Vísir - 18.05.1978, Síða 12

Vísir - 18.05.1978, Síða 12
12 íslandsdeild Amnesty International hvetur til aukinnar baróttu gegn pyntingum og ómannúðlegri meðferð í Uruguay Fimmtudagur 18. mal 1978 Ómannúðleg meðferð, einsog myndin hér aðofan sýnir, er algeng í Uruguay DEYJA AF PYNTINGUM, EÐA HVERFA SPORLAUST Fyrrihluta ársins 1976 efndi Amnesty Internati- onal til víðtækrar her- ferðar til að vekja athygli á og mótmæla pyntingum og meiri háttar brotum á mannréttindum í Uruguay. Stærsti þáttur þessarar herferðar var söfnun undirskrifta undir áskorun til stjórnar Uruguay um að láta fara fram óháða rannsókn á því ofbeldi, sem fjöldi manna hafði verið beitt- ur. Um var að ræða m.a. f jöldahandtökur án dóms og laga, óhugnanlegar pyntingar, dauða manna í gæsluvarðhaldi hjá her landsins og lögreglu og ennfremur höfðu menn horfið sporlaust. Tæplega tvö þúsund Islendingar undirrituðu áskorunina," segir í frétt frá Islands- deild Amnesty Internat- ional. ,, Þjóðþing Uruguay hafði veriö leyst upp áriö 1973 og sið- an hafa landsmenn búið við hreina ógnarstjórn hersins. All- ir stjórnmálaflokkar voru bann- aöir, nema kristilegir demó- kratar, og eru menn dæmdir i 2—8 ára fangelsi fyrir það eitt að hafa verið félagar i þeim. Á sama tima voru öll verkalýðs- félög bönnuð og forystumenn þeirra ofsóttir, fangelsaðir án dóms og laga og pyntaöir. Fleiri andófsmenn gegn stjórn Uruguay hafa sætt pyntingum og er ýmiss konar aöferðum beitt. Þannig eru menn settir klofvega á egghvassar stengur , sem ruggað er, látnir standa kyrrir timum saman matar— og vatnslausir með poka yfir höfð- inu, brenndir með vindlingum, gefinn rafstraumur og þá sér- staklega i tilfinninganæma likamshluta, nær drekkt i saur- blönduðu vatni, kæfðir i plast- pokum, látnir liöa hungur og þorsta, meinað um svefn, gefin deyfi— og ofskynjunarlyf og beittir ýmsum sálrænum pynt- ingum. Þegar þessi herferð hófst var A.I. kunnugt um 24 menn, sem pyntaðir höföu verið til dauöa og var gefinn út sérstakur bækling- ur um örlög þeirra. Ýmis jákvæð áhrif Nú eru liðin tvö ár frá þvi að efnt var til þessarar herferðar. Merkja má ýmiss jákvæö áhrif hennar. Hún tókst vel að þvi leyti, að vakin var athygli á þeim alvarlegu brotum, sem framin eru gegn mannrétt- indum i Uruguay, og lögbundin eru i stjórnarskrá landsins og þeim alþjóðlegu mannréttinda- sáttmálum, sem Uruguay er aðili að. Þess hefur orðið vart, að rikisstjórnir og ýmiss konar samtök hafa beitt áhrifum sin- um i þvi skyni að fá stjórnvöld landsins til að aflétta ógnaröld- inni og gera mönnum lifiö bæri- legra. Þá má nefna, að i byrjun þessa árs hafnaði OAS — Sam- band Amerikurikja — boði stjórnarinnar i Uruguay um að halda aðalfund sinn i höfuöborg landsins Montevideo, vegna hins bágborna ástands i mann- réttindamálum þar i landi. Ennfremur má nefna, að mörg alþjóðasambönd verkalýðs- félaga hafa hvaö eftir annað mótmælt afnámi vinnuréttinda og brotum á mannréttindum i Uruguay. Áhrifin innan Uruguay voru einkum þau, að ýmsir hópar og einstaklingar, sem starfað höfðu með stjórnvöldum geröu sér grein fyrir þvi i hvert óefni var komið og hættu sam- starfinu. Má sem dæmi nefna að Rodriguez Lareta, sem var i mannréttindanefnd rikis- ráðsins, sem skipað er óbreytt- um borgurum, sagði af sér á þeim forsendum, að ókleift væri fyrir nefndina að gera neitt raunhæft gegn brotum hersins á almennum mannréttindum. Þá hafði herferöin ennfremur þau áhrif, að óánægju með her- stjórnina tók aö gæta meðal ráðamanna i hernum og rúm- lega 30 þeirra kröfðust þess skriflega að komið yrði á lýöræði i landinu. Rannsóknin ekki fram- kvæmd • Sú rannsókn, sem skorað var á stjórnvöld Uruguay að láta fara fram, hefur ekki verið framkvæmd og litlar vonir standa til að svo verði i bráð. Þess má þó geta að i mars sl. til- kynntu stjórnvöld i Uruguay, að þau ætluðu að koma á fót skrif- stofu til aö svara fyrirspurnum erlendis frá um þá, sem stjórn- völd telja að hafi á einn eöa ann- an hátt ógnað öryggi rikisins. Slðan þessi skrifstofa var opnuö hefur reynst auðveldara að fá svör við þeim fyrirspurnum ,sem stjórninni hafa verið send- ar um hugsjónafanga, sem AI hefur barist fyrir aö fá leysta úr haldi. Þótt benda megi á nokkurn jákvæðan árangur herferðar- innar 1976 eins og drepiö er á hér aö framan, er þó ekki hægt að segja, að hún hafi orðið til þess að ástandið i mannrétt- indamálum i Uruguay hafi batnað svo nokkru nemi, þegar til skamms tima er litið. En stjórnvöld vita, að reynt er aö fylgjast sem best með þvi sem i þessum málum gerist og gripið er til þeirra ráöstafana, sem til- tækar eru. 12 hafa látist af pyntingum Nú hefur Amnesty International enn fengið vit- neskju um 12 manns, sem látist hafa af pyntingum og 5 manns, sem horfið hafa sporlaust. Um er að ræða verkamenn, kenn- ara, bankastarfsmenn, verka- lýðsleiötoga, stúdenta, ljós- myndara, leigubilstjóra o.fl. Hefur veriö gefinn út bæklingur með upplýsingum um þetta fólk og örlög þess, og liggur hann frammi á skrifstofu íslands- deildar A.I. i Hafnarstræti 15. Aframhaldandi og aukinnar baráttu er þörf. íslandsdeildin hvetur alla, sem ljá vilja liö sitt i baráttunni gegn pyntingum og ómannúðlegri meðferð á föng- um I Uruguay, t.d. með fjár- framlögum, bréfaskriftum of.fl. til þess að hafa samband við stjórnarmenn i lslandsdeild- inni, Margréti s. 43135 Inga Karl s. 28582 Geröi s. 15903 Jónu Lisu s. 27916 Friðgeir s. 16481. Stjórnarmennirnir munu veita allar tiltækar upplýsingar og aðstoða þá sem kynnu að vilja skrifa bréf til stjórnvalda i Uruguay t.d. vegna stéttar- bræðra sinna, eða til að mót- mæla mannréttindabrotunum á annan hátt,„segir i frétta- tilkynningunni.” —ESA Baldvin Ottósson, Þór Eiriksson úr Viðistaðaskóla Hafnarfiröi, Þórarinn S. Halldórsson Fossvogsskóla Reykjavik, Þorkell Sigtryggsson úr Kársnesskóla Kópavogi, Gústaf Jóhannsson úr Barnaskóla Akur- eyrar, Kristján Helgason Gagnfræðaskóla Akraness og Arni Guömundsson úr Hólabrekkuskóla Reykjavik. Lengst til hægri er Guömundur Þorsteinsson. Islenskir reið- hjólakappar á alþjóðamót Þessa dagana taka sex piltar þátt í hinni árlegu alþjóðlegu vélhjóla- og hjólreiðakeppni/ sem að þessu sinni er haldin í Lissabon i Portógal. Keppnin er að venju þrí- þætt. Fyrst fer fram spurningakeppni um um- f erðarreglur, síðan keppni i góðakstri og loks keppni i hjólaþrautum. Keppendur frá 20 þjóðum verða meðal þátttakenda. Islensku piltarnir hafa verið i þjálfun undanfarið, undir stjórn Guðmundar Þorsteinssonar, námstjóra i umferðarfræðslu og Baldvins Ottóssonar lögreglu- varðstjóra, en þeir munu stjórna drengjunum i keppninni i Lissabon. Ennfremur hefur Björn Mikaelson. lögregluþjónn á Akureyri, annast þjálfun Akureyringsins Gústafs Jó- hannssonar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.