Vísir - 05.08.1978, Blaðsíða 3
3
VISIR Laugardagur 5. ágúst 1978
Fólk lendir oft i alls kyns vandræðum á ferðalögum, enda þótt það hafi ekki ætlaö sér þaö. Því er betra aöhafa vaöið fyrir neðan sig.ekkisfst um þessa helgi þegar aliir rjiika af stað
í einu. Vfsir hefur af þeim sökum tekið saman ýmsar upplýsingari sem að gagni mega koma, svo sem um vegaþjónustu F.i.B. upplýsingaþjónustu Umferöarráðs og fleira.
Mesta umferðarhelgi ársins er hafin:
FARIÐ VARLEGA
í UMFERÐINNI
Mynd: JENS
Þá er aftur komin
verslunarmannahelgi.
Eins og alltaf áður er
keppst við að gefa mönn-
um holl ráð og leiðbeining-
ar varðandi ýmisiegt til að
stinga bak við eyrað, eða
inn í hanskahólfið, áður en
þotið er af stað frá
amstrinu út í buskann.
Fyrst er þá til að taka, að
Umferðaráð og lögreglan munu
starfrækja upplýsingamiðstöð i
lögreglustöðinni viö Hverfisgötu i
Reykjavik alla helgina. Verður
þarleitast við að safna upplýsing-
um um umferð, ástand vega, veð-
ur og annað, sem gæti orðið
ferðafólki að gagni. Miðstöðin
verður opin til klukkan tiu i kvöld,
og á morgun frá klukkan 13.00 til
19.00 Á mánudag verður hún opin
frá klukkan tiu um morguninn til
miðnættis.
Beint útvarp verður frá
upplýsingamiðstöðinni og sér Óli
H. Þórðarson, framkvæmdastjóri
Umferðarráðs, um útsendingar.
Fólk, sem hefur útvarp i bilum
sinum, er hvatt til að hlustaá þær
vel og dyggilega, þvi eins og þeir
sögðu hjá Umferðarráði er
„aldrei að vita nema þar gæti
komið eitthvað fram, sem gæti
orðið ferðafólki til glöggvunar og
fróðleiks.” Auk þess er mönnum
heimilt að hringja til upplýsinga-
miðstöðvarinnar i sima 27666.
Hver verður ökumaður
ársins?
Nú stendur yfir góöaksturs-
keppni allra landsmanna um titil-
inn „ökumaður ársins 1978”, og
má ekki gleyma henni þótt kom-
in sé verlsunarmannahelgi,
Keppnin fer þannig fram, að veg-
farendur eru beðnir að skrifa hjá
sér númer á bifreiöum þeirra
ökumanna, sem sýna tillitssemi i
umferöinni, hvort sem er i þétt-
býli eða stjálbýli.Upplýsingum á
að koma á framfæri við útvarps-
þáttinn, Fjölþing” i Rikisútvarp-
inu. 011 bréf, sem berast þættin-
um, eru númeruð, og i hverjum
þætti er svo dregið úr eitt eða tvö
númer og þeim heppnu send
hljómplata. Auk þess fær sá verð-
laun, sem oftast sendir
upplýsingar. Til þess aö fá stig,
þurfa ökumenn ekki að gera ann-
að en að sýna ferðafélögum sín-
um tillitssemi i umferðinni.
Vegaþjónustan og Bakkus
Félag islenskra bifreiöaeig-
enda veitir vegaþjónustu á Þing
völlum, i Húnavatnssýslu, Kolla-
firði-Hvalfirði, Borgarfirði, á
Akureyri-Ólafsfirði, i Austur- og
Vestur Skaftafellssýslum, Mý-
vatni og nágrenni, Arnessýslu, og
á Vestfjörðum og Austfjörðum.
Ef þörf krefur verður þjónustan
aukin, Aðstoðarbeiðnum er hægt
að koma á framfæri i gegnum
Gufunesradió, sima 2238, Brúar-
radió sima 95-1112, og Akureyrar-
radió, sim 96-11004. Ennfremur er
hægt að koma á framfæri að-
stoðarbeiðnum i gegnum hinar
fjölmörgu talstöðvarbifreiðar,
sem eru á vegum úti um
verslunarmannahelgina.
Bifreiöarnar hlusta á tiðnunum
2790 KHz og 27185 MHz.
Þeim sem óska aðstoðar er bent
á aö gefa upp númer bifreiðar og
staðsetningu. Auk þess er nauð-
synlegt að fá staðfest, hvort vega-
þjónustubill fæst á staðinn, þvi
slikar beiðnir verða látnar sitja
fyrir. Vegaþjónustubifreiðar
munu ekki fara inn a' mótsstaði
skemmtana. ökumönnum er bent
á að hafa með sér viftureimar af
réttri stærð, varahjólbarða og
helstu varahluti i kveikju.
Loks er rétt að minna á áskorun
Afengisvarnarnefndar Reykja-
vikur um að menn vari sig vel á
Bakkusi. „Það er staðreynd, sem
ekki verður hrakin, að einn mesti
bölvaldur i nútima þjóöfélagi,
með sina margþættu og siauknu
vélvæöingu, er áfengisnautnin”
segir Afen^isvarnarnefnd. „Tek-
ur það ból og ekki sist til
umferðarinnar almennt, en þó sér
i lagi á miklum feröahelgum’.
—AHÓ.
Skallinn,
-það er
staðurinn
Ótal tegundir af ís. Gamaldags ís,
shake og banana-split.
Mjólkurís meö súkkulaöi og hnetui
GeriÓ sjálf
minniháttar riðgeröir
SPECTRA viógerðarvörur lækka viðhaldskostnaóinn
Vandamál i kælikerfinu ___
Hvort sem það er leki,
stífla, eða ryðmyndun,
SPECTRA hefur ráð við
því.
Erfið gangsetning Ryð í yfirbyggingunni Bílalökk Gat á púströrskerfinu
SPECTRA startgasið er SPECTRA viðgerðarsett- SPECTRA lökk í hentug- SPECTRA viðgerðar-
örugg lausn við slíkum ið er góð lausn. Hentar um spraybrúsum. Fjöldi boröinn eða kíttið þéttir
vanda. einnig til viðgerða á lita. og glerharðnar í sprung-
ýmsum hlutum úr tré, um og götum.
plasti, steini o.fl.
Kynnið ykkur úrvalið af SPECTRA viðgerðarvörunum.
Fást á bensínstöðvunum og víða annars staðar.
Olíufélagið Skeljungur hf
Heildsölubirgðir: SmávörUdeild.Laugavegi 180, sími 81722.
Ummm....
Gamaldags ís
Lækjargötu 8
Reykjavikurvegi 60 Hf.