er úr. Njótiö góöra viöskipta viö stærstu rafverktaka i Reykjavik. 'RAFAFL Skólavörðustig 19. Reykjavik Simar 2 1700 2 8022 Frágangur á handavinnu Setjum upp púða, strengi og teppi. Gott úrvai af flaueli og klukku- strengjajárnum, allt efni til uppsetn- ingar á staðnum. Sendum í póstkröfu Opið á laugardögum Uppsetningabóðin s^iTslT74 SNITTVEL Notuð snittvél til sölu með kompl. bökkum fyrir rörsnitti og boltasnitti. Upplýsingar hjá Ragnari Jónssyni i sima 83470. Skólastjórastarf Bankarnir gerðu með sér samning sl. haust um viðara starf Bankamannaskólans. Hefur skólanefndin nú fengið heimild til þess að ráða skólastjóra i heilsársstarf. Reynsla i bankastörfum er æskileg, en einnig kemur til greina að fá skólamann til starfsins. Leggja þarf grundvöll að framtíð- arstarfi skólans og mikið verk er fram- undan að koma upp fagbókmenntum. Auk daglegrár stjórnunar fylgir starfinu talsverð kennsluskylda á móti kennurum í ýmsum fög- um, sem ýmist koma úr bönkum eða utan þeirra. Almennt starfar skólinn að fræðslu- málum yngri og eldri bankamanna. Umsóknir um starfið sendist: Skólanefnd Bankamannaskólans, pósthólf 160, Reykjavík, með upplýsingum um menntun, fyrri störf og fleira. Reiknað er með því að starf hefjist ekki seinna en 1. ágúst n.k. Laun og önnur starfskjör skv. kjarasamningi bankamanna. Umsóknarfrestur er til 1. maí n.k. Skólanefnd Bankamannaskólans Maðurinn minn, faðir okkar, afi. stjúpfaðir, tengdafaðir og Lúther Hróbjartsson fyrrverandi húsvörður Austurbæjarskóla lést 14. mars s.l. i Borgarspftalanum. Sigriður Kjartansdóttir. Clara Lúthersdóttir Hermann Guðmundsson Hróbjartur Lúthersson Svava Pétursdóttir Rebekka Lúthersdóttir Óskar ólafsson Helga Lúthersdóttir Hákon Kristgeirsson Björgvin Lúthersson Bogga Sigfúsdóttir Ililmar Lúthersson Skarphéðinn Jónsson Kjartan Brynjólfsson og barnabörn. Áslaug Þorleifsdóttir

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.