Vísir - 16.11.1978, Side 5

Vísir - 16.11.1978, Side 5
VXSIR Fimmtudagur 16. nóvember 1978 5 ALKXNGi ALÞINGI ALÞINGI ALÞINGI ALÞINGI ALÞINGI HÚNVETNSKUR HÚMOR Guðlaugsst aða ky nið er samt við sig, og kunna þeir frændur úr Húnaþingi fiestum bet- ur að láta hnyttna gamansemi fljóta með í annars þurru orða- skaki i þingsölum. Björn bóndi á Löngumýri varö snemma landsfrægur maöur eftir aö hann hóf afskipti af stjórnmálum, — ekki svosem fyrirmagn þeirramála, sem aft hans frumkvæöi voru tekin til meöferöar, heldur einkum vegna sjálfstæörar og oft sér- stæörar afstööu hans til mála, — og sér ilagi vegna hnyttinna at- hugasemda um menn og mál- efni. Systursonur hans, Páll Pét- ursson frá Höllustööum hefur nií ekki einasta tekiö viö þingsæti frænda sins, heldur einnig hald- iö uppi merki hans i spaugsemi og þarmeö glætt þingiö lifi, sem oft veitir ekki af. t gær var tekiö til fyrstu um- ræöu frumvarp Gunnlaugs Stef- ánssonarþar sem m.a. er kveö- iö á um aö alþingismenn megi ekki hafa meö höndum önnur launuö störf en þingstörf. Uröu talsveröar umræöur um þennan þátt frumvarpsins, og lét m.a. EllertB. Schram svo um mælt, aö þetta væri þaö vitlausasta pg fráleitasta mál sem sést heföi á þessu þingi, og væru þó mörg undarleg. Ættu bændur þá aö leggja niöur biiskap ef þeir yröu kjörnir á þing? Ættu menn i einkarekstri aö .leggja hann niöur? Einar Agústsson sagöi þaö skoöun sina, aö ef frumvarpiö næöi fram aö ganga fengist varla einn hæfur maöur til starfa á Alþingi. Páll Pétursson vitnaöi til samanburöar Gunnlaugs á kjör- um forseta og þingmanna, og sagöi aö þingmenn ættuaö sjálf- sögöu aö vera vandir aö virö- ingu sinni, en þeir þyrftu ekki aö lita á sigsem jafnoka forsetans. Þaö væri varhugavert aö svipta þingmenn réttindum til aö sinna öörum störfum en þingmennsku. Slikt gæti leitt til þess aö þeir heföu ekkert aö gera f tómstundum og gætu þvi lagst í kvennafar, iþróttir, eöa einhverja aöra vitleysu. Oftyröu menn þingmenn fyrir tilviljun, eöa röö af tilviljunum, og væri hann sjálfsagt i þeim hópi. Þá þætti sér nú betra aö hafa aö einhverju aö hverfa, — svo sem fáeinum kindum fyrir noröan ef þingmennskan tæki endi. Ellert tók undir þessi orö Páls og sagöi þaö fráleitt aö banna Páli af hafa einhverjar rollur noröur í Húnaþingi sér til af- þreyingar. „Þetta eru engar af- þreyingarskjátur sem ég á”, kallaöi Páll þá til ræöumanns. — GBG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.