Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 5
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 B 5 Þarft þú að styrkja útlínurnar eftir hátíðirnar? ...ferskir vindar í umhirðu húðar Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland Silhouette og Body Scrub frá Karin Herzog er frábær hjálp til að undirstrika fagrar útlínur í byrjun nýja ársins! VIÐSKIPTASTRÍÐ virðist vera yf- irvofandi milli Bandaríkjanna og Kanada vegna deilu um kartöflur frá Prince Edward-eyju í Kanada. Viðskiptadeilan blossaði upp vegna sveppasjúkdóms í kartöflum á akri einum á eyjunni og hefur hann orðið til þess að bandarísk yfirvöld hafa nánast bannað innflutning á kartöflum frá eyjunni. Kanadastjórn hefur hótað að grípa til gagnaðgerða og benti land- búnaðarráðherra Kanada, Lyle Vanclief, á það að uppskera bænda muni rotna, verði banninu ekki af- létt. Vanclief sagði að ríkisstjórnin hafi vakið máls á deilunni í Fríversl- unarsamtökum Norður-Ameríku, NAFTA, en viðbrögð í málinu muni koma of seint til að uppskerunni verði við bjargandi. Terrys Normans, deildarstjóri í kanadíska landbúnaðarráðuneytinu, segir aðgerðir Bandaríkjastjórnar óréttmætar en nýjum reglum sem hún hefur sett verði fylgt enda ann- ars hætta á því að Bandaríkjastjórn banni allan innflutning á kartöflum frá Kanada. Kanadískir embættismenn hafa sakað Bandaríkjamenn um að nýta sér sveppasjúkdóminn til að hygla bandarískum kartöflubændum, eng- in merki séu um að hann hafi breiðst út. Sjúkdóms varð vart í október Sveppasjúkdómsins varð fyrst vart á akri í New Annan á Prince Edward-eyju í október. Bandaríkja- menn ákváðu þá að takmarka kart- öfluinnflutning frá eyjunni en höml- urnar voru mildaðar um miðjan desember. Bandaríska landbúnaðarráðu- neytið setti síðan strangari reglur um kartöfluinnflutninginn í vikunni sem leið og Kanadamenn hafa mót- mælt þeim harðlega. Samkvæmt nýju reglunum þurfa bandarískir embættismenn að skoða alla kart- öflufarma frá eyjunni og leggja þarf fram ýtarlegar skýrslur um uppruna þeirra. Bannað er að flytja inn kart- öflur frá 40.000 hektara sóttkvíar- svæði á Prince Edward-eyju og inn- flutningur á kartöflum frá öðrum svæðum á eyjunni er takmarkaður. Landbúnaðarráðuneytið í Wash- ington krefst þess einnig að kanad- ísk yfirvöld herði eftirlitið með flutn- ingi á kartöflum innan Kanada til að koma í veg fyrir að sýktar kartöflur verði sendar til Bandaríkjanna frá stöðum utan bannsvæðisins. Susan McAvoy, talsmaður banda- ríska landbúnaðarráðuneytisins, sagði að reglurnar hefðu verið settar að ráði vísindamanna frá Bandaríkj- unum og Kanada sem komu saman 19. desember til að ræða málið. Hún sagði að sveppasjúkdómurinn hefði verið upprættur í Bandaríkjunum árið 1991 og markmiðið með inn- flutningshömlunum væri að koma í veg fyrir að hann bærist aftur til landsins. Kartöflur orðnar að þrætuepli Toronto. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.