Vísir - 11.05.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 11.05.1978, Blaðsíða 7
RÆNDU TEKKNESKRI VÉL OG FLÚÐU TIL V-ÞÝSKALANDS Ný framsalsdeila sýn- ist nú i uppsiglingu milli Bonn og Prag vegna tveggja manna, sem rændu tékkneskri far- þegaflugvél og neyddu til Vestur-Þýskalands. Lögreglan i Frankfurt segir, að mennimir hafi haft með sér tvö kiló af sprengiefni, en hinsveg- ar engan kveikibúnað. Neyddu þeir flugstjóra Ilyushin 18-vélar sem var i innanlandsflugi frá Prag til Brno, til að fljúga til Frankfurt. Mennirnir gáfu sig á vald lög- reglunnar strax viö komuna til FYankfurt og óskuðu hælis fyrir sjálfa sig og konu og börn annars. önnur flugvél var send frá Tékkóslóvakiu i gærkvöld til að sækja farþegana 34 og áhöfn vélarinnar. Tékknesk yfirvöld kröffmst þegar í stað framsals ræningja ina. Vestur-Þjóðverjar hafa til þess neitað að framselja ræningja sjö tékkneskra flugvéla, sem um árin hafaverið neyddar til lendingar i Þýskalandi. Flestir ræningjanna hafa verið dregnir fyrir rétt og dæmdir til mismunandi langrar fangelsisvistar vegna flugrán- anna, áður en þeim hefur siðan verið veitt hæli. — Þykir likleg- ast, að sá verði hátturinn hafður á um mennina tvo, sem rændu vél- inni i gær. Varpa blaða- mönnum í fangelsi . Herréttur i Lahore í Pakistan hefur dæmt sextán blaðamenn í fangelsi frá þrem til sex mánaða, auk sekta, fyrir að brjóta bann við mótmælaaðgerðum. Þeir voru fundnir sekir i gær um að hafa efnt til hungurverk- falla, staðið fyrir mannfundum og æpt slagorð gegn hinum nýju valdhöfum. Fjórir blaðamenn til viðbótar voru handteknir i gær og nokkrir aðrir starfsmenn fjölmiðla. Alls hafa 62 verið handteknir frá þvi i april, 30 þeirra i sambandi við að- för stjórnarinnar að stjórnarand- stöðubláðinu og handtöku rit- stjóra þess. Tveir verkalýðsleiðtogar voru handteknir i Hyderabad i gær fyrir að efna til hungurverkfalls til stuðnings blaðamönnunum i Lahore. Útför JMoros gerð í kyrrþey Stgórnin gengst fyrir minningarathöfn á morgun Beiskir ættingjar Aldos Moros, fyrrum forsætisráðherra, úti- lokuðu itölsku ríkis- stjórnina frá hlutdeild i útför hans i gærkvöldi. Samkvæmt eigin óskum Moros, sem hann lét i ljós í einu bréfanna, sem hann skrifaði i prisund Rauðu herdeildarinn- ar, neitaði fjölskyldan yfirvöldum um að veita honum viðhafnarútför. Þess i stað fór Utförin fram i kyrrþey i litlu sveitaþorpi norð- ur af Róm. Bar hana upp á sama tima, sem Francesco Cossiga, innanrikisráðherra og æðsti yfirmaður lögreglunnar, tók persónulega á sig ábyrgðina á því, að lögreglunni tókst ekki að hafa upp á og bjarga Moro. Lagði hann fram afsögn sina i gærkvöldi. Eleonora, eiginkona Moros, bauð engum vina hans úr stjórnmálunum. Amintore Fan- fani, fyrrum forsætisráðherra, sem hraðaði sér úr þinginu óboðinn til jarðarfararinnar, varð of seinn fyrir jarðsönginn, og var hliðum kirkjugarðsins lokað á hann. Þorpsbúar báru kistu hins látna, og þegar rekunum var kastað voruekki aðrir viðstadd- ir en börn ekkjunnar, tveir bræður Moros og einkaritarar hans. Cossiga innanrikisráðherra, sem lagði fram afsögn sina i gærkvöldi, kvað það vera skyldu sina að taka á sig fulla ábyrgð af aðgerðum lög- reglunnar í málinu. Það var ekki vitað, hvort Giulio Andre- otti, forsætisráðherra, mundi taka afsögn hans gilda, en eng- inn hvatti Cossiga til þess að draga hana til baka. Um 70.000 Rómarbúar tóku þátt i útifundi og mótmælaað- gerðum fyrir utan kirkju i mið- borginni, þar sem rikisstjórnin hyggst efna bl minningarat- hafnar á morgun. I þinginu tóku fulltrúar allra flokka til máls og minntust Moros. Hryðjuverkamenn, greinilega ráðnir i að fylgja morði Moros eftir, skutu og særðu fram- kvæmdastjóra rikislyfjaverk- smiðjunnar Montedison i Mil- anó i gær, þegar hann var á leið heim úr vinnu. Margrét °g Snowdon skiljo Margrét prinsessa, systir Elisabetar Bretadrottningar, hef- ur fallist á að skilja við Snowdon lávarð, sem vill ganga að eiga Lucy Lindsay-Hogg, að- stoðarstúlku kvik- myndaframleiðanda. Margrét prinsessa (47 ára) tilkynnti i gær að hún mundi leita skilnaðar, og sagði um leið, að hún hefði engar áætlanir um að gifta sig aftur. Þau hjónin slitu samvistum fyrir tveim árum eftir sextán ára hjónaband. Siðan hefur valdið miklu umtali samband prinsessunnar óg umgengni við Roddy Llewellyn, 31 árs gamlan dægurla gas öng var a. Snowdon lávarður (48 ára) kynntist Lindsay-Hogg i London 1974, en sambandi þeirra var haldið leyndu til 1976. — Hin 33 ára Lindsay-Hogg er dóttir auðugs irsks tiskufrömuðar og skildi við leikstjórann Michael Lindsay-Hogg 1971 vegna ótryggðar hans. Hún starfar á vegum sjónvarpsfyrirtækis. Hún og Snowdon lávarður, sem er ljósmyndari, hafa starf- að saman að ýmsum verkefn- um. 1974 fóru þau i sex vikna ferðalag saman til Astraliu. Talsmaður prinsessunnar sagði, að veikindi hennar að undanförnu stæðu i engu sam- bandi við skilnaðarundirbún- inginn. Húnerundirhandleiðslu lækna á sjúkrahúsi einu i Lon- don. Sagði fulltrúi prinsessunn- ar, að hún mundi taka til við opinber skyldustörf sin um leið og heilsan leyfði. Blaðamenn hittu Snowdon lá- varð, sem veitú viðtöku verð- launum frá samtökum tisku- teiknara og listsafnara i veislu i Londoni gær. — „Égvona bara, að þið veitið Margréti prinsessu stuðning, þegar hún kemur af sjúkrahúsinu og tekur til opin- berra starfa að nýju,” sagði hánn. Llewellyn er sagður i skemmtiferð i Tangier i Ma- rokkó. Vinsœldir Carters dvínandi Vinsældir Carters forseta hafa dalað, eftir þvi sem skoðana- könnun Gallups bend- ir til, en hann nýtur samt meira fylgis en aðalkeppinautar hans meðal repúblikana hefðu gert, eftir þvi sem Washington Post heldur fram. Gallup-könnunin komst að þeirri niðurstöðu, að einungis 39% þeirra.sem spurðirvoru, töldu Carter skila forseta- starfi sinu vel. Þegar menn voru beðnir að velja milli Carters og Ford, fyrrum forseta, völdu 51% Carter, en 45% Ford. Væri valið milli Carters og Reag- ans, fyrrum rikisstjóra Kali- forniu, völdu 51% Carter en 46% Reagan. 1 annarri aðskilinni skoöan- akönnun kom i ljós, að meiri- hluti demókrata tók Edward Kennedy öldungadeildar- þingmann fram yfir Carter sem frambjóðanda flokksins i forsétakosningunum 1980.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.