Vísir - 09.10.1978, Page 9
Mánudagur 9. október 1978
9
Aftursæti: ágætt rými
fyrir höfuð og hné/ en
setan fremur lág.
I meðallagi hávær
Hávaðinn á 70 kilómetra hraða
á malarvegi var 83 til 84 desibel,
sem er i meðallagi. begar vélin er
þeytt, má greina nokkrar drunur
úr útblásturskerfi, en allt er það i
hófi. 1 slæmum þvottabrettum
koma takmarkanir fjöðrunarinn-
ar i ljós, eins og á mörgum öðrum
smábilum. Þóslær fjöðrunin ekki
oft saman og er heldur betri en
t.d. á Ford Fiesta, en lakari en
t.d. á Volkswagen Derby.
Högg frá veginum leiðir ekki
mikið upp i stýri.
Smáhlutir á hrakhólum
Sem áður sagði, eru ágæt fram-
sæti i Charade 1000, og fer vel um
17,5 cm undir á þverbörðum, 19 á skábörðum.
litla sem stóra menn. Þó fæst ekki
alveg nógu mikið fótrými undir
stýri fyrir langfættustu menn.
öllum helztu stjórntækjum er
komið fyrir i tveimur stilkum við
stýrið. Mælar og ljós er vel úti-
látið, vælir meira að segja, ef
maður gleymir ljósum á. Það er
ekkert endurkast i mælunum, eri
vel mættu bæði hraðamælir og
snúningshraðamælir vera stærri.
öryggisbelti eru leiðinleg, sýnast
i fyrstu vera rúllubelti en eru það
ekki. Hanzkahólfið er litið, og
annan stað ekki að finna fyrir
smáhluti, enga vasa i hurðum,
engan stokk á gólfi. Furðuleg
gleymska i vel hönnuöum og
búnum bil!
Auðvelt að stækka far-
angursrýmið
Rými i aftursæti er sæmilegt,
nógu hátt til lofts fyrir höfuðið og
pláss fyrir hnén, en sætið er full
lágt, þannig, að ekki fæst stuðn-
ingur fyrir lærin, nema glenna
fætur sundur. Fyrirkomulagið á
þvi að fella niður aftursætið og
stækka þannig farangursrýmið er
eitthvert það einfaldasta og auö-
veldasta, sem þekkist. Aðeins aö
taka i tvo takka, og sætisbakið
fellur ofan á setuna. Ein hreyf-
ing: gott. Rúmtak farangurs-
geymslu mældist mér vera ca. 180
litrar og um 1000 litrar þegar
aftursætið var fellt niður.
Ekki lágt undir
Það er góð hugsun á bak við
undirvagninn á Charade 1000.
Lægsti punktur er afturöxullinn,
18 sentimetrar á skábörðunum,
en þessi punktur sigur ekki niður
við hleðslu. Næst lægsti punktur á
óhlöðnum bilnum er hlif undir vél
að framan, 19 sentimetrar ef bill-
inn er á skábörðum, og hæð undir
oliupönnu er þá 20.5 sentimetrar.
Þegar billinn er hlaöinn, sigur
hann niður um ca. 4-5 sentimetra.
Charadeerþvi i hærra lagi miðað
við keppinautana, og ekki að sjá
viðkvæma bletti að neðanverðu.
Kveikjan situr hátt á vélinni, og
það er gott að komast að flestum
hlutum á henni, enda sparast
smá-rými i fjórða strokknum á
vélinni, sem þeir slepptu hjá Dai-
hatsu.
A dýrustu geröinni er þurrka á
afturrúðu með sprautu og þrir
hraðar á framrúðuþurrkum, og
liklega verður mest keypt af
þessari gerð, sem hefur allt fram
yfir ódýrari gerðirnar, nema
hjólbarðana, ef ekið er á malar-
vegi, þvi að skábarðar eru á ódýr-
ari gerðunum. Billinn eyðir þó
liklega minna benzini á þverbörð-
unum og þeir endast lengur.
Benzineyðsla á Charade er lik-
lega um sex litrar á hundraðið á
langferðum og upp i 8-9 litra i
bæjarskjökti. Bilablöð i ná-
grannalöndum hafa þó ekki enn
reynsluekið honum, en eyðslutöl-
ur þeirra eru oftast marktækari
en auglýst eyðsla framleiðenda.
Skynsamlegur og
skemmtilegur
Reynsluaksturinn á Charade
benti til þess, að ekki heföi verið
út i hött að útnefna hann bil ársins
i Japan 1977. Þetta er mjög skyn-
samlega hannaður og skemmti-
legur bill, og fyrir þvi séö, að eng-
in þörf er á að bjóða hann með
stærri vél eða lengri gerö af hon-
um. Það hefur tekizt vel aö útfæra
formúluna: framhjóladrif og
fimm dyr, og siðast en ekki sist:
hann er japanskur.
Charade 1000 og nokkrir keppinautar :
Charade 1000 Ford Fiesta VVV Derbv Honda Civic Mazda 323
Lcngd: 3,46 3,56 3,85 3,55 3,83
Breidd ’ 1,51 1,57 1.56 1,51 1,39 v
þvngd: 660 kg. 675 kg. 675 kg. 670 kg. 810 kg.
rúmtak vélar: 993cc 1117CC 1093CC 1238CC 1272cc
llestöfl: 55 53 50 55 60
Viðbragð 0-100 km.' 14 sek. 16 sek. 17,3 sek 15sek 17 ^ek.
llamarkshraði: 140 km 145 km 137 km 140 km 138 kni.
hjólhaf: 3,30 m. 2,29 m. 2,33 m. 2,20 m. '• ’ 2,32 m.
breidd innan: 1,28 m. 1,28 m 1,30 m. 1,25 m. 1,30 m.
farangursrými: ca 180-1000 1 255-12551. 4251. ea 170-800 ca. 190-1000
bæð undir (1 maður): 18 cm 15 cm 19 cm. O 17 cm.
bevgjuhringur ; 9,2 m. 9,3 m 9,6m. 9,4 m 8,8 m.
dyr: -5. 3. 2. 3- 3-5
eyðsla: ca. 6-9 ca.6-9 ca.6-9 ca.6-9 ca.7-10
I ■
á íslandi
Suðurlandsbraut 20, sími 38772, Heykjavík
ACCÖ°RD 1979
Þeir sem hafa lagt inn pant-
anir eru vinsamlega beðnir
að hafa samband við umboðið
Nokkrum bíliun
óráðstafað
bifreiðar
árgerð
1979
eru komnar
til landsins
Aðeins kr. 3.384
þús. á götuna
CI yiC 1979