Vísir


Vísir - 24.10.1978, Qupperneq 3

Vísir - 24.10.1978, Qupperneq 3
VTSIB Þriðjudagur 24. október 1978 ' 3 Svitinn rann og menn þerruðu sig og kældu — en urðu að dansa á- fram á meðan i Klúbbinn til þess að fylgjast með dönsurunum. En um kvöldið varð hreinlega ekki þverfótaö fyrir fólki. Húsið fylltist og um leið skapaöist geysistemning á fyrstu hæðinni. Keppendur voru hvattir með lófataki og hópur ungs fólks fékk augastað á pari númer fjögur og hvatti það sérstaklega. En þá þegar höfðu glöggir dómnefndar- menn sennilegast gert upp hug sinn, þó að um tima hafi kannski verið erfitt að velja par númer eitt. Á slaginu eitt tilkynnti Heiðar Ástvaldsson úrslitin. Hann byrj- aöi reyndar á þriðja sæti. Það varð par númer tólf, Haukur Harðarson og Guðrún Bernharðs- dóttir. Númer tvö var par ellefu. Hörður Haröarson og Anna M. Guðmundsdóttir. Þeir Hörður og Haukur eru tvfburabræður. Heið- ar tók það fram aö þessi pör hefðu ,,Þið sláið allt út I dugnaði”, sagði Heiðar Ástvaldsson danskennari og formaður dómnefndar meðal annars. sýnt sérstakan dugnað i dansi sin- um. Og sigurvegararnir. Par númer fjögur, Hjalti Jensson og Ragna Sigursteinsdóttir. Auk þess aö sýna mikið þrek, sýndu þau lika besta dansinn frá upp- hafi til enda. Bikar handa sigurvegurunum og blómvöndur og blóm handa öllum hinum. Hljómplötur frá Hljómplötuútgáfunni handa pör- unum þremur og ókeypis dans- kennsla i vetur hjá Heiðari Ast- valdssyni. ,,Nei, við höfum ekkert æft okk- ur fyrir þetta”, sögðu Ragna og Hjalti við VIsi. ,,Ég hef verið veik I þessari viku”, sagði Ragna, og Hjalti sem missteig sig illa fyrir nokkru, var enn með bundið um fótinn. En sigurvegarar urðu þau samt, og það má geta þess, að þennan dag lögðu þrjú þúsund manns leið sina i Klúbbinn. —EA Áfengi fyrir 3,2 milljarða Afengissalan frá 1. júli tii 30 september nam 3,2 milljörðum króna. Sfðustu þrjá mánuði á undan var áfengi selt fyrir 2,8 milljarða. Þessar upplýsingar koma fram I frétt frá Afengisvarnar- ráði. Hér er um að ræða mikla aukningu i krónutölu miðað við sama timabil I fyrra. Hins vegar hafa orðiö miklar hækk- anir á áfengi og því ekki hægt að sjá af tölunum hvort áfengis- neysla hefur aukist eða ekki. —SG. MÓTMÆLAFUNDUR BANDALAGS HÁSKÓLAMANNA ,,VIÐ stjórnarskiptin I haust vöknuðu vonir launþega um að kjaraskerðingunni yrði aflétt og samningar tækju gildi að nýju, enda hafði stjórnarandstaöan lagt höfuðáherslu á þá kröfu I kosningabaráttunni. Sú von brást þó þegar septemberlögin um ráð- stafanir í kjaramálum litu dags- ins ljós,” segir i fréttatilkynningu frá Baridialagi háskólamanna. „Einungis hluti launþega fær greitt samkvæmt samningunum, þeir sem höfðu laun yfir 200 þús. I des. s.l. fá hins vegar verðbætur I fastri krónutölu. Með þessu er umsömdum launahlutföllum raskað verulega og fer sú röskun vaxandi eftir þvi sem lengra liður. Verðbólgan á sem sagt að ákveða launamun i þjóðfélaginu, það á ekki aö gerast við samn- ingaborðið”, segir meðal annars I tilkynningunni, en lokaorðin eru: „Rikisstarfsmenn innan BHM eru seinþreyttir til vandræða, en svo kann þó að fara að lang- lundargeð þeirra þrjóti. Launa- málaráð BHM hefur ákveðiö að boða til almenns fundar I dag 24. október kl. 13.30 og verður fund- urinn haldinn i Súlnasal Hótel Sögu. A fundinum verður staðan i kjaramálum rædd og tekin ákvörðun um framhald baráttunnar fyrir þvi aö samn- ingar háskólamanna verði virt- ir.” —BA. HAGKAUP VILL BYGGJA SUNNAN VIÐ SMÁLÖND Hagkaup hefur óskað eftir þvi að fá lóð í höfuð- borginni fyrir aðalstöðvar fyrirtækisins. Leggur fyrirtækið áherslu á að æskilegt væri að fá úthlut- að svæði sunnan til í og sunnan við Smálöndin, frá vesturjaðri golfvallarins og að framlengdum Suður- landsvegi. Borgarráö hefur visaö erindinu til borgarverkfræðings, þar sem það er til umsagnar. Hagkaup vakti athygli borgar- ráös á þvi aö hér væri um aö ræöa 4—5 ha. land. Það þætti þvi ekki koma að notum, nema það næði alveg noröur að hitaveitustokk- Gœti leitt til lokunor verslano Fundur I Félagi matvöru- kaupmanna og Félagi kjöt- verslana haldinn að Hótel Loftleiðum 17. október 1978, þar sem einnig voru mættir fjölmargir kaupmenn úr nágrannaby ggðarlögunum ,skor- ar á verðlagsyfirvöld að láta nú þegar fara fram leiðréttingu á samásöluálagningu til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hafa á reksturskostnaði verslana á árinu. Fundurinn vekur sérstaklega athygli á að nú þegar eru fjölmargar smásöluverslanir reknar með tapi, og að óbreyttu ástandi leiöir það til uppsagna starfsfólks fyrirtækjanna og e.t.v. lokunar þeirra. Fundurinn varar eindregið viö þvi að gerðir veröi kjarasamn- ingar við launþega meðan ekki er ljóst hvaða ákvörðun verðlags- yfirvöld taka I verölagsmálum og hvort nauðsynleg leiðrétting til handa smásöluverlsuninni fæst. —EA unum. Með þvi aö ná honum lentu inn á svæöinu 2—3 yfirgefnir kof- ar og tvö ibúöarhús. Það sem Hagkaup hefur i huga er aö fá vilyrði fyrir framtiöarlóö undir aðalstöðvar fyrirtækisins og hafa bent á að enda yröi erfitt að hefja verslun þarna i útjaöri byggðarinnar alveg á næstunni. Fyrirtækið segist þurfa að reisa sem fyrst vörugeymslu og helst byggingu fyrir kjötvinnslu og saumastofu. Þetta væri gott aö hafa sambyggt og sem byrjun á vöruhúsi fyrir framtiðina. Hagkaup kveöur það æskilegt að hægt væri að hefja slikar bygg- ingarframkvæmdir strax næsta vor. —BA Um tuttugu fóstrur starfo ó Austurlandi — hafa stofnað með sér samtök Fóstrur, sem starfa á AustulandL hafa stofnað með sér samtök, sem þær nefna Fóstrusamtök Austur- lands. Aðalmarkmið samtakanna er að sameina fóstrur innan fjórðungsins. Nýlega héldu fóstrur fund i Neskaupstaðþar sem kom fram að aðstöðu- og launamismunur er mikill milli staða. Vegna fjarlægðar við höfuð- borgina hafa fóstrur á Austur- landi átt erfitt með að sækja- námskeið og fylgjast með nýjungum i starfi. Til að bæta hér um er ráögert að halda námskeiö fyrir fóstrur á Austurlandi. Um tuttugu fóstrur starfa á Austfjöröum. I stjórn Fóstru- samtaka Austurlands eru: Elisabet Jóhannesdóttir, formaður, Asdis Blöndal ritari og Aðalbjörg Pálsdóttir gjald- keri. Þær starfa allar á Egils- stööum, en ákveðið var að stjórnin flyttist árlega milli staða. —KP. BRUNE RAKATÆKI Á heimiii, skrifstofur, skóla og víðar. Heilsa og vinnugleði er mikið undir andrúmsloftinu komin. Okkur líður ekki vel nema að rak- inn í loftinu sé nægilegur, eða 45- 55%. Loftið á ekki aðeins að vera í réttu hitastigi heldur einnig réttur raki. Það bætir heilsuna, varnar þurrki á húsgögnum. Það vinnur gegn rafmagnsmyndun í teppum. Tækið vinnur hljóðlaust og dreifir rakanum rétL_ Það vinnur með eðlilegri uppgufun vatns, en það sprautar ekki vatni í herbergin. Lungun þreytast á að vera notuð sem ryk- suga. unnai SitjfMÍVMn Lf. SUÐURLANDSBRAUT 16 - SlMI 35200 - 105 REYKJAVÍk! Ég óska eftir upplýsingum um BRUNE rakatæki Nafn Heimili

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.