Morgunblaðið - 12.01.2001, Side 5
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 B 5
Þjálfari
Úrúgvæ
ánægður
ANTONIO Alfamendi,
þjálfari liðs Úrúgvæm-
anna sem leikur hér, sem
er skipað ungum leik-
mönnum eins og lið Ís-
lands, sagðist vera
ánægður með sigurinn á
Íslendingum. „Ég var
hræddur við leikinn þar
sem við komum hingað
aðeins daginn fyrir leik
eftir fjögurra daga erfitt
ferðalag, sem tók á.
Ég lagði það upp að
mínir menn, sem eru van-
ari að leika í hita en Ís-
lendingar, myndu sækja
grimmt á þá í byrjun. Það
var erfitt, en heppnin var
með okkur – við skor-
uðum tvö mörk með
stuttu millibili í fyrri hálf-
leik, sem voru mörk sem
dugðu okkur til sigurs.
Ég vissi einnig að Ís-
lendingar myndu tefla
fram óreyndu liði. Íslend-
ingar voru fyrstir til að
tilkynna lið sitt á heima-
síðu mótsins og þegar við
fórum yfir nöfnin, þá
sáum við fljótlega að það
vantaði menn sem leika í
Þýskalandi og Englandi.
Það er sorglegt að lið
Indónesíu hafi ekki verið
með hér, því að það gerir
munstur riðilsins allt öðru
vísi en ég var búinn að
reikna með. Ég veit ekk-
ert um landslið Indlands.
Íslendingar eiga vel að
geta lagt Indverja að velli
– ef þeir ná góðum leik.“
Í UPPTALNINGU í gær á lands-
liðsmönnum Íslands í knattspyrnu
og fræknum feðrum þeirra, sem
gerðu garðinn frægan á árum áður
láðist að nefna að Bjarni Þorsteins-
son er sonur Þorsteins Kristjánsson-
ar leikmanns KR á árum áður.
STAN Collymore er enn á faralds-
fæti og að þessu sinni hefur Brad-
ford lánað framherjann til utan-
deildarliðsins Stafford Rangers en
Collymore lék áður með Stafford
liðinu árið 1989.
DAVID Seaman, aðalmarkvörður
Arsenal, sem hefur verið frá í tvo
mánuði vegna meiðsla, er allur að
braggast og reiknað með að hann
verði í marki Arsenal gegn Chelsea
á morgun.
ÍTALSKA knattspyrnuliðið Inter
bíður nú svars frá Barcelona um það
hvort félagið sé reiðubúið að lána
franska landsliðsmanninn Emman-
uel Petit til Inter út þessa leiktíð.
Petit hefur verið meira og minni úti í
kuldanum hjá Börsungum á þessari
leiktíð og er hundónægður með dvöl
sína hjá Katalóníuliðinu.
PAUL Scholes, leikmaður Man-
chester United, þarf að hvíla næstu
dagana vegna álagsmeiðsla og þar
með er ljóst að hann leikur ekki gegn
Bradford á morgun. Þá er óvíst
hvort Nicky Butt geti leikið en hann
hefur átt við meiðsli að stríða og
haltraði af velli í fyrri hálfleiknum
gegn Fulham um síðustu helgi.
MANCHESTER City hefur keypt
markvörðinn Carlo Nash frá Stock-
port fyrir um 13 milljónir króna.
Óvíst er um framtíð landsliðsmanns-
ins frá Norður-Írlandi, Steve Lom-
as, hjá City en hann hefur verið orð-
aður við Everton og ætlar Lomas að
gera upp hug sinn í dag.
FÓLK
Atli sagði að Þórhallur hefði síðannáð að minnka muninn með
glæsilegu skallamarki eftir auka-
spyrnu, sem við vor-
um búnir að fara yfir
fyrir leikinn. „Ef við
hefðum náð að setja
á þá mark í seinni
hálfleik, hefði leikurinn orðið spenn-
andi. Tryggvi fékk tækifæri til þess,
en heppnin var ekki með honum –
Úrúgvæmenn björguðu á línu á síð-
ustu stundu,“ sagði Atli, sem var hás
eftir leikinn. „Já, það tók á radd-
böndin. Ég var að reyna að fá strák-
ana framar á völlinn, en því miður
náðu þeir ekki að gíra sig upp.
Þeir lágu of aftarlega á vellinum
og komust hreinlega ekki fram – hit-
inn og þreytan réðu ríkjun. Þeir
höfðu vilja til að fara fram, en fæt-
urnir svörðuðu ekki kallinu.“
Voru leikmennirnir orðnir þreytt-
ir?
„Nei, ekki þreyttir. Hitinn var
geysilegur, hann var hreinlega
þrunginn – lagðist á menn við
minnstu hreyfingu. Besta dæmið um
það var sem Sævar Þór sagði við mig
eftir leikinn; Atli, eftir tíu mínútur
var ég gjörsamlega búinn. Að koma
þannig inn í leikinn er skelfilegt fyrir
unga leikmenn, sem eru að leika sinn
fyrsta landsleik. Sama sagan má
segja um Indriða – hann brunaði
fram tvisvar, en svo virtist hann ekki
geta komið til baka. Hann náði sér
fljótt, sem betur fer. Það var eins og
okkur grunaði fyrir leikinn, hitinn
var okkar helsti óvinur. Það er merg-
ur málsins.
Þegar maður fer að hugsa nánar
um leikinn, vorum við jafnvel búnir
að ræða of mikið um hitann. Strák-
arnir voru svo hræddir við hitann, að
þeir náðu sér hreinlega ekki á strik.
Með aðeins betri leik hefðum við get-
að lagt þessa karla að velli.
Auðvitað spilar það inn í að við er-
um með mjög ungt og óreynt lið
hérna.
Reynsla skiptir miklu máli þegar
tekið er þátt í erfiðum mótum eins og
þessu, við framandi aðstæður. Þessi
ferð er mikill skóli fyrir strákana,“
sagði Atli.
Morgunblaðið/Einar Falur
1. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Tryggva Guðmundssonar. Þórhallur var sannarlega á auðum sjó.
Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari
eftir leikinn gegn Úrúgvæ
Hræðslan
við hitann
lamaði okkur
„ÞAÐ var sárt að þurfa að játa sig sigraðan hér, því að það var svo
mikill hugur í strákunum. Við byrjuðum mjög rólega og menn voru
greinilega mjög hræddir við hinn mikla hita sem er hér. Strákarnir
náðu ekki að gíra sig upp og svo er eitt sem má ekki gleyma – við
gerðum gríðarlega mikil mistök í báðum mörkunum sem við feng-
um á okkur með stuttu millibili,“ sagði Atli Eðvaldsson eftir tapið
fyrir Úrúgvæ á Indlandsmótinu.
Sigmundur Ó.
Steinarsson
skrifar
frá Indlandi
skallaði knöttinn í netið eftir auka-
spyrnu frá Tryggva Gumundssyni.
Ólafur Örn Bjarnason fékk tækifæri
til að jafna metin á síðustu mín. fyrri
hálfleiksins en hann hafði ekki heppn-
ina með sér – fast skot hans rétt fyrir
utan vítateig rataði ekki rétta leið, fór
yfir markið.
Leikurinn jafnaðist
við breytingar
Atli Eðvaldsson gerði breytingar á
leikskipulagi sínu í seinni hálfleik.
Hann setti Tryggva Guðmundsson
frammi við hlið Guðmundar Bene-
diktssonar, Sigurvin Ólafsson fór út á
vinstri vænginn og þeir Þórhallur og
Ólafur Örn framar á miðjuna. Leik-
urinn jafnaðist við þetta en það var þó
ekki nóg til að Íslendingar næðu yf-
irhöndinni.
Fyrirliðinn Tryggvi Guðmundsson
var óheppinn að skora ekki mark á 57.
mín. leiksins – hann átti þá skot rétt
fyrir utan markteig sem virtist í fyrstu
rata rétta leið en á elleftu stundu náðu
Úrúgvæmenn að bjarga á marklínu.
Ég er viss um að ef knötturinn hefði
hafnað í marki Úrúgvæmannahefðu
þeir lent í vandræðum og jafnvel játað
sig sigraða. Eftir þetta skot Tryggva
gerðist ekkert markvert í leiknum fyrr
en þremur mín. fyrir leikslok, að leik-
menn Íslands settu pressu á Úrúgvæ-
menn – fengu sína fyrstu hornspyrnu í
leiknum og aðra til en þær nýttust
ekki. Úrúgvæmenn fögnuðu sigri í
fyrsta landsleik þjóðanna, 2:1.
Erfiðar aðstæður
Leikið var við mjög erfiðar aðstæð-
ur, mikinn hita og raka. Það kom niður
á leik liðanna og þó að Úrúgvæmenn
hafi verið sprækari voru þeir ekki
mikið betri en Íslendingar. Aftur á
móti var heppnin með þeim. Íslend-
ingar gáfu og þegar gefendur leggja
eitthvað af mörkum ætlast þeir ekki til
að fá neitt til baka. Það var hlutverk
íslensku leikmannanna hér í Cochin.
snýst um – knöttinn. „Ódýri mark-
aðurinn“ var opnaður á 25. mín. og
honum lokað fimm mínútum síðar.
Hann kostaði leikmenn Íslands tvö
mörk. Það var þá sem Íslendingar
vöknuðu upp við vondan draum, þeir
voru búnir að láta Úrúgvæmenn leika
á sig.
Þórhallur Örn Hinriksson náði að
vekja Íslendinga upp með því að skora
laglegt mark með skalla á 31. mín.,
nöttinn án þess að geta skapað sér
ækifæri. Guðmundur Benediktsson
ar einn í fremstu víglínu og var hann
ft á tíðum hlaupandi um völlinn, án
ess að fá að sjá hlutinn sem leikurinn
ri markaðurinn
aður í Cochin
ti hér í Cochin á Indlandi, allt frá
ynnst því að það sé hægt að
nnirnir settu upp „ódýra mark-
gáfu leikmönnum Úrúgvæ tvö
!" "
#
$
%
&
'
%
%
' (
!
"#
"#
$ % ! !
(
"
( )*+,
"
- $./ "0# / 1+,
2 3+ "
#
2
4+ 15+,
67#
( (
!
/ !!7 8 9
)) (* +,,)
(!0( -+
'
' : +-.,
;
/ / *
0
(! ( ! 1 '
' '
" ! <
7 =!>(
?
5
5
*
@+ 99
+ A B+ 8
+
@+ ! @+ @
&A+ )*+,
@+ ; !
+ &$+ = D
+,
;+ 4
=+ &E+ @!
F1+,
$+ "
* #
* 2+34* "
5(
!
* #
* 2.-4* "
6* 7 28.4* "
9 :
* #
2;<4* "
> 5 2+34
5? 2+<4
? 2-34