Vísir - 31.08.1978, Blaðsíða 6
Styrkur til háskólanáms i Sviss
Svissnesk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau bjóöi fram i
löndum sem aöild eiga aö Evrópuráðinu sex styrki til
háskólanáms i Sviss háskólaárið 1979-80. — Ekki er vitað
fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma I hlut
Islendinga. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaöir til fram-
haldsnáms viö háskóla og eru veittir til tiu mánaöa náms-
dvalar. Styrkfjarhæðin er 950 svissneskir frankar á
mánuöi og auk þess fá styrkþegar allt aö 500 franka styrk
til bókakaupa. — Þar sem kennsla I svissneskum
háskólum fer fram annaöhvort á frönsku eöa þýsku er
nauðsynlegt að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á
ööru hvoru þessara tungumála. Þurfa þeir að vera undir
það búnir, aö á það veröi reynt meö prófi. Umsækjendur
skulu eigi vera eldri en 35 ára og skulu hafa lokiö háskóla-
prófi áöur en styrktimabil hefst.
Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamála-
ráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. nóvember
n.k. á tilskildum eyöublöðum sem þar fást.
Menntamálaráðuneytið
25. ágúst 1978
Styrkur til háskólanáms i Japan
Japönsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa tslendingi til
háskólanáms i Japan námsáriö 1979-80en til greina kemur
aö styrktimabil veröi framlengt til 1981. Ætlast er til aö
styrkþegi hafi lokið háskólaprófi eöa sé kominn nokkuö
áleiöis i háskólanámi. Þar sem kennsla viö japanska
háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi
leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaöa skeiö.
Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 35 ára. Styrkfjár-
hæðin er 146.000 yen á mánuöi og styrkþegi er undan-
þeginn skólagjöldum. Auk þess fær styrkþegi 25.000 yen
við upphaf styrktimabilsins og allt að 42.000 yen til kaupa
á námsgögnum. Þá er og veittur feröastyrkur.
Umsóknir um styrk þennan, ásamt staöfestum afritum
prófskirteina, meðmælum og heilbrigöisvottoröi, skulu
sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6,
Reykjavik, fyrir 22. september n.k. — Sérstök umsóknar-
eyðublöð fást i ráöuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
25. ágúst 1978
Menningarsjóður íslands og Finnlands
Tilgangur sjóösins er aö efla menningartengsl Finnlands
og Islands. I þvi skyni mun sjóöurinn árlega veita feröa-
styrki og annan fjárhagsstuöning. Styrkir veröa ööru
fremur veittir einstaklingum, en stuöningur viö samtök
kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á.
Umsóknir um styrk úr sjóönum skulu sendar stjórn
Menningarsjóös Islands og Finnlands fyrir 30. september
1978. Aritun á Islandi er: Menntamálaráöuneytiö,
Hverfisgötu 6, Reykjavik. Æskilegt er aö umsóknir séu
ritaðar sænsku, dönsku, finnsku eöa norsku.
Stjórn Menningarsjóðs íslands
og Finnlands
28. ágúst 1978
Nauðungaruppboð
að kröfu Jóns G. Briem hdl, Ásgeir Thor-
oddsen hdl, Inga R. Helgasonar hrl, Haf-
steins Sigurðssonar hrl, Ágústar Fjeldsted
hrl, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hrl,
Brynjólfs Kjartanssonar hrl, Ólafs Ragn-
arssonar hrl, Theódórs F. Georgssonar
hdl, Garðars Garðarssonar hdl og Inn-
heimtumanns rikissjóðs verða eftirtaldir
lausafjármunir seldir á nauðungarupp-
boði fimmtudaginn 7. september 1978 kl.
16 að Vatnsnesvegi 33, Keflavik
Ö-3253, Ö-4190, Ö-3901, Ö-4415, Ö-4746, Ö-
188, Ö-5277, Ö-2165, R-43137, G-1353, lyftari
TFC, Candy þvottavél, isskápur, hljóm-
flutningstæki, sjónvarp og sófasett.
Uppboðshaldarinn i Keflavík og Njarðvík
Fimmtudagur 31. ágúst 1978
VÍSIR
Umsjón Guðmundur Pétursson
Oistard
skyggnist
cfjvpf #ram
í taflið
Starfsmenn Boussac-fata-
verksmiöjunnar i austurhluta
Frakkiands gripu i mótmæla-
skyni við uppsagnir til þess að
hrófla upp hindrunum á aðliggj-
andi vegum að verksmiðjunni á
dögunum.
,,Ef bara Giscard vissi, hvaö
hér er um að vera og hvaða at-
vinnuleysi þetta mun hafa i för
með sér,” sagöi einn mótmæl-
endanna.
Giscard d’Estaing forseti
vissi þó ósköp vel, hvaö var um
að vera hjá gjaldþrotaverk-
smiðjunni. Verksmiðjan var
réttur og sléttur prófsteinn á
nýja stefnu stjórnar hans I efna-
hagsmálum. Það er sú stefna,
sem hann ætlaði sér að fylgja,
eftir úrslit siðustu þingkosn-
inga, sem tryggðu stjórn hans
100 þingsæta meirihlutamun
fram að næstu forsetakosning-
um 1981.
Sú stefna miðar að þvi, að
auka samkeppnishæfni fransks
iönaöar og annarra fyrirtækja.
Knýja þau til þess að auka af-
kastagetu sina og gæta meiri
hagkvæmni i rekstri með þvi að
nánast reka þau af rikisjötunni
og hætta rDcisstyrkjum. Það
hlaut auðvitað að leiða til þess,
að einstök fyrirtæki, Lem ekki
kæmust af hjálparlaust, yrðu
gjaidþrota. Jafnframt fylgdi
hætta á auknu atvinnuleysi.
Hafinn yfir daglegt þref
En þessi ummæli iönaöar-
verkamannsins, sem búinn var
aö missa vinnu sina, draga
skýrt fram fyrirbrigöiö, sem nú
er komið á daginn i frönskum
stjórnmálum. Þeir, sem telja
sig eiga um sárt að binda vegna
stefnu stjórnar d’Estaings for-
seta, sakast ekki viö hann sjálf-
an fyrir þaö.
Óánægjan meö stjórnina fer
vaxandi, en skoöanakannanir
fyrr I mánuðinum sýndu, aö 56%
væru ánægöir meö frammistööu
Giscards d'Estaings i forseta-
stóli. 1 sömu könnun kom fram,
aö 52% voru hundóánægöir með
Raymond Barre, sem Giscard
valdi til forsætisráöherraemb-
ættis.
Hvort sem þaö er af tilviljun
eöa meistaralegu taumhaldi
Giscards, þá trónar hann orðiö
eins og i hásæti hátt upphafinn
yfir daglegt stjórnmálaþref, og
þaö án þess samt aö hafa afsal-
að sér nokkru af völdum for-
setaembættisins. Einn háttsett-
ur embættismaöur, sem meö
honum var i för i heimsókninni
til Juan Carlos Spánarkonungs i
Madrid nýlega, lét enda svo um-
mælt, aö þetta væri fundur kon-
unga.
Virðing mótherjanna
aukin
Fyrst þegar Giscard kom til
forsetaembættis, þótti hann i
ýmsu draga úr þeirri pomp og
pragt og nær tilbeiöslukenndu
viöhöfn, sem fylgdi embættinu
frá dögum De Gaulles hershöfð-
ingja. A siöari árum hefur hann
jafnvel veriö gagnrýndur af
samherjum sinum i póiitikinni
fyrir tilhneigingar til þess aö
hefja sjálfan sig og forsetaemb-
ættið upp i keisaralegt veldi.
Það hefur veriö sagt um hann,
Giscard d'Estaing Frakklands-
forseti hefur hiotið ámæli fyrir
að sýna tiihneigingar til að upp-
hefja sjálfan sig og forsetaem-
bættið i keisaralegt veidi. A
myndinni hér er hann þó ekki að
herma eftir Napóleon heldur að
seilast eftir penna sinum I innri
vasann.
aö hann taki viðhafnarskyldu-
störf forsetans fram yfir
stjórnunarstörfin og daglegan
eril.
Pólitiskir andstæðingar hans
finna honum að sjálfsögöu
ýmislegt fleira til foráttu, en
meöal flokksbræðra hans hefur
einnig bryddaö á óánægju meö,
aö hann skuli ekki hafa komiö á
þeim félagslegu og efnahags-
legu umbótum, sem hann lofaði,
þegar hann varð forseti 1974.
Jafnvel eftir hinn óvænta
kosningasigur var ekki laust
viö, aö honum væri legiö á hálsi
fyrir aö nota ekki tækifæriö,
meðan ánægjuöldurnar risu
hæst i kosningabandalagi
sosialista og kommúnista, og
laða undir sitt merki óánægða
sosialista.
Siðustu vikurnar hefur þó
þetta konunglega handbragð
Giscards unnið honum virðingu
jafnvel pólitiskra mótherja og
gagnrýnenda i fjölmiðlum, sem
viöurkenna, að það virðist ætla
að henta vel, eins og nú árar i
frönskum stjórnmálum.
Árás Chiracs fór út um
þúfur
Forsetanum hefur um leið
tekist að hrinda öllum áhlaup-
um innan stjórnarsamsteyp-
unnar. Sérstaklega atlögu Chi-
racs, borgarstjóra Parisar og
leiðtoga Gaullista. Chirac, sem
ekki dregur neina dul á metnað
sinn aö keppa viö d’Estaing um
forsetaembættið 1981, hefur
hæöst að hinni nýju stefnu for-
setans i efnahagsmálum og
gagnrýnt frumkvæði Frakk-
landsforseta i ýmsum alþjóöa-
málum. Svo sem eins og að
senda fallhlifalið útlendinga-
herdeildarinnar til Zaire og
Chad, stuðning hans viö inntöku
Spánar i Efnahagsbandalagiö
og svo framvegis.
Þarna hafa Chirac verið mis-
lagðar hendur, þvi aö d’Estaing
hefúr aukiö mjög virðingu sina
fyrir einmitt þessar tiltektir sin-
ar i utanrikismálum. Afskiptin i
Zaire hafa til dæmis sérlega
■ orðið honum til vegsauka.
En þyngsta áhlaup Chiracs
geröi hann fyrir nokkrum vik-
um, þegar hann reyndi að
magna deilur við forsetann
vegna fjárveitingar til Parisar-
lögregluliösins. Hann krafðist
þess, að rikissjóður legði meira
af mörkum til móts við borgar-
sjóð, en hingað til. Otmálaði
hann, aö fækka þyrfti i liðinu
ella. Giscard forseti hafði hins-
vegar ekki svo mikið við að
svara Chirac, en fól Barre for-
sætisráðherra að benda á
greiðsluafgang borgarsjóðs,
sem nota mætti til þessa.
Neyddist Chirac til þess að
viðurkenna, að fjármagnið væri
fyrir hendi, og vopniö snérist i
hendi honum.
Barre att fram á hólminn
Mörg fleiri slik dæmi eru til
um það, hvar forsetinn hefur ýtt
Barre forsætisráöherra fram i
eldlinuna fyrir sig. Meðán Gis-
card hefur ekkert látiö frá sér
heyra um efnahagsmálin, hefur
Barre mátt hrinda öllum til-
raunum til þess að fá verölagn-
ingu á iönaöarvörum frjálsa,
knýja fram afnám rikisstyrkja
og aö sporna gegn launa-
hækkanaskriðum.
Þvi er þaö Barre forsætisráö-
herra, sem óvinsældir þessara
harkalegu aögerða bitna mest
á.
Giscard horfir fram á
veginn
Þaö veröur naumast fyrr en
aö tveim eða þrem árum liön-
um, sem séö veröur fyrir, hvort
þessi nýja efnahagsstefna
Frakklandsstjórnar leiðir til
góðs eöa ills. Svo langt fram i
timann getur enginn leiðtogi i
Evrópu teflt nema Giscard.
Meöan stjórnarforystan i Eng-
landi, á ttaliu og i Vestur-
Þýskalandi er bundin i báða
skó, vegna þess hve naumt er á
mununum i fylgi stjórnarflokka
og andstöðunnar, nýtur Giscard
yfirgnæfandi og tryggs meiri-.
hluta úr siöasta kosningasigri.
Og kjörtlmabil forsetans sjálfs
rennurekki ut fyrr en 1981, eins
og fyrr sagöi.
Sjálfur sýnist hann svo örugg-
ur um endurkjör til nýs sjö ára
timabils, að hann lýtur ekki aö
þvi aö þrefa um dægurmálin.
Hinsvegar er hann byrjaður að
tala um Frakkland eftir áriö
3.000.