Tíminn - 28.10.1969, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.10.1969, Blaðsíða 8
3 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 28. október 1969. UPPLAUSN í LÍBANON SIIKIL ÁTÖK HAFA átt séi ítaS í Líbanon, sem liggur við Miðjarðarhafið og hefur landa- mæri að ísrael í suðri, en að Sýrlandi alls staðar annars stað ar, þar sem Líbanon liggur að landamærum annars ríkis. og eru þessi átök milli skæruliða Sam taka Palestínu-Araba (PLO) og el-Fatahlhreyfingarinnar annars vegar en hers Libanonsstjórnar hins vegar. Bardagarnir hófust fyrir al- vöru á mánudaginn í síðustu viku, og hafa skæruliðar ýmsa hluta landsins, einkum í suðri, í raun á valdi sinu. Átökin hafa einnig orðið nokkur í borgum landsins, ekki sízt í Trípoli, og herma fréttir að skæruliðar hafi gamia borgarhlutann þar á valdi sínu. Ymsir Arabaleiðtogar hafa boðið aðstoð við að koma á sáttum, þeirra á meðal Gamel Nasser, forseti Egyptalands, sem hefur sent sérstakan sendi mann sinn til Líbanon til við- ræðna við forráðamenn deilu- aðila. UPPIIAF ÁTAKANNA að þessu sinni er nokkurt deilu mál. Þá virðist svo, sem skæru liðarnir — sem hafa aðsetu í suðurhl. landsins við landamæri Israels — hafi haldið til ákveð inna þorpa skammt frá bæki- stöðvum sínum, en þessi þorp munu vera utan þess svæðis sem ráðam. í Líbanon hafa leyft skæruliðum að athafna sig á. Hefur skæruliðum sérstaklega verið bannað að vera á stöðum, þar sem margir óbreyttir borg arar búa. Líbanonher mun hafa sent her deildir til staðanna, og ein- hvern veginn fór svo, að skot- hríð hófst milli þeirra og skæruliðanna. Þetta leiddi til áframhaldandi átaka, sem urðu hvað mest á mánudaginn í síðustu viku, og svo til ákafra mótmælaaðgerða í ýmsum borgum landsins, þar sem lýst var yfir stuðningi við Palestínu-Araba af ýmsum. Kom til óeirða víða, og bai-daga. Hafa tuigir manna sennilega látið lífið í þessum bardögum, en áreiðanlegar tölur eru ekki fyrir hendi. Verk skæruliða frá samtökum Palestínu-Araba: Ibúðarhús í Haifa í Israel í rúst. A MIÐVIKUDAGINN sagði forsætisráðherra bráðabirgða stjórnar Líbanon. Ráshid Kar- ami, síðan endanlega af sér embætti. — „Það er, ekki rök rétt“, — sagði hann við það tækifæri, — ,,að maður eigi taka á sig ábygð á þróun mála sem ekki er í samræmi við skoðanir viðkomandi manns“. Hann sagði einnig, að Líbanon- her hefði gripið til vopna gegn skæruliðum án þess svo mikið sem láta forsætisráðherra lands ins vita um það. Nágrannariki Araba lögðu þegar mjög að ráðamönnum i Líbanon — sem nú, eftir brott för Karami, er einfeum Charles Helou. forseti landsins — að hætta átökum við skæruliða. Sýrland lokaði öltum landamær uim sínum að Líbanon. Irak — sem liggur austan við Sýrland, og hefur hvergi bein landamæri að Líbanon. lofaði skæruliðum aðstoð hers síns — en stór hiuti hans er í Jórdaníu. Önnur Arabariki svo sem Líbýa, Alsír og Egyptaland — að ekki sé nú talað um leiðtoga hinna ýmsu skæruliðasamtaka, fordæmdu aðgerðir Líbanons- hers og kröfðust þess að bar dögum yrði hætt, sem 'á þeirra máli þýðir áð Líbanonsher hætti að berjast. ÁTÖKIN NÚ ERU eins kon ar endurtekning þeirra átafea, sem urðu fyrir sex mánuðum einnig út af skæruliðunum, , nema hvað þessir bardagar eru miklu meiri en hinir fyrri. Átökin í april í ár leiddu til þess að Rashid Karami, forsæt isráðherra, sagði af sér, en féllst á að sitja áfram í forsæti bráðabirgðastjórnar. Stjórnar- myndunin hefur þó gengið illa, og honum ekki tekizt að sam- eina hina ýmsu flokka i ráðu neyti. Nú hefur hann hætt þeim tilraunum, hvað sem síðar verð ur. Er nú mjög óvíst um ástand ið í landinu, og framtíðarþróun ina, en talið er nokfeuð víst að skæruliðar verði stöðugt öfl- ugri í landinu, eftáir því sem lengra líður án friðarsamninga í Mið-Austurlöndum, og þar sem ísraelsmenn halda áfram árásum á meintar stöðvar skæruliða í Líbanon. SPURNINGIN um skærulið- ana hefur lengi skipt stjórn- málamönnum landsins og reynd ar þjóðinni einnig. En það er ekki einungis spurning um það, hvort leyfa skuli skæruliðum að nota suðurenda landsins und ir herstöðvar, þaðan sem árás ir á ísrael verða síðan gerðar í stougga nætur. Það er einfald lega spurningin um það, hvort Líbanon sé raunverulega Araba ríki og eigi þar af leiðandi að taka þátt í styrjöld Araba gegn israel. Líbanon hefur alltaf haft ýmis séreinkenni meðal Araba rikja, ekki sízt vegna þess að íbúar landsins skiptast í Kristna menn og Múammeðstrúarmenn, en þessir hópar hafa getað kom ið sér vel saman, og samkomu lag ríkir milli þeirra um vaida (UPI) skiptingu og friðsamleg sam- skipti. Til slítos þarf visst umburðar lyndi, ekki sízt í heimi haturs eins og í Mið-Aiusturlöndium. En þetta hefur komið fram í ýmsu öðru í Líbanon, m. a. því að þar er öllum „pólitiskum fióttamönnum“ veitt haeli. Hef ur Líbanon oft verið nefnt „Sviss Mið-Austurlanda“ vegna þessa frjálsræðis síns og vegna þess, að landið hefur getað haldið sig utan við hemaðar- átök — enda efeki undir styrj öld búið. ÞANNIG VAR LIBANON ekki með í Sex-daga-stríðinu; ísraelsmenn virtu þá hlutleyisi landsins. Vegna þess hvernig það strlð fór, og þar sem engir friðar samningar voru gerðir, tóku samtök skæruliða mjög að efl- ast, en þekktust af þeim sam- tokum er PLO og el-Fatah. Þessi samtök sendi skæruliða Framhald á bls. 15. Aukakosningar í Bre tlandi á fimmtudag HIÐ MIKLA BIL, sem verið hefur, samkvæmt skoðanakönn unum og aukakosningum, milli íhaldsflokksins og Verka- mannaflokksins meðal brezkra fejósenda, virðist hafa mjög minnkað á undanförnum vik- um. Hvort þetta kemur fram í kosningaúrsiitum, kemur að nokku leyti í ljós á fimmtudag inn, en þá verða aukakosningar í 5 kjördæmum. í síðustu þingkosningum vann Verkaman naflokkurinn í þessum kjördæmum tneð mjög góðum meirihluta. En ef grrldd atkvæði skiptast á svip aðan hátt og á undanförnum tveimur árum — þegar 15— 18% tilfærisla varð til fhalds flokksins — þá munu íhalds- menn taka öll þingsætin nema eitt. ÞAU KJÖRDÆMI, sem hér um ræðir, eru Newcastle-under Lyme, þar sem íhaldsmenn þurfa að bæta við sig 11,8% greiddra atkvæða til að vimna, Swindon, þar sem þarf 12,4% Paddington, þar sem 13,1% þarf, Islington, þar sem 14.4% þarf, og Corbals, þar sem íhalds menn þurfa 25% viðbót. Sé t. d. miðað við aukakosn inguna í Walthamstow eystra í marzmánuði í ár, þá mun sú fylgisaukning, sem íhalds flokkurinn fékk þar, vera nógu mikill til sigurs í öllum ofan greindum kjördæmum nema Corbals. í óðurnefndu kjör- dæmi jófest attovæðamagn íhaldsflofefesins um 15,9%, og sex mánuðum áður var aukning in í aukaikosningum í vestari Muta Walthamstow 18%. ÞAR SEM LÍKLEGT þótti, að flest þessara 5 þingsæta hefðu tapazt, ef aukakosning arnar hefðu farið fram í sum ar, þá frestaði Harold Wilson, forsætisráðherra, þeim þar til nú, að útlit er fyrir að Verka mannaflokkurinn geti haldið þeim öllum. Það, sem einkum hefur aukið trúna á þetía, eru úrslit skoð- anakannana. Þeim ber nú sam an um það, að thaldsmenn hafi aðeins 2—4% meira fytgi en Verkamannaflokkurinn. Virðist því Ijóst, að bilið miilli flokkanna hefur stór- minnkað, að minnsta kosti um sinn. Enda telja stjórnmálasér fræðingar, að hið mikla bil, sem myndaðist í aukakosning uim og sveitarstjórarkosningum, hafi einikum orsatoast af heima setu óánægðra stuðningsmamna Verkamannaflokksins, en ekki af auknum vinsældum íhalds flokksins. Virðist svo, sem Harold Wil son sé nú að uppskera nokkuð -yrir erfiði sitt með autonu fylgi á ný, hversu lengi sem það endist. HANN STEFNIR AUGLJÓS- LEGA að því að láta það end ast fram yfir næstu almenmu þingkosningar, sem flestir telja að fari fram í Bretlandi næsta vor. Margt hefur þó áhrif á það, hvort kosningar verða næsta vor eða ekki. Ef efnahagslífið nær sér ekki upp t. d., þá get ur Wilson hæglega látið kjósa seinna, t. d. næsta haust. En ef hann kemur vel út úr aukakosningunum á fimmtudag inn, og flokkur hanis heldur áfram að efla fylgi sitt eftir því sem líður á veturinn þá viröast vorkosningar nokkurn veginn vissar. — EJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.