Vísir - 05.08.1978, Blaðsíða 12
12
Laugardagur 5. ágúst 1978
VÍSIB
Konurí
viðskiptum
Heldur hefur þótt
ganga hægt, að konur
hösluðu sér völl meðal
framámanna í viðskipta-
rekstri á íslandi. Þó hef-
ur það farið vaxandi eins
og á öðrum sviðum þjóð-
lifsins, og eru nú talsvert
margar konur í ýmiss
konar atvinnurekstri. I
tilefni verslunarmanna-
fridagsins ræddum við
lítillega við f jórar konur,
sem allar eiga það sam-
eiginlegt að hafa rekið
verslun eða fyrirtæki um
nokkurt skeið. Það eru
þær Arndís Björnsdóttir,
eigandi Rosenthal-versl-
unarinnar, Bára Sigur-
jónsdóttir, eigandi versl-
unarinnar Hjá Báru,
Gerður Hjörleifsdóttir,
verslunarstjóri tslensks
heimilisiðnaðar, og
Kristin Þorkelsdóttir,
eigandi Auglýsingastofu
Kristínar. Eins og búast
mátti við barst talið að
ýmsu og margar skoðanir
og mismunandi komu
f ram. Viðtölin er að f inna
hér á opnunni.
„Var dawðhrcedd
við bankastjór-
ana í fyrstu"
— rabbað við Gerði Hjörleifsdóttur, verslunarstjóra
íslensks heímilisiðnaðar
.,Ég veit i rauninni ekki
almennilega hvernig það gerðist,
aö ég tók að inér þetta starf”
sagði Gerður Hjörleifsdóttir,
verslunarstjóri beggja deiida
isiensks heimilisiðnaðar, sem
reknar eru á vegum Heimilis-
iðnaðarfélagsins, er við áttum tai
við hana.” Einu sinni ætlaði ég aö
veröa leikkona. Ég útskrifaöist
mcð fyrsta hópnuin sem lærði I
Leikiistarskóla Þjóðleikhússins,
en hætti siðan við að fara út i leik
og fór að vinna á skrifstofu i
staöinn.”
,,Ég hafði unnið viö skrifstofu-
störf i tuttugu ár, og aldrei borið
mikla ábyrgð á herðum, þegar
Sigrún Stefánsdóttir, fyrsti verls-
unarstjóri Islensks heimilisiðn-
aðar, kom að máli við mig einn
góðan veðurdag fyrir mörgum
árum árum og bað mig að taka
við af sér. Ahuginn beindist i
þessa átt, þvi að ég hafði tekið
vefnaðarkennarapróf úr Mynd-
lista- og handiðaskólanum en á
hinn bóginn kunni ég varla að
skrifa vixil, og vissi yfirleitt litið
um fjármál. Auk þess var ég
mjög rótgróin þar sem ég vann og
leið vel, og þá er alltaf erfitt að
rifa sig i burtu. Ég hugsaði mig
þess vegna um i þrjú ár, en allt i
einu greip mig einhvernveginn
eldiegur áhugi, ég trúði þvi fast-
lega að þetta mundi ganga vel, og
ákvað að drifa mig i að taka boði
Sigrúnar. Það var fyrir ellefu
árum.”
„Ákaflega lifandi starf”
„Siðan hefur þetta verið þrot-
laus vinna, en þó hægst aöeins um
með timanum, þvi að fyrstu árin
vann ég allar minar fristundir af
þvi sem þurfti að gera i sambandi
viö reksturinn’.’ bætti Gerður viö
„AUt i einu greip mig eldlegur áhugi, ég trúði þvl fastlega, að þetta
mundi ganga vel, og ákvað að drlfa mig í aö taka boðinu”. Gerður
Hjörleifsdóttir hefur veriö verslunarstjóri tslensks heimilisiðnaöar I
eilefu ár, en haföi áður unnið skrifstofustörf I tvo áratugi.
Mynd Jens
og brosti ánægjulega. „Hins
vegar gerði þaö ekkert til, þvi að
þetta starf var og er mikilvægur
hluti af lifi minu og ég hef geysi-
lega ánægju af þvi. Ég hef verið
afskaplega lánsöm með sam-
starfsfólk, og það hefur verið
minn mesti styrkur.
Þetta starf er lika ákaflega
lifandi. Ég kemst yfirleitt i mjög
náin tengsl við þá, sem selja
okkur heimilisiðnaðarvörur. Þar
er aðallega um konur að ræða, á
öllum aldri, en þó kemur oft fyrir,
að við eigum viðskipti við karl-
menn. Til dæmis man ég eftir þvi,
að fyrir nokkrum árum fengum
við hver vettlingapörin á fætur
öðrum frá tveimur menntaskóla-
strákum, sem unnu sér inn
dálitinn vasapening með þvi að
prjóna. Svo er talsvert um að full-
orðin hjón prjóni lopapeysur i
sameiningu, og einnig kemur
fyrir að við fáum hosur frá karl-
mönnum. Fjölbreytnin eykst
sifellt, og vörurnar, sem við
höfum á boðstólum virðast falla i
mjög góðan jarðveg nú á dögum.
Fólk virðist vera farið að læra að
meta gott handbragð aftur”.
„Erfiðast að gera fólk
afturreka”
„Það sem mér finnst erfiðast
við þetta starf er þegar ég þarf að
gera fólk afturreka með vörur,
sem það kemur með til að sýna
okkur. Við verðum að gera vissar
kröfur til gæða þeirra vara, sem
við tökum viö, og auk þess kemur
stundum fyrir, að við höfum ekki
fjármagn til að kaupa vörur,
jafnvel þótt þær séu mjög vand-
aðar. Þá þreytist ég mest, þvi aö
það tekur svo hræðilega á sálina.
Mér finnst miklu minna gera til,
þótt ég verði likamlega þreytt. Ég
man lika, að mér þótti mjög erfitt
fyrstu árin að ganga fyrir banka-
stjórana og biðja um lán. En það
hefur breyst, og nú er ég ekki eins
bljúg.þegar ég heimsæki þá góðu
menn, og ég var.”
„Að sumu leyti kemur það sér
vel i þessu starfi, að ég er ógift,
þvi að vinnudagurinn er oft
langur. Ég bjó með móður minni
siðustu árin, sem hún lifði, og
þótt oft leiðnlegt að geta ekki
eytt meiri tima með henni. Einnig
gerir þessi langi vinnudagur það
að verkum, að ég hef ekki eins
mikinn tima til að sinna vinum og
ættingjum og ég vildi. En þrátt
fyrir allt hefur verslunarstarfið
veitt mér mikla gleði, og ég held
að ég geti sagt, að ég hafi hlakkað
til hvers vinnudags.
AHO
„Enginn sœll að standa
í „bisniss" í Reykjavlk"
segir Bára Sigurjánsdáttir, eigandi verslunarinnar
Hjá Báru
„Mér hefur alltaf veist allt létt, sem ég hef tekiö mér fyrir hendur,
hvort sem um er að ræða að skúra gólf, þvo upp eöa standa i búðinni”.
MyndSHE
„Það er ábyggilega enginn sæll
aö standa i bisniss hér i Reykja-
vík, sérstaklega ekki fólk sem er
aö byrja núna. Fjármagnið, sem
þarf til að koma á fót verslun i
dag, er alveg gifurlegt. Mér hefur
þó gengið ágætlega með verslun-
ina, enda byrjaði ég með lítið og
stækkaði svo við mig smátt og
smátt”.
Það er Bára Sigurjónsdóttir,
eigandi verslunarinnar Hjá
Báru.sem talar. Bára hefur rekið
verslun i rúman aldarfjórðung,
lengst af i Austurstrætinu en nú
siðustu tvö árin á Hverfisgötu 50.
Að sögn Báru hafa viðskiptin
gengið mjög vel eftir að hún flutti
á Hverfisgötuna, og er ætlunin aö
stækka verslunina i haust.
„Tiskuverslanirnar voru ekki
margar þegar ég byrjaði. Þá var
bókstaflega ekkert til á Islandi.
Mér er það minnisstætt, aö ég
setti gólfteppi á búðina áður en ég
opnaði, en varð fljótlega að taka
það af aftur þvi að væntanlegir
kúnnar þorðu ekki að ganga um i
versluninni af ótta viöað skemma
gólfteppið”.
,/Elska fegurö í allri sinni
mynd"
„Nú hefur afstaöa fólks breyst
dálitið, svo ekki sé meira sagt”
heldur Bára áfram. „Ég hef verið
að burðast við að gera huggulegt i
búðinni hjá mér, meðal annars
með þvi að segja blóm i ker utan á
gluggana og teppi á tröppurnar
að innganginum. Þar er þó aug-
ljóslega gott að sitja, þvi að tepp-
iðer þegar komið með brunagöt.”
„Ég hef alltaf lagt mikið upp úr
umhverfinu, enda elska ég fegurð
i allri sinni mynd. Mér finnst mik-
ilvægt að verslunin liti vel út,
þannig að viðskiptavinurinn geti
slappað af og látið sér liöa vel.
Það er ánægjulegt að veita góða
þjónustu og finna, að fólk verður
fyrir áhrifum af þvi,, sem maöur
hefur skapað. Viö konurnar vilj-
um hafa stemningu. Það á bæöi
við um viðskiptavininn og starfs-
fólkið, enda hef ég verið óskap-
lega heppin meö starfsfólk, og
sama fólkið hefur unniö hjá mér i
fjölda ára.”
//Hef mikla ánægju af að
vinna"
„Astæðan til þess að ég fór út i
verslunarrekstur var sú, að ég
vildi gera eitthvað meira viö tim-
ann en að vera heima”. sagði
Bára er talið barst að þvi. „Að
visu er mikil vinna i sambandi viö
heimilishald, en mér hefur alltaf
veist allt létt, sem ég hef tekið
mér fyrir hendur, hvort sem um
er að ræða að skúra gólf, þvo upp
eða standa i búðinni. Það kemur
bæði til, að ég er heilsuhraust, og
hef einnig mikla ánægju af að
vinna. Það á ég ekki sist foreldr-
um minum að þakka, þvi að við
börnin vorum alltaf vanin á að
vinna. Ég hef ekki verið með
neina heimilishjálp siðan strák-
arnir minir voru litlir, en þá fékk
ég manneskju til að hjálpa mér
dálitið.
„Auðvitað hefur það lika hjálp-
að til, að maðurinn minn, Pétur
Guðjónsson, hefur séð um inn-
flutninginn og bókhaldið fyrir
búðina. Ég sé hins vegar alveg
um daglegan rekstur, innkaup,
gluggaútstillingar og annað slikt,
og það vill oft verða drjúgt með
heimilinu.”
//Er engin Rauösokka"
„Mér finnst nefnilega, að kona,
sem vinnur úti, eigi lika að sjá um
öll störf á heimilinu. Það er engin
sanngirni i að heimta að maðurinn
taki við heimilisverkunum þótt
konan vilji fara út að vinna.Ég tel
heldur ekki, að konur ættu að fara
út aö vinna fyrr en börnin eru orð-
in svona þriggja ára. Þegar þau
ná þeim aldri er þeim orðið nauð-
synlegt að kynnast öðrum börn-
um og hætta að hanga i pilsfaldin-
um á mömmu. Hins vegar hafði
ég það að reglu meðan drengirnir
voru ungir að vera heima við á
kvöldin, og forðast að taka mik-
inn þátt i félagsstarfsemi. Þegar
maður er svona mikið i burtu
veitir ekki af að nota hverja fri-
stund með börnunum .
Þiö sjáið náttúrulega á þessu,
að ég er engin rauðsokka — langt
i frá. Rauðsokkur láta allt of illa
að minu áliti. Þær þurfa ekki að
láta svona illa. Að visu er sjálf-
sagt að berjast fyrir launajafn-
rétti og öðru af þvi taginu. En að
vera að tala um að karlmenn setji
fótinn fyrir konur og þar fram
eftir götunum virðist mér út i blá-
inn. Ég hef aldrei lent i vandræð-
um ef ég hef þurft að sækja eitt-
hvað undir karlmenn, heldur
alltaf mætt fullum skilningi og
sanngirni. Ég sé lika enga ástæðu
til að konur séu aö setjast á trakt-
ora eða önnur slik tæki og reyna
aö vera eins og karlmenn. Meö
þvi tapa þær alveg þessu kven-
lega”. —AHO