Morgunblaðið - 14.01.2001, Page 2

Morgunblaðið - 14.01.2001, Page 2
2 B SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í desember á þessu ári mun nýsjá- lenski leikstjórinn Peter Jackson frumsýna fyrstu mynd sína af þrem- ur sem hann byggir á Hringadrótt- inssögu eftir J.R.R. Tolkien en með henni lýkur fyrsta kvikmyndaári ald- arinnar, sem sýnist ætla að verða spennandi að mörgu leyti. Mýgrútur mynda verður framleiddur í Holly- wood-vélinni og sjálfsagt ekki allt jafnvandað en nokkrir titlar eru sér- lega áhugaverðir og skal nú hlaupið á nokkrum þeirra. Hringadróttinssaga: 270 milljónir dollara Sífellt bætast við upplýsingar um Hringadróttinssögu en Peter Jack- son hefur reynt að takmarka aðgang fjölmiðla að upplýsingum um fram- leiðsluna svo leyndardómurinn verði ekki allur upplýstur þegar kemur að frumsýningu. Um er að ræða dýrustu kvikmyndaframleiðslu sem nokkru sinni hefur verið ráðist í en mynd- irnar þrjá eru sagðar munu kosta ekki minna en 270 milljónir dollara, sem er vel á þriðja tug milljarða ís- lenskra króna. New Line Cinema framleiðir. Hugmyndin er að frumsýna mynd- irnar hverja á fætur annarri árin 2001 til 2003 og er hver þeirra byggð á einni bók Tolkiens í trílógíunni. Vandamálið sem Jackson stendur frammi fyrir er auðvitað að gefa öll- um þeim milljónum sem þekkja vel til sagnanna það sem þeir vilja en jafn- framt reyna að gera sögurnar skilj- anlegar og spennandi þeim sem þekkja hvorki haus né sporð á Hobb- itum. „Það er ekki hægt að gera Hringadróttinssögu almennilega án þess að búa til þrjár bíómyndir,“ hef- ur Jackson látið hafa eftir sér, „í það minnsta ef þú ætlar að kvikmynda hana af einhverju viti.“ Jackson var í tvö ár að undirbúa kvikmyndatökuna en myndirnar þrjár eru teknar hver á fætur annarri á síðasta ári og þessu sem nú fer í hönd og leika Elijah Wood, Ian McKellan og Cate Blanchett aðal- hlutverkin. Bandaríski leikstjórinn Michael Mann er meðal fremstu kvikmynda- gerðarmanna Bandaríkjanna og er mynda frá honum ætíð beðið með nokkurri eftirvæntingu. Síðast sendi hann frá sér Uppljóstrarann eða The Insider en líklega er þekktasta mynd hans Síðasti móhíkaninn. Hann send- ir frá sér á þessu ári ævisögulega mynd um mesta hnefaleikakappa allra tíma, Múhameð Alí. Það er súp- erstjarnan og gleðipinninn Will Smith sem fer með hlutverk Alís og lagði á sig heilmikið erfiði. Hann æfði hnefaleika í hálft ár áður en tökur hófust og fitaði sig upp í 109 kíló. Ástamál og Hannibal Sagt er að Mann kafi ofan í kvennamál Alís og reki málaferlin sem urðu þegar hann neitaði að gegna herþjónustu í Víetnam svo og tengsl kappans við samtökin Nation of Islam eða Þjóð Íslams. „Hann var hetja fólksins,“ er haft eftir Mann. „Hann var fulltrúi allra þeirra sem vinna sig upp úr engu.“ Neil LaBute vakti athygli vestra og ekki síður hér heima fyrir gam- andramað Hjúkkuna Betty eða Nurse Betty en hann sendir frá sér nýja mynd á árinu sem er talsvert ólík henni. Hún heitir Possession og er byggð á samnefndri 555 síðna bók eftir A.S. Byatt. Aðrir leikstjórar reyndu að kveikja líf í sögunni á tjald- inu eins og Sidney Pollack (Random Hearts) og Gillian Armstrong (Little Women) en hún reyndist þeim ofviða. Með aðalhlutverkin fara Gwyneth Paltrow og Aaron Eckhart ásamt Jeremy Northam og Jennifer Ehle en myndin greinir frá bókmennta- fræðingum í nútímanum sem velta fyrir sér leynilegu ástarsambandi nítjándu aldar skáldanna Roberts Brownings og Christinu Rossetti. Þá mun dr. Hannibal Lecter sem kunnugt er snúa aftur á hvíta tjaldið, sjálfsagt flestum til gleði og ánægju, hvursu öfugsnúið sem það nú hljóm- ar. Anthony Hopkins leikur enn mannætuna hjartahlýju í framhalds- tryllinum Hannibal, sem byggist á samnefndri metsölubók Thomas Harris, en Julianne Moore hefur tek- ið við hlutverki FBI-konunnar Clar- ice Starling. Í Hannibal greinir Harris frá því að titilpersónan hafi mótast af hryll- ingi sem hún upplifði í æsku og Hannibal reynist verndari Clarice á stundum. Breski leikstjórinn Ridley Scott stjórnar blóðbaðinu í þetta sinn og segir að nýja myndin gefi tækifæri til þess að kanna betur hið viðkvæma sálarlíf morðingjans illskeytta. „Þetta er ástarsaga sem aldrei er uppfyllt,“ er haft eftir Scott. Öruggt má þó teljast að Hannibal fái fylli sína. Hanks sem glæpaforingi Leikstjórinn Sam Mendes gerði Ameríska fegurð og vakti mikla at- hygli en hann hafði ekki áður fengist við kvikmyndaleikstjórn. Hann hefur hins vegar verið eftirsóttur í draumafabrikkunni síðan og stýrir nú Tom Hanks í nýrri mynd sem ber heitið Road to Perdition. Hún er byggð á samnefndri og talsvert of- beldisfullri skáldsögu sem segir frá glæpaforingja í Chicago er hefnir morðsins á uppáhaldssyni sínum. „Þetta er mynd um þá leynilegu ver- öld sem foreldrar manns lifa í og maður kynnist í rauninni aldrei,“ seg- ir Sam Mendes. Það furðulega er að Tom Hanks fer með aðalhlutverkið í myndinni. Hanks hefur hingað til ekki leikið glæpaforingja í hefndarhug heldur miklu fremur góðviljuð, góðhjörtuð góðmenni í „góðum“ myndum þar sem engar eru blóðsúthellingarnar. Er Cast Away, sem núna er vinsæl- ust mynda vestra, gott dæmi um Hanks-mynd. Hvort leikarinn vill með Road to Perdition bæta á sig fjölbreyttari karakterum skal ósagt látið en í það minnsta verður fróðlegt að sjá glæpaforingjann Hanks út- deila réttlætinu á hvíta tjaldinu. Og loks er það Rauða myllan eða Moulin Rouge sem nefnd skal á þess- ari yfirreið yfir nokkrar af áhuga- verðustu myndum ársins 2001. Leik- stjóri hennar er Baz Lurhmann sem síðast gerði nútímaúgáfu af Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare. Lýsingin á Moulin Rouge bendir til þess að hér sé á ferð nokkurt furðuverk. Myndin gerist á hinum fræga skemmtistað í París árið 1899 og er með Nicole Kid- man og Ewan McGregor í aðalhlut- verkum en Nicole leikur dansmey og söngkonu á staðnum og McGregor tónskáld, sem hrífst af henni. Lurhmann gerir póstmódernískt sambland af „dansklúbbi, leikhúsi og hóruhúsi“ úr Rauðu myllunni og splæsir saman dansa og tónlist úr samtímanum (Madonnu og Fatboy Slim svo einhverjir séu nefndir) og hundrað ára gamalt söguefni. Mynd- in er að hluta til söngleikur og að hluta ástarsaga sem Lurhmann sjálf- ur spáir að muni ýmist heilla áhorf- endur eða fá þá til þess að ráðast inn í miðasöluna og heimta endurgreiðslu. Ef eftirfarandi kvikmyndir sem frumsýndar verða á árinu heppnast vel er öruggt að gaman verður að fara í bíó 2001 að sögn Arnaldar Indriðasonar sem fjallar um helstu framleiðslu þessa árs eins og mynd Michaels Manns um Múhameð Alí, Hannibal eftir Ridley Scott og Hringadróttinssögu Peters Jacksons. AP Múhameð Alí ræðir hér við skemmtikraftinn Will Smith og mætti halda að þeir væru að hvetja hvorn annan til dáða. Þeir voru hins vegar með viðureign dóttur Alís, Lailu, í huga því að myndin var tek- in skömmu áður en hún sté í hnefaleikahringinn í Kaliforníu í fyrra- sumar. Smith leikur Alí í væntanlegri mynd Michaels Manns um hnefaleikakappann. Reuters Tom Hanks bregður sér í ýmis gervi. Hann leikur glæpaforingja í hefndarhug í myndinni The Road to Perdition. Hér er hann í hlutverki strandaglóps í myndinni Cast Away. Leikararnir Julianne Moore og Anthony Hopkins komu fram á blaðamannafundi, sem haldinn var þegar tökur hófust á myndinni Hannibal, sem er framhald af Lömbin þagna. Moore tekur við því hlutverki, sem Jodie Foster lék í fyrri myndinni. 2001: Bíóferð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.