Tíminn - 22.08.1969, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.08.1969, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 22. ágúst 1969. TÍMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofui I Eddu- húsinu, símar 18300—18306 Skrifstofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300, Áskriftargjald kr. 150,00 á mánuði. tnnanlands. — í lausasölu kr. 10,00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. V estfjarðaáætlunin og Alþýðublaðið Alþýðublaðið hefur að undanförnu gert sér tíðrætt um Vestfjarðaáætlun og hefur vafalaust haft samráð við Vestfjarðaþingmann Alþýðuflokksins um skrif sín. Þessi skrif blaðsins hafa orðið til að upplýsa það, að svo áhugalítið er blaðið og þingmaðurinn um Vestfjarða- áætlunina, að þeim er ókunnugt um, hvað áætluninni var ætlað að fjalla um. Þannig segir í forustugrein Alþýðublaðsins 18. þ. m.: „Eimir jafnvel enn eftir af þvílíkri málsmeðferð hjá leiðarahöfundi Tímans, þar sem hann reynir að gera framkvæmd áætlunarinnar tortryggilega með því að spyrja, hvað líði þeim þáttum hennar, sem lúta að raf- orkumálum, menntamálum, heilbrigðismálum o. fl. Leiðarahöfundi er þó fyllilega kunnugt, að Vestfjarða- áætluninni var eingöngu ætlað að ná til samgöngumála, vegamála, hafnarmála og fl«gvallarmála.“ Þetta er eins rangt með farið hjá Alþbl. og verða má. Tillagan um Vestfjarðaáætlun var afgreidd einróma frá Alþingi 19. apríl 1963 og hljóðaði á þessa leið: ,,Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórina að fela Fram- kvæmdabanka íslands að semja fimm ára framkvæmda- áætlun í samráði við stjóm atvinnubótasjóðs og hlutað- eigandi sýslunefndar og bæjarstjóm til stöðvunar fólks- flóttanum úr Vestfjarðakjördæmi. Einkum skal miða áætlunina við það, að framkvæmd- ir verði liður í uppbyggingu þeirra staða, sem fólksflótt- inn gerir illkleift að halda í byggð, þótt öll skilyrði séu þar til góðra lífskjara, ef búið væri að þeim á borð við aðra staði.“ Þetta orðalag áætlunarinnar sker alveg ótvírætt úr um það, að Alþingi ætlaðist til, að hún fjallaði um meira en samgöngumál. Hún átti að fjalla um alhliða uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum og átti að vera samin í samráði við sýslunefndir og bæjarstjóm ísa- fjarðar. Þótt rúm sex ár séu liðin síðan Alþingi sam- þykkti þessa tillögu, hefur engin raunveruleg Vest- fjarðaáætlun séð dagsins ljós, heldur aðeins samin áætlun um samgöngumál, sem hefur byggzt á tillögu- flutningi stjómarandstæðinga á Alþingi. En þetta þarf ekki að koma á óvart, þegar það upp- lýsist, að aðalmálgagn annars stjómarflokksins hefur ekki hugmynd um það, þrátt fyrir samráð við Vestfjarða- þingmann flokksins, um hvaða efni áætlimin hafi átt að fjalla. Barlómsskrif Mbl. Mbl. veitist harðlega að Tímanum í forustugrein sinni í fyrradag. Tilefnið er það, að Tíminn hefur gert land- flóttann að umtalsefni. Mbl. segir að það sé ekki ann- að en barlómur og svartsýnishjal að vera að tala um landflóttann. Vafalítið túlkar Mbl. hér viðhorf ríkisstjómarinnar, eins og endranær. Menn geta því ekki vænzt mikilla aðgerða frá henni til að ráða bót á atvinnuleysinu. Það er bara barlómur að vera að minnast á það. Ótrúlegt er hins vegar, að þjóðin líti á það sem bar- lóm. Þessi skrif Mbl- mættu vera henni ný sönnun þess, að stjómin er orðin uppgefin og ráðvilt og ræður ekki við vandann. Slík stjórn á að hverfa sem fyrst. Þ.Þ. ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON: Ferðaþættir frá Mið-Asíu VI. Samanburður við nágrannalönd- in hagstæður Rússum í Mið-Asíu Kínverjar líta því á þá sem hættulegustu keppinauta sína Frá fundi þingsins í Tadsikistan, en af 315 þlngmönnum eru 104 konur. TADSIKISTAN er eitt hinna 15 lýðvelda, sem mynda Sovét rikin. Eins og hin lýðveldin, hefur það sérstaka stjórnar- skrá, sem er gerð i samræmi við stjórnarskrá Sovétríkjanna. Samkvæmt stjórnarskrá Tadsi kistans, er vald lýðveldisins all víðtækt, það hefur t. d. vald til að ganga úr Sovétríkjunum, til að gera samninga við önn- ur rífci og hafa þar sendiherra og ræðismenn, til að hafa sér- stakan her o.s.frv., en aMt er þetta þó háð samiþyktó og eftir liti samríkisins, þ. e. Sovét- ríkjanna. Umrædd völd lýðveld isins virðist því vera meira í orði, en á borði. Samkv. 14. grein stjórnarskrár Sovétrikj anna fer sambandsríkið með ut- anrikismál og utanríkisverzilun, hermál og varnarmál, öryggis mál (hér er átt við innra ör- yggi ríkisins), ákvörðun fjár laga og skattamála, skipulag bankamála, heildarskipun menntamála og heilbrigðismála, ákvörðun refsinga, áfcvörðun hjúskaparmála o. s. frv. Dóm stólar skuiu og byggja dóma sína á lögum samríkisins. Þannig er vald þess mjög víð- tækt og eftirlit þess nær til allra greina þjóðfélagsins. Samkvæmt þessu virðist vald- svið lýðveldanna vera mjög tak' markað, þótt stjórnarskrá þeirra segá annað, og nánast virðist starfssvið þeirra vera að annast ýmsa opinbera þjón ustu og embættisrekstur fýrir hönd samríitósins. Vafalaust hjálpar þetta kerfi þó til þess, að sinnt er betur ýmsum ópóli tískum framfaramálum viðkom andi landshluta. Það á og vafa laust þátt í því, að heimamenn verða meira þátttakendur í rík iskerfinu en ella. En megin- valdið er eftir sem áður í hönd um samríkisins, þ. e. í þessu tilfelM valdhafa Sovétríkjanna í Moskvu. EINS og hin lýðveldin, hef ur Tadsitóstan sérstakt þing og sérstaka rítósstjóm, sam er af þinginu. Þingmenn eru kosn ir til fimm ára og eru 315 tals ins. Þingið fjallar um ýnasar áætlanir og tillögur, sem snerta Tadsikistan sérstaklega og það samþykkir ýmis sérlög eða reglugerðir, sem byggjast á lögum Eamríkisins. Aðeins einn fLokkur, Komm únistaflokkurinn, starfar I Tadsikistan, líkt og annars stað ar í Sovétríkjunum, og eru meginvöldin í landinu í höndum hans. Hann er að sjállf sögðu aðeins deild í Kommún istafloktó Sovétríkjanna og lýt ur yfirstjóm hans. A þinginu í Tadsikistan, sem kemur venjulega saman tvisvar til þrisvar á ári og aðeins fáa daga í senn, fara umræður fram á þremur tungumálum, tadsisku, rússnesku og uz- bisku. Þetta eru mál aðalþjóð- flokkanna í landinu. Rúmur þriðjungur þing- manna eða 104 eru konur. Kon ur hafa mjög hafizt til lær- dóms og opinberra trúnaðar- starfa í Tadsikistan eftir byit inguna, en komu lftíð við sögu áður, þar sem slíkt sam- rýmist ekki reglum Múham- eðstrúarinnar, en frá þeim er nú vikið á þessu sviði, eins og mörgum fleirum. En jafn framt eru þó konur hvattar tíl þess að haJda áfram að ala börn. Kona, sem eignast 10 börn, hlýtur sérstaka viður- kenningu og heiðurssess í þjóð félaginu. MEGINÞÝÐING lýðveldanna í Sovétrfkjunum er fólgin í þvi, að þau gefa hinum einstöku þjóðflotókum betri aðstöðu en ella til að rækja sína sérstöku þjóðlegu menningu, tungu og sögu. Vafatítið styrkir þetta mjög metnað þeirra og fram- tak. Það fannst mér a. m. k áberandi, þegar ég fór fyrst um þjóðminjasafmð og síðan um hina stóru sýningarhöll í Dus anbe. En fjarri fer því samt, að þetta sé gert á þann hátt, að það veiki jafnhiiða rússnesk menningaráhrdf. Allir verða að læra rússnesku, jafnhliða sinu eigin mióðiurmiálli, og rúissnesk menning og rússneskir siðir setja hvarvetna sitt mark. En þeim er hinsvegar ekká teflt fram tíl að útrýma því, sem fyrir er, heldur við hlið þess. Því er svo hvarvetna haldið á lofti, að hinar miklu fram farir, sem hafi orðið, t d. í lýðveldunum í Mið-Asíu, séu að þakka samvinnunni við Rússa og aðild viðkomandi iýð veldis að Sovétríkjunum. Það an hafi þektóngin og fjánmagn ið komið. Þó virðist þess vel gætt af Rússum að láta ekki líta á sig sem herraþjóð, held ur sem bræðraþjóð og láta við komandi þjóð finna, að hún sé ékki síður þátttakandd' í upp byiggingunni en Rússar sjálfir. Ég hyigg, að Rússar hafi að þessu leyti rekið skynsamlega pólitík í Mið-Asíu og náð meiri hylli þar en ell'a. En þess ber vel að geta, að hér er aðstað- an allt önnur en í Aust- ur-Evrópu. Það er svo mik- il spuirnm.g, hvennig þefcta þróast í framtíðinni. Verða áhrifin þau, að íbúar Mið-Asíu lýðveldanna verða smátt og smátt Rússar, þótt þeir við- haldi þjóðlegum siðum og tungu, líkt og innflytjendur í Bandaríkjunum og afkomend- ur þeima? Eðia eflist þjóðemis kenndin og rís gegn rússnesku áhrifunum, þótt þau komi á mangan hátt meira óbeint en beint? Framtíðin ein sker úr um þetta. HVAÐA álit, sem menn kranna að lnafa á stjónmsfcipu- lagi og stjórnendum Sovétríki anna, verður að viðurkennast, að framfarir hafi orðið meiri í Mið-Asíulýðveldum Sovétríkj anna en annars staðar í Asíu, að Japan undanskildu og senni- lega einnig Formósn. Samlfav. öllum upplýsingum að dæma, hafa orðið miklu meiri fram farir í þessum löndum, bæði Framhald á bls. 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.