Tíminn - 31.10.1969, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.10.1969, Blaðsíða 4
4 TIMINN FÖSTUDAGUR 31. október 1969. Þeir, sem nú gerast áskrifendur að tímaritinu ,tSkák" öðlast yfirstandandi árgang ókeypis,en greiða fyrir næsta ár. „Skák"'hóf göngu sína 1947 og eru ilest tölublöðin .fáanleg enn. Tímaritið „Skák" — Pósthólf 1179 — Reykjayík. Áskriftarsími 15899 (ó kvöldin). • Klippist hér i Ég undirritaður óska hér með eftir að gerast áskrifandi að tímaritinu „Skák". □ Hjálagt sendi ég áskriftargjald næsta árs. kr. 500,00. □ Áskriftargjaldið greiðist gegn póstkröfu. Nafn ...................................................... Heimilisfang............................................... HJÚKRUNARKONUR Stöður hjúkrunarkvenna við skurðlækningadeild, legudeild og skurðstofur, eru lausar til umsóknar. Upplýsingar veitir forstöðukona Borgarspítalans í síma 81200. Reylíjavík, 20.10. 1969. Sjúkrahusnefnd Reykjavíkur. Sendisveinn Viljum ráða pilt með vélhjól til sendiferða. Starfsmannahald S.f.S. VIÐA- VANGI Bifreiðar og vegir f frétt í Tímanum í gær, er greint frá því, að aðeins um 500 bifreiðar hafi verið flutt- ar inn til landsins fyrstu átta mánuði þessa árs. Þetta er langt um of iág tala til að rísa undir cðlilegri endurnýjun og aukningu þessa aðal samgöngu tækis íslendinga. í þessu sem öðru er farsælast að endur- nýjun verði sem jöfnust, en við s.l. áramót voru 43 þús- und bifreiðar skráðar í land- inu og margir þeirra komnir ti! ára sinna. Kunnugir telja eðlilegt og hagkvæmast fyrir þjóðarbúið að árleg endurnýj- un bifreiðakostsins sé' 8—10% eða 3.500 til 4000 bílar áriega. Með tveimur gengisfellingum og hærri tollum og gjöldum af innfluttum bifreiðum en þekkist í nokkru landi í heim- inum, hefur þetta nauðsynja- tæki almennings verið gert svo dýrt, að kaupgeta manna leyfir ekki eðlilega endurnýjun nauð svnlegra farartækja. Sök sér væri, ef þessi háu gjöld öll rynnu til vegagerðar og vega- viðhalds, þar sem betri vegir tryggja ódýrari rekstur, betri endingu bifreiða og þar af leið andi yrði ekki nauðsynlegt að endurnýja bifreiðakostinn eins ört og nú meðan búið cr við hálf ófæra vegi á helztu leið- um. En megin parturinn af þessum miklu álögum á bif- reiðar og rekstur þeirra renn- ur til ríkissjóðs, til almenna þarfa hans. Stórgölluð löggjöf f Degi á Akureyri eru hin nýju skólakostnaðarlög og agn úar beirra teknir til umvæðu. Þar segir m. a.: „Vorið 1967, skömmu áður en Aiþingi var slitið, rétt fyrir kosningar það vor. lagði menntamálaráðherrann fram í þinginu frumvarp til nýrra skólakostnaðarlaga. Voru þar nýstárleg ákvæði um framlög ríkis- og sveitarfélaga til skóla bygginga og rekstrar skólanna. Þótti mörgum þingmönnum reglur þær, er þar voru settar, í senn flóknar og torskyldar og bar með viðsjálar, enda þeir, sem gerzt máttu vita ekki á ein» máli um, hversu skýra skvldi sumt það, er um var spurt. Með atbeina ríkisstjórn ar var þó máiinu hraðað og það afgreitt í skyndi, en ekki orðið við óskum þeirra, sem töldu réttara að veita tóm til frekav' atliugunar. f ninum eldri skólakostnað- arlögum var kveðið á um það, að ríkið -skyldi greiða 75% af stofnkostnaði heimavistar- skóla og sveitarfélögin 25%. f nýju lögunum er þessu breytt. Ríkið á að leggja fram 50% af byggingarkostnaði kennslu- húsnæðis (skólastofur) en kostnað við byggingu heima- vista og íbúða á ríkissjóður að greiða að fullu, ef tvö sveitar félög eða fleiri eru samau um skóla. Formælendur laganna sögðu að þetta mundi lækka framlag sveitarfélaganna úr 25% niður í 20% eða minna. En rekstrarkostnaðarhlutfallið átti að verða svipað og áður. En í lögunum var ákvæði, sem lítið bar á, um að kennslumála stjórnin skyldi setja reglurnar um hvað telja skyldi hæfilegt húsnæði og hæfilegan bygging arkostnað. Hins vegar hefur það dregizt - meira en tvö ár að setja þesar reglur og kynna þær og eru þær nýkomnar. Um það leyti sem nýju lög- in voru sett og áður en reglurn ar urðu kunnar, hófust fram- kvæmdir við nokkrar skóla- byggingar hér í kjördæminu, á ' Stóru-Tjörnum, Hrafnagili og Hafralæk. Var þar hafizt handa samkvæmt teikningum, sem samþykktar höfðu verið af hlutaðeigandi yfirvöldum. Nú sýnir reynslan, að hinar nýju reglur hafa þau álirif, að fram lag sveitarfélaganna verður -ekki minr.a en það hefði orðið samkvæmt eldri lögunum, held ur meira og á sumum stöðum miklu meira. Um þetta munu fulltrúar hinna nýju skóla hafa verið að ræða við þingmenn- ina um helgina. Vonandi tekst að bæta úr þeim mistökum, sem orðið hafa við setningu hinna nýju skólakostnaðarlaga, en þau hafa valdið hinum mestu vonbrigðum, þar sem verið er að bæta menntunarað- stöðu í hinum dreifðu byggð- um.“ T.K. BIFREIDAEIGSNDUR! Opna á morgun, laugardag 1. nóvember, bón- og þvotta- stöð, að Sigtúni 3. KJARTAN SVEINSSON. GULLFISKABÚÐIN AUGLÝSIR Nýkomin sending af fóðri og alls konar vítamínum fyrir fugla. Einnig gott úrval af fisk- um. fuglum og gullhömstr- um. Leikföng fyrir fugla. Skraut fyrir fiskabúr. Sendum gegn póstkröfu. GULLFISKABÚÐIN, Barónsstíg 12. Heimasími 19037 fyrir hádegi. Jörö óskast Fjalljörð á Suðurlandi (Ámessýsla til Skaftafells- sýslna), óskast til kaups. Sérstaklega er óskað eftir fjölbreyttu landslagi, en ekki eftir miklum bygg- ingum, eða stórri búskaparjörð. Fasteignasalan HÚS & EIGNIR Bankastræfi 6. Símar 16637 og 40863 OMEGA Nivada ®s rOAMEr JUpÍlUL. PIERPOÍIT (smiör) SIUIYRJIII MEÐ WÉMMJBRH) I® i«l ®® ®®11 □sta> og Smjörsalan s.f. Hemlaviðgerðir Rennum bremsuskálar. — slípum bremsudælur. Límum á bremsuborða og aðrar almennar viðgerðir. HEMLASTILLING H.F Súðarvogi 14 Sími 30135. HVIagnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 — Sími 22804 GANGSTÉTTARHELLUR Milliveggjaplötur ■ skorstemsstemar - legsteinar garðtröppusteinar - vegghleðslustemar o. fl. - 6 kanta hellur. Jafnframt helluiagnir. HELLUVER, Bústaðabietti 10. Sími 33545.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.