Vísir - 05.05.1978, Page 9

Vísir - 05.05.1978, Page 9
9 Svívirðileg svik við lóglaunafólk G.G. skrifar: Morgunblaðið birti viðtal við launafólk 1. mai. Þar á meðal var viðtal við flugfreyju sem kvaðst hafa 250 þúsund krónur i laun á mánuði og gæti hún ekki lifað að þvi sem einstaklingur. Hins vegar hefði maður hennar miklu hærri laun og þvi hefðu þau getað komið sér upp ibúð, en þau væru barnlaus. Blessuð flugfreyjan klykkti svo út með þvi að segja að hún gæti ekki lifað af launum sinum þar sem hún vildi ganga i góðum fötum og kaupa vönduð húsgögn. Hins vegar ætti fólk ekki að gera kröfur þvi slikt færði þvi ekki hamingju. Þetta lýsir mætavel hugsana- gangi fjölmargs fólks úr öllum flokkum. Það vill hafa góð laun til að geta veitt sér allt en er alveg á móti þvi að aðrir geti lifað sómasamlegu lifi. Þeir sem eru svo ósvifnir að krefjast þess að geta lifað af dagvinnu- tekjum sinum eru úthrópaðir sem ofbeldisseggir sem ekki ta- ki tillit til þjóðarhags. A sama tima eru þúsundir manna sem hafa um milljón króna tekjur á mánuði auk þess sem þeir drvgja tekjur sinar með þjófn- aði af almannafé i formi skatt- svika. Dirfist einhver að mót- mæla þessu er hann álitinn kommúnisti sem vilji koma hér á einhverju alþýðulýðveldi. Hræsnisskrif Mogunblaðsins um að verkalýðnum beri að taka i útrétta sáttahönd for- ;ætisráðherra fylla mig viðbjóði. Svik Alþýðubanda- lagsmanna og annarra er ráða verkalýðshreyfingunni við hina lægstlaunuðustu eru svivirðileg. Með þrældómi sem hvergi þekkist i lýðfrjálsum löndum tekst almenningi hér að draga fram lifið. Það sem okkur vantar i dag eru heiðarlegir stjórnmálamenn sem hugsa um hag allra landsmanna en ekki þeir klikugosar sem nú sitja á þingi. Um dýravernd og Dýraspítalann Guðrún A. Kunólfsdóttir skrif- ar: Það er nú ef til vill ekki besti timinn núna þessa dagana að vera að tala um dýraverndun- armál. Blöð eru að mestu full af stjórnmálum og kosningum. Fólk er fullt af þeim lika nema þeir sem ætla alveg að sleppa þvi að vera með i þetta sinn. Samt langar mig að hefja máls á þessu og vona að sem flestir gefi sér tima til að huga að þvi hvar við stöndum idýravendun- armálum. Nú er sumar að ganga i garð, sólin skin og hugurinn er léttur. Samt megum við ekki gleyma dýrunum mitt i þessum fegin- leik okkar að vera nú enn einu sinni laus við myrkur og kulda vetrarins. Dýrin þurfa eftir sem áður á aðhlynningu okkar að halda. Ég er unnandi allra dýra en hef þó mestan áhuga á málum kattanna og aðbúnaði þeirra. Þessi heimilis- og gæludýr okk- ar sem veita okkur svo mikla skemmtun og ánægju þurfa mikla hlýju og gott atlæti frá okkur mönnunum. Það er með ólikindum hve kærulaus við höf- um verið i framkomu okkar við þau. Þvi er tekið sem sjálfsögð- um hlut að kötturinn sé fær um að sjá um sig að mestu sjálfur og ef honum, af einhverjum ástæðum, er orðið ofaukið á heimilinu virðist sem það sé i lagi að henda honum út á götuna — hann á að geta séð þar um sig sjálfur. Þetta er mikill mis- skilningur og athugunarleysi. Þetta dýr er ekki i stakk búið til að bjarga sér sjálft hér á landi, allra sist ef þau hafa verið heimilisdýr. Það verður ömur- leg tilvera fyrir þau. Ég vil aðeins nefna eitt eða tvö atriði sem mig langar til að biðja fólk að athuga vel. 1 fyrsta lagi að merkja kettina sina vel með hálsól og bjöllu. Þetta eru dýr sem vilja vera mikið úti og hreyfa sig og geta þvi farið það langt frá heimili sinu að þau komist ekki af sjálfsdáðum heim til sin aftur. Þá er úr vöndu að ráða að koma þeim til réttra eigenda, og lika erfitt að auglýsa þá. Einnig er mikils- vert að hafa á þeim bjöllu — það kemur i veg fyrir að þeir geti komist að fuglum. Annað vildi ég óska að fólk tæki til alvarlegrar athugunar. Ef kettlingar.koma á heimilið — i öllum bænum látið þá ekki bara auglýsingu i blað og af- hendið siðan hverjum þeim kettling sem hafa vill. Þetta getur verið stórhættulegt. At- hugið vel hvernig aðstaðan er hjá þeim sem vill fá kettlinginn. Getur hann haft hann staðsetn- ingar og vinnu sinnar vegna? Ef um barn er að ræða, fáið þá á hreint að kettlingurinn sé vel- kominn á heimilið af öllum. Auðvitað er ekki alltaf hægt að halda öllum kettlingum sem koma og mikill lettir að geta komið þeim fyrir á heimilum i stað þess að láta svæfa þá — en það má ekki koma i veg fyrir þá ábyrgð sem við höfum á hendi að sjá um að þeir komist i örugga höfn. Það er heldur óskemmtilegt að bera ábyrgð á að þessi dýr lendi einhversstað- ar þar sem annaðhvort er ekki aðstaða fyrir þau, eða þau eru beinlinis ekki velkomin. Þá kemur að þvi fyrr en seinna að þau lenda á götunni og það eru verri örlög en ég get imyndað mér að neinn vilji hafa á sam- viskunni. Þetta er okkar mál. Við eigum að búa eins vel um hnútana i þessum efnum eins og okkur er framast unnt. Að siðustu langar mig til að spyrja, enn einu sinni, hvenær Dýraspitalinn muni komast i það horf að hann geti sinnt sinu Merkiö ketti ykkar vel með hálsðl og bjöllu. hlutverki? Að þar verði dýra- læknir þó ekki yrði nema nokkra tima á viku til að byrja með, svo að fólk geti komiö þar með heimilisdýr sin og fengið þá þjónustu sem með þarf fyrir þau? Er alveg útilokað að hægt sé að koma skriði á þetta mál. þannig að sá dagur fari að renna upp að dýrin geti fengið þarna þessi sjálfsögðu réttindi sin i formi góðrar læknisþjónustu? Það er hreint ekki vansalaust að það skuli vera liðinn allur þessi timi siðan spitalinn kom til landsins og aðekki sé enn komin rétt mynd á starfsemi hans. Það væri nú, gæti ég imyndað mér, eitthvað búið að segja bæði hátt og i hljóði ef um læknisþjónustu fyrir mannfólkið væri að ræða. Eins og Dýraspitalinn er starfræktur i dag er hann nán- ast verri en ekki neitt athvarf. Þar er ekki til þess menntað starfsfólk að veita dýrum læknismeðferð, enda þótt svo að dýrahjúkrunarkonan hafi tekið sér þá ábyrgð á hendur að fram- kvæma ýmsar aðgerðir sem hún hefur ekki kunnáttu eða leyfi til að framkvæma. Það er ekki i verkahring hjúkrunarkonu að framkvæma starf læknis. Þetta getur siðan komið niður á dýr- unum i þeirri mynd að ekki ósjaldan þurfi að fara með þau til dýralæknis seinna. Sjálfsagt er ekki með ráði gert að þetta gengur svona fyrir sig. Það er einfaldlega afleiðingin þegar verk er ekki framkvæmt af rétt- um aðila. 1 rauninni er ástandið alveg óþolandi og i raun verr af stað farið en heima setið. Hvernig á þvi stendur að yfirdýralæknir virðist ekki vilja láta sér koma þetta við veit ég ekki — en hitt veit ég að sem dýraeigandi vil ég eindregið mælast til þess að hann gefi sér tíma til að athuga þetta vel og reyni að gera sér grein fyrir að hann hefur skyld- um að gegna i þessu máli. Einn- ig vil ég eindregið beina þvi til hans og þeirra aðila sem um eiga að fjalla að fara að koma þvi i kring — nú sem allra fyrst — að útvega dýralækni að spitalanum. Sifellt eru gefin lof- orð um þetta og þau eru jafnoft brotin. Þetta má ekki ganga svona lengur. Okkur er þegar orðið til stórkostlegrar van- sæmdar hvernig staðið hefur verið að málum Dýraspitalans. Allt gott er um það að segja að við spitalann sé starfrækt upp- lýsingaþjónusta og göð ráð gefin dýraeigendum. Einnig snyrting dýra og annað slikt. Það er örugglega mikil þörf fyrir slika þjónustu og fullt verkefni fyrir dýrahjúkrunarkonuna, á meðan ekki er þarna starfandi dýra- læknir. En ég vil ráðleggja fólki að athuga sinn gang ef það hyggst leita til Dýraspitalans með dýr sin til að fá þar gerðar læknisaðgerðir af einhverju tagi. Hann er ekki starfræktur, enn sem komið er, með slikt i huga. Það þarf að fara með dýr- in til dýralæknis og fá þá réttu og öruggu þjónustu sem veita. Ekkert annað er nógu fyrir dýrin okkar. Að lokum, ég vona og bið að nú fari þessi mál að komast i betra horf. Ég vona að allir þeir aðilar sem þarna eiga hlut að máli taki saman höndum um að koma þessu máli i höfn nú sem allra fyrst. Ekki er eftir neinu að biða, ekki einu sinni pening- um þvi ég vil halda þvi fram að þeir séu til bara ef áhugi er fyrir hendi að veita þeim i þennan málstað. Satt best að segja hafa ekki farið i hann svo stórar upp- hæöir hingað til. Ég held að timi sé kominn til að bæta þar úr. Ég vil raunar taka svo sterkt til orða — og ég veit að fleiri dýraeigendur og dýraunnendur taka undir það — að ég krefst þess að þessu máli verði gaum- ur gefinn og að unnið verði að þvi af fullum krafti. Það er sið- ferðileg skylda okkar að veita dýrunum okkar — og hafa til þess aðstöðu — þessi sjálfsögðu rettindi þeirra. r Askorun til eigenda og ábyrgðarmanna fasteigna um greiðslu fasteignagjalda í Reykjavík Fasteignagjöld i Reykjavik 1978 eru nú öll gjaldfallin. Gjaldendur sem ekki hafa gert skil innan 30 daga frá birt- ingu áskorunar þessarar, mega búast við, að óskað verði nauðungaruppboðs á eignum þeirra i samræmi við 1. nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks. Reykjavik 3. mai 1978. Gjaldheimtustjórinn i Reykjavik. Prentarar — Prentarar Viljum ráða pressumenn sem fyrst. Prentsmiðjan Oddi hf. Bræðraborgarstig 7 simi 20280. Útboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboði i rafbúnað fyrir áveitustöðvar Vesturlinu — Hrútatungu, Glerárskóga og Mjólká Útboðsgagna má vitja á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 116. gegn greiðslu á kr. 5.000.- Aðalfundur skókfélagsins Mjölnis verður haldinn mánudaginn 8. mai kl. 20 i Fellahelli. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Lœkir Skarphéðinsgata | Bergþórugata Austurbrún Flókagata Frakkastigur £ wr / jw 1 Í Norðurbrún Karlagata t » Vesturbrún Mánagata Kárastigur Vitastigur VISIR Nauðungaruppboð hZfíÆ Vart 1 87‘ »g 88- tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á h!“.ta.1 r.lóhag°tu 54- Þ'ngl- eign Leós Jónssonar fer fram efUr krofu Gjaldheimtunnar i Reykjavfk á eigninni sjálfri mánudag 8. maf 1978 kl. 14.00. J Borgarfógetaembættið i Reykjavlk.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.