Vísir - 13.09.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 13.09.1978, Blaðsíða 3
3 VTSÍR Miðvikudag ur l^. september 1978 Ríkissaksóknarar þinga: AFBROT TÍNGD EITURLYFJANEISLU ALVARLEGASTA VIÐFANGSEFNIÐ R i k i s sa k s ók na r a r á Norðurlöndum héidu fiind í Reykjavik nýlega, þar sem fjallað var um ýmis málefni er ákæruvaldið varðar. Þetta er I annað sinn, sem sllkur fundur er haldinn hér á landi, en rlkissak- sóknararnir hafa um skeið hald- ið áriega fundi. A fundinum að þessu sinni voru tekin til meðferðar fjögur málefni: Tlöni afbrota og þróun þeirra á seinasta ári og árum. Minniháttar afbrot útlendinga ogmeðferð þeirra. Trygginga- svik I nútlma þjóöfélagi. Meðferð afbrota, sem framin eru af mannfjölda eða hópi manna. A blaðamannafundi, sem sak- sóknararnir héldu i gær, kom fram, að þar sem ekki lægju fyrir tölur um tiöniafbrotahér á landi væri erfitt að bera hana saman við tiðni i hinum Norðurlöndunum. Hins vegar væru ákveðnar tegundir brota, þ.e. Manndráp og fjármuna- brot' mjög til umræðu hér á landi, án þess þó að hægt væri að segja til um með tölulegum upplýsingum, hvort slik brot væru tiðar framin hér en á hin- um Norðurlöndunum. Rikissaksóknararnir lýstu þvi yfir, að eitt alvarlegasta viðfangsefniö nú, væri brot, sem tengd væru neyslu eiturlyfja. Samfara aukinni neysiu þessara lyfja, heföi komið til sögunnar ný tegund afbrota, þ.e. innbrot I hlbýli manna aö degi til. Neysla þessara lyfja krefðist mikilla fjármuna, og þvi leiddust menn út i hina biræfnustu glæpi til þess að afla fjármuna, m.a. hefði tiðni rána aukist verulega. —GBG Rikissaksóknarar Norðurlandanna talið frá v.: Magnus Sjöberg frá Svlþjóð, Risto Leskinen frá Finnlandi, Þórður Björnsson rikissaksóknari, Lauritz Dorenfeldt frá Noregi og Per Lindegaard frá Danmörku. MyndJA FATLAÐIR GANGA FRÁ SJÓMANNASKÓLA AÐ KJARVALSTÖDUM — til að vekja athygli á málefnum sínum „Við göngum hress og glöð á fund borgarstjórnar að Kjarvalstöðum i þeirri von að málefni fatlaðra fái betri hljómgrunn en þau hafa fengið hingað til. Samkvæmt minni reynslu erum við tslendingar langt að baki öðrum Noröurlandaþjóðum hvað varðar þessi mál. Við förum fram á jafn- réttindi á við annað fólk og það verður lykilorð okkar”, sagði Magnús Kjartansson fyrrverandi ráðherra, en hann er formaður nefndar sem skipulagt hafa göngu fatlaðra, sem farin verður frá Sjómannaskólanum að Kjar- valstöðum á þriðjudag. Safnast verður saman við Sjómannaskólann á þriöjudaginn kl. l5og gengiöað Kjarvalstöðum þar sem borgarstjórn Reykjavik- ur tekur á móti göngumönnum klukkan 14. Þar munu fulltrúar fatlaðra afhenda borgarstjórnar- mönnum tillögur um úrbætur i málefnum fatlaðra og ræða þær. Gangan fyrir alla sem styðja málefni fatlaðra. Ganga sú sem farin verður frá Sjómannaskólanum er ekki aö- eins ætluð fótluðu fólki. Allir þeir sem styöja málefni fatlaðra og viljaleggja þeimlið eruhvattir til að koma og sýna stuðning sinn i verlm Skrifstofan að Hátúni 12 veröur opin alla daga fram aö þriðjudegi frá klukkan 14 til 22 á kvöldin. Þangaö getur fólk hringt tíl að láta skrá sig ogeinnig ef það þarf á aðstoð aö halda til að komast i gönguna. Fólk er hvatt til að hafa samband við skrifstofuna I sima 17868, 29128 eða 29136. Sjötti til sjöundi hver maður á við einhverja fötlun að striða hér á landi. Þessar töiur eru svipaðar hjá öðrum þjóðum, að því er skýrslursýna. Þjóðfélagið er ekki miðað við þarfir þessa fólks t.d. eru flest allar byggingar ekki geröar með tillititil þess að fatlað fólk komist um þær án hjálpar. Frægt dæmi um þetta hér á landi er Tryggingastofnun rikisins, þangað sem fatlaðir þurfa að sækja margs konar þjónustu. I mörgum tilfellum fer svo að fatlaðfólk lokast inni á heimilum og er búið að gefast upp i barátt- unni fyrir réttíndum sinum. Mörg dæmi um það er aö fólk hefur leit- að árangurslaust eftir vinnu, i mörg ár, en rekur sig sifellt á vegg og brotnar þá algjörlega niður. A þriðjudaginn gefst kostur á að styrkja og styöja baráttu fatl- aðra hér á landi, með þvi að sýna stuðning i verki og mæta við Sjómannaskólann og ganga með fólkinu aö Kjarvalstöðum. —KP. NORRÆNA HÚSIÐ: 150 óra afmœlis Ibsens minnst Iár eru liðin 150 ár frá fæðingu norska skáldsins Henriks Ibsens. Norræna húsið hefur af því tilefni boðiö leikkonunni TORIL GORD- ING frá þjóðleikhúsinu i Osló, að koma og flytja dagskrá um skáld- ið „bergmannen i norsk diktn- ing”. Leikkonan hefur sjálf sett saman dagskrána sem verður flutt fimmtudagskvöldið 14. september klukkan 20.30 Hér sjáum viö Toril Gording og I baksýn mynd af Hen rik Ibsen á allt húsið A/klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru inn- brenndir og þarf aldrei að mála. A/klæðning er seltuvarin og hrindir frá sér óhreinindum. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með A/klæðningu sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar klæðningar, auk þess er hún þykkari og þolir því betur hnjask. A/klæðning hefur sannað yfirburði sína, og reynst vel í íslenskri veðráttu. Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendið teikningar og við munum reikna út efnisþörf og gera verð- tilboð yður að kostnaðarlausu. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.