Vísir - 31.08.1978, Blaðsíða 1

Vísir - 31.08.1978, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 31. ágúst 1978 — 310. tbl. — 68. árg. HHH Simi Visis er 8-66-11 Máleffnasamningur nýju rikisstjórnarinnar ! VlSITOLUtfAKID i VID 233 ÞUSUND g Támas Árnason f jármáiaráðherra og Steingrímur Hermannsson dámsmálaráðherra Málefnasamningur rikisstjórnar Ólafs Jó- hannessonar, sem tekur viö völdum á morgun, gerir ráö fyrir aö engin grunnkaupshækkun veröi á næsta ári, og aö um leiö og samningarnir komi I gildi.veröi sett þak á visi- töluna, svo aö hún komi ekki á laun fyrir ofan 233 þúsund krónur á mánuöi. Rikisstjórn Ólafs Jó- hannessonar tekur form- lega við af rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar á morgun. Skipting ráðuneyta á milli flokkanna er sem hérsegir: Alþýðuflokkur: utanrikisráðuneyti (Benedikt Gröndal), sjávarútvegsráöuneyti (Kjartan Jóhannsson), heilbrigðis- og trygginga- ráöuneyti ásamt félags- málaráðuneyti (Magnús H.Magnússon). Alþýöubandalag: menntamálaráðuneyti (Hjörleifur Guttorms- son), iðnaðar- og orku- ráðuneyti (Ragnar Arn- alds), viðskipta- og sam- gönguráðuneyti (Svavar Gestsson). Framsóknarflokkur: forsætisráðuneyti (Ólafur Jóhannsson), fjármála- ráðuneyti (Tómas Arna- son), dómsmálaráöuneyti ásamt landbúnaöarráðu- neyti (Steingrimur Her- mannsson). Málefnasamningur hinnar nýju rikisstjórnar var samþykktur á fund- um allra flokkanna i gær. Er það 11 siðna skjal og meðal atriöa i honum má nefna: 1 utanrikismálum er stefnan óbreytt en Al- þýðubandalagið geröi sérbókun um aö þeir láti málið kyrrt liggja en séu á móti veru tslands i Nató og vilji herinn burt. I efnahagsmálum er gert ráö fyrir 15% gengis- fellingu og 10% niður- færslu á verölagi, 8% 1. september og 2% 1. desember og afnuminn verði söluskattur af mat- vöru. Siðasta atriðiö, sem nefnt er i málefna- samningnum er, að samningurinn veröi endurskoðaður á næsta ári. — ÓM. „Nú er allt klappað og klárt” sagði Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, við blaða- mann Visis i morgun. um leið og Ólafur steig upp i bil sinn að lokn- um siðasta viðræðufundi flokks- foringjanna i Þórshamri. Siðdegis i dag mun ólafur ræða við forseta íslands og á morgun fara stjórnar- skiptin fram. Visismynd: GVA Sfereoúfvarp og ný rás á nœsta leifl? Nú er til alvarlegrar athugunar hjá útvarpsráði að Ríkisútvarp- ið hefji útsendingar i steretí. Hefur útvarpsstjóri gert laus- lega kosnaöaráætlun fyrir út- varpsráð/ auk þess sem könnun hefur farið fram á þvi hvort unnt sé að koma nauðsynlegum tækjum fyrir i núverandi hús- næði. Þá er einnig rætt um sérstaka bylgjulengd fyrir létta tónlist og auglýsingar, eða hvort lengja eigi daglegan útsendingartíma Rikisútvarpsins upp i 17 klukku- stundir á sólarhring. Sjá nánar á blaðsiðu 11 i Vísi í dag. —AH. ; Sjá bls. 22 Er hœgt að nýta kinda- fœtur? Laxveiði og rjúpna- skyttiri Sjá bls. 2 FAST EFNI: Vísir spyr 2 — Að utan 6 — Erlendar fréttir 7 — Fólk 8 — Myndasögur 8 — Lesendabréf 9 — Leiðari 10 íþróttir J2eog 13 ■ Kvikmyndir 17 - Útvarp og sjónvarp 18 og 19 ■ Dagbók 21 ■ Stjörnuspá 21 ■ í pokahorninu 23_

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.