Tíminn - 26.10.1969, Qupperneq 7

Tíminn - 26.10.1969, Qupperneq 7
SUNNUDAGUR 26. október 1969. 19 TIMINN Frá Akureyri legt að áíhugi væri almennari fyrir norðlenzku samstarfi en raunin er. Slíkur áhugi er nauð synlegur bakgrunnur, til að þróa með Norölendingum sjál'f stæða fjórðungsvitund, sem er undirstaða norðlenzkrar fram farabaráttu. Ekki er hægt að ætla öðrum þetta brautryðj- endastarf frekar en fjórðunga samtökunum. — Hver er staða fjórðungs- sambandsins gagnvart ríki og sveitarfélögum? — Fj'órðungssambandið er frjáls samtök, sem ekki styðj- ast við sérstaka lagasetningu. Gagnivart sveitarfélögunum skulu þau vera samnefnari og baráttuvettvangur, bæði fyrir sameiginleg mál og sérmálefni einstakra sveitarfélaga. Mér er Ijóst, að nauðsynlegt var að afla sambandinu opiniberr- ar viðkynningar. Það fyrsta, sem ég lagði áherzlu á var, að sambandið yrði lögformlega viðurkennt sem samstarfsaðili Efnalhagsstofnunarinnar og siveitarfélaganna um Norður- landsáætlun. Með Atvinnujöfn unarsjóðslögunum var gengið fram hjá aðild landshlutasam- taka um byggðaáætlanir. Ekki veit ég til þess, að fjérðungs- ráð hafi reynt að fá þessu breytt. Hins vegar munu núna vera uppi raddir um að fela sveitastjórnarsamtökun um gerð landislhlutaáætlana. Þetta er að nokkru spor í rétta átt. Ennfremur lagði ég til, að reynt yrði að tryggja sambandinu viðurkenningu Ai þingis og ríkisstjórnar sem um sagnaraðili um sénmálefni, og að sambandið fái rétt til að tilnefna fulltrúa í nefndir, er starfi að byggðamálum. Ljóst er, að ekki hefur áunnizt neitt í pessa átt. Við skipun atvinnu málanefndar Norðurlands var gengið framhjá sambandinu og sveitarfélögum. Svæðasam tökum sveitarfélaga hefur ekki verið gefinn kostur á aðild að sameiningarnefnd sveitarfé- laga. Iíér er uim að ræða spurn inguna um, hvort samtökin verða tekin gild eða ekki. Ég trúi ekki öðru en að knýja megi fram viðurkenningu á samtökunum ef fast er sótt. — Hverjar eru hugmyndir þínar um landshlutasamtök sveitarfeiaga? — Tvímælalaust skortir stærri og öflugri umdæmi í stjórnskipulaginu, sem stefnt geti að aukinni heimastjórn um sérmálefni. Um þetta gerði ég tillögur til fjórðungsráðs, þar sem ég lagði til, að tekn- ar yrðu upp viðræður við sam- einingarnefndina um leiðir til að koma á nýju umdæmis- skipulagi, eftir landshlutum. Ég taldi að leggja bæri áherzlu á, að landshlutasamtök á borð við fjórðungssamtökin væru lögtest í sveitarstjórnarlösun- um, og staða þeirra grundvöll- uð í stjórnarskránni, á sama háf og sveitarfélaganna. Þá taidi ég. að nauðsynlegt væri að korna upp landsh.utamið stöð, þar sem staðsettar væru starfsstöðvar samtakanna og deildir þeirra stofnana rfkis- ins, sem vörðuðu samskipti rík is og sveitarfélaga, auk þjón- ustustofnana fyrir almenning. Jafnframt benti ég á, að fjórð- ungssam'bandið ætti að beita sér fyrir þjónustustarfsemi, vegna starfsemi sveitarfélag- anna á Norðurlandi. Um hlut- verk fjórðungssambandsins i stjórnarkerfinu drap ég á, að sveitarfélagasamtökum væru falin eftirlitsstörf með sveitar félögum, ennfremur að þau önn-uðust skipulagningu og framkvæmd þróunaráætlana. Til viðbótar gerði ég tillögur um að fjórðungsþingið kysi stjórnarnefndir fyrir deili- stofnanir ríkisins í landshlut- anum, einkurn þeirra er störf uðu í samivinnu við sveitarfó lögin. Ég er í hópi þeirra, sem ekki vilja leggja sýslufélögin niður, þótt tekin verði upp landshlutaumdæmi sveitarfé- laga. Hins vegar er ljóst, að endurskipuleggja þarf sýslufé- félögin sem héraðasvæðasam tök, til að annast héraðsverk- efni og rekstur sameiginlegra stofnana. Því lagði ég til, að þau verði imian fjórðungssam- bandsins, til þess að viðhalda eðlilegu mótvægi á milli hér- aða í landisihlutanum. — Hvað lagðir þú til um staðsetningu ríkiskerfisins? — Með tilliti til þess, að samþjöppun ríkiskerfisins í höfuðhorginni hefur valdið bú seturöskun óg óeðlilegri valda tilfærslu í landinu, var mér ljóst, að nauðsynlegt er að taka upp umdæmisskipulag um dreifingu ríkisstofnana. Norð- urland er fjölmennasti lands- hlutinn og því líklegt, að hægt væri að tryggja innan hans svigrúm fyrir umdæmisdeildir helztu verkefnaþétta ríkisins. Á þessum grundivelli benti ég fjórðungsráði á helztu verk efnasviðin, sem þynfti að stað- setja á Norðurlandi. Ég lagði til, að á Norðurlandi starfaði fræðslustjóri, ásamt fræðslu- ráði, sem fjórðungsiþÍEg kyisi. Skyldi fræðslustjóri og fræðslu ráð hafa yfirstjórn og skipu- lagningu allra skólastiga í fjórðungum, þar með talda fræðslumálaáætlun fyrir Norð- urland. Drap ég á að koma þyrfti uipp í Norðurlandi verzl- unarskóla, tækniskóla, kenn araskóla, ýmsum greinum há- skólanáms (styttri námsbraut- iri, fullkomnuin tónlistarskóla, fullkomnuim iðnfræðsluskól um o. fl. Næst benti ég á, að á Norðurlandi þyrfti að starfa skipulagsstjóri, ásamt skipu- lagsráði, kosnu af fjórðungs- bingi, sem annaðist skipulags má' í samvinnu við sveitarfé lögin og hefði eftirlit með byggingafulltrúum. Ég drap í nauðsyn þess, að á Norðui iandi væri sérstakur örvggis- málastjóri, ásamt öryggismála ráði kosnu af fjórðungsþingi. sem annaðist eftirlit og skipu lagningu brunavarna og ör yggismála á Norðurlandi. Þá gerði ég tillögu um heilbrið- ismálastjóra fyrir Norðurland, ásamt heillbrigðismálaráði, kosnu af fjórðungsþingi, hefði umsjón með heilbrigðis og hreinlætismálum á Norður- landi. Þessi stofnun annaðist heilbrigðiseftirlit og skipu- leggði heilbrigðisþjónust- una, svo sem starfsemi lækna og heilbrigðisstofnanir. Til við bótar þenti ég á nauðsyn þess, að á Norðurlandi störfuðu vegamiálastjóri og hafnarmála- stjóri, sem hefðu sér við hlið stjórnir, kosnar af fjórðungs- þingi. Hlutverk þessara stofn ana væru skipulagning og framkvæmd samgöngumála í landshlutanum. Ég lagði til, að komið væri á fót Norðurlands- deild í Húsnæðismálastofnun ríkisins, ásamt sérstakri hús- næðismálastjórn, kosinni af fjórðungsþingi. Skyldi Norður landsdeildin annast afgreiðslu lánsumsókna, skipulagningu og áætlunargerð um bygging- arframkvæmdir, í samvinnu við byggingarfélög og sveita- stjórnir. Þessu til viðbótar benti ég á Norðurlandsdeild fyrir starfsemi Tryggingar- stofnunar ríkisins. Norður- landsumtooð fyrir Ríkisábyrgð- arsjóð og Frambvæmdarsjóð íslands. Bent var á umboð frá Fiiskiíveiðisj. við Útvegsbankann á Akureyri, umiboð frá Iðn- lánasjóði vdð Iðnaðarbankann og ennfremur á umboð við Búnaðarbankann á Akureyri frá Stofnlánadeild Landibúnað- arins. í tillögum mínum drap ég á þá leið, að Ræktunarfé- lag Norðurlands væri endur skipulagt, með það í huga, að það annaðist leiðbeiningar- og rannsóknarstörf í Norðurlandi sem nú eru falin Búnaðarfé- lagi íslands og Rannsóknar stofnun landbúnaðarins. Sömu tillögur gerði ég endurskipu- lagningu Fiskiþings Norður- lands. að því er varðaði sj á v arútveginn. Til viðbótar lagði ég til, að umdæmisstofnun fyr ir Norðurland væri stofnuð frá Iðnaðarmálastofnuninni og rannsóknarstofnunum iðnað- arins. Eins og gefur að skilja er það byltingakennt verkefni að dreifa ríkiskerfinu og verð- ur ekki gert í einni svipan. Hins vegar er ljóst. að þessi breyting þarf að komast á. Henni verður ekki komið á, nema Norðlendingar sæki mál- ið sjálfir. Þetta verður eflaust meðal aðalbaráttumála Norð- urlandssamtaka, í framtíðinni. Það er hins vegar ekki vanza laust, að fjórðungsráðið skuli skki hafa vakið máls í þess- um efnum opinberlega í sam- bandi við Norðurlandsáætlun. — Þú leggur áherzlu á for ystuhlutverk fjórðungssam- bandsins við gerð Norðurlands- áætlunar. Megin tilgangurinn með til lögum mínum var að benda á leiðir til þess að búa fijórð- ungssambandið undir þetta verkefni. Ég lagði álherzlu á heildaryfirstjórn fjórðungssam bandsins um mótun og fram; kvæmd Norðurlandsáætlunar. í þessu samtoandi benti ég á, að fjórðungssamibandið yrði að móta afstöðu sína til heildar- skipulags og heildarmyndar Norðurlandsáætlunar. Undir þetta getur talizt svæðaskipt- ing Norðurlands, héraðasvæði og staða einstakra byggðar- laga. Samtenging svæðanna í áætlunargerðinni með tilliti til verkas'kiptingar um stáð- setningu atvinnutækjs er verk- efni, sem samtökin hljóta að láta sig varða um. Ég geri ti'1'1. til fjórðungsráðs um, að sbofn uð verði framkvæmd og áætl- unarstofmun fyrir Norðurland. Þessi stofnun væri samvinnu stofnun ríkisvaldsins og fjórð ungssamtakanna, sem skildi annast Norðurland'sáætlun, á- samt rannsókn þróunarskil- yrða í fjórðungnum. Mín til- laga var, að fjórðungssamband ið mótaði framkvæmdastefnu Norðurlandsáætlunar og ann aðist félagslegt samstarf við aðila á Norðurlandi vegna áætl unargerðarinnar. Jafnframt lagði ég til, að myndaður væri sérstakur byggðaþróuparsjóð- ur fyrir Norðurland. í tillög- um mínum gerði ég ráð fyrir, að Norðurlandsáætlunin næði ekki eingöngu til atvinnumálá, heldur einnig til fiélagslegra og menningarlegra verkefna. Þetta mundi leiða til þess, að álhrif sveitarfélaganna og fé lagshópanna á áætlunina hlytu að vera mikil. í þessu sambandi vakti ég athygli fjórðungsráðsins á nauðsyn þess að beita sér fyrir sérstakri Norðurlandsráðstefnu um áætl unarstarfið. Til þessarar ráð- stefnu átti að boða auk full- trúa sveitarfélaganna fulltrúa atvinnu og félagshópa. Þess ir hópar veldu fulltrúa í sér- greinanefndir, til þess að móta áætlunarstefnuna í samvinnu við sambandið. Ekki er vafa- mál, að ef farið hefði verið að þessum tillögum og haldin hefði verið ráðstefna um áætl- unina, eins og ég lagði til við fjórðungsráð, þá hefði Norð- urlandsáætlun orðið víðtæk þróunaráætlun í samræmi við sjónarmið Norðlendinga. Annað hefði og unnizt með þessu: að vaknað hefði áihugi og trú á svonefnda Norður landsáætlun. Hann skortir til- finnanlega nú. Fjórðungsráð tók þá furðulegu ákvörðun, að fresta þinglhaldi eitt ár fram- yfir reglulegan þingtíma til að bíða eftir áœtluninni, í stað þess að kveðja saman fjórð- ungsþing og knýja áætlunina firam. — Hverjar voru tillögur þín ar um skipulag Norðurlands- áætlunarinnar? — Eins og áður er getið, hugsaði ég mér, að Norður- landsáætlun vœri í höndum Norðlendinga sjálfra, ásamt op iniberri tilstuðlan t.d. með fjár- magnsútvegun og bendingu þjóðfélagskerfisins að áætlun- arleiðunum. Þess vegna gerði ég þá tillögu til fjórðungsráðs- ins, að stofnað væri byggða þróunarráð Norðurlands, sem væri skipað fulltrúum fjórð- ungssambandsins, ríkisvaldsins héraðasvæða og fulltrúum sér- greinanefnda abvinnu og félags hópa. Byggðaþróuaarráðið átti að gera tillögur til fjórðungs sambandsins, framkvæmla- stofnunarinnar og byggðasjóðs ins. um stefnu og framkvæmd áætlunarinnar. Fjórðungsþing- ið kýs stjórn framkvæmda- og áætlunarstofnunarinnar. Aftur á móti kýs fjórðungsráð stjórn byggðasjóðsins. Ég lagði til, að Norðurlandsáætlun skyldi vera háð samþykki fjórðungsþings. Samkvæmt tillögum mínum var gert ráð fyrir sérstökum lögum um Norðurlandsáætlun þar sem tilgreint er skipulag, verkefni og tilgangur hennar. Með þessum hætti taldi ég að tryggja m-ætti betur hlut Norð lendinga sjálfra varðandi áætl- unargerðina. Þetta áleit ég nauðsynlegt sökum þess, að engin lagasetnin'g er til um byggðaáætlanir, ef undian eru skilin almenn ákvæði atvinnu- jöfnunarsjóðslaganna. Það er fullkomlega óviðunandi að þuría að sækja þessi mál und- ir rikisstjórnir. sem með lög um eru ekki skuldbundnar til þess að sinna þossum verk- Framhald á blis. 22. ing ríkisstofnana

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.