Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 C 5 BÍÓBLAÐIÐ V estrinn er hin séram- eríska kvikmynda- grein og er jafngamall kvikmyndasögunni sjálfri. Rætur hans liggja djúpt í þjóðar- vitund Bandaríkjanna en efniviðurinn er sóttur í þann þjóð- sagnararf sem hin unga þjóð var að skapa sér. Hugmyndin um kúrek- ann, sem er engum háður og getur aðeins treyst á sjálfan sig, sína byssu og sinn hest, varð fljótt goðsagnar- kennd og meginumfjöllunarefnið voru átök siðmenningar og hins villta. Kúrekahetjan hefur sittlítið af þessum andstæðum í sér, hann er heiðursmaður í eðli sínu, réttsýnn og göfugur, en um leið er hann einfari sem getur aldrei almennilega hlítt reglum samfélagsins. Hin blóðugu átök landnemanna við frumbyggja landsins skiluðu sér inn í fyrstu vestrana, og táknuðu indíánar ásamt ræningjum og útlögum þær hættur sem steðjuðu að ef farið var út fyrir mörk samfélagsins. Flestir vestrar eiga að gerast á árunum frá 1865 til 1890, en það ár var skipulögð and- spyrna frumbyggjanna brotin end- anlega á bak aftur í orrrustunni við Wounded Knee og hvíti maðurinn vann vestrið. Fyrstu vestrarnir Sú spenna og sjónræna upplifun á víðáttu landsins sem efnið bauð uppá reyndist brátt fullkominn efniviður í vinsælar kvikmyndir. Ein fyrsta heilsteypta kvikmyndin sem gerð var í bandarískri kvikmyndasögu hafði sterk vestraeinkenni, en það er The Great Train Robbery, sem Edw- ins S. Porter gerði árið 1903. Þar gaf að líta lestarrán, byssubófa og eft- irför á hestbaki. Myndin sló í gegn hjá áhorfendum sem tóku andköf yf- ir spennandi bardaga um borð í lest á fleygiferð og ribböldum sem skutu saklausa borgara. Mikil vestrafram- leiðsla var í gangi á áratugunum sem á eftir fylgdu og stór hluti þeirra var framleiddur á færibandi. Enda voru skilyrði til framleiðslu ódýrra kú- rekamynda í Kaliforníufylki. Allt sem til þurfti voru hestar, eyðimerk- ur og kúrekaföt og þetta var auð- fundið, ýmist í fataskápum afa og ömmu eða í klukkustundar fjarlægð frá Los Angeles. Þó unnu nokkur framleiðsluver að gerð vandaðra vestra, og liggja nokkrir slíkir eftir einn af stóru leikstjórum þögla tíma- bilsins, Cecil B. De Mille, en mynd hans, The Squaw Man, frá 1913 er líklegast fyrsti vestrinn sem gerður var í fullri lengd. Gullöld vestranna hófst á fjórða áratugnum en náði hámarki á þeim fimmta, eftir að nokkrir leikstjórar sem verið höfðu að störfum á þögla tímabilinu létu til sín taka. John Ford ruddi brautina en eftir hann liggur fjöldi sígildra vestra, á borð við Stagecoach, My Darling Clemen- tine, The Searchers og The Man Who Shot Liberty Valance. Þess má geta að Orson Welles horfði á Stage- coach aftur og aftur áður en hann gerði meistaraverkið Citizen Kane, því hann taldi mynd Fords geta kennt sér allt sem hann þyrfti að vita um kvikmyndalistina. Margir góðir vestrar voru gerðir í kjölfar brautryðjandastarfs John Fords. Einhver fullkomnasta birt- ingarmynd einfarans sem kemur út úr auðninni, hjálpar varnarlausum borgurum og hverfur svo einsamall á vit sólarlagsins er í kvikmyndinni Shane, sem George Stevens gerði ár- ið 1953. Stórbrotið landslag háslétt- anna varð líkt og ein aðalpersónanna í vestrum Anthony Mann þar sem James Stewart lék hetjurnar og í Red River eftir Howard Hawks. Í myndum Hawks og John Fords fest- ist John Wayne jafnframt í sessi sem holdgervingur kúrekans á hvíta tjaldinu. Vestrar tímbilisins einkenndust af auknum samfélagslegum og siðferði- legum vangaveltum, og segja má að innra ferðalag hetjunnar verði jafn mikilvægt byssuhasarnum. Í Broken Arrow var sjónum beint að sam- skiptum hvítra og indíána og í kvik- myndina High Noon hafa margir les- ið táknræna framsetningu á ofsóknum McCarthy-tímabilsins. Spagettí og breytt viðmið Á sjöunda áratugnum höfðu vin- sældir kúrekamynda dvínað umtals- vert, og stór hluti vestrahefðarinnar færðist nú yfir á vettvang sjónvarps- töðvanna. Á þessu tímabili kynnumst við þó landvinningum annarrar þjóð- ar í hinni sérbandarísku kvikmynda- grein. Spagettívestrinn er umfram aðra tengdur ítalska leikstjóranum Sergio Leone og dollaramyndum hans með hinum þá tiltölulega óþekkta Clint Eastwood í aðalhlut- verki. Myndir þessar eru óperur kú- rekageirans, langar og stílfærðar, hrjúfar og svalar. Sam Peckinpah steig einnig fram á sjónarsviðið á þessum árum en hann átti eftir að leiða greinina inn í hringiðu áttunda áratugarins með myndinni The Wild Bunch. Þegar sú mynd skall á bíó- gestum árið 1969 urðu vatnaskil í vestrahefðinni, hetjurnar voru óþokkar og sundurtættir líkamar löggæslumanna hneyksluðu góð- borgara. Einnig má segja að karl- mennskudýrkun kúrekamyndanna nái sjúskuðu hámarki í mynd Peck- inpahs. Í myndum á borð við Little Big Man og Soldier Blue fer áhrifa sam- félagsgagnrýni ’68-kynslóðarinnar að gæta. Málstaður indíánans, sem hefðin hafði mestmegnis meðhöndl- að sem skrækjandi byssufóður, var nú tekinn upp og allt sýnt. Little Big Man sýndi fall Custers hershöfð- ingja og manna hans við Little Big Horn í allt öðru ljósi en kvikmyndin They Died With Their Boots On hafði gert árið 1941. Í stað hugrakkr- ar hetju birtist áhorfendum áttunda áratugarins nú vitstola maður sem sigaði mönnum sínum út í opinn dauðann. Þekktasta atriði Soldier Blue sýnir gereyðingu riddaraliðs á indíánaþorpi, en það þótti spegla of- beldið sem fór fram í Víetnam á sama tíma. Í Hannie Caulder leikur Raq- uel Welch svívirta konu í uppreisn gegn karlaveldinu. Vestrar þessa tíma einkenndust þannig af endur- skoðun á þeim samfélagsgildum sem klassíski vestrinn hafði í heiðri, og endurskoðun á sjálfri vestrahefðinni, líkt og skopstælingin Blazing Saddl- es er skemmtilegt dæmi um. Hnignun vestrans Hási ofurtöffarinn Clint Eastwood lagði mark sitt á vestrahefðina öll þessi ár og er hinn sígildi vestri The Outlaw Josey Wales einn af há- punktum hans ferils. En jafnvel hann gat ekki haldið greininni á floti á níunda áratugnum sem einkennd- ist af algeru áhugaleysi á öllu því sem tengdist sporum eða kúreka- höttum. Margar kenningar hafa ver- ið settar fram um hnignun vestrar- hefðarinnar. Tímar voru breyttir, sú kynslóð bíógesta sem ólst upp við vestra var hætt að fara í bíó og sú fortíð sem kúrekinn táknaði höfðaði síður til borgarbúa í Bandaríkjunum. Þótt vestrinn hafi átt sín blóma- skeið og sín niðurlægingarskeið lifir hann enn í frásagnarhefðinni þangað sem kvikmyndagerðarmenn sækja innblástur í beinni eða óbeinni mynd. Á síðasta áratug aldarinnar hafa þó- nokkrir vestrar verið gerðir, og ber þar helst að nefna velgengni Kevins Costner með kvikmynd sína Dances With Wolves. Þegar sú mynd hreppti Óskarinn árið 1990 höfðu verðlaunin eftirsóttu ekki fallið í skaut vestra- myndar síðan 1931. Þá hafa myndir á borð við The Last of the Mohicans og Wyatt Earp sótt í þjóðsagnabrunn- inn sem hefðin byggist á. Einn mark- verðasti vestri samtímans er þó lík- lega Unforgiven, en þar gerir Clint Eastwood upp sakirnar við vestra- hefðina. En þó að hægst hafi á fram- leiðslu vestra upp á síðkastið lifa gömlu vestrarnir góðu lífi í endur- sýningum sjónvarpsstöðva og bíða þolinmóðir í hillum myndbandaleig- anna eftir nýjum og gömlum áhorf- endum. The Searchers: John Wayne í sígildum vestra Johns Ford. Vestrinn er vinsæl- asta kvikmynda- grein bandaríska kvikmyndaiðnaðar- ins. Blómaskeið hennar er að vísu löngu liðið, en menn hafa haldið áfram að horfa á og búa til vestra fram til dagsins í dag. Heiða Jóhanns- dóttir reifar sögu þessarar sígildu kvikmyndagreinar. Síðasti móhíkaninn frá 1992: Þjóðsagnahefðin lifnar við.Spaghettivestrinn The Good, the Bad and the Ugly: Clint Eastwood stelur senunni. The Great Train Robbery: Byssubóf- ar gripu strax bíógesti heljartökum . Vestrinn fyrr og nú Nútímalegur vestrasmellur: Kevin Costner í Dansar við úlfa. um héruð Þá riðu hetjur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.