Tíminn - 15.10.1969, Síða 9

Tíminn - 15.10.1969, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 15. október 1969. 9 Otgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæ-mdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ristjórnar: Tómas Karlsson Auglýs. inigastjóri: Steiingrímur Gíslason Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur Bankastraeti 7 — Afgreiðsiusími: 12323. Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur simi 18300. Ásknftargjald kr. 165.00 á mánuði, tnnanlands — í lausasölu kr. 10.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Sjálfstæðisflokkurinn og togaraútgerðin í framhaldi af sjónvarpsviSræðnm þeirra Bjama Bene- diktssonar og Ólafs Jóhannessonar gerði Morgunblaðið að sérstöku umtalsefni tillögur Ólafs um að komið yrði á fót ríkisútgerð togara til að auka hráefnisöflun til fiskvinnslustöðva. Sagði Mbl., að þessi tillaga Ólafs væri eins og „rödd úr dauðs manns gröf“ og benti á því til sönnunar, hve mikill halli hefði verið á útgerð togara hér á landi á undanförnum árum. Var niðurstaða Mbl. sú, að hvorki ætti að grípa til ríkisútgerðar eða bæjarút- gerðar togara: „Þvert á móti á að gera einkaaðilum í útgerð kleift að reka togara með hagkvæmum hætti. Það mun reynast bezt í bráð og lengd,“ sagði blaðið. Öllum er ljóst, að það verður ekki í bráð. Og hvernig er það þá með lengdina? í þau ]0 ár, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur farið með stjórnarforystu, hefur tog- araútgerð grotnað niður hjá þjóð. sem var forystuþjóð í togveiðum á Norður-Atlantshafi fyrir tveimur ára- tugum. Þess vegna hljóta menn að spyrja: Hvers vegna gerði ríkisstjóm Sjálfstæðisflokksins „einkaaðilum í út- gerð ekki kleift að reka togara með hagkvæmum hætti“ á þessum 10 árum? Til viðmiðunar má benda á, að stór- felldar framfarir hafa orðið hjá óðmm þjóðum á þessu sviði og forystuþjóðin e'r nú lang öftust í röð þeirra þjóða, sem stunda togveiðar á Norður-Atlantshafi. Það hefði öll þjóðin fagnacf með Sjálfstæðisflokknum hefði honum tekizt að gera þetta kleift. En hann hefur ekki gert það og enginn trúir því, að hann muni gera það frek- ar á næstu 10 árum, þótt hann fengi að stjórna áfram. Mbl. taldi, að tillaga Ólafs Jóhannessonar væri skýrt dæmi um muninn á afstöðu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins til einkaframtaksins. Það má til sanns vegar færa. Hér er um ákveðið svið að ræða, sem algerlega hefur verið vanrækt á undanförnum árum þjóð- inni til stórtjóns. Það viðurkenna allir, að togaraflotinn verður ekki endurnýjaðúr nema með tilstyrk ríkisvalds- ins, eins og nú er komið málum. Sú endurnýjun mun alls ekki og síður en svo beinast gegn einkaframtakinu, held- ur þvert á móti verða því til ómetanlegrar styrktar. í tillögum Framsóknarmanna er einmitt lögð á það sér- stök áherzla, að ríkisútgerð togara eigi að beinast fyrst og fremst að því að miðla hráefni með sem hagkvæm- ustum hætti milli þeirra sjávarplássa, þar sem ónóg hrá- efnisöflun til fiskiðjuvera hefur staðið atvinnulífi og af- komu íbúanna fyrir þrifum. Ónóg hráefnisöflun til ým- issa fiskvinnslustöðva hefur verið ein versta meinsemd- in í okkar efnahagslífi. Úr þessu vill Framsóknarflokk- urinn bæta og til þess er ekki nema ein skjótvirk leið. Sjálfstæðisflokkurinn neitar hins vegar einka- og félags- framtakinu um þennan stuðning og þjóðarbúinu um þann hagnað, sem af því hlýzt. Sá er munurinn á afstöðu Fram sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins til einka- og félagsframtaksins, sem átt hefur í erfiðleikum í ýmsum sjávarplássum á undanförnum árum. Framsóknarflokkurinn vill veita einka- og félagsfram- taki áframhaldandi stuðning í útgerðarmálum og telur það heppilegasta fyrirkomulagið, þegar á heildina er lit- ið. Framsóknarmenn hvöttu t. d. til þess að almenn- ingshlutafélagi, sem stofnað hafði verið til kaupa á út- hafstogara, yrði veittur stuðningur. Borgarstjómaríhald- ið í Reykjavík neitaði um eðlilega fyrirgreiðslu og Mbl., „hvetjandi almenningshlutafélaga“, varði þá afstöðu borgarstjórnarmeirihlutans. Betur var ekki unnt að sýna í verki afstöðuna til einkaframtaksins í togaraútgerð TK TIMINN .. ERLE :NT Y FIRLIT 1 Eru Kínverjar að hverfa frá ein- angrunarstefnu í alþjóðamálum? Viðræður þeirra og Rússa um landamærin benda til þess. MJÖG er nú rætt um þa'ð í erlendum blöðum, hvort í kjöl- far 20 ára afmælis kínverska kommúnistaríkiisins 1. þ. m. fylgi breytt stefna í utanríkis málum, sem miði að þvi að draga úr þeirri einangrun, sem Kína hefur verið í undan- farin ár. Seinustu vikurnar hef ur sitthvað gerzt í Peking og víðar, sem þykir bera merki um slíka stefnubreytingu. Gleggsta merki um þetta þyk ir yfirlýsing sú, sem birt var. í Peking 7. þ. m. um að við- ræður verði hafnar milli Kína og Sovétríkjanna um landa- 1 mæradeilur ríkjanna. Russar hafa æskt slíkra viðræðna um nokkurt skeið, en kínverska stjiórnin ekki svarað þeim já- kvætt fyrr en nú. Ýmsir telja þetta árangur af viðræðum þeirra Kosygins og Chou En- lai, sem fóru fram í Peking 11. f.m. að fruimkvæði hins fyrr- nefnda. Annað merki um þetta þykir það, að í boði hjá franska blaða fulltrúanum í Moskvu, sem var haldið sama dag og áðurnefnd yfirlýsing var birt i Peking, ræddust fulltrúar Rússa og Kínverja við og skáluðu meira að segja innilega. Slíkt hefur ekki gerzt um nnargra ára skeið. Ef Rússar og Kínverjar hafa hitzt í veizlum eða boðum, hafa þeir vandilega sniðgengið hvor- ir aðra. Þá hafa þess þótzt sjást ýmis merki, að valdhafar Kínverja séu að milda afstöðu sína til Bandaríkjanna. Þeir nota hóg- værari orð um Bandaríkin en þeir gerðu áður. Ásakanirnar eru að vísu hinar sömu og áður, en þær eru settar fram með öðrum og mildari hætti. Sérfræðingar í utanríkismálum telja þetta athyglisverða breyt ngu -og sagt er, að henni sé gefin vandlegur gaumur í utan ríkisráðuneytinu í Washington. YFIRLÝSING sú, sem kín- verska stjóirnin birti 7. þ. m. um væntanlega landamærasamn inga Rússa og Kínverja, er á margan hátt athyglisverð. Þar er sagt, að þótt kínverska stjórnin telji þá landamæra samninga, sem rússneska keis- arastjórnin gerði við máttvana kínverisk yfirvöld á 19. öld, ekki lagalega réttmæta, hafi hún aldrei krafizt neinna breytinga á þeim. Hins vegar hafi Rússar sumstaðar tekið sér enn meira land en þeir samningar gera ráð fyrir og því hafi- verið mót- mælt. Eðlilegt sé, að samninga viðræður séu látnar hefjast á því, að þessi umdeildu land- svæði verði einskonar hlut- laust svæði meðan samningar fari fram. Það irnun rétt, að formlega hefur kínverska stjórnin ekki borið fram meiri kröfur en hér koma fram, en hinsvegar hafa meiri kröfur verið bornar fram í kínverskum blöðum og landa- bréf birt samhliða þeim til stuðnings. Mao Tse-tung — myndin er tekin 1. þ. m. á hátíöahöldunum í Peking í tilefni af 20 ára afmæli kínverska kommúnistaríkisins. Áður gekk orðrómur um, að hann væri hættulega veikur. Af Rússum hefur umræddri yfirlýsingu kínversku stjórnar iúnar yfirleitt verið vel tekið, en þó með visum fyrirvara. í Moskvu er sagt, að viðræður muni hefjast bráðlega, en ekkert hefur þó enn verið til- kynnit um stað eða stund. HEIMSBLÖÐIN ræða að sjálfsögðu talsvert um, hvað valdi þeh-ri afstöðu kínversku stjórnarinnar, ef hún hverfur frá einangrun til meiri sam- skipta við önnur ríiki, eins og nú eru horfur á. Einstaka sér- fræðingar telja, að kínverska ■stjórnin hafi óttazt hernaðar- lega innrás af hálfu Rússa, en fleiri eru þó þeir, sem telja Chou En-lai — ýmsir telja hann forgöngu- mann þess, að Kínveriar eru að hverfa frá einangrunarstefn- unni. þá sikýringu ólíklega. Hitt er sennilegra, að þeim skoðunum sé að vaxa fylgi á hærri stöð um í Kína, að Kínverjar tapi sjálfir mest á einangrunarstefn unni. Þess vegna sé heppilegt fyrir þá að víkja frá henni. Mörgum þykir athygiisvert, | að samtimis því og viðræður J hefjast við Rússa um landa- mæradeilurnar, skuli heldur dregið úr árásúnum á Bandarík in. Þeirrar skýringar gætir verulega, að Kínverjar séu með þassu að gefa Rússum til kynna, að þeir geti hugsað sér að semja við Bandaríkin eða að draga úr viðsjám milli þeirra og Kína, ef ekki náist skaplegir samningar milli Rússa og Kínverja. í Bandaríkjunum eru til áhrifamenn, sem teija heppi legra, að Bandaríkin reyni frem ur að nálgast Kína en Sovétrík- in. Margir þeirra, sem um þessi mál skrifa, benda á nauðsyn þess, að vestræn ríki komi nægi lega til móts við Kínverja, ef það þykir raunverulegt, að þeir vilji hverfa frá einangrunar- stefnunni. Fyrsta sporið í þá átt sé að láta Pekingstjórnina fá sæti Kína á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. En þar er Þrándur í Götu, þar sem er Chiang Kai Shek og útlagastjórn hans á Formósu. Bandarikin og fleiri ríki viður kenna enn stjórn hans sem hina einu löglegu stjórn Kína- veldis; Um l.íkt leyti og Mao kom fram á sjónarsviðið við hátíðahöldin í Peking í tilefni af 20 ára afmæli kínverska Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.