Tíminn - 31.10.1969, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.10.1969, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUK 31. október 1969. TIMINN 7 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ristjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs. ingastjóri: SteimgrimuT Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu, simax 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími: 12323. Auglýslngasími: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði, mnanlands — f lausasölu kr. 10.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Ráðgjafar- ogrannsókn arstofnun skólamála Þrír þingmenn Framsóknarflokksins í efri deild, Einar Ágústsson, Fáll Þorsteinsson og Ólafur Jóhannesson, hafa nýlega lagt fram frumvarp um ráögjafar- og rannsóknar- stofnun skólamála. Samkvæmt því skal verkefni slíkrar stofnunar vera: a) aö vera ráðgjafi kennara, fræðsluyfirvalda, foreldra og nemenda í skólum bama- og gagnfræðastigsins um til- högun náms og námsmat, náms- og starfsval nemenda, einstaklingsrannsóknir á afbrigðilegum nemendum ásamt ráðgjöf við val nemenda til sérkennslu, svo og sálfræði- leg meðferð nemenda með skerta geðheilsu; b) að framkvæma stöðugar rannsóknir á því, hversu námsefni skólanna, kennsluaðferðir, próftilhögun, náms- bækur, skólaskyldualdur nemenda, skólabyggingar o. fl. samrýmist aðkallandi þörf þjóðlífsins og á hvem hátt því verði við komið, að allir fái sem jafnasta aðstöðu til náms, hvar sem þeir búa á landinu. Á grundvelli þessara rann- sókna skal stofnunin gera tíUögur um nauðsynlegar breyt- ingar. í greinargerð frumvarpsins er verkefni stofnunarinnar nánara rakið og sýnt fram á, hve mikil nauðsyn sé að auka leiðbeiningar um tilhögun náms og námsmat, jafnhliða stöðugum rannsóknum á starfsháttum skólanna. Undir þetta heyri m. a. sálfræðileg meðferð þeirra nem- enda, sem hafa skerta geðheilsu. Þá er lögð áherzla á, að allir hafi sem jafnasta aðstöðu tíl náms, án tillits til búsetu. Um kostnaðarhlið málsins segir svo í greinargerðinni: „Um kostnað þann, sem af frumvarpi þessu leiðir, ef að lögum verður, er það að segja, að það er álit margra skólamanna, sem flutningsmenn hafa rætt við um þetta mál, að hann muni að verulegu leyti fást uppi borinn af bættu fyrirkomulagi kennslumálanna. Það er líka dýrt að þurfa að láta nemendur sitja eftir, læra sama námsefnið tvisvar eða jafnvel enn oftar. Dýrast af öllu er þó kennsla, sem ekki kemur þjóðfélaginu og nemendunum að fullum notum. Ýmsir hafa gengið svo langt að segja, að betra væri að fella niður sumar þær greinar, sem nú eru kennd- ar, fremur en vanta þann hlekk í nútíma skólakerfi, sem stofnun sú, er hér um ræðir, þarf að vera.“ Frumvarpið var tíl 1. umræðu síðastl. mánudag og var því vel tekið af menntamálaráðherra. Þess ber því að vænta, að það nái að ganga fram á þessu þingi, enda er orðið aðkallandi, að slík stofnun rísi á fót. Dýr ríkisstjóm Samkvæmt upplýsingum, sem voru birtar á nýloknu þingi Verkamannasambands íslands, munu tapast hér- lendis rúmlega ein milljón vinnudaga á árinu 1968 og 1969 vegna skráðs atvinnuleysis og verkfalla. Samanlagt nemur þetta vinnutap fyrir þjóðarbúið mörgum hundruð- um milljóna króna. Ekkert af þessu vinnutapi — eða nær ekkert — hefði þurft að verða, ef ríkisstjómin hefði farið skynsamlega að ráði sínu. Höfuð orsök þessa mikla vinnutaps er annars vegar tómlæti og aðgerðarleysi í atvinnumálum, en hins vegar þrjózka og óbilgimi í kjaramálum. Þetta sannar það vissulega, að bað er dýrt að búa við athafnalitla og ósanngjama ríkisstjóra. Þ.Þ. Grein úr „Time": Andúð á Bandaríkjamönnum fer mjög vaxandi í Suður-Vietnam Almenningur æskir þess, að stríðinu Ijúki sem fyrst VIETNAMAR gengust ekki fyrir kröfugönigum né saimkom um i Suour-Vietnam samhliða andmæiunum í Bandaríkjun- um um daginn. Hefði sá hátt- ur hins vegar verið upp tek- ínn, hefði fjöldi þátttakenda kunnað að reynast furðulega mikill, ekki einungis til þess að gefa stríðsþreytuna ti'l kynna heldur einnig tii þess að herða á öilum þessum Bandarikjamönnum að vinda sem bráðastan bug að því að tooma sér á burt úr landinu. Andúð á Bandaríkjamönnum eykst mjög greinilega í Viet- nam, og verður það að teljasit eðlilegt og óhjákvæmilegt, þar sem hálfri millión Banda- ríkjamanna er demgt niður meðal seytján milljóna þjóð- ar. Andúð á Bandaríkjamönn- um er með sérstökum, undar- legum en skiljanlegum hætti. Vietnamar eru í senn þalkfclátir fyrir og andvígir nœrveru Bandiaríkjamannanna, sem hef ur reynt alveg óskaplega á þeirra viðkvæmu þjóðfélags- oyggingu. Þeir óska þess, að hinir alls staðar aálægt Banda ríkjamenn hverfi heim, — en ekki fyrri en Suður-Vietnam er betur á vegi statt, — stend- ur traustari fótum —, en nú er. Þeim kann að þykjia Banda- ríkjamenn angrandi og þreyt- andi yfirleitt, en teldu þá eiigi að síður vera að flýja af hólmi ef þeir hylfu á braut of skjót- Lega og skyldu Suður-Vietnam eftir án þess að framtíð þess væri borgið. Nguyen Cao Ky varaforseti vék að þessari tvfbentu að- stöðu fyrir rúmu ári þegar hann sagði: „Vilji Bandaríkja- menn hverfa á braut, geta þeir gert það. Við viljum ekki aðra en þá, sem vilja vera.“ Niguyen Van Thieu forseti, sem stund- um reynir að notfæra sér and- úð Vietnama á Bandaríkja- mönnum til þess að auka vin- sældir sínar, kotn einnig inn á beltta rétt eftir miðjan októ- oer þegar hann sagði. „Ég bið Bandaríkjamenn efcki að vera hér um kyrrt í hundrað ár. Ég bið Bandarfkjamenn um það sitt, að hafa kjark og glögg- skyiggni til að vera hér um lcyirt unz við þjóðernissinnar erum nægilega öflugir orðnir hernaðarlega, efnahagslega oig ’ stjóramáliim.“ ANDÚÐIN á Bandarfkja- mönnum kemur gleggst fram í Saigon. Bandarískir og viet- namskir hermenn sikiptast á hverju kvöldi á svívirðin'gum og DÚstrum meðfram hinum ílæstu götum borgarinnar eins og Tu Do og Hai Ba Trung, — og tilefnið er oft hylli bar- stúlkna. Það gerðist snemma ofctóber í slíkurn átökum á einni kránni, a@ majór í viet- namska riddaraliðinu hjó hendi af bandarískum herlögreglu- manni með saxi. f júní hröð- aðu tveir bandarískir herlög- reglumenn sér inn í vímveit- mgakré eina vegna kvartana KY, varaforseti S-Vietnam. um að drufckiim bandarískur hermaður væri þar tíl trafala, en Nguyen Viet Can herforingi sfcaut báða til bana, en hann er ■ yfirmaður filugsv eitarinnar, sem gætir hallar Thieus for- seta. Herforiniginn var efcki á- kærður. .JKúrefcar" Saigon, ungu riibbaldarnir, sem geysast hvar- vetna um borgina á Hondum, eru orðnir svo illvigir í brígsl- um sínum, að fáar heiðvirðar fconur dirfast að láta sjá sig á fierli með erlendum mönnum, sízt Bandarlkjamönnum. „Tíu- dala-kaup“ og „Salem-sam- þyfcbt“ eru meðal uppáhalds á- varpa „kúrekanna", og eiga að gefa tii kynna, að konam hafi selt sig fjrir peninga eða vindl imga. í blöðum í Vietnam er fullt af sögum af vietnamskum bonum ,sam lifað hafi í ham- ingjusömu hjónabandi, en lát- ið ginnast af dollurum og fél- aigsskap Bandaríkjamanna til þess að yfirgefa eiginmenn sáoa. Aðrar og miMn fáránlegri sögur berast frá manni til manns. 'Sumir ómenntaðir Viet namar bafa til dæmis fyrir satt, að bandarískir hermenn úitbreiði sýiki, sem valdi hæg- fara rýrnun getnaðarlimsins. Bandaríkjamenn eiga að vera ónæmir sjálfir vegna meðala- notkunar og bólusetningar. GAGNRÝNI hinnar fransk- menntuðu yfirstéttar, sem marg ir opinberir starfsmenn og menntamenn teljast til, beinist að öðrum og hærri sviðum. Hún sakar Bandaríkjamenn um að vaída tjóni á menning- unni f Vietnam. „Við teljum þjóð yfckar of unga og teljum okkur geta fátt af ykkur lært utan svonefnda nútíma þró- un,“ segir til dæmis einn mennitamaðurinn. „Við líkjum yfckur gjarnan við vélar, sem engin djúp hugsun liggur á Dak við. Annar menntamaður hefur sagt: „Bandaríkjamenn eiga enga menningu, nema þá að biór'' og brjóstastærð telj- ist til mennimgar.“ í samkvæmislífí Saigon-borg ar og við kvöldverðarborð hjá efri miðstéttunum, er „gaurs- nÁttur‘' Bandiarífcjamannsins al gengt umræðuefni, — en hann geitur átt við ýmisi'egt, eða allt frá því, hivemig bamdarískir hermenn aka sínum stóru vöru biílum eftir götum Saigon og að hinu, —sem fullyrt er, að einn embættismaður í banda- ríska sendiráðinu tali við Thieu forseta eins og hann væri „vikadrengur". Banda- ríkjamiönnum er kennt um að þeir hafi eyðiiagt Saigon-borg, sem eitt sinn hafi verið fögur („Hvers vegna höggva þeir öll trén?“) og geri Vietnam allt að risavöxnum ruslahaug. Þó að slíkar orðræður hafi lengi verið í tíaku meðal menntaðs fólks í Vietnam, geta þær að mikJu leyti verið af þeim rót- um runnar, að einhverjir Viet- namar vilji staðfesta andúð sína á Bandaríkjamönnum ef tdl þess komi, að kommúnistar taki við völdum. SAGA Vietnam veldur því, að andúð á Bandaríkjamönn- um var fiyrirsjáanleg. Stolt Vietnama og þjóðrækni er mótuð og hert í margendur- tefcnum styrjöldum, fyrst við Kínverja og síðar við Frakka. Vietnamar fylgdu kenningum Konfuciusar, einangruðu sig og forðuðust vestræna menn- ingu og tæfcni allt fram að því, að Frabkar réðust inn í Indó- Kina upp úr 1850. Frakkar áittu áköfu haftri að mæta eftir að þeir komu til söigunnar, hver uppreisnin gagn þeim rak aðra unz að ósigri þeirra kom við Dienbienphu árið 1954. Nú eru Frakkar á braut fyr- ir löngu sem valdhafar, en eft- ir hafa orðið einstaklingar við viðskipti, kennslu og opinbera þjónustu, og Frafckar eru nú greinilega í miklu meiri met- um en Bandaríkjamenn. Menn ingartengslin eru enn tiltölu- lega traust. Menntaðir Viet- namar senda börn í miðskóla, sem Frafckar starfrækja, og próf frá frönskum háskólum eru tekin fram yfir próf frá bandarískutn háskólum. Enn ber þess að gæta, að styrjöld- in við Frabka olli efcki eins mikilli upplausn og styrjöldin, sem nú stendur yfir. Þegar hún stóð sem hæzt voru ekki nema 200 bús. franskir her- menn í Vietnam öllu-og eyði- leggingin var miklu minni. ENGRI þjóð veitist auðvelt að sætta sig við þá tilhugsun, að hún eigi flest af sínum tim anlegu gæðum. ásamt tilveru sinni ,að þakka stríðandi her- mönnum annarrar þjóðar, ekki hvað sízt. þegar þeir sýna oft og tíðum meiri andúð en samúð. Bandarískir hermenn á vígvöllunum eiga oft ómögu- legt með að greina milli „góðra" og „vondra“ Viet- nama og leika þá oft afar illa af beim sökum upp til hópa. Fáir bandarískir hermenn eru í Vietnam af bví að þeir hafi óskað þess, og margir láta van þóknun sína bitna á gestgjöf- Framhald á bls. 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.