Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BÍÓBLAÐIÐ
SATT EÐA-
LOGIÐ?
Fjórar af þessum
fimm kvikmyndalýs-
ingum um íþrótta-
kappa eru sannar
en sú fimmta er
haugalygi. Hver
þeirra er það?
1. Freedom Road (1979).
Rithöfundurinn Howard Fast hef-
ur skrifað marga góða reyfara en
fæstir hafa ratað á breiðtjald.
Spartacus er eflaust frægasta
mynd sem gerð hefur verið eftir
skáldsögu eftir Fast. Frelsisbrautin
er 200 mínútna sjónvarpsmynd.
Heimsmeistaranum fyrrverandi
Muhammed Ali var margt til lista
lagt en hæfileikarnir á þessu sviði
voru af nokkuð skornum skammti.
Hér leikur hann frelsingja sem
verður öldungadeildarmaður í
Bandaríkjunum þegar fram líða
stundir. Leikstjórinn hafði vit á því
að fá Kris Kristoferson í hitt aðal-
hlutverkið svo að hvorugur leik-
arinn skyggði á hinn.
2) The Greatest (1977)
Skyldi Ali hafa stungið upp á titl-
inum sjálfur? Hér segir frá ævi
þungavigtarmannsins en hún er
kjörið yrkisefni fyrir kvikmyndagerð-
armenn. Sá var galli á gjöf Njarðar
að Ali lék sjálfan sig. Fjöldi úrvals-
leikara kom við sögu og meist-
arinn hafði ekki roð við þeim. Ein-
hverjir vondir menn eru með nýja
Ali-mynd í smíðum og hefur Will
Smith verið orðaður við hlutverkið.
Smith er frambærilegur leikari en
ekki mikill að manni, reyndar hinn
mesti væskill í samanburði við Ali.
Maðurinn gæti ekki staðið eina
lotu á móti Ómari Ragnarssyni.
Vonandi verður Chris Rock ekki
fenginn til að leika George For-
eman.
3. Rocky V
Steinamyndirnar eru alls orðnar
fimm og er það orðið nokkuð gott.
Stallone skrifaði sjálfur handrit að
fyrsta kaflanum en John G. Avild-
sen leikstýrði myndinni. Stallone
var sjálfur við stjórnvölinn í næstu
þremur Steinamyndum en virtist
ekki skilja gangverkið í eigin sögu-
persónu. Avildsen var því fenginn
til að leikstýra lokakaflanum.
George Foreman varð heimsmeist-
ari í þungavigt fjörutíu og fimm ára
gamall. Ári áður sigraði ungur box-
ari, Tommy Morrison að nafni,
Foreman á stigum. Morrison
greindist síðan með alnæmi og sit-
ur nú í fangelsi fyrir ýmsa smá-
glæpi og yfirsjónir. Hnefaleika-
kappinn lék lítið hlutverk í síðustu
Steinamyndinni og reyndist í sama
leikræna þyngdarflokki og Ali.
4)The Hustler (1961)
Paul Newman og Jackie Gleason
fóru á kostum í þessari mynd sem
gerð var eftir samnefndri skáld-
sögu eftir Walter Tevis. Kvikmynda-
gerðarmennirnir náðu að magna
fram andrúmsloftið í billiardstof-
unum betur en tekist hefur fyrr
eða síðar. Áhorfandinn gat beinlín-
is fundið lyktina af sígarettureykn-
um og billjardkrítinni. Þrefalt húrra
fyrir tökumanninum Eugen Schufft-
an. Martin Scorsese leikstýrði
framhaldsmynd, The Color of Mo-
ney, árið 1986 en seinni kaflinn
var ekki svipur hjá sjón. Scorsese
gerði ævi La Motta að yrkisefni í
myndinni Nautið frá Bronx. Þess-
um bandbrjálaða boxara brá fyrir í
hlutverki barþjóns í myndinni The
Hustler. Hver einasti aukaleikari í
þessari mynd leit út fyrir að hafa
ekki stigið fæti út fyrir billiardstof-
una í þrjátíu ár. La Motta mætti
eitt sinn á gamals aldri í spjallþátt
með Mike Tyson og sagði við
meistarann að hann liti út og
hljómaði eins og smástelpa en Ty-
son fannst greinilega mikil upp-
hefð í því fólgin að láta þennan vit-
firring ausa yfir sig svívirðingum og
sat skælbrosandi undir öllum
skömmunum.
5) Right On (1989)
Sjálfur lék Mike Tyson hnefa-
leikakappann McBean í myndinni
Right On. Sá fær reynslulausn og
kemur aftur í gamla hverfið. Fyrir
röskum tíu árum gafst honum
kostur á að berjast um heims-
meistaratitil en misindismenn og
glæpa neyddu hann til að leyfa
andstæðingnum að vinna. McBean
lagði hanskana á hilluna og gerð-
ist eiturlyfjaneytandi. Kappinn hef-
ur nú bætt ráð sitt og kennir pöru-
piltum hnefaleika hjá KFUM.
Honum gefst annað færi á að berj-
ast við heimsmeistarann en að
þessu sinni lætur hann ekki segj-
ast þótt mafíósarnir hóti honum
öllu illu. Kappinn ber heimsmeist-
arann sundur og saman í síðustu
lotu við mikinn fögnuð æskumann-
anna. Tyson reyndist prýðisleikari
en hefur ekki hætt sér út á þessa
braut að ráði síðan.
------
JÓNAS
KNÚTSSON
Bíóhöllin, Kringlubíó, Nýja bíó Keflavík, Nýja
bíó Akureyri og Regnboginn frumsýna Fjölskyldumanninn eða
The Family Man með Nicolas Cage.
eru David Diamond og David
Weissman.
„Mér fannst hugmyndin á bak
við Fjölskyldumanninn alveg frá-
bær,“ er haft eftir framleiðand-
anum Mark Abraham. „Hún er
mjög hlýleg og ástríðufull og segir
frá manni sem kynnist alveg nýrri
veröld sem
hefði getað
orðið líf hans.“
Marc segir
að leikstjórinn
Brett Ratner-
hefði strax í
upphafi sýnt
mikinn áhuga
á að leikstýra
myndinni en
framleiðand-
inn var ekki á því að hann væri
rétti maðurinn fyrir rómantíska
gamanmynd. Hann væri meira fyr-
ir ærslagrín eins og í Rush Hour,
síðustu mynd Ratners. En leik-
stjórinn gafst ekki upp og loks lét
framleiðandinn undan.
„Ég ætlaði mér svo sem aldrei
að leikstýra rómantískri gaman-
mynd,“ er haft eftir Ratner. „En
þegar ég las handritið sagði ég við
sjálfan mig, ég verð að gera mynd
upp úr þessari sögu. Hún minnti
mig á klassísku myndirnar sem ég
ólst upp við nema hvað hún endaði
ekki eins og flestar þær myndir
enduðu, sem mér fannst mjög
spennandi.“
Þegar Ratner hafði fengið það
verkefni að leikstýra Fjölskyldu-
manninum hafði hann þegar sam-
band við Nicolas Cage, sem hon-
um fannst að væri fæddur í
titilhlutverkið. Cage hafði strax
áhuga á sögunni og féllst á að taka
þátt í gerð myndarinnar. „Kring-
umstæðurnar sem myndin lýsir
eru einstakar,“ segir hann, „þegar
hafðar eru í huga andstæðurnar
sem við kynnumst þar sem annars
vegar er moldríkur einstæðingur á
Wall Street en hins vegar fjöl-
skyldumaður sem nýtur lífsins
sem fjölskyldfaðir. Á endanum
kemst hann svo að því hvað það er
sem er honum mikilvægast.“
Téa Leoni hafði tekið sér nokk-
urt hlé frá kvikmyndaleik eftir að
hún lék í Deep Impact og eignaðist
barn. Fjölskyldumaðurinn var eitt
af handritunum sem hún las í
barneignarfríinu og varð strax
hrifin af hlutverki Kate og segist
ekki hafa þurft að hugsa sig tvisv-
ar um þegar henni bauðst hlut-
verkið.
Kvennamaðurinn Jack Campbell
er jöfur mikill á Wall Street, hon-
um gengur vel í starfi og hefur lít-
inn tíma fyrir annað. Allt tekur
það stórkostlegum breytingum
þegar hann jólanótt eina verður
vitni að vopnuðu ráni í verslun
nokkurri og af undarlegri hug-
hreysti ræðst á
byssumanninn og
afvopnar hann.
Daginn eftir
vaknar hann í út-
hverfi í New Jers-
ey og liggur við
hliðina á Kate
(Téa Leoni), æsku-
ástinni sem hann
yfirgaf til þess að
byggja upp sinn
ábatasama kaupsýsluferil. Hann
kemst að því sér til mikillar skelf-
ingar að líf hans eins og hann
þekkti það er horfið.
Þannig er söguþráðurinn í róm-
antísku gamanmyndinni Fjöl-
skyldumanninum eða The Family
Man, sem frumsýnd er í dag í
fimm kvikmyndahúsum. Með aðal-
hlutverkin fara Nicolas Cage, Téa
Leoni og Don Cheadle. Leikstjóri
er Brett Ratner og er þetta þriðja
bíómynd hans en handritshöfundar
Frumsýning
Hið stóra ef…
Vaknað upp til nýs lífs: Nicolas Cage og Téa Leoni.
Endurmatið hafið: Cage og Don Cheadle í Fjölskyldumanninum.
Leikarar:
Nicolas Cage, Téa Leoni og
Don Cheadle.
Leikstjóri:
Brett Ratner
(Money Talks, Rush Hour).
The Family Man
Svar: Númer 5.