Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 2
KNATTSPYRNA 2 C FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ voru uppgefnir og þreyttir leikmenn Úrúgvæ sem komu á hótelið sem hýsir íslenska liðið um miðjan daginn í gær. Ferð íslenska landsliðsins er stutt gamansaga í sam- anburði við þá leið sem Úrúgvæmenn lögðu á sig. Þeir komu við í Argentínu á leið sinni frá Úrúgvæ, flugu þar yfir til Suður- Afríku, millilentu í Zim- babve á leið sinni til Madríd. Frá Spáni héldu þeir til London, þaðan til Dubai, síðan til Bombay áð- ur en þeir komu til Cochin. Þessi erfiða ferð á eflaust eftir að koma niður á leik þeirra er þeir mæta Íslend- ingum í dag. Von- brigði að sjá ekki Indverja ÞAÐ voru Atla Eðvalds- syni, landsliðsþjálfara í knattspyrnu nokkur von- borgði þegar Indónesíu- mönnum var vísað úr keppninni í gær. Þar með missti hann af eina tæki- færinu til þess að sjá Ind- verja leika, en heimamenn mæta íslenska landsliðinu á sunnudaginn. Indverjar eru nærri því sem óskrifað blað fyrir Atla og lærisveina hans sem eins og fleiri vita ekki hvers má vænta þegar þjóðirnar eigast við. „Það hefði verið í fyrsta skipti sem ég sé indverska landsliðið leika knatt- spyrnu knattspyrnu – við vitum hreinlega ekkert hvernig þeir leika,“ sagði Atli. Þreyttir Úrúgvæ- menn Atli sagði að hann vissi aðÚrúgvæmenn kæmu ekki með stóru stjörnurnar sínar til leiks. „Þeir eiga marga leikmenn sem vilja sanna sig, eins og er hjá okk- ur,“ sagði Atli, sem ætlar að leggja upp leikinn eins og hann hefur gert hingað til. „Við munum leika með fjóra menn í öft- ustu varnarlínu og einn leikmann rétt fyrir framan miðverðina. Það verður Þórhallur Örn Hinriksson sem fær það hlutverk að leika fyr- ir framan Gunnlaug Jónsson og Bjarna Þorsteinsson. Sverrir Sverrisson og Kjartan Antonsson verða við hlið þeirra. Þá verða fjórir leikmenn á miðjunni, Tryggvi Guðmundsson, Sigurvin Ólafsson, Ólafur Örn Bjarnason og Sigþór Júlíusson. Fremstur meðal jafningja verður svo Guðmundur Benediktsson. Við verðum að leika yfirvegað frá byrjun og gæta okkur á að Úrúgvæmenn geti ekki brotist upp miðjuna. Þeir eru leiknir og fljótir – við verðum að gæta okkur á þeim. Við ætlum að loka á þá og ég vona að það gangi eftir. Eins og ég sagði áðan þá höfum við ekki feng- ið mikinn tíma til að undirbúa okk- ur, en ef við gerum hlutina rétt er þetta einfalt.“ Hvað þarftu mikinn tíma til að sjá út styrkleika Úrúgvæmanna? „Við sjáum styrk þeirra á fyrstu fimmtán mínútunum. Ef við náum að halda þeim niðri á þeim tíma, getir það okkur auðveldara fyrir. Ég hef trú á því að jafnvægi okkar verði í lagi ef við náðum að halda aftur að Úrúgvæmönnum fyrstu tuttugu til tuttugu og fimm mín- úturnar, Já, svo framarlega að hit- inn nái ekki að brjóta okkur á bak aftur. Hitinn verður óvinur okkar númer eitt, tvö og þrjú. Strákarnir eru líkamlega sterkir til að eiga við Úrúgvæmenn. Þeir bíða spenntir eftir að mæta þeim og eiga eftir að leggja sig alla fram í orrustunni. Leikurinn gegn Úrúgvæ skiptir okkur miklu máli – það er alltaf gott að byrja vel. Við leikum síðan næst gegn Indverjum eftir aðeins tvo daga og verður sá leikur erf- iður, því að þá gæti farið svo að strákarnir mæti þreyttir til leiks eftir átökin við Úrúgvæmenn. Við mætum heimamönnum á frábær- um velli fyrir framan hundrað þús- und áhorfendur, sem verður mikil upplifun fyrir strákana.“ Atli sagði að strákarnir væru spenntir fyrir því að komast áfram í 8-liða úrslitin. „Ef það tekst væri best að komast áfram sem fyrsta liðið úr riðlinum. Þá þurfum við ekki að fara héðan frá Cochin, heldur að leika hér fimmtudaginn átjánda janúar við Júgóslavíu eða Bosníu. Hér er gott að vera og hér viljum við vera áfram.“ Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari segir að nú sé komið að alvörunni Við ætlum að loka á Úrúgvæmenn Morgunblaðið/Einar Falur Hvít drossía beið Atla Eðvaldssonar þjálfara og Ásgeirs Sigurvinssonar við komuna til Cochin í fyrradag. Um hálsinn eru þeir með blómakransa sem þeim voru færðir við komuna. „ÉG er þokkalega sáttur við allt og allt miðað við erfiða ferð og stuttan undirbúning fyrir átökin hér í Indlandi. Þreytan er að líða úr mönnum, en hitinn er og verður áfram hér til staðar. Það er erfitt að leika knattspyrnu í yfir þrjátíu stiga hita. Þannig er staðan og við vissum að hún yrði þannig. Við vitum ekkert um mótherja okkar og þeir ekk- ert um okkur þannig að við göngum jafnir að borði,“ sagði Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálf- ari Íslands í knattspyrnu, í gær- kvöldi. Morgunblaðið/Einar Falur Valur Fannar Gíslason leikur sér með boltann áður en morgunæfing knattspyrnulandsliðsins hófst í breiskjuhita í gærmorgun. Bakvið hann skokkar landslið Bangladesh. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Indlandi Fimm Íslendingar léku saman FIMM Íslendingar léku síðari hálfleikinn með Stoke City gegn Halifax í bikarkeppni ensku neðrideildaliðanna í fyrrakvöld. Aldrei áður hafa jafnmargir íslenskir leikmenn leikið saman með erlendu félagsliði en þetta er í fyrsta skipti sem fimm íslenskir leikmenn hjá Stoke eru innan vallar á sama tíma, þótt alls séu þeir sex í her- búðum félagsins. Þeir Brynjar Björn Gunnarsson, Bjarni Guðjónsson, Ríkharður Daðason og Birkir Kristinsson spiluðu allan leikinn og Stefán Þór Þórðarson lék síðari hálfleikinn. Stefán hefur verið frá keppni vegna veikinda undanfarnar vikur en er kominn á ferðina á nýjan leik. Bjarni Guðjónsson skoraði tvö marka Stoke í 3:2 útisigri, sigur- markið með skoti af 20 metra færi á síðustu mínútu leiksins, og Ríkharður Daðason gerði eitt en Halifax komst í 2:0 á fyrstu 27 mínútum leiksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.