Vísir - 05.08.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 05.08.1978, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. ágúst 19T8-VISIK íslendingum finnst ætíð forvitnilegt að heyra hvað útlendingar segja um þá, einkum þó hvað þeir segja gott um þá. Það er sígild spurning til erlendra manna sem hingað koma hvernig þeim líki land og þjóð. Hvort island sé öðruvísi en þeir bjuggust við. Þá vekur það einatt athygli hvers vegna menn fá áhuga á þessu „guðsvolaða" landi eins og Nixon orðaði það svo pent um árið. Hvað er þaðt sem fær menn úr gróðursælum og sólríkum löndum suður í álfum til að taka ástfóstri við þetta eyðilega land hér á norðurhjara? í Vín býr einn slíkur (slandsvinur sem kenndi heimspeki og tungumál við háskólann þar en er nú kominn á eftirlaun. Hann heitir dr. Franz Stefan og fékk þessa óútskýranlegu ástríðu ungur drengur í keisaraveldinu Austurríki-Ungverjaland, snemma á þessari öld. Eiginkonu sína Friedriku smitaði hann þessum áhuga og það var árið 1932 sem þau ferðuðust fyrst til íslands með bakpoka og tjald. Fjórum sinnum komu þau til fslands á árunum fram til 1935 og svoekki aftur fyrr en eftir 1960. Nú eru þau aldin að árum, hann er 74 ára og hún á svipuðu reki. I sumar fóru þau pílagrímsför á forn- ar slóðir en nú hvorki á hestum né tveim jafnf Ijót- um heldur í kraftmiklum f jallabíl Olfars Jacobsen. Vísir hitti þau að máli áður en þau hurf u héðan af landi brott. Yfir gömlu Eimskipafélags-landakorti frá 1932 rifjaði Stefan upp ferð sína á Vatnajökul 1935. Fróðlegt er og að kynnast viðhorfum þessa merkismanns gagnvart þeim breytingum sem hér hafa orðið og honum sem ferðamanni og útlending hafa vitnast á mestu breytingatímum í sögu þjóðar- innar. Hjónin Friedrika og dr. Franz Stefan i Reykjavlk á dögunum. Dr. Franz Stefan var mjög hrifinn af þeim breytingum sem orftiö hafa á tslandi frá þvi hann fyrst steig fæti hér á land 1932. úr hrafntinnu og sumir höföu ef- ast um aö þaö væri til. Þvi lék okkur hugur á aö finna þetta fjall. Viö fundum fjalliö, fyrir til- viljun þvi viö leitina aö þvi lent- um viö i snjóstormi og okkur bar af leiö. Allt i einu vorum viö komnir langleiðina véstur i Kerlingarfjöll. Viö snerum aftur en lentum þá enn i snjóstormi þannig aö viö urðum aö hafast viö i tjaldinu dögum saman. í dagrenningu einn morgun- inn var komið gott veöur og heiöskirt. Tveim kilómetrum frá okkur sáum við toppinn á Pálsfjalli standa upp úr jöklin- um. Þar tókum viö grjótsýnis- horn og margar myndir. A niöurleiðinni var gott veöur en við urðum aö skilja hluta far- angursins eftir svo sem sleöana vegna þess að Skaftárjökull var þannig að ófært var að böðlast yfir hann með þá i eftirdragi. Eftir 33 daga ferð yfir jökul- inn komum við niður austan Skaftárjökuls þar sem við fund- um hófför sem við röktum til byggða. Jökulinn höföum viö sigrað og eftir þvi sem ég best veit hafði það aðeins veriö gert sex sinnum áður. Þetta var siöasta ferö min til Islands fyrir strið og aftur kom ég ekki fyrr en 1960, þá var ég með hóp af kennurum sem ég ferðaðist með um landiö. Slikar ferðir fór ég aftur 1962 og 1965. Friedrika kona min var ekki með i þeim ferðum og þvi : ■ Fyrstu Islandi kynnin af „Eg hafði mikinn áhuga á jöklum og fjallaferðum þegar i æsku. Að feröast til tslands var eitt þeirra ævintýra sem mig dreymdi um. Fyrir Islandi hef- ur alltaf verið mikill áhugi i minu heimalandi og ekki sakaði að á árunum milli striöa giftist austurriskur barón, Von Jaden að nafni, Islenskri konu. Það vakti mikla athygli i Austurriki og jók mjög forvitni manna á þessu fjarlæga og spennandi landi. Æskuævintýrið um ferð til Is- lands uppiifði ég svo 28 ára gamall þegar ég og kona min komum til Reykjavikur með Goðafossi, áriö 1932. Það ár feröuðumst við um suðurlands- undirlendiö með bakpoka og tjald, gangandi. Við klifum Heklu i þeirri ferð og komum að Gullfossi og Geysi. Frá Reykjavik fórum viö þetta sama sumar með Eim- skipafélaginu vestur og norður um land til Akureyrar. Þaðan fórum við i bil til Blönduóss og frá Blönduósi til Grimstungu þar sem við mættum mikilli gestrisni Lárusar bónda. Frá Grimstungu héldum við gangandi og riðandi um Arnar- vatnsheiöina og Tvidægru niður i Borgarfjörö og þaðan landveg til Reykjavikur”. A hestum upp á hálendið ,A þessum árum störfuðum á vegum stúdentasamtaka „Þjoð sem framkvœmt getur slik kratta- verk, getur allt Hér er ein þeirra mynda sem dr. Franz Stefan tók nálægt Grlmsvötn- um sumarið 1935. Eins og sjá má var jökullinn viða illur yfirferðar. og stóðum meðal annars fyrir ferðum stúdentasamtaka Bret- lands og Wales um Austurriki, Sviss og Noreg. Okkur þótti til- valið að efna til slikra ferða til Islands eftir þessa fyrstu ferð okkar hingað. Það gerðum við strax árið eft- ir og enn var Lárus i Grims- tungu okkur hjálplegur. Hann sendi hesta niöur á Þingvelli og þaðan fórum viö sem leið liggur upp á hálendið kringum Lang- jökul og niður til Þingvalla aft- ur. En minn draumur var að sigra Vatnajökul. Misheppnuð tilraun hafði ver- ið gerö til að fara yfir jökulinn 1932 og lá einn leiöangursmaöur þess leiðangurs kalinn á sjúkra- húsi sumarið 1933, þegar ég var hér með stúdentana. Það var enginn hægðarleikur aö fara yfir jökulinn á þeim árum. Slikan leiðangur varð þvi að undirbúa af mikilli kostgæfni. Þetta sama sumar fór ég þvi könnunarleiðangur frá Skarði og upp i Kerlingarfjöll. Þá byrj- aði ég að leggja drög að rann- sóknarleiðangri á jökulinn. Þetta átti að verða mikill leið- angur með austurriskum og breskum prófessorum og stúd- entum. En af einhverjum á- stæöum heltust Bretarnir úr lestinni. Sumarið 1934 könnuðum við svæðið norðan jökulsins og höfð- um með okkur fylgdarmenn og hesta úr Vatnsdalnum sem Lár- us i Grimstungu útvegaði. Við fórum Ódáðahraun um Jónsskarötil Oskju og frá öskju i Herðubreiðarlindir og yfir Jökulsá. Við lentum i ævintýr- um og vorum næstum búnir að missa einn hestanna i straum- þunga árinnar og töpuöum ein- hverju af farangrinum. A bakaleiðinni sáum viö með- al annars Dettifoss og komum i Asbyrgi áður en við héldum til Akureyrar. Þetta var eins og ég segi undirbúningur undir sjálfa ferðina sem við ætluðum árið eftir yfir þveran Vatnajök.ul úr norðri”. Frá Vín á Vatnajökul „Það var i maibyrjun 1935 er við hófum ferðina langþráöu frá Vin á Vatnajökul. Við vorum að- eins þrir, ég var leiðangurs- stjóri og með mér var einn jarð- fræðingur og einn læknir. Allir vorum viö áhugamenn um fjall- göngur, jökla og jarðfræði. Við fórum á skiðum og vorum . Tjald leiðangursmanna og útbúnaöur I ferðinni yfir Vatnajökul 1935. Snjóstormur var nýyfirstaðinn og veðriö hið ákjósanlegasta. með góðan útbúnað á þeirra tima mælikvarða. Hver okkar var með sleða sem við drógum á eftir okkur og höfðum eitt jökla- tjald. Erfitt var að komast á jökul- inn vegna þess hve hann var sprunginn og það hljóta að hafa verið fleiri gos i honum árið áð- ur en aðeins i Grimsvötnum. Ferðina hófum við frá Viði- gerði sem er næst innsti bærinn i Bárðardalnum. Bræðurnir Egill og Kjartan Tryggvasynir voru leiðsögumenn okkar að jöklin- um og fluttu okkur þangað á átta hestum. Ódáðahraun var torfarið og á miöri leiðinni sagðist Egill ekki komast lengra enda snjór þung- ur. Með fortölum tókst okkur þó að fá hann til þess að halda för- inni áfram og fundum loks færa leið. Hestaferöin tók 30 • klukku- stundir og við vorum nokkra daga við rætur jökulsins við jarðfræðilegar athuganir og kortagerð áður en við lögöum i hann. Þarna skildum við eftir hluta farangursins, en um það var samið við bræöurna að þeir næðu i hann nokl m dögum siöar. Við lögðum þvi ;st á jökul- inn og þaö tók okkur hvbrki meira né minna en tólf daga aö komast yfir skriðjökulinn og upp á sjálfan jökulinn. Hann var enda ákaflega sprunginn og seinfarinn og svo töfðumst við um tima vegna snjóstorms. Við komumst til Grimsvatna áfallaiaust og vorum þar i tvo daga og skoðuðum giginn. Þetta var 16. júni árið eftir að gaus. Þarna var ægifagurt og enn lagði hita úr jörðunni”. „Næsta markmið okkar var að finna Pálsfjall, en það haföi enskur leiöangursmaöur fundið fyrstur manna þegar hann var þarna á ferð ásamt tslendingum árið 1875. Það fjall er að mestu Austurríski prófessorinn og fiallgöngumaðurinn dr. Franz Stefan rœðir um forð á Vatnajökul 1935 og þcer breytingar sem hér hafa orðið síðustu 40 ár ákváðum við að fara þessa ferð nú sem einskonar pilagrimsför á staðina sem við heimsóttum þegar við vorum ung. Hún hafði ekki komið hingað siðan 1934. Við fórum i ,,safari”-ferð með Úlfari Jacobsen og það var ein- staklega vel skipulögö og skemmtileg ferð. Ég vil þvi nota tækifærið og færa fararstjórum og ferðafélögum minar bestu þakkir. Einnig Lárusi i Grims- tungu i Vatnsdal sem enn er á lifi og bræðrunum Agli og Kjart- ani Tryggvasonum og Helga Pálssyni frá Rauðabergi”. „Breytingarnar hér á landi á þessum tima eru svo stórkost- legar að ef ég hefði ekki séð þær með eigin augum myndi ég ekki trúa þvi. Reykjavik er til dæmis Texti: Hreinn Loftsson Myndirt Gunnar V. Andrósson allt önnur og óiik þeim litla bæ sem maður sá 1932. Fyrir strið voru hér næstum engin tré, nú er þetta borg trjáa og gróðurs. Þvi hefði maðúr nú ekki trúað. I Skaftafelli i öræfum eru nú grasi grónar grundir þar sem undir er ekkert nema svartur sandurinn. Þegar ég sá það varð mér að orði að þjóð sem fram- kvæmt gæti slikt kraftaverk hlyti að geta gert allt. Þá talar maður ekki um brýrnar á söndunum fyrir aust- an, það framtak sem á þessum tima er búiö að gera i brúarmál- um. Hvernig hefur svo fámennri tGPSsw þjóð tekist að byggja allar þess- ar brýr, vegi, skóla, sjúkrahús? Þetta er óviðjafnanlegt. Það er ákaflega áhrifamikiö að verða vitni að sliku. Fólkið hefur einnig breyst. Ég held að striðið hafi átt sinn hlut i þvi. Þá komust Islendingar fyrst i kynni við erlendar þjóðir og það skilur alltaf eftir sig á- kveðin spor. Samt er hér enn að finna þessa sömu tegund af fólki sem maður hitti hér áður. Fólk sem er fámált en hægt er að treysta á”. —HL „í dagrenningu einn morguninn var komifi gott vefiur og heifisktrt. Tveim kllómetrum frá okkur sáum við toppinn á Pálsfjaili gægjast upp úr snjónum”. Myndina tók dr. Franz Stefan á Vatnajökli sumarifi 1935. ' ■>* & Jóhanna og Asta. Það er best að vera í sveitinm, segja þcer Ástaog Jóhanna „Ég ætla upp í sveit, ligga ligga lá," syngur hann Ómar Ragnarsson á einni plötunni sinni, „meö beljur á beit, ligga liggalá". Og það eru margir, sem fara upp í sveit í sumar, bæði börn og fullorðnir. Sumir fara um stuttan tíma, aðrir dveljast allt sumarið. Meðal þeirra krakka, sem eru í sveit í sumar, er Ásta María Jensen, en hún á heima í Reykjavik, að Vesturbergi 175. Ásta er 13 ára, en hún var í 6. bekk Hóiabrekkuskóla síðasta vetur. Ásta er i sumarvinnuað Kirkjubóli á Hvítársíðu og það er eín önnur stelpa, sem vinnur þar líka og hún heitir Jó- hanna Jónasdóttir og frá Signýjarstöðum í Hálsa- sveit. Jóhanna er 15 ára og hún var í Kleppjárns- reykjaskóla í fyrra og fer i Reykholtsskóla næsta vetur. Ég hitti báðar þessar stelpur að Kirkju- bóli nýlega og þær voru báðar sammála um það, að það væri gaman að vinna sveitastörfin. Ég spúrði þær, hvort þær myndu í framtiðinni heldur vilja búa í sveit en i borg og þær voru báðar sammála um það, að betra væri að búa i sveit- inni. *' Það er allt svo skemmtilegt í sveitinni, sögðu þær, og svo ér svo gaman að f ara á hestbak. Ég á tvo hesta, sagði Jóhanna, annar heitir Glófaxi. Ásta á ekki hesta, en hún sagði að frænka sín, sem býr rétt hjá Kirkju- bóli, ætti marga hesta og lánaði sér hesta, þegar hún vildi. Þegar þær eiga frí, leika þær líka oft badminton og fara gönguferðir, ef veðrið er gott. Þær leika þá líka stundum við dýrin, kálf- ana og hundinn hann Kobba, sem var viðstadd- ur, þegar ég talaði við stelpurnar og vildi eigin- lega láta tala við sig líka. Kobbi er ofsalega góður ogsniðugur hundur. Hann er svo kurteis og geltir ekkert að ókunnugum borgarbörnum. Hann bíður bara álengdar og kemur svo í rólegheitum og stofnar til kunnings- skapar. Og honum finnst afskaplega gott að fá kremkex að narta í. Því miður er hér engin mynd af Kobba með, hann var farinn i burtu, þegar ég Asta afi ieika vifi einn kálfinn. tók myndirnar af stelp- unum. En kannske getið þið bara séð í huganum, hvernig Kobbi lítur út. Hann er svartur með upp- hringaða rófu, en lafandi eyru og falleg brún augu. Hann er víst af skorsku f járhundakyni. Og það voru mörg falleg húsdýr á Kirkjubóli. Þar voru um 25 mjólkandi kýr, nokkrir kálfarog einn boli. Kýrn- ar voru sérlega skraut- legar sumar, t.d. hún Kolkjafta, sem var Ijós með kolsvartan munn, sem var eins og málaður með svörtum varalit, svört eyru og svart i kringum aughn. Systir hennar, hún Lufsa, var næstum því eins í útliti. Hafi ég einhvern tímann haldið, að allar beljur væru eins, þá veit ég nú, að svo er ekki, og það sem meira er, þær eru sumar reglulega falleg- ar. En ég held kannske, að Ásu og Jóhönnu hafi ekki þótt neitt mikill munur á beljunum, þar sem þær hömuðust við að hjálpa til við að mjólka með fullkomnum mjalta- tækjum. Svo gáfu þær kálfunum og klóruðu bola og gáfu honum nýslegna heytuggu. Það var handagangur í öskjunni, þegar kálfarnir fengu að drekka, en stelpurnar vöru hörkuduglegar i f jósverkunum. HÆ Ikrakkar'. Umsjón: Anna Brynjulfsdóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.