Vísir - 31.07.1978, Síða 19
23
VÍSIB
Mánudagur 31. jiili 1978
Þvi er haldift fram aft Steingrlmur Hermannsson hafi stungift upp f ólaf og hyggi á frekari metorft
innan flokksins.
„Framsóknarflokkurinn er
svo sveitó. Og þaö er ekkert
nema greinar um landbúnaö i
Timanum”. Setningar á borð
við þessar hafa oft heyrst. Allir
ætttu að vita að fásinna er að
bera slikt á borð, en orsökin er
augljós. Framsóknarflokkurinn
hefur ekki haft skelegga mál-
svara til kynningar á stefnu
sinni og flokksmálgagnið Tim-
inn hefur verið sett skör lægra
af lesendum sökum þess að það
hefur ekki i neinu fylgt breyt-
ingum þess umbrotatima sem
verið hefur i islenskum blaða-
heimi siðustu misseri.
Ætli flokkurinn sér að vaxa
aftur til vegs og viröingar i
islenskum stjórnmálum verður
þetta að breytast. Ungt fólk
fylkir sér ekki um Framsóknar-
flokkinn eins og nú er ástatt og
úrslit kosninganna sýna svo
ekki verður um villst aö ibúar
þéttbýlissvæða krossa við aðra
flokka i kjörklefanum.
Jón fagnar — aðrir æpa.
„Timinn fagnar þeim nýju
viðhorfum sem upp hafa kömið i
islenskri blaðamennsku. Nútið-
in hefur skorað gömlu blöðin á
hólm, og þeirri áskorun verður
drengilega tekiö”, sagði Jón
Sigurðsson ritstjóri Timans i
grein á sunnudaginn. Máltækiö
„betra er seint en aldrei” á við
hér.
En þótt Jón Sigurðsson fagni
hinum nýju viöhorfum
islenskrar blaöamennsku er
ekki sömu sögu aö segja um
marga flokksbræftur hans. „Ég
held að aðalorsök þessara
óvæntu úrslita sé i fyrsta lagi
nýjar aðferðir i áróðurstækni og
þar á ég við siðdegisblöðin, sem
viröast af ásettu ráöi hafa beint
spjótum sinum að Framsóknar-
flokknum i þvi skyni að brjóta
hann niður,án þess að flokksfor-
ystan hafi tekið upp rétt vinnu-
brögð til varnar”, sagði eini nýi
þingmaöur Framsóknar,
Alexander Stefánsson, i viðtali
við Timann eftir kosningar.
Þessi setning hefur hrotið af
vörum margra Framsóknar-
manna i ýmsum myndum og
sumum svæsnari en þessar.
Ummælin segja að visu meira
um höfunda þeirra en siðdegis-
blöðin eða eins og Friðrik Sóf-
usson þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins lét hafa eftir sér:
„Ekki við siðdegisblöðin að
sakast heldur þá flokka sem
ekki tóku tillit til þeirra”.
Gegn kliku Kristins
Ef marka má ýmis ummæli
forystumanna Framsóknar-
flokksins eftir kosningar
stendur flokkurinn nú á tima-
mótum. Ólafur Jóhannesson
talaði um að breyta starfshátt-
um og starfsaöferðum og
Þórarinn Þórarinsson talaði um
breytingu á skipulagi, starfs-
háttum og málefnalegri baráttu
flokksins.
Ýmsir eru þó efins um að þeir
vilji breyta miklu og þar á
meðal eru ungir framsóknar-
menn I Reykjavik sem skorið
hafa upp herör gegn ákveðinni
„kliku” I flokknum, sem þeir
nefna svo. Til hennar teljast
m.a. Kristinn Finnbogason,
framkvæmdastjóri Timans, Jón
Aðalsteinn Jðnasson, formaður
fulltrúaráðs Framsóknarfélag-
anna f Reykjavik, Alfreö Þor-
steinsson,fyrrum borgarfulltrúý
og Alvar Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri Framsóknarfé-
laganna i Reykjavik.
Hafa ungu mennirnir þegar
fengið þvi áorkað að Alvari
hefur verið vikið úr stöðu sinni.
Næst á að höggva að Kristni og i
ályktun fundar félagsins fyrir
skömmu er Kristni gefið aö sök
að hafa ritstýrt Timanum i
krafti fjármálastjórnar sinnar.
Ekki fámennur hópur
unglinga
Vert er að vekja athygli á þvi
að hér er ekki um fámennan hóp
„unglinga” að ræða, eins og
sumum er gjarnt aö halda á lofti
heldur eru áhrifamenn i flokkn-
um innan þeirra raða, þ.á.m.
Eirikur Tómasson, aðstoðar-
maður dómsmálaráðherra, og
Gerður Steinþórsdóttir, vara-
borgarfulltrúi.
Boöa nýja tið
Atök innan Framsóknar-
flokksins vegna ákvörðunar
þingflokksins um þátttöku i
stjórnarmyndunarviðræðum
hafa borið hátt siðustu daga.
Þau boða nýja tið i flokknum.
Vald Ólafs Jóhannessonar hefur
minnkað, en áhrif hóps manna
sem vill sveigja stefnu flokksins
til vinstri hafa vaxið stórlega.
Þar er Steingrimur Hermanns-
son i broddi fylkingar.
Steingrimur hefur að sögn
margra Framsóknarmanna
stefnt að þvi leynt og ljóst aö
taka viö formennsku af Ólafi
þegar hann kýs að draga sig i
hlé. En þaö eru ekki allir á eitt
sáttir um Steingrim og ákafir
stuðningsmenn Ólafs lita hann
hornauga eftir að hann hafði
Ólaf undir i glimunni um vinstri
stjórnina. Og það skal hafa i
huga að i miðstjórn flokksins á
Ólafur öruggt meirihlutafylgi.
„Þátttaka þingflokksins I
stjórnarmyndunarviðræðunum
nú eru mistök”, segir Jón
Skaftason fyrrum alþingis-
maður i Timagrein og talar um
„raunsæisskort” og „bráðræöi”
þeirra þingmanna, sem knúðu á
um þátttöku i viðræðunum.
Kynslóðaskipti
Allt ber að sama brunni. Þótt
ekki sé beinlinis hægt að nefna
Steingrim og Ólaf sem andstæö-
inga, eru fylkingar þeirra and-
stæð öfl i flokknum, sem vilja
fara mismunandi leiöir varð-
andi stöðu flokksins út á við og
bera vott um kynslóöaskipti i
flokknum. Hvað innra starf
áhrærir eru fylkingarnar óljós-
ari og þar greinir menn mjög á
um leiðir i endurreisnarstarf-
inu. Sumir vilja sem fyrr fara
hægt i sakirnar en aðrir vilja
nota tækifærið meöan stjórn-
málaflokkarnir eru undir smá-
sjá þjóðarinnar. Allt þetta mun
leiöa til innbyrðis átaka þar sem
sárindi veröa i kjölfarinu, en
ósagt skal hvort þessi átök muni
verða flokknum til góðs eða ills.
Til þess eru þau of skammt á
veg komin.
„Það er deginum ljósara að
má veröur af flokknum það óorð
um fjármálaspillingu sem loðir
við hann”, sagði einn ungur
Framsóknarmaður. Eflaust
hárrétt, en spurningin snýst
ekki um það heldur um leiðirnar
að settu marki. Um það munu
Framsóknarmenn deila næstu
vikurnar.
0, ÞESSI ÞURRA HÚÐ!
I
VIDI krem
m/Korbamid er
fróbœrt rakakrem,
jafngott á allan
líkamann,
sérstaklega eftir
sund og sólböð
100 ml. túpur
Fœst í APÓTEKINU
og snyrtivörubúðum
pl iarma mctlica a >
i FARMASÍA I
-Æ Simi: 25933.
„Peoples Problems
and Progress"
Tveggja stunda samstund
með SYSTUR CHRISTINE
fyrrverandi yfirráðgjafa
Veritas-Villa
HÓTEL ESJU (2. HÆÐ)
Mánudag 31. júli kl. 20-23,
þriðjudag 1. ágúst kl. 20-23.
Þátttökugjald kr. 2.500.- pr. mann
KRISTÍNARVINIR 77
Hárgreiðslustofan
Qk
Öðinsgötu 2
' Simi
u 22138
illllllllllllllllllllllllllllllllllillilllltiiiiiiiiiiii
1
lllllllílrf k
—Gsai/ÓM.