Tíminn - 21.10.1969, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 21. okí.vl.cr 1969.
TIMINN
7
„Ég er víða-
vangsins barn
-'f "v'z'y mm
Aldarafmæli
Indriða
Þórkelssonar
skálds
á
Fjalli
■.
Indriði Þórkelsson á miðjum aldri.
Klvkert hérað Iandsins átti eins
fjölmenua og liðtæka skáldafylk-
ingu og Suður-Þingeyjarsýsla á
fyrsta áratug þessarar aldar —
ská'ld, sem voru ebki aðeins hér
aðsfræg, heldur landskunn af
Ijóðum sinum og sögum, s'káld,
sem lifa enn í verkum sínum með
þjóðireni og skipa flest varanlegan
sess í bókmenntuim hennar. Við
getur til hægðarauka nefnlt töluna
sjö, þótt varla sé fulltalið. Þessi
sjö skálda fylking var furðulega
jafnaldra, og aldarafmæliu ber
nú að hivert af öðru. Höfuðsmað-
ur hennar, og þá þegar þjóð-
skáld orðinn, er Guðmundur á
Sandi. Y-n.gst er.u þa-u Jóhann
Sigurjónsson og Hulda, fœdd 1880
og 1881, en „aþýðuskáldin þing-
eysku”, sem Guðmundur á Sandi
nefndi sv-o og kynnti í Eimreið-
i-nni 1902, eru þeir Jón Þorsteins
son á Arnarvatni, fædd-ur 1851,
Sigurjón Friðjónsson fseddur
1867. Indriði Þórkelsson á Fjalli,
fæddur 20. október 1869, sá, sem
hér er minnzt í tilefoi aldarafmæl
is og loks Sigur'ður Jónsson á Arn
arvatni, fæddu-r 1878.
„Iudriði Þórkelsison er aíTlra
þessara ma-nna dulastur og tor-
veldastu-r til ranusóknar, leggur
ság mest eftir ælttfræði í tóm-
stundum síuum og hefur ort
inin-na en góðu hófi gegnir. Kvæði
h-ans eru þuugskilin, og er eng-
urn m-auni ætlandi að ná öllum
mergnum úr þeim í fyrsta kasti.“
Þannig kyu-nir Guðmundur á
Sandi þenna-n þrítuga jafnaldra
sinn og náfrænda. Sú lýsing er
að mín-um dtómi ekki ýkja nær-
færin, en þó mó vera, að hún sé
nær sa.nni á þeim aldri Indriða
á Fjalli en öðrum þrjátíu árum
siðar. Á síðari ævihel-ft gat
Indriði ekki talizt dulur maður,
og skáldskapur hans varð léttari
og fley.gari með áru-m. En það er
rétt, að enginn dregur í fyrsta
kas-ti allan merg úr vísum og
kvæðum Indriða á Fjalli, en þa-u
kynnast því betur, og þess vegna
ci'u menn enn að uppgötva það,
ágætt skáld Indriði á Fjalli
var.
/Et.tir Indriða Þórkelssonar
voru þin-geyzkar í marga liði. Að
honum stóðu bændur, alþýðuskáld
og fræði-men-n — rnargir sja-ldigæf-
3r orðlis-tarmenn og málhigar.
I-lann var Aðaldælingur frá vöggu
til grafar, fæddist í Sýrne-si, ólst
upp á Syðra-fjalli og bjó á Ytra
fjalli hálfan fjórða árat-u-g með
konu sinni. Kristínu Friðlaug-s-
d'óttur. Þau ei-g-nuðust ellefu börn,
tvö dóu í berns-ku, en níu komust
til manndóms, kjarnmikið gá-fu-
fólk með skýr einkenni hi-ns
sterka æ-ttarmeiðs. Hann lézt að
Brúum við Laxárfossa 7 í.ojiúar
1943. sjötíu og þrigg^a ára að
aldri. Þessi æfiferilshringur verð
ur ali-ur séður af einum sjónar-
hóli. En því stærri voru þeir heim
ar, sem han-n hugtók.
Indriði Þórkelsson óx upp við
kröpp efnaleg kjör þingeysks
sveitabarn*. eins og þau voru al-
gen-gust á síðari hluta nítjándu
a-ldar. Hann var snem-ma settur
tii daglegra starfa og lifði í
náinni snertingu við frjáisa n-átt-
úru. fegurð dalsi-ns og dýrin. sem
þar lifðu í húsi og hlíð. Honum
rann í merg og blóð hrjúfleiki
hraunsins, sön-gvaseiður Laxár,
©ggjun o-g s-kyggni fjallsius. í
bæivum og sveitin-ni lifði. fólkið
t-v.íþættu lífi. Meðan höndin vann
sér lífsbrauð, und-i huigur við
lestur, skáldskap o-g fræði fólks
og lí-fs í la-ndinu. Indriði Þórkels-
son gekk aldrei í sikóla fremur
en fles-tir aðrir íslenzkir ja-fnaldr-
ar hans, en mig minnir, að Guð-
m-undur á Sandi orðaði það svo,
að ha-nn menniaðis-t í Berurjóðri.
Þar lá sagn-amálið en-n á tung-u
föður og a-fa, og næmur barns-
hugur teygaði þær lindir af lífs-
þorsta og logand-i fróðleiksþrá.
Medingasögurnar, Eddurn-ar,
fcvæði og sögur sa-mtíðarskálda
og greinar blaða og tímarita um
land-smál og sjálfstæðisbarátt-u
var svalandi bru-nnur hins a-nd-
lega lí-fs. Lífssaga fólksins í sam-
tima og um-h-verfi, ætt þess og
erfðir, var kvikmynd kvöldsins.
Indriði hefur biugðið skáldlegri
töfrabirtu á þennan barnsheim
si-nn í bréfi til bróðursonar síns,
Þórkels Jöhannessonar, fyrru-m
háskóiarektoi's. en það bréf hefur
birzt í ritsafni Þingeyinga. Ef
orð eru þess umkomin að bregða
upp lifandi mynd fyrir sjónum
maivna, þá er hana að finna í lýs-
ing-u Indriða á komu Hrúta-Gríms
í baðstofuna á Syðrafjalli. Á u-n-g
lin-gsárunum nær hin féla-gslega
vaknin-g í Þingeyjarsýslu tök-um
á Iridriða. sem flestum öðru-m
ungum mönnu-m og mótar mjög
skoðanir hans og lífsviðhorf. og
sa-mvinnumaður o-g ungmennafé-
la.gi var hann af heitum eld-móði
alli til [okadags. Snemma á arum
motaSist einnig hin bjarteyna
frjálstrúarhyggja hans, og ekki er
ólíkiegt, að skáldin Þonsteinn
Erli-ngss-on o-g Stephan G. hafi
áitt þar einhvern h-lut að, enda
munu þau haf-a haft mest áhrif
sa-m-tímaskálda á ha-nn, svo og rit
Björnso-ns, sem þá voru mjög dáð
í Þingeyjarþin-gi. Indriði á Fja-lli
-m-un ekki ha-fa verið síztur boð-
beri þeirrar þingeysku frjáls-
hyg-gju i trúmálum, sem mest
kvað að um a-ldamóti-n og s-a-gt
var að hefði að trúarjátninigu
þessi orð Björnsons: Þar sem
góðir menn fara eru guðs vegir.
Ölí skáldskaparboðun hans fyrr
og síðar ber þessu vitni. Ha-nn
var þó einlægur o-g heitur guðs-
trúarmaður, en hann leitaði ja-fn-
an þess guðdóms í náttúrunni og
mannlífinu. Þar var biblía hans
en ek-ki í austrænum orðu-m. O-g
varnaðarorð hans voru sterk og
hljómrík:
Lát þig en-gan blindan blekkja
bóksfafsþræl í neinni mynd.
Höfð var á orði í héraði d-eila
milli Indriða og sóknarprestsi-ns
á ungmennafdlagsfundi úm
Maríu-kvæði, þar sem harkalegur
árekstur, varð milli gamallá og
nýrra trúarsjonarmiða. Indriði
reis af móði gegn þeirri gömlu
kennin-gu að djúp væri staðfest
milli m-annleikans og guðdómsins
— maðurinn væri ofurseldur
erfðasyndinni og sálarheill hans
væri fólgin í endurlausn fyrir guð
lega náð Ilann vildi ekki á annað
faliast, er guðdómsneistinn væri
í manninum sjálfu-m og náttúr-
unni. og þar væri unnt að efia
hann og fegra. þvi að sá, sem
skapar, býr sjalfur i sköpunar-
verkí sínu. í hans augum var lífið
eilíf sókn með ábyrgð í hiutfalli
við vitsmuni. Þetta við'horf var
gi’u-nd-völur trúar hans á mennina
og er rauður þráður skáldskapar
hans og lífs.
Vafaiítið stóð h-ugur hans mest
til skáldskapar og fræða, en þó
hafði ábyrgðarkennd hans som
fjölákylduföður, bónd-a o«g hu-g-
sjónaman-ns alian forga-ngsrétt í
daglegu lí-fi. Lífs-barátta hans
-fyrir stórri fjölslkyldu v-ar þrot
laust erfiði á vin-n-uharðri jörð og
fátækri tíð. Sveitin hans, n-áttúra
h-ernar, var honum va-gga o-g
skaut, hin sjálfsa-gða gróðurmold,
se-m hann lifði og óx í.
Ég er tíðu-m göng-ugjarn
gra-mur hýði þýðu.
Ég er víðavan-gsins barn,
va-núr blíðú og stríð-u,
kvað ha-nn af skarpskyggni sinni
og einlægni. Bfckent íslenzkt skáld
hef-ur ort af eins djúpri innlifun
um veðurfarið né bru-gðið upp
j-afn lifandi myndum af tilbrigðum
þess og skiptum mannsins við
það. Sá þáttur einn í skáldskap
Indriða á Fjalli væri fullgiit
rannsóknarefni til doktorsritgerð-
ar.
Indriði á Fjall-i var félagsmála
maðúr og vel til forystu fallinn í
fylkin-gu, þótt fáir vævu meiri einj
farar en hann. Félagshyggja hans j
átti sér einnig rætur í hinn-i -
sterku og mannlegu ábyrgðar-;
kennd. Hann var deildarstjóri kaup -
félagsins í sveit sinhi langa stund I
og oddv-iti sveitarinnar í áratugi.
I úngmennaféláginu Geisla var,
-hann lif og sál. Þar flutti hann i
mörg hinna beztu kvæða sinna ný-
ort í fyrsta sinn.
Framan a.-f árum var íræðastarf
ið hon-u-m draumur. Kveikja þess
þegar á ungum aldri var sívakaiidi
áhugi á fólki og lífi. Ættfræðin
var hon-um aldrei aðeins innantóm
nöfn, dagsetningar og ártöl, heldur
\"egvísar að líf-i og gerð manna...í
ættars-kráim hans eru oftast gagn
orðar lýsingar á mönnum og
r-okkrir drættir úr lífssögu þeina.
Nöfnin fá svipmót og segja sögu
brot. Framan af árum meðan
a-nnir voru mestar viðaði hann
að sér eftir getu á stopulum stund
um og bjó í haginn fyrir það
fræðastarf, sem hann vonaði að
geta helgað sig á sextugsaldrinum.
Það dróst fram á sjötugsaidur, að
sú von rættist, en við leiðarlok
átti hann þó mikið og dýrmætt
safn þingeyskrar ættfræði og
sagnaþátta. Fræðastarf hans var
alla stund unnið af harðhentri ná
kvæmni, k-röfuhörku um traustar
heimildiir og fágætri rökvísi. Hann
færði-st mikið í fang, steíndi að
ritvei’ki, sem ættfærði flcsta
menn búsetta í Þingeyjarþingi eít
ir 1700, safnaði til bændatals hér
aðsins fré þeim tím-a, og vann að
mikil-li ritgerð, er hann nefndi
Frá vög-gu til grafar, þar sem
mönn-u-m var skipað eftir fæðingar
dögum og rakið í fáurn dráttu-m
ævihlaup, v-erustaðir og vistafar
eítir því sem aðdrættir fengust.
In-driði sonu-r hans hefur haidið
verki föður sín-s áfra-m og er nú
hafin útgáfa þess í myndarlegu rit-
saf-ni um ættir Þin-geyinga.
En hvað sem margþættum störf
um og áhu-ga-málum líður, vcrður
Indriði Þórkelsson fyrst og fremst
skáld í a-u-g-u-m sa-mtíðar og framtíð
ar, dijúpiviturt, málsnjallt og mynd
auðuigt skáld, sem er enn að v<axa í
vitund þeirra, sem slika kosti meta.
Mál h-ans, jafnt bundið sem laust,
ritað sem talað, bjó yfir fágætri
kyrtgi og fegurð. Ým-si-r töldu það
fyrnt um of og sa-man barið. Rétt
var, að það átti allar rætur sínar
í gullaldarbókimenntum þjóðarinn
a-r, en það var In-driða á Fjalli
aldrei dautt og kalt marmara-
musteri, heldur ný og hljómrik
kl-ukka úr göml-um málmi. Það
málfar varð lion-um ekki heldur
nein sjaldhafnarflík, heldur dag-
legt og sjálfgefið tungutak. Hann
var ek-ki brot af bergi ættarsveit
ar si-nnar og sögiuerfða, heldur berg
ið sjá-lft h-eilt og ósprungið. Hvað
eftir annað k-emur það skýrt
fram í kvæðum hans og vísum, að
hann -trúir því, að hann hefðj aldrei
notið sín annars staðar. Alkunna
hu-gsun ýmsra skálda orðaði haim
sivo:
Rótarslitinn visnar vísir
vafinn faðmi anna-rs lands
Framhald á bis. 15
(onliiH'iiícil
HjólbarlaviSgeriir
OPIÐ ALLA DAGA
(LÍKA SUNNUDAGA)
FRÁ KL. 8 TIL 22
GÚMMÍVlNNUSTOm HF.
Skipholti 35, Reykjavíic
SKRIFSTOFAN: 5Ími30688
VERKSTÆÐI& sfmi310 55