Vísir - 05.08.1978, Síða 6
6
Laugarda gur 5. ágúst 1978' vism
■ ■ ■ ■S»»*V
i-**** to®5 *
hWö^'írfta er »
*
\ S»s'w
»•*
'í«»*ÍS2ttá»WvS* B'a
Ra»nar mu P'í'iJbfaS® «
Vc\óar,
ó\á
Eitt Lag Enn
í
En fyrst nokkrar staðreyndir
um plötuna. Hún hefur að geyma
14 lög úr ýmsum áttum, bæði
erlend og frumsamin af
meðlimum Brimklóar. Texta-
höfundar eru Þorsteinn Eggerts-
son, Jónas Friðrik og Jón
Sigurðsson. Nokkrir aðstoðar-
menn koma við sögu s.s. Gunnar
Ormslev saxófónleikari, Þorgeir
Astvaldsson, sem er útvarps-
hlustendum að góðu kunnur fyrir
Popphorn sin á mánudögum,
leikur á harmonikku, Gunnar
Þórðarson slær kassagitar i
nokkrum lögum og Bjarni
Guðmundsson leikur á túbu i lagi
sem tileinkað er hestafólki,
„Draumafáknum”. Upptakan fór
fram i Hljóðrita i Hafnarfirði
siðastliðið vor og vélstjórar voru
Mark (tvær rækjusamlokur)
Dodson og Tony Cook, en upp-'
tökunni var stjórnað af Arnari
Sigurbjörnssyni og Björgvini
Halldórssyni. útgefandi er
Steinar h.f. og er þetta tuttugasta
og fjórða platan sem þetta
tveggja ára hljómplötufyrirtæki
gefur út. Þegar fólki hefur svo
borist þessi plata i hendur, er þvi
ráðlagt að spila hana á miklum
styrk.
ff
,non-stop-show'
Við byrjum á þvi að spyrja
Björgvin um tilurð plötunnar.
Já, við erum þessa dagana að
leggja á staö i feröalag um landið
þvert og endilangt og þessi plata
er gerð með það i huga. Tónlistin
er þverskurður af þvi sem við
höfum verið aö’gera á böllum
siðan i febrúar er Halli og
Gummi gengu i hljómsveitina.
Með i för okkar um landið verða
Halli og Laddi og kynna nýjustu
plötu sina „Hlunkur er þetta”.
Kannski verða lika tiskusýningar
á böllunum i Reykjavik. Við
stefnum aö þvi að hafa „non-stop-
show” einsog tjallinn kallar það.
Við munum koma fram i ýmsum
gervum, kostum miklu til og
ætlum að gera allt sem i okkar
valdi stendur til að fólkið sem
mætir á böllin fái eitthvað fyrir
aurinn sinn.
— Hvaö tekur svo við hjá
Brimkló eftir þessa ferð?
Það eru allir möguleikar opnir.
Við gætum þess vegna alveg eins
hætt. Það kemur bara i ljós.
— Þið veröið þá ekki i Sigtúni
næsta vetur?
Nei, viö förum ekki aftur i
Sigtún. Við spiluðum þar fyrstu
mánuði ársins til þess aö koma
okkurupp tækjabúnaði og komast
i samband viö fólkið. Við eigum
kannski eftir að spila eitthvað
fyrir Sigmar vin okkar (komdu
blessaður Sigmar!) I framtiðinni,
en ekki sem hljómsveit hússins.
En einsog ég sagði áðan þá er
nýja platan okkar þverskurður af
veru okkar þar t.d. má segja aö
rokksvróan. „Stuööldin”, sé að
mestu leyti
staðarins.
mótuð af gestum
Ariola
— Hvernig er það, gafstu ekki
út tveggja laga plötu á erlendum
markaði nú i vor?
— Jú,ég gerði litla plötu ásamt
Magnúsi Þór Sigmundssyni og
Shady Owens undir nafninu „Hot
Ice” fyrir Ariola-hljómplötufyrir-
tækið i Bretlandi. Lögin voru
„Casanova Jones” eftir Magnús
og „Disco Energy” eftir Gerry
nokkurn Shyry, en hann útsetti
lika bæði lögin fyrir blástúrs- og
strengjahljóðfæri. Það skeöi
ekkert með þessa plötu, en þeir
hjá Ariola hafa samt ekki gefist
upp og gafu hana út i Banda-
rikjunum nú fyrir skömmu.
Fálkinn ætlar svo að gefa hana út
fyrir islenskan markað og er hún
væntanleg á hverri stundu.
Ég er nú búinn að taka upp
grunna að Lþ.-sólplötu og er að
velta fyrir mér áframhaldinu,
velja texta o.s.frv. Ég hef i
hyggju að ljúka við hana i Eng-
landi i haust þegar Brimklóar-
túrinn er yfirstaðinn, en mun þó
skreppa i stúdióið annað veifiö á
næstunni og syngja eitthvaö.
Upptökumaður og min hægri
hönd við gerð þessarar plötu er
Geoffrey Calver, sem tók upp
seinni Visnaplötuna og litlu plöt-
una sem ég minntist á áðan. Það
kostum miklu til"
BRIMKLO
...eittböenn
Rætt \j ið Björgvyin Halldorsson
um nyja plötu Brimkloar o.fl*
Viðtal: Páll Pálsson
Hyndir: Sigurður H. Engilbertsson o.fl.
Þriöja breiöskifa Brimklóar ber |
nafnið ...eitt lag enn”.
stóð til að Gerry Shury myndi út-
setja strengina en hann lést fyrir
skömmu i bilslysi. Þessi plata
kemur væntanlega út óktóber.
— Ertu með eitthvað annað á
prjónunum?
— Það er margt i bigerö,
margar plötur i deiglunni, einnig
mun ég taka að mér að stjórna
upptökum fyrir aðra. Já, já, ég
held örugglega áfram að syngja
inná plötur i framtiðinni, það er
engin hætta á öðru.
— Megum við eiga von á þriðju
Vfsnaplötunni?
— Nei, Visnaplata er ekki til
umræðu á þessu stigi. Þaö var
mjög skemmtilegt og lærdóms-
rikt að gera þessar tvær plötur og
okkur óraöi ekki fyrir þvi, að þær
fengju slikar undirtektir hjá
þjóðinni sem raun bar vithi. En
þú verður að snúa þér til Iöunnar
ef þú vilt vita hvort eitthvað
áframhald verður, — það er
þeirra aö ákveða þaö.
Brimkló, Halli og Laddi ætla að gera alltsem Iþeirra valdi stendur til að skemmta landsmönnum næstu
sex vikurnar.
Hljóöritun
— Nú vekur það athygli, að þið
notið utanaökomandi upptöku-
mann á Brimklóarplötunni og svo
er einnig á sólöplötu þinni.
Hvernig stendur á því?
— Viö erum að fást við ákveðið
listform og gerum þetta til þess
að fá nýtt blóð og nýjan hljöm í
verk okkar. Þetta er gert i fullu
samráöi við Hljóðrita og enginn
slæmur mórall þvi samfara.
Hljóðriti er ungt stúdió sem er
núna fyrst aö yfirstiga byrjunar-
örðugleikana og þaö er lifs-
nauðsynlegt fyrir fyrirtækið aö fá
eins mikla breidd i starfsemina
og mögulegt er. Með þessu erum