Vísir - 31.08.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 31.08.1978, Blaðsíða 3
VÍSIK Fimmtudagur 31. ágúst 1978 Ekkert miðar við heilsugœslustöðina á Dalvík: FOKHILT 12 ÁR! Nýja heilsugæslustöðin á Dalvík hefur nú staðið ó- hreyfð siðan í október 1976 er byggingin var gerð fok- held. Spurst var fyrir um ástæöur þessa á beinni línu Visis i siðustu viku. Asgeir Höskuldsson hjá Inn- kaupastofnun rikisins, sem hefur umsjón með verkinu, sagði i sam- tali við Visi, að ekki hefðu haldist i hendur greiðslur frá riki og sveitarfélögum. Sagði Asgeir, að Dalvikurbær, hefði átt að borga framlag sitt að hluta með malbik- unarframkvæmdum en þær framkvæmdir heföu dregist. Þá hefði* umbeðin fjárveiting verið skorin niður og hefði það tafið nokkuð. Visir hafði einnig samband viö Sveinbjörn Steingrimsson bæjar- tæknifræðing á Dalvik. Sagði Sveinbjörn sveitarfélögin, sem aðild eiga að heilsugæslustöðinni hafa staðið við sinar skuldbind- ingar. Malbikunarframkvæmd- irnar væru aðeins upp á um 2 milljónir sem væru smámunir i öllu dæminu. Sveinbjörn sagði, aö nú væri til um 40 milljón króna fjárveiting en hún myndi ekki duga. „Heilsugæslustöðin er 85% i eigu rikisins en ekki nema 15% i eigu sveitarfélaganna svo það er ekki nema eðlilegt að rikið reki á eftir þessu en eitthvað sambands- leysi virðist vera á milli”, sagði Sveinbjörn Steingrimsson bæjar- tæknifræðingur á Dalvik. —ÓM „íslensk föt" í Laugardalshöllinni: Stœrsta tísku- sýning hérlendis Sýningin „Islensk föt ’78”, sem haldin er á vegum Félags is- lenskra iðnrekenda, hefst á morgun, föstudag, i Laugardals- höllinni. Þar munu tuttugu og þrjú fyrirtæki sýna föt i sérdeild- um, en auk þess verða umfangs- miklar tiskusýningar. Sýningin verður opin á virkum dögum frá klukkan 17.00-22.00, en frá klukk- an 14.00 um helgar. Vetrartiskan veröur kynnt á sýningunni, bæði kven-, karla- og barnafatnaður. Tiskusýningar verða klukkan 18.00 og 21.00 dag- lega, og auk þess klukkan 15.30 um helgar. Sýningar á hár- greiðslu og snyrtingu eru áætlað- ar daglega klukkan 17.30 og 20.30, og ennfremur klukkan 15.00 um helgar. Þar munu félagar úr Sambandi islenskra fegrunarsér- fræðinga og Hárgreiðslumeist- arafélagi Islands sýna list sina. Loks verður á sýningunni fata- markaður, þar sem fyrirtækin hafa á boðstólum sýnishorn af framleiðslu sinni, eina til tvær tegundir frá hverju fyrirtæki. Kaupstefna verður haldin 4.-6. september klukkan 10.00 til 16.00 daglega. Er þá eingöngu opið fyr- ir kaupmenn og innkaupastjóra. —AHO íslensk auglýsingastofa fœr alþjóðlega viðurkenningu Auglýsingastof an hf. hefur hlotið viðurkenningu i alþjóðlegri samkeppni um auglýsingar. Viður- kenningin fékkst fyrir verk sem unnið var fyrir verslunina Casa, Borgar- túni. Alþjóöleg samtök auglýsinga- stofa veittu þessa viöurkenningu. Hún nefnist á ensku AAAI 24 Car- at, Golden Circle Awards. öllum, sem gera auglýsingar er heimilt að senda dómnefndinni eitt eöa fleiri verk. Dæmt er meö hliðsjón af gildi fyrir sölu, inntaki, mynd- rænni útfærslu og hversu vel er vandað til framleiöslunnar. Dæmd voru verk sem notuð voru á timabilinu mars 1977 til mars 1978. Auglýsingastofan fékk viður- kenninguna fyrir verk sem flokk- ast undir auglýsingaherferð i dagblaði. Fimm önnur verk i þessum flokki hlutu viðurkenn- ingu. —KS rt rcvogrvttor’. i't octticvitv; the ot jKJv«t»iog arvl aéiHni eyóeUtncr ín wnrid- tváh' f.«rmprttiit»t lurw. 197S. CoWen Cúck' Atvard W»ttr. í. Viðurkenningin sem Auglýsinga- stofan hf. fékk. Ráðstefna á Húsavík: BYGGINGARANNSÓKN- IR FRAM TIL Rannsóknastofnanir bygg- ingaiðnaðarins á Noröurlöndum halda nú ráðstefnu á Húsavik. Slikar ráðstefnur eru haldnar þriðja hvert ár og aðalverkefnið að þessu sinni er „Byggingarann- sóknir fram til ársins 1985”. Þátt- 1985 takendur eru um 50 talsins, þar af 5 tslendingar. 1 hópi þátttakenda eru menn sem annast framkvæmd, fjár- mögnun og skipulagningu bygg- ingarannsókna. —BA Hér sjáum við hluta af þeim varningi sem skipverjar m.s. Bifrastar hugðust koma inn i landið framhjá toilgæslunni, en varningurinn er nú geymdur I Tollvörugeymsiunni i Reykjavik. — Visismynd: GVA. Tóbaks- og ófengissmygl með Bifröst: Hugðust smygla um 119.000 vindlingum Smyglvarningur vodka, 119 þúsund Eigendur smygl- uppgötvaðist um borð i stykki af vindlingum, varningsins reyndust m.s. Bifröst er skipið 12 kassa af áfengum vera 6 skipverjar. kom til Njarðvikur á bjór, 2 kassa af cock- Varningurinn fannst mánudag. Tollverðir tailblöndu og tvö stykki aðallega i oliutank og i fundu 305 flöskur af af talstöðvum. lest skipsins. — BÁ— HUSBYCCJENDUR SÆNSKU OFNARNIR I ÖLLUM STÆRDUM Seljum boeði ównnið efni og tilbúna ofna. Leitið upplýsinga. Stwttur afgreiðslufrestur. Skorri Ármúla 28, H/f simi 37033

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.