Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 C 7 BÍÓBLAÐIÐ gráa sandana fyrir austan sem uppljúkast áhorfandanum í nýju ljósi í Gullsandi; stóðið skeiðandi á leirun- um við tignarlegan Grundarfjörðinn í Maríu. Sverri tekst ekkert síður að fanga niðurdrabbað borgarlandslag og sjúskað mannlíf í Sódóma Reykja- vík. Þrútið loft og þungur sjór sagði okkur allt um hugarástand Jóns Leifs í órafjarlægð frá ástvinum sínum í Tári úr steini. Það er eitt af höfuðmarkmiðum kvikmyndatökumannsins að halda svipmóti og yfirbragði viðfangsefnis- ins frá fyrsta skoti til þess síðasta, ÚTI á hrjóstrug- um berangrinum kúrir lítið blóm. Einhvern veginn hefur því tekist að festa rætur á sandorpinni auðninni miðri og brosir til sólarinnar. Skyndilega heyrist hófagnýr utan af mörkinni, síðan sjáum við hestshófa lyftast og skella á einbúanum fagra. Í einni sjónhending eru dagar hans taldir. Mörkin hefur lit sínum glatað í eilífri lífsbaráttu sem engu þyrmir. Þetta er lýsing á skoti úr mynd- inni Útlaganum (’81). Sá sem á heið- urinn af því er Sigurður Sverrir Pálsson, einn okkar langreyndasti og besti kvikmyndatökumaður. Stutt myndskeiðið bergmálar inntak myndarinnar og andrúmsloft mis- kunnarleysis sögualdar, ástar- og harmsögu aðalpersónunnar, Gísla Súrssonar, sem sjálfur féll í valinn í blóma lífsins. Slík listræn og afdrátt- arlaus vinnubrögð hafa jafnan ein- kennt handbragð Sverris. Allt frá frumrauninni, Landi og sonum, sem var fyrsta mynd íslenska kvik- myndavorsins til nýjasta afsprengis þess, barnamyndarinnar Ikingut, sem nú er verið að sýna í Háskóla- bíó. Slík myndskeið eru mörg og minn- isstæð. Ægifagur Skagafjörðurinn – sjálft landið í Landi og sonum, var stórfenglegasti þátturinn í heillandi kvikmyndatöku á merkri frumraun og átti sinn þátt í að fólk trúði því að við gætum gert alvöru kvikmyndir; mennirnir sem birtast á fjörukamb- inum í Eins og skepnan deyr; sýnin á þar er Sverrir fagmaður í sérflokki. Handverk hans einkennist bæði afl- istfengi og ekki síður ótrúlegum þrótti, ánægju af starfinu og virð- ingu fyrir viðfangsefninu. Hér hafa aðeins örfá atriði verið talin úr leiknum myndum, Sverrir á ekki síður að baki farsælan feril sem heimildamyndagerðarmaður. M.a. fjölda verkefna fyrir Sjónvarpið, stórvirkin Hin rámu reginöfl, Ver- stöðin Ísland og Íslands þúsund ár, svo nokkuð sé nefnt. Sverrir hefur einnig átt þátt í handritaskrifum, klippingu og stjórn margra heim- ildamyndanna, auk tökunnar. Sigurður Sverrir er Reykvíking- ur í húð og hár, fæddur ’45 og uppal- inn í Hlíðunum. Stúdent frá M.R. ’65. Stundaði nám við H.Í. veturinn á eftir, hélt síðan utan og útskrifaðist sem kvikmyndagerðarmaður frá London School of Film Technique ’68. Það var hentugur tími því ný- stofnað Sjónvarp allra landsmanna bauð upp á ný atvinnutækifæri í stétt sem hefur farið nánast dagvax- andi síðan. Fyrsta árið starfaði Sverrir sem klippari hjá stofnuninni; kvikmyndatökumaður frá ’70–’73 og stjórnandi („produsent“) frá ’73–’76. 1977 urðu breytingar á starfshátt- um Sverris sem hætti hjá RÚV og stofnaði kvikmyndagerðarfyrirtæk- ið Lifandi myndir, ásamt tveimur starfsfélögum sínum hjá Sjónvarp- inu. Við það fyrirtæki vann Sverrir til ’95, að hann hóf eigin rekstur í kvikmyndagerð, með aðaláherslu á kvikmyndatöku. Á sinni starfsævi hefur Sverrir tekið hartnær 20 heimildamyndir, tvær stuttmyndir, eina sjónvarps- mynd og hvorki fleiri né færri en 13 leiknar kvikmyndir í fullri lengd á 20 árum. Fáir hafa mótað útlit ís- lenskra kvikmynda sem hann. Sverrir vinnur nú m.a. að heim- ildamyndum um tvo þjóðkunna lista- menn; málarann Svein Björnsson og skáldið og ritstjórann Matthías Jo- hannessen. Undanfarin ár hefur Sverrir búið í Kaupmannahöfn með danskri eiginkonu sinni en hefur jafnframt aðsetur á Íslandi, því það er hér sem hann vill helst vinna. Svipmynd Eftir Sæbjörn Valdimarsson Gegnum ljósop Sigurðar Sverris er listfengur vinnuþjarkur. Með mikilvirkustu kvikmyndatökumönnum landsins, einn sá afkastamesti hvað snertir leiknar bíómyndir. Frum- kvöðull, sem setti mark sitt á Land og syni (’79), fyrstu afurð „Íslenska kvikmyndavorsins“, og hefur haldið ótrauður áfram allt til Ikíngut (’00), nýjustu íslensku myndarinnar. Eins á hann að baki fjölda heimildar- mynda, þ. á. m. nokkurra þeirra merkustu á síðustu áratugum. Sigurður Sverrir Pálsson Morgunblaðið/Jim Smart 1996: 1.verðlaun fyrir „Out- standing Cinematography“ (kvikmyndatöku) á Prague Int- ernational Film Festival fyrir Tár úr steini. 1993: „Certificate for Creative Exellence“ fyrir Ver- stöðina Ísland, 4.hl., veitt af US International Film and Vid- eo Festival. 1991: „Þrautseigju-viðurkenn- ing“ frá Félagi kvikmyndagerð- armanna. 1981: Menningarverðlaun DV fyrir kvikmyndatöku (Land og synir). Tilnefndur til Menningar- verðlauna DV fyrir myndatöku á Tári úr steini og Benjamín Dúfu 1996, fyrir myndatöku á Sjóar- inn, skóarinn......1992. Verstöðin Ísland var tilnefnd til þessara verðlauna 1993 og Út- laginn (myndin í heild) fékk verðlaunin 1982. Auk þessa hafa flestar af bíó- myndunum, sem taldar eru upp, unnið til verðlauna eða viðurkenninga erlendis. Viðurkenningar 1979: Land og synir 1980: Punktur, punktur, komma, strik 1981: Útlaginn 1984: Gullsandur 1985: Eins og skepnan deyr 1991: Sódóma Reykjavík 1993: Skýjahöllin 1994: Tár úr steini 1994: Benjamín dúfa 1996: María 1997: Perlur og svín 1997: Sporlaust 2000: Ikingut Stjórnandi kvikmyndatöku, bíómyndir: NÝJAR MYNDIR FAMILY MAN Bíóhöllin: Kl. 3:30 – 6 – 8 – 10:30. Kringlubíó: Kl. 5:30 – 8 – 10:30. Aukasýning föstudag kl.12:50 Regnboginn: Kl. 5:30 8 – 10:30. Aukasýning um helgina kl. 3. DANCER IN THE DARK DRAMA Dönsk/Bresk. 2000. Leikstjóri: Lars Von Trier. Aðalhlutverk: Björk Guðmundsdóttir, Peter Stormare, Catherine Deneuve. Túlkun Bjarkar í nýjustu mynd danska leikstjórans Lars Von Triers er alveg einstök og heldur uppi brot- hættum söguþræði. Háskólabíó Kl. 5:30. ÍSLENSKI DRAUMURINN GAMAN Íslensk. 2000. Leikstjóri og handrit: Robert Douglas. Aðalleikendur: Þórhallur Sverrisson, Jón Gnarr, Hafdís Huld. Íslensk gamanmynd, sem er mein- fyndin, hæfilega alvörulaus en þó með báða fætur í íslenska veru- leikanum, er komin fram. Alveg hreint afbragðs góð mynd. Bíóborgin: Kl. 4 – 6 – 8. NURSE BETTY ½ GAMAN Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Nel LaBute. Hand- rit: John C. Richards. Aðalleikendur: Renée Zellweger, Chris Rock, Morgan Freeman, Greg Kinnear. Yndisleg tragikómedía um unga konu sem missir manninn og heldur til Hollywood að leita að stóru ást- inni. Bíóhöllin: Kl. 8 – 10.10. THE GRINCH THAT STOLE CHRIST- MAS  FJÖLSKYLDUMYND Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Ron Howard. Hand- rit Jeffrey Price. Aðalleikendur: Jim Carrey, Tay- lor Momsen. Fín jóla- og fjölskyldumynd. Borin uppi af stórleik Carreys og fagmann- legri leikstjórn. Bíóhöllin: Kl. 3:40 – 5:50 – 8 – 10:15. Aukasýn- ing um helgina kl. 1:45. KJÚKLINGAFLÓTTINN – CHICKEN RUN  FJÖLSKYLDUMYND Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit: Peter Lord og Nick Park. Rödduð. Leirbrúður fara með aðalhlutverkin í fjölskylduvænni endurvinnslu Flótt- ans mikla – með Watership Down- ívafi. ÍSLENSKT TAL. Bíóhöllin: Um helgina kl. 1:50. Háskólabíó: Föstudag kl. 4. UNBREAKABLE  SPENNA Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit: McNight Shyamalan. Aðalleikendur: Bruce Will- is, Samuel L. Jackson, Robin Wright Penn. Áhugaverð og þægileg kvikmynd sem veltir upp tilvistarspurningum á spennandi hátt. Willis og Jackson eru traustir en Wright Penn er betri. Bíóhöllin: Kl. 3:40 – 5:50 – 8 – 10:15. Aukasýn- ing um helgina kl. 1:30. Kringlubíó: Kl: 8 – 10:15. Aukasýning föstudag kl. 12:30. Bíóborgin: Kl. 3:40 – 5:50 – 8 – 10:15 WHAT LIES BENEATH  HROLLUR Leikstjórn og handrit: Robert Zemeckis. Aðal- leikendur Harrison Ford, Michelle Pfeiffer, Ja- mes Remar. Kunnáttusamlega gerður spennu- tryllir og nútímadraugasaga í anda Hitchcock gamla. Pfeiffer og Fordar- inn í toppformi. Hrollvekjandi afþrey- ing. Stjörnubíó: Kl. 5:30 – 8 – 10:20. Aukasýning um helgina kl. 3. BRING IT ON ½ GAMAN Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Peyton Reeds. Handrit: Jesse Bendinger. Aðalleikendur: Kirs- ten Dunst, Eliza Dushka, Gavrielle Union. Mynd um klappstýrukeppni veldur ekki vonbrigðum, merkilegt nokk. Þökk sé líflegum leik aðalleik- kvennanna þriggja, pólitíkinni í handritinu, ekki alveg fyrirsjáanleg- um endi og dálítilli lífsgleði. Bíóhöllin: Kl. 3:30 – 6 – 8 – 10:30. Aukasýning um helgina kl. 1:40. Kringlubíó: Kl. 3:50 – 5:55 – 8 – 10:10. Auka- sýning föstudag kl. 12:30, um helgina kl. 1:45. Háskólabíó: Kl. 4 – 6 – 8 – 10. Aukasýning um helgina kl. 2. CHARLIE’S ANGELS  SPENNA Bandarísk. 2000. Leikstjóri McG. Handrit: Ivan Geoff. Aðalleikendur Cameron Diaz, Drew Barry- more, Bill Murray. Skemmtileg tilbreyting í hasar- myndaflórunni að sjá þrjár gellur í Schwarzenegger-rullunni. Delluverk af Hollywood-tegundinni. Laugarásbíó: KL. 4 – 6 – 8 – 10. Regnboginn: Kl. 6 – 8 – 10. IKINGUT ½ BARNAMYND Íslensk. 2000. Leikstjóri: Gísli Snær Erlings- son. Handrit: Jón Steinar Ragnarsson. Aðalleik- endur: Hjalti Rúnar Jónsson, Hans Tittus Nak- inge, Pálmi Gestsson. Hugljúf, átakalítil barnamynd um for- heimsku og fordóma fyrr á öldum í vestfirsku sjávarþorpi. Háskólabíó: Kl. 4 – 6 – 8 – 10. Aukasýning föstudag/laugardag kl. 2. THE LEGEND OF BAGGER VANCE ½ DRAMA Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Robert Redford. Handrit: Elton Dillinger. Aðalleikendur: Will Smith, Matt Damon, Charlize Theron. Falleg saga frá Redford, um golfara sem finnur sig aftur á vellinum. Regnboginn: Kl. 8 – 10:30. Stjörnubíó: Kl. 5:30 – 8 – 10:30. Aukasýning um helgina kl. 3. * OPEN YOUR EYES ½ SPENNA Spænsk. 1998. Leikstjórn og handrit: Alejandro Amenábar. Aðalleikendur: Eduardo Noriega, Penélope Cruz, Chete Lera. Það er ekkert sem sýnist í mynd sem leikur sér að ráðgátunni um líf og dauða. Athyglisverð og vel leikin af aðalleikurunum þrem. Bíóborgin: Kl. 5:50 – 8 – 10:15. Aukas. Fös. kl. 3:40. RISAEÐLURNAR ½ FJÖLSK. Bandarísk. 2000. Leikstjórar Eric Leighton, Ralph Sontag. Rödduð teiknimynd. Heldur hugmyndasnauð Disney- mynd, afar vel teiknuð og gerð en sagan væmin er líður á. Frábær barnamynd. Bíóhöllin: Kl. 4. Aukasýning um helgina kl. 2. Kringlubíó: Kl. 3:40. Aukasýning um helgina kl. 1:45. DINOSAUR ½ TEIKNIMYND Bandarísk. 2000. Leikstjórar Eric Leighton, Ralph Sontag. Rödduð teiknimynd. Heldur hugmyndasnauð Disney- mynd, afar vel teiknuð og gerð en sagan væmin er líður á. Frábær barnamynd. Bíóhöllin: Kl. 6. THE GOLDEN BOWL – GULL- SKÁLIN  DRAMA Bresk. 2000. Leikstjóri. James Ivory. Handrit Ruth Prawler Jhabvala. Aðalleikendur: Nick Nolte, Uma Thurman, Anjelica Huston. Lin mynd og óspennandi um ást- fangið fólk sem er gift feðginum. Maður fær enga samúð með per- sónunum þótt leikararnir séu fínir. Háskólabíó: Kl. 5:30 – 8 – 10:30. Aukasýn. um helgina kl. 2. GUN SHY  SPENNUMYND Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Eric Blakeney. Hamdrit: John V. Sterling. Aðalhlutverk: Liam Neeson, Oliver Platt, Sandra Bullock. Lögguhetja leitar sálfræðings vegna ótta við lokaverkefnið. Ágæt saga. Lélegur húmor og ósannfærandi leikur. Bíóborgin: Kl. 10. RED PLANET  VÍSINDA- SKÁLDSK. Bandarísk. 2000. Leikstjóri og handrit: Anthony Hoffman. Aðalleikendur: Val Kilmer, Carrie-Anne Moss. Kilmer og Moss fara fyrir hópi vís- indamanna til Mars og lenda í mikl- um kröggum. Bíóhöllin: Kl. 10:15. SAVING GRACE  GAMAN Bresk. 2000. Leikstjóri Nigel Cole. Handrit Craig Ferguson og Mark Crowdy. Aðalleikendur Brenda Blethyn og Craig Ferguson. Ekkja tekur til við hamprækt er þrengist í búi. Vel leikin af Blethyn og Ferguson en grínið nánast hung- urmorða. Háskólabíó: Kl. 4 – 6 – 8 – 10. Aukasýning föstudag/laugardag kl. 2. WHIPPED  GAMAN Bandarísk. 2000. Leikstjóri og handrit: Peter M. Cohen. Aðalleikendur: Amanda Pett, Brian van Holt, Zorie Barber. Furðuleg mynd um stærilæti ung- karla á kynlífssviðinu. Í senn fyndin og leiðinleg, frumleg og þreytt. Háskólabíó: Kl. 10:15. POKÉMON 2000 ½ TEIKNI- MYND Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Gail Tilden. Hand- rit: Norman Grossfeld. Aðalraddir: Grímur Gísla- son, Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Óskiljanleg, súr stuttmynd um Pok- émon, sem er fylgt eftir með ofbeld- isfullri mynd um sömu persónur. Bíóhöllin: Kl. 3:50 – 6. Aukasýning um helgina kl. 1:40. Regnboginn: Kl. 6. Aukasýning um helgina kl. 2 – 4. Kringlubíó: Kl. 3:50 – 6. Aukasýning um helgina kl. 1:40. URBAN LEGENDS: FINAL CUT – SÖGUSAGNIR 2 ½ HROLLUR Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Jamie Blanks. Handrit: Silvio Horta. Aðalleikendur: Alicia Witt, Jared Leto. Ekkert nýtt, aðeins meira af sama blóðslabbinu. Laugarásbíó: Kl. 4 – 6 – 8 – 10. AUTUMN IN NEW YORK  DRAMA Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Joan Chen. Hand- rit: Gary Lucchesi. Aðalleikendur: Richard Gere, Wynona Ryder. Gamaldags ástarsaga hlaðin tilfinn- ingavellu og væmni. Háskólabíó: Kl. 8. LITTLE NICKY  GAMAN Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Steven Brill. Hand- rit: Adam Sandler. Aðalleikendur: Adam Sandler, Harvey Keitel. Sullumbull um son Satans, sem er prúðmenni. Adam Sandler er lélegur leikari. Laugarásbíó: Kl. 4 – 6 – 8 – 10. Regnboginn: Kl. 6 – 8 – 10. Aukasýning um helgina kl. 2 – 4. Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.