Vísir - 05.08.1978, Síða 13

Vísir - 05.08.1978, Síða 13
VISIR Laugardagur 5. ágúst 1978 13 Spurning um al selja sig heiðarlega eða óheiðarlega" — Rœtt við Kristinu Þorkelsdóttur, eiganda og framkvœmdastjóra auglýsingastofu „Ég ætlaöi upphaflega út i frjáisa myndlist en ekki auglsingateiknun. Það fár bara svo, að þegar ég útskrifaöist úr Handiöaskólanum var háifgerö kreppa i myndlistinni. Illa gekk að selja þá tegund mynda sem mig virkilega langaöi aö fást viö, og listamenn uröu almennt aö laga sig aö þvi sem fólkið vildi — uppstillingamyndir og annaö af þvi taginu — ef þeir ætluöu að hafa eitthvaö fyrir sinn snúö. Fyrir mig var auglýsingateikn- unin aö nokkru leyti svar viö þeirri spurningu, hvort ég ætti heldur aö selja mig heiðarlega eða óheiðarlega”. Við sitjum á rabbi við Kristinu Þorkelsdóttur teiknara, eiganda og f r a m k v æ m d a s t j ó r a auglýsingastofunnar að Hamra- borg 5, sem er skirö eftir henni. Auglýsingastofu Kristfnar kannast sjálfsagt flestir við, þvi að starfsfólkið þar hefur gert auglýsingar og hannað merki fyrir fjölmörg islensk fyrirtæki, og lagði ekki alls fyrir löngu fram tillögur að útliti nýrra peninga- seðla. Kritin er i frii þessa dag- ana, og bauð okkur þvi heim i Lindarhvamminn i kaffi. Byrjaöi aö teikna í stofu- horninu Kristján stofnaði auglýsinga- stofuna fyrir um það bil ellefu árum ásamt eiginmanni sinum, Herði Danielssyni, sem nú tekur þátt i framkvæmdastjórninni og sér um kvikmyndagerð fyrir stofuna. „Það væri synd að segja að fyrirtækið hafi veriö burðugt til að byrja með” segir hún. „Fyrst var það til húsa i horninu á stofunni okkar. Þar sinnti ég verkefnunum i þó nokkurn tima áður en ég flutti teiknistofuna niður i kjallara. Svo fengum við leigða neðri hæðina i húsi hérna hinum megin við götuna, en flutt- um okkur loks upp i Hamraborg og höfum verið þar i sex ár.” „Stofan hefur þvi vaxið smátt og smátt, en tók að visu mikinn fjörkipp upp úr 1970. Nú erum við tiu, sem vinnum við hana, og það finnst mér passlega stór og góður hópur. Ég er nokkuð ánægð með núverandi stærð stofunnar. Það er lika svo mikil hætta á þvi ef fyrirtækið verður of stórt, aö maður drukkni alveg i rekstr- inum, og endi með að verða senditik sjálfs sin ef svo má segja. Ég vil reyna eftir megni að taka þátt i þvi, sem verið er að skapa á stofunni, og nenni ómögulega að þurfa sifellt að vera að vesenast i útréttingum og öðru sliku”. //Finnst bara fjandi gama að þessu" Ég held, að það sé mikið komiö undir viöhorfum aðstandenda, hvort konur leggja i að fara að reka fyrirtæki” heldur Kristin áfram. Fólk býst yfirleitt ekki við þvi af konu, að hún fari út i sjálf- stæðan rekstur. Enda þótt ég hafi ekki verið alin upp á neinu bisnissheimili — móðir min var alltaf heimavinnandi, og pabbi úti á sjó — hefur enginn orðiö til aö draga úr mér kjark til aö gera það, sem mig langaði til. Það hefur aldrei hvarflað að mér, aö ég geti ekki gert þetta eða hitt vegna þess að ég sé kona. Kannski hef ég þó getað leyft mér meira en aðrir, þvi að siöastliðin sex ár hef ég haft konu mér til aðstoðar á heimilinu alla morgna. Ég he. verið óskaplega heppin með hana, og veit ekki hvernig ég færi að án hennar.” „Ég get sem sé ekkert kvartaö. Mér finnst bara fjandi gaman að þessu og nýt þess i rikum mæli að takast á við ný og ný verkefni. Það er ábyggilegt að ég yrði vit- „Þaö væri synd aö segja aö fyrirtækiö hafi verið buröugt til aö byrja meö, þvi aö þaö var fyrst til húsa i horninu i stofunni okkar”. Mynd: SHE. laus ef ég þyrfti alltaf að vera heima. Auk þess tel ég æskilegra að báðir aðilar að hjónabandi vinni fyrir heimilinu. A sumum heimilum er það þánnig, að maðurinn vinnur tólf tima á dag, og rétt kemur heim til að sofa. Ég held það sé nær, að bæði maðurinn og konan vinni úti, og þá færri tima hvort um sig. Þá fá bæði tima til að vera með börnunum og hjálpast aö við heimilisstörfin”. —AHO „Vil mega Kagnast á því fyrirtœki, sem ég rek' — „og sé ekkert athugavert við að viðurkenna það1 [ir rœtt við Arndísi Björnsdóttur, eiganda Rosenthalverslunarinnar „Til þess aö ég sé ekkert aö skafa utan af hlutunum skal ég bara segja þaö strax, aö þaö er lieldur óspennandi að standa i verslunarrekstri og innflutningi á islandi á þessum sföustu og verstu timum. Byggður hefur verið upp slikur kerfisfrumskóg- ur í kringum sáraeinfalda hluti i sambandi viö þetta, aö ég skil ekki i öðru en öll frjáls verslun og allur innflutningur endi meö þvi aö týnast og kafna I ósköpunum áður en langt um liöur”. Þannig fórust Arndisi Björns- dóttur, eiganda Rosenthal-versl- unarinnar á Laugaveginum og kennara i Verslunarskólanum, orð, er við fengum hana til að rabba viö okkur. Arndis setti á fót verslun fyrir tveimur árum, og hefur þar á boðstólum postulin og aðrar svipaðar vörur frá Rosent- hal fyrirtækinu i Vestur-Þýska- landi. „Sem dæmi um þetta vand- ræðaástand má taka allt það stapp, sem maður getur lent i þegar þarf aö tollafgreiða vörur”, hélt Arndis áfram. „Til þess þarf að fylla út tollskýrslur og yfirleitt er maður að gera það á kvöldin eða um helgar. Við útreikningana notar maður náttúrulega það gengi, sem er þá og þá stundina. Þegar maður leggur siðan inn pappirana, og vill fá að greiða tollinn kemur stundum fyrir, að maður fær allt draslið i hausinn aftur vegna þess að útreikning- arnir gera ekki ráð fyrir þeirri gengisbreytingu, sehn varð tiu minútum áður. Þá er ekkert ann- að að gera en að fara með pappir- ana heim aftur og vona að gengið stilli sig um að breytast á siðustu stundu i næsta skipti. //Almennt talið/ að kaup- menn séu af -hinu illa" „Sannleikurinn er sá, að sjálf- stæður atvinnurekstur er harla réttlaus gagnvart kerfinu. Auö- vitað hjálpar heldur ekki til, að verslunarrekstur virðist ekki vera i tisku á Islandi lengur. Nú þykir fint að vera á móti öllu sem heitir frjálst framtak. Engu er likara en að það sé oröin almenn skoðun, að kaupmenn séu af hinu illa, og geri ekki annað en að pretta og svindla. Talað er um, að það séu kaupmanna ær og kýr, að svikja undan skatti, græða á verðbólgunni, og þar fram eftir götunum. Þetta tel ég að sé stór- hættuleg þróun, þvi að á meðan slik afstaða er við lýði, er ekkert liklegra en að við missum áður en langt um liður allt sjálfsforræði. Vert er að hugleiða hvaö rikis- sjóður hefur i tekjur af verslun eins og þeirri sem ég rek. Af bollapari, sem kostar 2000 krón- ur, fær rikisstjóður um 920 krónur i tolla og söluskatt.” „Auk þess gætir óþolandi tvi- skinnungs i þessari afstöðu. Ekki er til sá íslendingur, sem ekki verður hæstánægður ef hann nær sér i nýjan bil eða nýja ibúð rétt fyrir gengisfellingu. Ef á að fara að taka i skottið á einhverjum fyrir að reyna að græða á á verð- bólgunni, þá dugir ekkert minna en að taka i skottið á öllum Is- lendingum. Við fólkið i þessu landi þykjumst vera mikið um- bótafólk, en um leið og við dettum i kjötpottinn gleymum við vand- lætingunni og troðum i okkur eins og við getum. Þetta er islenskt þjóðfélag i hnotskurn, og tvö- feldnin sem viðgengst hérna er aldeilis ömurleg”. //Hér sitja allir eins lengi og sætt er" „Ég get ekki með nokkru móti skilið, hvað er rangt við að viður- kenna að maður hafi áhuga á að hagnast á þvi fyrirtæki, sem maður rekur” bætti Arndis við. „Eigendur verslana taka á sig mikla áhættu i sambandi við inn- kaup og annað slikt. Ég kemst til dæmis ekki hjá þvi að borga fyrir þá vöru, sem ég kaupi erlendis, en ef hún fellur ekki i kramið hjá fólki verð ég að gjöra svo vel að taka afleiðingunum af þvi með þögn og þolinmæði. Þvi skyldi ég þá ekki eiga að hagnast ef inn- kaupin takast vel, og fólki likar varan. Á sama hátt og allt vinn- andi fólk keppist við aö fá sem mest fyrir sina vinnu, og engum finnst hann fá nóg. Ef við erum fallin svo djúpt, að vilja ekki verðlauna athafnafólk fyrir þann árangur sem það nær i starfi sinu, getum við ekki vænst neinna framfara.” „Það mundi ábyggilega verða til mikilla heilla fyrir þjóðina ef þingmenn væru að nokkru leyti gerðir persónulega ábyrgir fyrir þeim ákvörðunum sem þeir taka. Oft er ráðist út i framkvæmdir á kostnað skattgreiðenda án þess að þar verði vart nokkurrar fyrir- hyggju. Og ekkert bólar á þvi pólitiska siðgæði, sem rikir i öðr- um löndum, að þingmenn og ráð- herrar segi af sér ef þeim verða á alvarleg mistök, eins og gerðist „Viö fólkiö I þessu landi þykjumst vera mikiö umbótafólk, en um leiö og viö dettum i kjötpottinn gleymum viö vandlætingunni og troöum I okkar eins og viö getum. Þetta er islenskt þjóöfélag I hnot- skurn, og tvöfeldnin sem viögengst hérna er aideilis ömurleg”. til dæmis i sambandi við Kröflu. Hér sitja allir eins lengi og sætt er, og hugsa ekki um annað en bitlingana. Við höfum þvi annars- vegar kaupmanninn, sem stendur og fellur með þvi, sem hann ákveður, og hinsvegar þá, sem sjá um rikisframkvæmdir, og er fjandans sama um hvernig allt fer, þvi að þeir geta þá alltaf lagt á fleiri aukaskatta, og vita sem er, að þeir verða aldrei gerðir ábyrgir”. Síðustu móhikanarnir. „Eftir alla þessa romsu mætti spyrja: Hvers vegna er ég þá að burðast við að standa i sjálfstæð- um atvinnuvinnurekstri? Til þess liggja tvær meginástæður. I fyrsta lagi finnst mér Rosenthal- vörurnar fallegar og vandaðar, og vona ég aö vel gangi meö sölu á þeim og ég hagnist á verslun- inni. I öðru lagi þverneita ég að gefast upp á sjálfstæðishugsjóninni. Mér finnst alveg hræðilegt að horfa upp á, hvernig Sjálfstæðisflokk- urinn, sem á að vera málsvari einstaklingsfrelsis og athafna- frelsis, hefur látið teyma sig út i að gera frjálsri verslun eins erfitt fyrir og raun ber vitni.” „Þeir sem enn streitast við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn á grundvelli yfirlýstrar stefnu hans, og þeim fækkaði iskyggi- lega i siðustu kosningum, eru að verða eins og siöustu Móhikan- arnir. Það dugar nefnilega litið að vera með stefnu, sem ekki er farið eftir og aldrei er vitnað i nema viö hátiöleg tækifæri. Sjálf- stæðisflokkurinn getur ekki oftar brugðist okkur stuðningsfólki sinu, þvi að ef flokkurinn fer ekki að taka sig saman i andlitinu verður vitnað i hana næst við hans eigin jarðarför”. //Hvers vegna er aldrei tal- aö um forréttindakarla?" „Ég ákvað fimm ára gömul, aö ég ætlaði að fara i Verslunarskól- ann til að öðlast starfsmenntun og geta staðið á eigin fótum i lifinu. Ég hef aldrei kært mig um að vera baggi á öörum, en ég vil ekki heldur, að rikisvaldið kaffæri þegna sina i óhóflegum álögum. Þvi væri nær, að gera fyrirtækj- um kleift að starfa á eðlilegum rekstrargrundvelli”. „Mér er að sjálfsögöu alveg ljóst, að ýmsir munu segja, þegar þeir lesa þetta, að ég sé ekkert annað en forréttindakona, sem sé að belgja mig yfir einhverju, sem ég hafi ekkert vit á, eins og sagt var þegar ég gagnrýndi fyrri gerð skattalagafrumvarpsins fyrir það viröingarleysi, sem þar kom fram við konur. Ég tel mig hins vegar ekki vera forréttinda- konu þótt ég hafi leyft mér að byggja mér hús i Garðabæ, held- ur sjálfstæðan einstakling. Enda skil ég ekki af hverju enginn lætur sér nokkurn tima detta i hug aö tala um forréttindakarla. Ekki veit ég betur en aö margir is- lenskir athafnamenn hafi bók- staflega fengið fyrirtæki i vöggu- gjöf, og þó eru þeir aldrei kallaðir forréttindakarlar þótt þeir leyfi sér að opna munninn”. —AHO

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.