Vísir - 05.05.1978, Side 11

Vísir - 05.05.1978, Side 11
Föstudagur 5. mai 1978 11 . _v væru arðsamar. Ef hins vegar værirætt um hugtakið heilsuarð- semi héldu menn annað hvort að núeigiaðfara að græða peningaá heilbrigðisþjónustunni eða stór minnka hana i sparnaðarskyni. Davið sagði að staðreyndin væri sú að heilsuarðsemi væri aldrei mæld i peningum. Rándýr þjón- usta gæti verið mjög arðsöm ef það sem við fáum er meira virði en það sem til er kostað. Hann sagði að hér kæmi til mat á ýms- um hlutum bæði læknisfræðilegt sálfræðilegt og félagslegt. Það væri ekki bara magn þjónustunn- ar, fjöidi legudaga og með- höndlaðra sjúklinga sem skipti máli, það væri einnig spurning um gæði þjónustunnar. Stjórnmálamenn skjóta sér undan ákvarðana- töku. Davið sagði að menn skiptust i tvo flokka hvað varðar greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu. Annars vegar væru þeir sem vildu hafa allt ókeypis og þeir sem vilja láta greiða fyrir hana og þá láta fram- boð og eftirspurn ráða. ,,Ef þjónustan er ókeypis er eftir- spurnin gjarnan ótakmörkuð. Fólk misnotar gjarnan allt sem ekkert kostar. Ef þjónustan er seld og lögmálið um framboð og eftirspurnlátið ráða myndu vafa- laust einhverjir lenda á skurð- borðinu hjá Baldri Brjánssyni”, sagði Davið. Mat manna á heilbrigðisþjón- ustunni breyttist gjarnan mjög eftir eigin reynslu sagði Davið. Afleiðingin er siöan þrýsti- hóparnir. Mánuðina fyrir af- greiðslu fjárlaga hefur jafnvel veriðhægt að tala um þrýstihópa- vikurnar. svo mjög hafa fjölmiðl- 'ar stundum stutt við bakið á þess- um hópum. Afleiðingin sagði Davið vera að ekki hefur verið reynt aðmeta hvar peningar gera mest gagn i heilbrigðisþjónust- unni. Það er heilsuhagfræðin sem gerir tiiraun til að meta þetta. Stjórnmálamennirnir taka svo ákvörðun að fengnu þessu mati. „Þvi miður er það hins vegar svo að stjórnmálamennirnir hafa skotið sér undan ákvarðanatöku og forgangsröðun verkefna í heil- brigðismáium ”, sagði Davið. Hann sagði að afleiðingin væri sú að hinn frekasti fengi að ráða og heilsuarðsemin gleymdist. Hagsældarvisitala Umræður voru um spurninguna hversumiklum hluta þjóðartekna við Islendingar ættum að eyða i heilbrigðismál. I henni tóku þátt Ásmundur Stefánsson hag- fræðingur, Ásmundur Brekkan yfirlæknir, Bjarni Þjóðleifsson íæknir, Gylfi Þ. Gislason al- þingismaður og Hallgrimur Snorrason starfsmaður Þjóð- hagsstofnunar. Bornar voru fram spurningar úr salnum um hin ýmsu mál. Þar kom meðal annars fram hve gamla fólkið er afskipt og aðrir hópar sem ekki eru vel skipu- lagðii’. Afleiðingin verður sú að þetta fólk fær ekki eins stóra sneið af kökunni og hinir. Einnig kom það sjónarmið fram aðauka eigi fjárveitingar til heilsugæslu og fyrirbyggjandi að- gerða t.d. fræðslu um holla lifnaðarhætti matarræði ofl. Gylfi Þ. Gislason sagði að hægt væri að kaila það hagsældarvisi- töiu að framleiða fyrir eins fáar krónur likamlega og andlega vel- liðan fyrir eins marga og hægt er. Hér væri spurning um velliðan fólks ekki bara veraldargæði. Gylfi sagði það einnig skoðun sina að þó þjóðartekjur ykjust um allt að fimm prósent þá ætti ekki að auka hlutdeild heilbrigðismál- anna i kökunni. Ekki stafur um for- stöðumenn sjúkrahúsa í nýju heilbrigðislöggjöf- inni. 1 félagi forstöðumanna sjúkra- húsa eru 25 manns. Félagið var stofnað árið 1962 og er Davið A. Gunnarsson formaður eins og áður segir. Félagið hefur hafið út- gáfu timarits sem nefnist Sjúkra- húsið. Fyrsta tölublað þess er ný- komið út og i þvi er fjöldi greina um fróðlegt efni. Ætlunin er að ritiðkomiút fjórum sinnum á ári. „ í núgildandi reglugerð er ekki stafur um starf okkar eða starfs- svið. Það sama má segja um þá nýjusem nú liggur fyrir Alþingi. Þetta er nánast furðuiegt þegar tillit er tekið til þess að hér á rikisspitölum veltum við um sjö mili jörðum króna á ári. Við erum framkvæmdaaðili sjúkrahúsanna en starf okkar hefur mótast af hefði i gegnum árin”, sagði Davið. —KP Davið A. Gunnarsson formaður i Félagi forstöðumanna sjúkra- lsa- Mynd Gunnar g stéttqrlega áráttu Svavar Gestsson, Benedikt Gröndal: Eftir þvi sem best verður séð kæra verkalýðsflokkarnir sig ekki um að verkaiýösþreyfingin sitji I fyrirrúmi á framboðslistunum, þótt hún megi eftir atvikum kjósa þá. ingarinnar nefndi hann eðlilega nýsköpunarstjórnina, sem sat að völdum frá 21. oktober 1944 til 4. febrúar 1947, er stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar tók við. Siðan þessi stjórn sat að völdum hefurstöðugt veriðgumað af þvi, að hún hafi endurnýjað atvinnu- tæki þjóðarinnar og notað til þess þá sjóði, sem safnast höfðu fyrir á hernámsárunum. A upptalningu Eðvarðs er að heyra að hann telji að þessi stjórn hafi verið einskon- ar verkalýðsstjórn og skal það ekki dregið i efa. Og vist er um það, að sjóðunum var eytt og ný og afkastamikil atvinnutæki voru flutt til landsins. Þetta skipti auð- vitað verkalýöshreyfinguna miklu máli, og samkvæmt hug- myndum hennar hefðu blómlegir timar átt að ganga i garð. Okkur vantaði ýmislegt fleira en togara. En þetta fór öðruvisi. Arin 1947 og 1948 urðu mikil erfiðleikaár i atvinnulegu tilliti. Hér var nánast kreppa. Hún hefði sjálfsagt orðið mikið verri hefði ekki notið við þeirra atvinnutækja, sem nýsköpunarstjórnin hafði látið koma á fót.Minnisstæðar eruþær árásir, sem gerðar voru á Stefán Jóhann á þeim árum, sem hann var forsætisráðherra. Hefði hann þó eflaust hvergi sparað sig við að leysa vandamál sinna stjórn- arstunda, hefði hann haft aðeins brot af þeim sjóðum undir’hönd- um, sem nýsköpunarstjórnin hafði. Það kom nefnilega á dag- inn, að nýsköpunarstjórnin hafði einfaldað málið heldur mikið. Eitt þjóðfélag þarf auðvitað at- vinnutæki.en þau ein og sér segja ekki alla söguna. Okkur vantaði ýmislegt fleira en togara. Langvarandi/ þreytandi skæruhernaður. Þegar þjóðir Evrópu sneru frá blóðvellinum i striðslok blöstu við augum „borgirnar hrundar og löndin auð”,eins og einu sinni var sungið i kveðjugildi i Siglufirði. Þrátt fyrir smáa sjóði og vonda fátækt gerðu menn sér ljóst, að leggja yrði allt kapp á að byggja upp bæði atvinnuvegi og mann- virki. Þessi tvfþætta uppbygging varð helzta viðfangsefnið. Allir tiltækir fjármunir voru notaðir i hana. Þótt við hefðum góðu heilli ekki orðið fyrir sprengjuárásum, mátti auðveldlega gera sér grein fyrir þvi, aö hér myndi hefjast. mikil byggingaröld. Hún hafði raunar hafist á siðari hluta striðs- áranna, svo fyrirbærið var ekki með öllu ókunnugt á tima nýsköpunarstjórnarinnar. En m.a. fyrir atbeina þeirra, sem með einum eða öðrum hætti verða kallaöir fulltrúar verkalýðshreyf- ingarinnar i nýsköpunarstjórn- inni, var fyrst og fremst snúið sér að atvinnuvegunum af þeirri einhæfni stéttarhagsmuna, að stór hluti úrlausnarefna var lát- Eðvarð Sigurðsson: Þótt hann hafi bent á nýsköpunarstjórnina sem einn ávinning verkalýðs- hreyfingarinnar, verður ekki hjá þvi komist að skrifa á hennar reikning þá slæmu gleymsku að nota ekki striðsgróðann aö ein- hverju ieyti til þess að koma upp fjárfestingarsjóði sem hefði getað mætt vaxandi þörf fyrir lán til ibúðabygginga. inn sigla sinn sjó með þeim afleið- ingum að allar götur siðan höfum við verið án eðlilegra fjárfesting- arsjóða. Allri hinni miklu uppbyggingu ibúðarhúsnæðis, sem siðan á dögum nýsköpunar- stjórnarinnar hefur verið eitt helzta viðfangsefnið, var eitt sinn lýst sem langvarandi og þreyt- andi skæruhernaði af engu óreyndari stjórnmálamanni en Hermanni Jónassyni. Slæm gleymska Þótt Eðvarð Sigurðsson hafi bent á nýsköpunarstjórnina, sem einn ávinning verkalýðshreyfing- arinnar, verður ekki hjá þvi kom- ist að skrifa á hennar reikning að hluta þá slæmu gleymsku. að nota ekki striðssjóöinn að einhverju leyti til að koma hér upp fjárfest- ingarsjóði, sem hefði getað með skynsamlegum hætti mætt mikilli og vaxandi þörí fyrir lán til ibúðabygginga. Það liggur i aug- um uppi að slikur lánasjóður hefði komið verkamönnum vel ekki siður en öðrum þegnum landsins. En þetta gleyradist nú vegna þeirrar stéttarlegu áráttu, að hugsa aðeins þröngt um nær- tækasta viðfangsefnið, og sjá yfirleitt ekki lengra nefi sinu. Það hlýtur þvi að vera spurn- ing, hvort verkalýðshreyfingunni séekki best borgið við hið faglega streð. Oðrum þegnum þjóö- félagsins kæmi það eflaust bet- ur. Dæmið frá timum nýsköpun- arstjórnarinnar sýnir að þröngir stéttarhagsmunir fara ekki vel i pólitisku starfi. Það er mikið flóknara mál en svo, að hagsmun- ir stéttahópá megi ná þar yfir- höndinni. Virðist heldur ekkert skorta á. að hið faglega starf fái á sig pólitiskan blæ, einkum þegar aðgerðir eru hafnar gegn lögum frá Alþingi. ÍGÞ.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.