Vísir - 11.05.1978, Blaðsíða 24
u.
Upplýst innbrot:
Fimm á einum stað
Rannsóknarlögregla ríkisins hefur í vik-
unni upplýst talsvert af innbrotum sem
framin hafa verið nýlega.
Þar á meöal voru fimm
innbrot i Bilaborg, þaö
elsta frá þvi i febrúar.
Reyndust þar tveir piltar,
14 og 15 ára gamlir, að
verki.
Þá voru upplýst innbrot
i Honda-umboöiö, Gamla
kompaniiö, Garðakjör i
Hraunbæ, söluturn i
Hraunbæ, heildsöluna
Gallia, ibúð viö Sólvalla-
götu, þar sem stolið var
golfsetti og bókum,og loks
var upplýstur lyfjastuld-
ur i togara.
— EA
^ Aðalffundur ^
vinnuveitendasambandsins:
Stjórnarkjör í dag
Framhaldsaðalfundur
Vinnuveitendasambands
tsiands hefst I dag kl. 1,30.
Þar veröa afgreidd þau
mál er lögö voru fyrir fund-
inn s.I. þriöjudag og sföan
ferfram stjórnarkjör. Gert
ér ráö fyrir þvi aö fundin-
um Ijúki fyrirkl. 5 slödegis.
— KS
Nýjar lánareglur vegnu nýsmfði skipa innanlands:
Jafngildir af-
gerri sföðv-
r r
un a nysmioi
— segir Félag dráftarbrauta og skipasmiðja
Settar hafa veriö
nýjar lánareglur,
sem eru svo óhag-
stæðar að jafngildir
algerri stöðvun á
nýsmíði skipa hér-
lendis, segir í yfir-
lýsingu frá aðal-
fundi Félags
dráttarbrauta og
skipasmiðja.
A fundinum voru sam-
þykktar ályktanir um
skipasmiðaiðnaðinn og
aðbúnað hans. Fram kom
mikil gagnrýni á afstöðu
stjórnvalda til þessa
iönaðar.
1 yfirlýsingum fundar-
ins segir, að nýsmiði
skipa innanlands hafi að
meðaltali verið um 1900
brúttólestir á ári árin
1970-1973, en hafi minnk-
að i tæpar 1200 brl. að
meðaltali á árunum 1974-
1977. A siöasta ári voru
smiðuð færri skip en
nokkru sinni á einu ári
siðan 1968.
„Nágrannaþjóðir okk-
ar, sem við eigum i sam-
keppni við, eru flestar eða
allar með ýmiss konar
styrkjakerfi til stuðnings
sinum skipaiðnaði”, segir
i yfirlýsingu fundarins.
,,A sama tima er á Islandi
verið að setja nýjar regl-
ur um lánakjör (frá 1.
mai 1978), sem eru svo
óhagstæðar, að jafngildir
algerri stöðvun á nýsmiði
hér innanlands. Ætti að
vera óþarft að hafa mörg
orð um, hvaða afleiðingar
þessar nýjustu aðgerðir
hafa á skipaiðnaðinn i
landinu, ef þær verða ekki
endurskoðaðar hiö bráö-
asta”. — ESJ.
Leiöslan er engin smásmfði eins og sést á þessari Vfsismynd Gunn
ars.
Unnið er að lagn-
ingu síðasta kafla
nýju aðalvatnsæðar-
innar úr Heiðmörk
sem lögð hef ur verið
undanfarin ár. Sam-
tals er þessi aöalæð
um fimm og hálfur
kílómetri að lengd.
Stutt er milli aðalvatns-
bólanna i Gvendarbrunn-
um og við Jaöar eöa um
400 metrar og vatniö sem
dælt veröur eftir þessari
nýju ieiðslu þvi aö hluta
til úr Gvendarbrunnum.
Hér er um að ræða fram-
tiöarvatnsæöina úr Heiö-
mörk samkvæmt upp-
lýsingum Þórodds Th.
Sigurðssonar vatnsveitu-
stjóra.
Á siðasta sumri var
vatniö i Gvendarbrunn-
um oröið takmarkað
vegna þurrka. í vor hefur
rignt hóflega I Reykjavik
og sagði Þóroddur að
vatnið hefði verið orðið
litið i brunnunum en úr-
koman að undanförnu
hefði bætt þar úr. —SG
Vísitala á dag-
vfnnw er skilyrðl
segir Snorri Jénsson, forseti ASÍ
„Mér virðist að þaö sé
gert ráö fyrir að visitölu-
bæturnar eigi að miðast við
heildartekjur sem er stór-
gallað fyrirkomulag. Þvi
erum við algjörlega and-
vfgir og viljum miða við
dagiaun”, sagði Snorri
Jónsson forseti ASl við VIsi
i morgun er hann var innt-
ur álits á yfirlýsingu for-
sætisráðherra að rikis-
stjórnin myndi ekki standa
gegn þvi að vísitölubætur
kæmu á laun lægri en 150
þúsund á mánuði.
Snorri sagði að krafa
verkalýðshreyfingarinnar
stæði ennþá en hún er:
samningana i gildi. Þessi
krafa væri samt ekki sett
fram til að loka öllum við-
ræðum en það væri vinnu-
veitenda aö koma fram
næst með tillögur en þeir
hefðu ekkert komið til móts
við verkalýöshreyfinguna.
Snorri benti á að það væri
sett skilyrði fyrir þvi hjá
forsætisráðherra að aðilar
vinnumarkaðarins kæmu
sér saman og væri það
algjört grundvallarsjónar-
mið ASl að visitalan kæmi
á dagvinnuna.
—KS
Flogið í Þórsmörk
um hvítasunnuna
Flugfélagið Vængir ætlar
að halda uppi ferðum I
Þórsmörk um hvitasunn-
una með nltján sæta Twin
Otter skrúfuþotum. Veröur
flogið með fólk inneftir á
föstudag og laugardag og
það sótt aftur á mánudag.
Lent er á ágætum flug-
velli rétt framan viö Húsa-
dal og þaðan er að sögn
Vængja um korters gangur
upp i dalsmynnið.
Flugiö tekur 20-30 mlnút-
ur og kostar ferðin fram og
til baka tiu þúsund krónur.
A þessum flugvelli er eng-
inn útbúnaöur til aö aö-
stoða við lendingar og
miðast þvi ferðirnar við að
hægt sé að fljúga sjónflug.
Hjá Vængjum var sagt aö
þetta væri aðeins fyrsta til-
raun en ef hún gæfist vel
væri fullur hugur á aö
halda áfram Þórsmerkur-
flugi i sumar.
Þessar ferðir eru ekki i
neinum tengslum við ferðir
Ferðafélags tslands sem
heldur sinu striki eins og
undanfarin ár. —óT
Kosturinn við Twin Otter er hvað hann þarf stuttar
flugbrautir.
VINNINGURINN ER
□ SIMCA 1307
VISIR
VISIR
VISIR
Simi 86611
Simi 86611