Vísir - 05.05.1978, Page 3

Vísir - 05.05.1978, Page 3
I l ii-.'C 3 S"í’i i % *A ' ... Y\ * . t .M r % i M M< « t 4 < t t t VISIR Föstudagur 5. maí 1978 TAKA FLUGLEIÐIR AÐ SÉR ALÞJÓÐAFIUG SHRI LANKA? Flugleiðir bíöa nú átekta eftir svari um hvort viðræður hefjist við Shri I.anka um að félagið taki^ð sér flug á alþjóðaleiðum fyrir nýtt flugfélág á Shri f.anka. sem áður hét C'eyhm. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk hjá Sigurði Helgasyni l'orsljóra Flugleiða munu um 40 aðilar liafa s^vnt áhuga á þessu „Við sendum þeim á sinum tima bréf um að við kynnum að hafa áhuga á þessu máli og eig- um von á að heyra fljótlega hvernig málin standa , sagði Sigurður. Af þeim 40 aðilum sem hafa áhuga á þessu flugi er vitað að nokkur fyrirtæki koma helst til greina og i þeim þópi eru Flugleiðir. Rætt er um aö stofna nýtt flugfélag á ShriLanka á rústum eldra félags sem er hætt starf- semi. Nýja flugfélagið myndi annast samgöngur á alþjóða- ieiðum lrá Shri Lanka til Fvrópu, London, Paris og Frankfiírt. og sömuleiðis austur á bóginn. t.d. til Singapore, Bangkok og Hong Kong. Þessir staðireru einkum nefndir og þá með einhverjum millilending- um i Miðausturlöndum. Eins og Visir skýrði frá fyrir nokkru hefur verið gerð nokkur könnun á þessum málum af hálfu Flugleiða. Sigurður var spurður hvort þarna væri ekki um mikið verkefni að ræða. „Þetta er mikið verkefni og gifurleg samkeppni á þessum leiðum sem svo mörg félög fljúga á, bæði Evrópu- og Asiu- félög. En okkur fannst það þess virði að gera þessa tili;aun”, sagði Sigurður Helgason. Hann sagði ennfremur aðef af þessu flugi yrði þyrfti að afla flugvéla ogannarsog reka þetta sem sjálfstæðan rekstur. Mjög litið væri fyrir hendi á Shri Lanka og yrði þvi að byggja þetta frá grunni. Nú væri bara læðið svars frá Shri Lanka. Megas ó hljóm- leikaferð ó meginlandinu Megas, sem ekki þarf að kynna frekar fyrir islendingum er um þessar mundir i hljóm- leikaferð á meginlandinu. Það eru samtök islendinga i Kaup- mannahöfn, Arósum og Lundi, setn buðu Megasi i fcrðina. Hann mun halda hljómlcika á þessum stöðum og einnig er áætlað að hann leiki og syngi i ósló, Stokkhólmi og Paris. Á sumardaginn fyrsta var lögð siðasta hönd á fimmtu hljómplötu Megasar. Ber hún heitið Nú er ég klæddur og kom- tnn á ról, og hefur að geyma klassisk íslensk barnalög. A plötunni nýtur Megas aðstoðar Guðnýju Guðmundsdóttur, kon- sertmeistara Sinfóniuhljóm- sveitar Islands og Scotts Gleck- er, sem starfar einnig i Sinfóni- unni. Áætlað er að platan komi á markað i byrjun júni. Tvö verk eftir Megas biða nú útgáfu. Rokkverk, sem gefið verður út á tveim hljómplötum og úrval úr Passiusálmum Hall- grims Péturssonar, sem upp- haflega var flutt á páskum 1973. —GA Þorskveiðibannið um páskana: DÆMT í SMYGLMÁLI TOLLVARÐANNA 1 sakadómi Reykjavikur hefur verið kveðlnn upp dómur yfir Iveimuryfirtollvörðum sem vikið var úr starfi i fyrra fyrir að hafa smyglað áfengi og tekiö við smygluðu áfengi. Annar mann- anna var dæmdur i 45 daga varð- hald en hinn (10 daga. Dómarnir eru skilorðsbundnir i tvö ár. Bryti sem kom við sögu var dæmdur i 70 þúsund króna sekt. Talið var sannað að tollverðirn- ir hefðu smyglað einum kassa af áfengi. Annar tók við nokkrum flöskum að gjöf til viðbótar og hinn keypti tvær flöskur af bryt- anum. Þá var annar tollvarðanna dæmdur fyrir að leysa undan inn- sigli fyrir einn skipstjóra nokkrar flöskur af áfengi árið 1969 en ekki talið sannað hvað magnið var mikið. Fleiri voru ekki ákærðir i þessu máli sem kom upp i fýrra við rannsókn Kristjáns Péturssonar og Hauks Guðmundssonar. Málið reyndist hins vegar mun um- fangsminna en fyrstu fréttir bentu til. —SG Ávísanamólið ó lokastigi R a n nsók n á v isa n am álsin s er á lokastigi og nú er unnið við samantekt á ntálinu. Hrafn Hragason umboðsdóm- ari málsins sagði að það yrði sent til saksóknara alveg á næstunni. Ávisanamálið kom upp á ár- inu 1976 og á annað ár hafa þrir rannsóknarlögreglumenn unniðsleitulaust við málið auk Hrafns Bragasonar, en hann hefur nú aftur tekið við fyrra embætti sinu sem borgardóm- ari. —SG Glæsilegt úrval bílsegul- banda og útvarpsvið- tækja, einnig sambyggð útvarps- og segulbands- tæki. Töskur fyrir kassettur og margt f/eira. Kraftmagnariibila, ,£5 watta". Verðkr. 17.960,- Allt til hljómflutnings fyrir: HEIMILID - BILINN OG DISKÓTEKID IXdQÍO Isetning og viðgerðar- þjónusta affagmönnum. ILf ARMULA 38 tSelmúla megin) . 105 REYKJAVÍK SIMAR: 31133 83177 POSTHOLF 1366 Afli fyrir tvœr milljónir gerður upptœkur Sj áv a rút v e gs rá ðun ey t ið he fu r nú gert upptækar rúmar 24 þús- und lestir af þorski sem var um- fram 15% af heildarafla í þorsk- veiðibanninu um páskana. Verðmæti þessa afla er unt tvær milljónir og renna þær i sjóð til eflingar fiskrannsóknum og vis- indalegu eftirliti með fisk- veiðum. Að sögn Steinunnar Lárus- dðttur; sjávarútvegsráðuneytinu er enn eftir að afgreiða mál nokkurra báta en gögn um þá hefðu borist eitthvað seinna og er ekki loku fyrir það skotið aö gögn um fleiri báta berist. Hugsanlegt er að gerð verði upptæk allt af 15 tonn af þorski til viðbótar fvrir utan mál Vest- mannaeyjabáta fjögurra sem Landhelgisgæslan kærði. Það mál var komið til rikissaksókn- ara og hefur hann sent það til sjávarútvegsráðuneytisins til umsagnar og sagði Steinunn að verið væri að kanna það mál þessa dagana. Það eru 14 bátar sem aflinn hefur verður gerður upptækur hjá og sumir hafa fengið fleiri en einn úrskurð. Allir þessir bátar eru frá Vest- mannaeyjum nema einn. — KS.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.