Vísir - 20.03.1978, Side 10

Vísir - 20.03.1978, Side 10
10 VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund- ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn: Edda And- résdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. simár 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 1700 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. »0 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. Þýðing ferðamólastarfs Þegar rætt er um möguleika á að auka þjóðartekjur okkar íslendinga og gjaldeyrisforða, er oft gleymt ein- um þætti atvinnustarfseminnar, sem hægt væri að auka töluvert ef vilji væri fyrir því. Þetta eru ferðamálin. Mönnum hættir til aðeinblína á tekjur f lugféiaga og gistihúsa af erlendum ferðamönnum, þegar um ferðamálin er rætt, en tekjur af ferðamannaþjónustu koma í hendur mun f leiri aðila. Talið er að beinar gjald- eyristekjur af erlendum ferðamönnum hafi numið ná- lægt átta milljörðum króna á síðasta ári, og hafa nú um 5% þjóðarinnar atvinnu af ferðamannaþjónustu beinlín- is. Hagkvæmast er fyrir okkur að auka ferðamanna- strauminn hingað til lands á öðrum tímum ársins en yf ir sumarmánuðina, enda eru hótel að jafnaði fullnýtt á þeim tíma ársins, en reksturinn hefur verið erfiður að vetrarlagi. Einn liðurinn i þeirri viðleitni að fá útlendinga hingað til lands utan háannatímans hefur verið kynning á Islandi sem heppilegu ráðstefnulandi. Það starf hefur borið nokkurn árangur, en betur má ef duga skal. Heilsuhæli, þarsem heita vatníð okkar og leirböð væru grundvöllur rekstrarins, hafa verið nefnd sem einn möguleikinn til þess að auka aðdráttarafl Islands sem ferðamannalands allan ársins hring, og margt fleira kemur eflaust til greina i þeim tilgangi. Ljóst er, að heimsóknir erlendra ferðamanna hingað til lands eiga snaran þátt í að skapa f lugfélögum okkar verkefni og ef engir erlendir gestir kæmu hingað væri tæpast grundvöllur undir rekstri glæsilegra gistihúsa hér á iandi. En öll sú aðstaða, sem hér er sköpuð á sviði ferðamála og erlendir ferðamenn standa að miklu leyti undir fjárhagslega, kemur að sjálfsögðu íslendingum einnig til góða og verður okkur um leið hvatning til að ferðast hér innanlands meira en verið hefur fram að þessu. Stundum heyrast raddir fólks, sem hefur horn í síðu erlendra gesta sem hingað koma. Það segir að ekki eigi að leggja áherslu á að fá hingað f leiri ferðamenn, því að þá sé hætta á að hér fyllist allt af útlendingum og við íslendingar getum orðið aukaatriði í þjóðlífinu. Slíkur ótti er ástæðulaus, en aftur á móti er rétt að hafa í huga, að landið þolir ekki ótakmarkaðan ágang, og er allt of verðmætt til þess að því sé spillt. En þetta snýr bæði að innelndum og erlendum ferðamönnum, og því miður er það staðreynd, að íslendingar ganga mun verr um landið en erlendu ferðamennirnir, og taka oft á tíðum ekkert tillit til viðkvæmrar náttúru landsins. Á þessu þarf að verða breyting og gerist hún helst með því að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn, til dæmis uppi á hálendinu, og auka fræðslu og upplýsingastarfsemi ferðamála- og náttúruverndaraðila. En við megum ekki eingöngu líta á innanlandsvett- vanginn, þegar við ræðum um ferðamálin. íslenskt ferðamálastarf snýr ekki síður að umheiminum, og er þar átt við landkynningarstarf ið sem þarf að auka veru- lega. Það hefur að sjálfsögðu þann tilgang að fá hingað f leiri ferðamenn en auk þess verulega þýðingu varðandi það að auka skilning þjóða heims á sérstöðu okkar íslendinga í efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Upplýsingamiðlun af ýmsu tagi um land okkar og þjóð er geysiþýðingarmikil í margþættum samskiptum okkar við aðrar þjóðir á alþjóðlegum vettvangi. Síðast en ekki síst getur landkynningarstarf ið erlendis tengst markaðsleit útflutningsatvinnuvega þjóðarinnar og orðið til þess að auka sölu íslenskra af urða erlendis. Með tilliti til allra þessara atriða ættum við með sam- stilltu átaki aðefla sem flesta þætti ferðamálastarfsemi okkar. Mánudagur 20. mars 1978 yísm Hér varö banaslysiö aöfaranótt 13. október 1968. Aðfaranótt 13. október 1968 varð maður að nafni Gunnar Kristjánsson fyrir bifreiðá Suðurlandsvegi skammt vestan við Geitháls og beið bana. Sá sem ók bifreiðinni hvarf af vettvangi og var umfangs- mikil leit gerð að ökumanninum og bifreiðinni en hún bar ekki árangur. Fjöldi fólks var yf irheyrður í þessu sambandi en það bar ekki heldur fullan ár- angur. í janúar 1972 barst rannsóknarlögreglunni i Reykjavík ábending um að JF, sem þá var búsettur erlendis, hefði sennilega ekið bifreiðinni. Að kröfu saksóknara kom JF til (slands vegna máls þessa í júní 1972. Við komuna til landsins var hann hand- tekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Við yfirheyrslur neitaði JF því staðfastlega að hann væri viðriðinn þetta bif reiðarslys og fór svo að honum var sleppt og hélt þá aftur utan. Næst skeður það að JF höfðaði mál árið 1976 á hendur ríkissaksóknara og f jármálaráðherra fyrir hönd rikissjóðs. Krafðist hann skaðabóta að f jár- hæð 1.160.000 með 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludagssvo og til greiðslu hæfilegs málskostn- aðar. Krafðist hann þessara bóta fyrir gæsluvarð- hald að ósekju en undir rekstri málsins lækkaði hann bótakröf urnar niður i eina milljón og f jörutíu þúsund. Stefndu saksóknari og f jármálaráðherra gerðu kröf ur um að verða algjörlega sýknaðir af kröf un- um og þeim tildæmdur málskostnaður. Til vara var þesskrafistaðkröfur yrðu stórlega lækkaðar. Ekki reyndist unnt að ná sáttum í málinu og var það rek- iðfyrir Bæjarþingi Reykjavíkur og dómur kveðinn upp. Málavextir verða raktir hér á eftir í stórum dráttum. Tveir farþegar Sem fyrr segir barst rannsókn- arlögreglunni ábending um það i janúar 1972 að JF hefði sennilega ekiðbifreiðinni sem varð Gunnari Kristjánssyni að bana. Við frekari yfirheyrslur i mál- inu kom fram að auk ökumanns hefðu tveir farþegar verið i bif- reiðinni, GE og GÞ. Báðir þessir aðilar gáfu skýrsl- ur hjá rannsóknarlögreglunni, GE sagðist hafa verið á ferð með JF i bifreið hans frá Geithálsi helgina sem slysið varð, enda þótt hann myndi ekki mánaðardaginn. GE sagði að hann hefði setið i aft- ursæti bifreiðarinnar og verið öl- vaður og það hafi JF lika verið. 1 framsætinu var hinn farþeginn, GÞ. Kom viðbílinn GE kvaðst muna eftir þvi, að þegar þau hafi komið yfir hæð skammt fyrir vestan Geitháls hafi hann orðið var við að eitt- hvað hafi komið við hægra fram- horn bifreiðarinnar og að eitthvað hafi flaksast aftur með henni. Um leið og þetta hafi gerst hafi JF snarbeygt til vinstri og þá um leið i veg fyrir bifreið, sem hafi komið á móti og hafi ljós þeirrar bifreið- ar fallið inn i bifreið JF. Þessu næst hafi JF snarbeygt bifreið sinni til hægri til að koma i veg fyrir árekstur og ekið hratt á brott áleiðis til Reykjavikur. GE kveðst hafa spurt JF hvað hafi komið fyrir en JF sagð að það væri ekkert. Hinn farþeginn, GÞ kvaðst tals- vert hafa verið með þeim GE og JF og oft farið með þeim að Geit- hálsi. Ekki kvaðst GÞ muna til þess að JF hefði nokkurn timan ekið á gangandi vegfaranda en kvaðst þó muna að JF hefði einu sinni ekið mjög hratt til Reykja- vikur og hafi það verið aðfaranótt sunnudags. JF neitar Eftir að hafa eindregið færst undan þvi að koma til fslands vegna rannsóknar málsins féllst JF á að koma heim og gerði hann það 13. júi 1972. Lögreglumenn biðu á flugvellinum og færðu hann i fangelsi þar sem hann var úr- skurðaður i 20 daga gæsluvarð- hald. Við yfirheyrslur kvaðst JF muna vel eftir laugardeginum 12. október 1968. Þá hafi hann farið með fyrrverandi eiginkonu sina og barn þeirra austur að S. Um kvöldið hafi þau farið á dansleik fyrir austan ásamt fleira fólki frá S. og siðan kveðst JF hafa gist um nóttina að S. og farið aftur til Reykjavikur siðdegis á sunnu- dag. JF sagðist muna eftir blaða- skrifum um þetta slys sem varð þessa helgi. Hann kveðst um þetta leyti oft hafa verið með GE og Gþ og hafi þau stundum farið upp að Geithálsi. Framburður vitna Fyrrverandi eiginkona JF sagði að þau hefðu farið saman

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.