Vísir - 15.09.1978, Page 10
10
utgefandi: Reykjaprent h/f
Fra mkvæmdast jári: Davlö Guömundssun
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
úlafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta:
Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöa-
menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson,
Guðjón Arngrlmsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrln Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi
Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens
Alexandersson. Utlitog hönnun: JónOskar Hafsteinsson, Magnúsóíafsson.
Auglýsingd- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8.
Simar 88611 og 82260
Afgreiösla: Stakkholti 2—4 simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 Ifnur
Askriftargjald er kr. 2000
á mánuöi innanlands.
Verö i lausasölu kr. 100
eintakið.
Prentun Blaöaprent h/f.
ALÞINGI ER EKKI
ÓMERKILEGRA EN
GUÐMUNDUR J.
Með sanni verður ekki sagt að það sé nýtt af nálinni, að
meiriháttar ráðstafanir í efnahagsmálum skuli vera
ákveðnar með bráðabirgðalögum. Hver ríkisstjórnin á
fætur annarri hefur hagnýtt sér heimasetu þingmanna
til þess að setja bráðabirgðalög. En í raun og veru eru
þau ekkert annað en tilskipunarstjórnarform.
Ríkisstjórnir hér á landi hafa beitt bráðabirgðalaga-
heimildinni mjög f rjálslega. Vitaskuld er það matsatriði
hvenær brýna nauðsyn ber til að leysa mál með slikum
hætti. En þegar til lengri tíma er litið má fullyrða, að
rikisstjórnir hafa gengið of langt í þessu ef ni og þar með
dregið úr völdum Alþingis, sem sjaldnast getur annað
gert en staðfesta tilskipanirnar.
Og spurningin er ekki einvörðungu sú, hvort bráða-
birgðalög fái staðfestingu Alþingis. Aðalatriðið er, að
undirbúningur lagasetningar sé með þeim hætti, að opn-
ar umræður á löggjafarsamkomunni fari fram áður en
málum er endanlega ráðið.
Núverandi ríkisstjórn hefur þegar ráðist í umfangs-
miklar aðgerðir í efnahagsmálum og komið þeim fram
með tilskipunaraðferð bráðabirgðalaganna. Nú er þetta
orðinn svo venjubundinn háttur við stjórn efnahags-
mála, að ósanngjarnt væri að gagnrýna þessa ríkisstjórn
sérstaklega fyrir vikið. Hún hefur svo mörg fordæmi til
þess að réttlæta vinnubrögð af þessu tagi.
En eigi að síður er eðlilegt að menn velti því fyrir sér,
hvort eðlilegt geti talist að ráða svo mikilvægum málum
til lykta án þessað kalla Alþingi saman. Víðast hvar ann-
ars staðar hefði það verið gert við svipaðar aðstæður og
við höfum staðið frammi fyrir siðustu vikur.
Hér er verið að gera svo umfangsmiklar ráðstafanir,
að í raun réttri er óverjandi að sniðganga Alþingi eins og
gert hefur verið. Þó að fordæmin fyrir þessum vondu
siðum séu mörg, réttlætir það eitt út af fyrir sig ekki að
þeim sé haldið áf ram. Alþingi hefði því að réttu lagi átt
að kalla saman, þegar ný ríkisstjórn var mynduð.
Sumar af aðgerðum ríkisstjórnarinnar þoldu að vísu
ekki bið eins og gengisskráningarákvörðunin. En slíkar
ákvarðanir taka rikisstjdrnir án afskipta Alþingis eins
og vera ber. Aðrar ákvarðanir gátu hæglega beðið þess
að Alþingi tæki afstöðu til þeirra.
I þessu sambandi er þó einnig á það að líta, að ríkis-
stjórnin hefur fleiri afsakanir en fordæmin. Stjórnar-
andstaðan sýnist t.d. hafa verið í sumarfrii. Þau sjálf-
sögðu vinnubrögð að kalla Alþingi saman hefðu þvi ugg-
laust komið henni í opna skjöldu og e.t.v. raskað um of ró
hennar.
En jaf nvel þessi af sökun breytir ekki því, að tilskipun-
arstjórnarhættirnar eru óeðlilegir. Ríkisstjórnir sækja
vald sitt til Alþingis og eiga að virða vald þess meir en
gert hef ur verið. Ríkisstjörnin telur sér það til ágætis að
hafa gert þessar ef nahagsráðstafanir í nánu samráði við
forystumenn verkalýðsfelaganna. Og sumir ráðherr-
anna hafa gefið til kynna að þeir geri ekkert, nema
verkalýðsforystan samþykki það fyrirfram.
Við þessi vinnubrögð hafa menn ekki gert athuga-
semdir. En þyki það sjálfsagt, að rfkisstjórnir taki
ákvarðanir í samráði við verkalýðsforystuna ætti ekki
að vera ósanngjarntað þær legðu mál sín einnig f yrir Al-
þingi. Þegar allt kemur til alls er Alþingi ekkert ómerki-
legra en Guðmundur J.
»wi .»< ■múnhmair,
Föstudagur 15. september 1978 ViBlJti
Sonur skóarans og dóttir bakarans:
Nýir leikarar í
stórum hlutverkum
Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld
Þjóðleikhúsið frumsýnir
í fyrsta sinn á þessu leikári
i kvöld. Starfsárið hefst ,
með leikriti Jökuls Jakobs-
sonar, Sonur skóarans og
dóttir bakarans, eða
Söngurinn frá My Lai.
Viðamesta verk Jökuls.
Sonur skóarans og dóttir
bakarans er viðamesta verk
Jökuls. Hann færist hér meira i
fang en áður og fæst hér við heilt
sjávarpláss úti á landi, en skir-
skotar langt út fyrir landstein-
ana. t plássinu er allt i niður-
niðslu og ibúarnir lepja dauðann
úr skel uns heim kemur hann Jói,
sem er sonur skóarans. Hann
hefur verið úti i hinum stóra
heimi. Jói kemur með rikisbubba
með sér, Kap að nafni, sem setur
fabrikkuna i gang að nýju, en hún
hefur verið stopp i langan tima og
allir verið atvinnulausir i þorp-
inu.
Jökull Jakobsson var lengi með
þetta verk i smiðum, enda ber
það þess nokkur merki. Hann var
viðstaddur fyrstu sýningar þess i
vor, en lést sem kunnugt er
skömmu eftir að þær hófust.
Nýjir leikarar í stórum
hlutverkum.
Titilhlutverkin, sonur skóarans
og dóttir bakarans eru i höndum
þeirra Arnars Jónssonar og
Kristinar Bjarnadóttur. Þau
leika Disu og Jóa. Kristin er nú i
fyrsta sinn á sviði hér á landi.
Hún stundaði nám i Danmörku og
útskrifaðist sem leikari árið 1974.
Siðan hefur hún leikið t.d. i sjón-
varpskvikmyndum og i leikritum
erlendis.
Mikill fjöldi skemmtilegra per-
sóna koma við sögu i leiknum.
Fyrsta skal telja Fiu hótelstýru,
en hana leikur Kristbjörg Kjeld.
Hún man betri daga sem voru og
hétu i Hótel Aróru, sem hún stýrir
af mikilli röggsemi. Albjartur og
Matthildur eru skötuhjú, sem
Rúrik Haraldsson og Þóra
Friðriksdóttir leika. Róbert Arn-
finnsson leikur oddvitann i pláss-
inu og ErlioingurGislason leikur
Kap, auðkýfinginn sem lætur öll
hjól snúast á nýjan leik i plássinu.
Tveir nýútskrifaðir leikarar
fara einnig með stór hlutverk i
leiknum. Það eru þau Edda
Björgvinsdóttir og Emil
Guðmundsson. Edda leikur
stúlku sem á heima hinum megin
við heiminn og er kölluð Flör i
leiknum. Emil leikur ólaf, sem er
kallaður Óli og selur fisk á torg-
inu.
Þetta er þriðja leikrit Jökuls
Jakobssonar sem sýnt er i Þjóð-
leikhúsinu. Hin fyrri voru
Klukkustrengir sem sýnt var árið
1973 undir stjórn Brynju Bene-
diktsdóttur, Herbergi 213 sem
sýnt var 1974 en þvi verki leik-
stýrði Kristjörg Kjeld.
Þaðer Helgi Skúlason sem leik-.
stýrir Syni skóarans og dóttur
bakarans, en leikmyndina hefur
Magnús Tómasson myndlistar-
maður gert. __KP.
Kristin Bjarnadóttir I fyrsta sinn
á sviði hérlendis.
Almenningur mun
brótt heimta
kosningar á ný
Undarlegur er sá aflægislegi
kjaftháttur, sem sæmilega skyni-
bornir menn taka upp, hvenær
sem þeir taka sig til við að setja
saman stjórnmálaleg stefnumið.
Þar stendur gjarnan: „Rikis-
stjórnin leggur áherslu á . og
siðan kemur tál almenns eölis,
sem mestan part er samhljóða
þeim vindum sem gjarnan biása
um höfuðborgina úr norðri, vestri
suðri eða austri. t starfslýsingu
núverandi, rikisstjórnar er
mikið talað um áætlanir og
endurskoðun, en þó viðast að
„stefnt skuli að” einhverju.
Óttinn við að taka af skarið i
ákveðnum efnum er næstum al-
gjör, enda er meginstefnan það
gamla húsráð að auka niður-
greiðslur og efla skattheim tuna.
Til hliösjönar má svo hafa
stefnuskrár rikisstjórna frá fyrri
tima. Þá kom það m.a. fyrir að
samsteypustjórn Framsóknar og
Aiþýöuflokks var búin að uppfylla
öll ákvæði stjórnarsamnings,
þess fyrsta sem geröur var skrif-
legur milli flokka, á miðju kjör-
timabili, og hófust af því titefni
ýfingar og störfelld vandræði i
stjórnarsamstarfinu. t dag mundi
þurfá þrjátiu ár til að ráða fram
úr og skilgreina hin einstöku af-
brigði starfslýsingar núverandi
stjórnar, og raunar aldrei Ijóst
hvort vinna mætti verkiö, enda
ekki sterkar kveðið að orði en
stefna skuli að einhverju og
endurskoða annað.
Sama hvaða stjórnar-
samningar eru gerðir
Allt frá þvf á sumardögum árið
1971 höfum við, þegnar landsins,
verið að vona að á næstu
mánuðum yröi einhver uppstytta
i kollsteypum og slénið milli kvið-
anna reyndist ekki alveg eins
yfirþyrmandi. En það ér álveg
sama hvaða stjórnarsamningar
eru gerðir og hvernig starfs-
skýrslur eru samdar. Við lendum
stöðugt lengra inn i kastþröng
óðaverðbólguþannig, að stórfelld
uppgjör eiga sér nú stað á þriggja
til fjöggurra mánaða fresti, og
þótti þó mikið þegar aöeins hálft
ár leið á milli þeirra. Rikisstjórn-
in, sem hratt þessu af stað, tók viö
af svonefndri viðreisnarstjórn,
sem hafði staðið með nokkrum
kyrrðum i meira en áratug. Fyrir
kosningarnar sumarið 1971 voru
uppi raddir um þaö, aö við-
reisnarstjórnin yrði að falla m.a.
vegna þess að ungtfólk kvað upp
úr með það, að hart væri að þurfa
að eyða unganum úr ævinni við
óbreytta stjórnarhætti. Þessu
unga fólki varð að óskum sinum.
Ný stjórn tók við góðum fjárhag
og kyrrlátum stjórnarháttum, og
nú var ákveðið aö láta hendur
standa fram úr ermum, svo
a.m.k. hið unga og óþreyjufulla
fólk, sem hafði kviðið þvi að
þurfa að eyða ævinni uncúr við-
reisn, fengi séð hvernig nýir herr-
ar stjórnuöu.
Menn héldu helst ekki
minni ræður en upp á 500
milljónir
Þróun mála siðan er öllum
kunn. Eyðslustefna vinstri
stjórnarinnar fyrri virtist hrein-
legaekki sjálfráð, og má kannski
kenna um, að hún tók við góðu
búi, en margir og stórir þrýsti-
hópar hugsuðú gott til glóðarinn-
ar af bólgnum sjóðum. Menn
héldu helst ekki minni ræður á
Alþingi en upp á fimm hundruð
milljónir, ráðherrar sperrtu sig i
samningasölum og brátt var svo
komið, að engu var likara en uppi
hefði verið ákveðin áætlun um að
eyðileggja borgaralegt samfélag,
efnahagslega.
Ríkisstjórn Geirs stund-
aði prósentureikriing
kvölds og morgna
Þegar rikisstjórn Geirs
Hallgrimssonar tók við á haust-
dögum 1974, bjuggustmennviðað