Vísir - 11.05.1978, Blaðsíða 9
9
SJALDAN LAUNAR
KÁLFUR OFELDI
Vegna ummæla
Hallbjöms
Hjartarsonar hér á
siðunni s.l. mánudag
vill stjórn sýningarinn-
ar Auto 78 taka fram
eftirf arandi:
Vil viljum i fyrsta lagi taka
það fram að við fórum ekki af
stað með þessa sýningu sem
eitthvert gróðafyrirtæki. Þarna
er um að ræða félagasamtök,
Bilgreinasambandið, sem held-
ur þessa sýningu fyrst og fremst
fyrir sína meðlimi og gefur öðr-
um, sem eru með vörur tengdar
bilgreininni kost á þvi að taka
þátt i sýningunni.
Þetta er hugsað þannig að
sýnendur greiði bara kostnað á
húsunum, sem sagt leigu á
húsnæði, ræstingu, rafmagn og
annað slikt sem snýr beint að
þeirra sýningardeildum.
Aðgangseyrir átti siðan að
greiða auglýsingar, mannalaun,
sem er gifurlega stór liður,
hönnun og allt annað sem er i
kringum svona sýningu.
Ekki sambærilegt
Hallbjörn Hjartarson,
Skagaströnd fékk innisvæði I
húsi II, 30 fermetra að stærð
fyrir 40.000,- kr, þ.e. 1.333,- kr. á
fermetra. A sýningunni Heimil-
ið 77 var ódýrasta innisvæðiö
leigt á 8.815,- kr. á fermetra.
Þannig að fyrir sama svæði inni
á Heimilinu 77 hefði Hallbjörn
þurft að borga ca. 265.000 kr. Að
vísu er innifalið sameiginleg
ræsting. En það er hið eina sem
var innifalið i leigunni á Heimil-
inu 77 en ekki hjá okkur.
Einnig er rétt að geta' þess að
frá því Heimilið 77 var haldið
hafa orðið nokkrar kostnaðar-
hækkanir, þannig að þetta eru
ekki alveg sambærilegar tölur.
11. —20. ágúst verður sett upp
Landbúnaðarsýning á Selfossi.
Þar kostar innisvæði 13.260 kr.
fermetrinn.
Fyrir sama svæði (30
fermetra) inni á Landbúnaðar-
sýningunni þyrfti þvi Hallbjörn
Hjartarson að borga 398.000 —
kr.
Með öðrum orðum Hallbjörn
Hjartarson fær hjá okkur svæði
fyrir 40.000 kr. sem hann hefði
þurft að borga 265.000 kr fyrir á
Heimilissýningunni eða 398.000
kr. fyrir á Landbúnaðarsýning-
unni nú i ágúst.
Úti- og innisvæði.
Hallbjörn Hjartarson gerir
samanburð á Heimilinu 77 og
Auto 78. Hann segist hafa
borgað 60.000 kr. á Heimilis-
sýningunni, sem getur vel verið
rétt. En höfuðmálið er það að á
Heimilinu 77 sýndi hann tvö
hjólhýsi úti — hann var ekki
inni eins og á Auto 78.
Hann hefði getað fengið
útisvæði hjá okkur fyrir i
mesta lagi 15.000 kr.
Það er reginmunur á þvi að
sýna úti undir berum himni eða
inni i húsi. Þess vegna er
samanburður hans mjög ósann-
gjarn.
I Visi á mánudaginn minnist
hann einnig á ræstingu. öllum
var kunnugt um að höfð yrði
sameiginleg ræsting, en
kostnaðinum siðan deilt niður á
sýnendur eftir stærð sýningar-
deilda. Þeir sem óskuðu eftir
ræstingu á sinum sýningar-
deildum borguðu fyrir það sér-
staklega.
Hann segir að sópað hafi verið
hjá sér tvisvar. Vegna þessa er
rétt að taka fram að þeir aðilar
sem sáu um ræstinguna urðu að
ræsta tvisvar sinnum deild
Hallbjarnar vegna sóðaskapar.
I reglum sýningarinnar er
gert ráð fyrir þvi að ef sýning-
arstjórn telji ræstingu sýnenda
ábótavant þá áskilji hún sér
rétt til þess að láta ræsta á
þeirra kostnað.
A þessum reikningi sem birt-
ur var i Visi eru einnig
tryggingar. Þetta var sameig-
inleg trygging sem við tókum
fyrir alla sýninguna. Meðþessu
móti fengust mun hagstæðari
iðgjöld en ella. Þetta hefur ekki
verið gert á sýningu hérlendis
áður.
Miðar
Hann talar þarna einnig um
boðsmiða. Þetta er boðsmiði á
sjálfa opnun sýningarinnar.
Hvert fyrirtæki fékk einn
boðsmiða á greiðslu, sem gilti
fyrir tvo. Ef sýnendur vildu
bjóða, t.d. sérstökum starfs-
mönnum eða viðskiptavinum,
var þeim boðið að kaupa boðs-
miða á kostnaðarverði.
Samkvæmt bókhaldi okkar
fékk Hallbjörn Hjartarson
afhenta þrjá boðsmiða og
skilaði einum. Þá eru tveir eftir,
annan fær hann fritt en hinn
borgar hann fyrir 4000 kr.
Fjórði liðurinn eru aðgöngu-
miðar á 600 kr. Þetta eru
aðgöngumiðar sem við seldum
sýnendum með afslætti.
Kvittaði sjálfur undir
reikningana.
Hallbjörn gerir athugasemd
við vinnu rafvirkja. Við höfum
kannað i sambandi við vinnu
rafvirkja á Heimilinu 77, að þar
var sérstaklega tekið fyrir þá
vinnu sem þeir inntu af hendi
fyrir einstakar sýningardeildir.
Hinsvegar var ekki tekið fyrir
það, þegar þeir lögðu rafmagn
að einstökum sýningardeildum.
öll rafmagnsvinna sem
sýnendur láta vinna fyrir sig,
t.d. uppsetning á ljóskösturum
og annað því um likt sem er
vinna rafvirkja hússins, er
náttúrulega á reikning sýnenda.
Þetta er stjórn hússins óvið-
komandi.
Við viljum sérstaklega taka
fram að Hallbjörn hefur sjálfur
kvittað fyrir þessum reikning-
um —hann hefursjálfur skrifað
undir að þetta sé rétt.
í lokin viljum við svo benda á
að kostnaður sýnenda á Auto 78
var verulega minni heldur en
áður hefur verið. Má i þvi sam-
bandi benda á áðurtalin verð á
Heimilinu 77 og svo verð á
Landbúnaðarsýningunni sem
verður i ágúst. En það sannast
þarna að sjaldan launar kálfur
ofeldi.
Ungir sem gamlir sáu Auto '78
Lúdó og Stefán í stað
Smokie á Listahátíð
Poppáhugamaður hringdi:
Mér þykir sem forráðamenn
Listahátiðar hafi sýnt gáfur
áinar varðandi popptónlist þeg-
ar þeir réðu Smokie á listahátið.
Égheldaðþeirhefðubæði getað
sparað sér tima og fyrirhöfn
með þvi að ráða Ludó og Stefán i
staðinn fyrir þessa erlendu
hljómsveit. Lúdó og Stefán spila
jú nánast sömu lög og þetta er
sama linan að öllu leyti. Smokie
er ekki hætis hót merkilegri en
Lúdó.
Meðlimir Smokie hafa lág-
marksgetu i öllum hljóðfæraleik
og tónlist þeirra er á ákaflega
lágu og ómerkilegu plani. Þeir
leika lög frá tveim siðustu ára-
tugum. Þeir eru að gera hluti
sem eiga ekki heima á Listahá-
tið og það er alveg fáránlegt að
fá hingað hljómsveit sem fram-
leiðir þvilika tyggigúmmitónlist
til þess að spila á Listahátíð.
Það getur ekki talist að neinu
einasta leyti menningarvið-
burður, að fá hingað hljómsveit
til aö spila einhverjar gamlar
lummur, sem spilaðarhafa ver-
ið i óskalagaþáttum unglinga
siðustu áratugina.
Mér finnst algjör óþarfi að fá
hingað erlenda hljómsveit,
þegarhér á landi eru til hljóm-
sveitir sem eru að gera alveg
nákvæmlega sömu hlutina.
Þettaerbarasóuná fjármunum
og ekkert annað.
ÁN FbÚORI
ÁN SfcÍPIEFNAI
Að frumkvæði sænska heilbrigðisráðuneytisins var REN I
MUN vísindalega rannsakað í Vipeholms sjúkrahúsinu í
Lundi.
Arangurinn var svo jákvæður að nú mæla sænskir tann-
læknar og sænski tannlæknaskólinn með REN I MUN til
enn betri tannhirðu.
Gód keilsa ep óæfa kveps laaRRS
VISIR
Blaðburðarbörn þ
Kambsvegur Skipholt
r Drekavogur Dyngjuvegur Bolholt
Sigluvogur Hjallavegur Hjálmholt i
Sæviðarsund Kleppsvegur 68-74 Skipholt
Barðavogur
Eikjuvogur'
! Langholtsvegur
VISIR
Laus staða
Staða gjaldkera við lögreglustjóraem-
bættið i Reykjavik er laus til umsóknar.
Laun samkv. launakerfi starfsmanna
rikisins, launafl. 09. Umsóknum sé skilað
til skrifstofu lögreglustjóraembættisins i
Reykjavik, Hverfisgötu 115 fyrir 20. þ.m.
Lögreglustjórinn i Reykjavik.