Morgunblaðið - 14.01.2001, Side 12

Morgunblaðið - 14.01.2001, Side 12
12 B SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ er vandi að fóðra gæs- ir,“ sagði Árni Björn Jónsson, þar sem hann stóð á svölum íbúðar sinnar í Fellsmúla 18. Á lóðinni fyrir neðan var gæsahópur sem hirti hvern mola sem hraut úr hendi Árna. „Gæsirnar eru ótrúlega líkar mannfólkinu. Í hverjum hópi eru nokkrar sem vilja öllu ráða. Eins og í pólitíkinni! Aðrar verða útundan. Það eru kannski 50–60 gæsir í hópnum og þá eru sjö til átta skildar útundan. Hinar eru alltaf að ráðast á þessar gæsir. Maður þarf að passa að allar fái eitthvað.“ Árni segir að svo virðist sem vissir hópar séu samrýndari en aðrir. Oft haldi 7–10 gæsir hópinn, ef til vill fjölskyldur, þó séu oftast eitt eða tvö olnbogabörn í þessum litlu hópum. Soltnir fuglar Það eru ein fjögur ár frá því Árni og kona hans, Jóhanna Daníelsdóttir, fóru að fóðra gæsir í Fellsmúlanum. Þau byrjuðu þegar borgin hætti að gefa gæsunum á Tjörninni. En hvers vegna? „Það er ómögulegt að horfa á fuglana svanga,“ segir Árni. „Svo þeg- ar maður fór að gefa þeim þá vöndust þær á að koma hingað og hefur fjölgað með hverju ári. Það eru fleiri en við sem fóðra gæsirnar. Þeim er gefið víða um borgina.“ Gæsirnar koma á haust- in þegar harðnar á dalnum í beitar- högum á grasblettum í og við borgina. Svo eru þær viðloðandi allan veturinn, einkum þegar snjór er yfir öllu og hvergi hægt að krafsa. Á degi hverjum koma frá tuttugu og upp í rúmlega hundrað gæsir þegar flest er. Gæsirnar koma strax og fer að birta. „Ef við erum ekki komin fram, til dæmis í skammdeginu, þá stilla þær sér upp hér fyrir neðan, horfa upp í gluggana og garga þangað til við kom- um með matinn,“ segir Árni. „Þegar þær fara að fá nógan gróður á vorin hætta þær að koma. Rétt ein og ein sem kemur á sumrin.“ Heimahrært fóður Árni og Jóhanna útbúa gæsafóðrið sjálf. Þau hræra saman rúgmjöli og hveiti og bleyta í með sjóðandi vatni. Þetta er hrært þar til blandan fer í hæfilega stóra köggla. Gæsafóðrið kostar sitt. Þegar matargestirnir verða flestir hræra þau úr 10–12 kíló- um af mjöli á hverjum degi. Mjölið kaupa þau yfirleitt í Bónusi. Einu sinni keyptu þau 50 kílóa sekk af blönduðu mjöli í heildsölu, en það reyndist ekk- ert ódýrara. Árni og Jóhanna eru elli- lífeyrisþegar og þetta áhugamál tölu- vert kostnaðarsamt. Hvers vegna fá þau ekki afgangsbrauð í bakaríum handa gæsunum? „Það er mikill slagur um gamla brauðið. Hestamennirnir rífa það í sig. Það gerir svo sem ekkert til því gæs- irnar vilja ekki sætabrauð. Líta ekki við vínarbrauðsendum og svoleiðis bakkelsi,“ segir Árni. Þagna við söng Það er háttur gæsa að drita þegar þær éta. Það leynir sér ekki að vel er borið á blettinn framan við blokkina í Fellsmúla. „Þegar auðnar förum við út og hreinsum stéttina,“ segir Árni. „Þetta er besti áburður sem hugsast getur. Gæsirnar hafa ræktað upp öræfin að stórum hluta. Það væri ekki mikill gróður í Gæsaverum eða á Eyjabökkum hefðu gæsirnar ekki bor- ið þar á! Svo eyða þær mosanum úr blettinum svo þetta er allt til góðs.“ Gæsirnar garga og skvaldra sín á milli á meðan þær fá sér að éta. Stund- um talar Árni við þær og þá muldra þær á móti. „Eins og þær vilji láta vita að þær taki eftir því,“ segir Árni. Hins vegar segir hann að allur hópurinn steinþagni ef hann fer að raula fyrir munni sér. Mávur í mat Það hafa fleiri fiðraðir kostgangarar komið til Árna og Jóhönnu. Um tíma settist upp hjá þeim sílamávur. Kynni mávsins og hjónanna hófust þannig að systir Jóhönnu kom í heimsókn. „Ég var með smurt brauð og setti afgang- inn af því út á svalir, til að geyma það í kulda. Morguninn eftir ætlaði ég að sækja brauðið og þá var búið að rífa og tæta umbúðirnar og grauta öllu saman og éta sumt. Ég skildi ekkert í þessu, fyrr ég sá mávinn,“ segir Jóhanna. Mávurinn fylgdist vel með heimilis- háttum. Þegar Árni og Jóhanna sett- ust að matarborði kom hann og tyllti sér á svalahandriðið framan við borð- stofugluggann og horfði á þau borða. Hann sat rólegur þangað til honum var færður matur á plastdiski. „Hann var nú ekki vinsæll hérna í blokkinni, greyið. Sérstaklega ekki eftir að hann komst upp á lag með að sækja sér mat á grillin,“ segir Árni. Leigubílstjóri og listmálari Árni er orðinn 82 ára og hættur að vinna. Hann er Austfirðingur, frá Þor- valdsstöðum innst í Norðurdal í Breið- dal. „Ég fór 14 eða 15 ára til sjós og byrjaði að róa frá Stöðvarfirði. Eftir það var ég lítið heima nema á haustin. Svo lá leiðin á vetrarvertíðir í Vest- mannaeyjum og þaðan á togarana,“ segir Árni. Hann hætti sjómennsku og kom í land. Gerðist leigubílstjóri á Hreyfli skömmu eftir stríð og vann við akstur þar til hann fór á eftirlaun. Jóhanna segist vera ekta Reykvík- ingur, báðir foreldrar hennar fæddir í Reykjavík, og hún fædd og uppalin í Hlíðarhúsum við Nýlendugötu. Jó- hanna er orðin 75 ára og leggur stund á málaralist í frístundum. Er í Mynd- listarklúbbi Hvassaleitis og hefur tek- ið þátt í sýningum klúbbsins. Heimilið prýða margar myndir, einkum lands- lagsmyndir, sem Jóhanna hefur málað og teiknað. Lax- og silungsveiðar Árni og Jóhanna hafa stundað stangveiðar um árabil. Árni kynntist silungsveiðum austur í Breiðdal á æskuárum. Eftir að hann kom til Reykjavíkur og gerðist leigubílstjóri fór hann að stunda laxveiðar og hefur lengi verið félagi í Stangveiðifélagi Reykjavíkur. „Ég byrjaði á að fara í árnar hér í kring, Elliðaár, Leirvogsá og Korpu. Svo hef ég verið mikið í Soginu en langmest í Stóru-Laxá í Hreppum. Það er mín uppáhaldsá. Ég veiddi á öllum svæðum, en ekki síst við Hrepp- hóla. Eins fór ég í Hvítá, oft við Snæ- foksstaði, og Ölfusá við Selfoss. Stærstu laxana fékk ég í Stóru-Laxá. Sá stærsti var 24,5 pund, grútleginn hængur. Hann tók ég á maðk. Þar fyr- ir utan fékk ég eina fjóra laxa sem voru yfir 20 pund hver. Veiddi þá á spón, túpur og þess háttar. Ég hef líka veitt á flugu, en minna. Maður hefur nokkrum sinnum lent í dálitlu basli við þá í Stóru-Laxá.“ Árni segist vera hættur að fara í lax- veiðiárnar. Hann er gigtveikur í fótum og þolir ekki að vaða djúpt eða ganga langt. Veiðar í Stóru-Laxá krefjast oft mikillar göngu. Seinni árin hefur hann lagt stund á silungsveiðar, aðallega í Ölfusá en einnig í Hvítá. Stundum kemur fyrir að lax taki á silungasvæðunum. „Þeir geta verið vænir sjóbirting- arnir í Ölfusá,“ segir Árni. „Ég fékk eina 60 silunga í sumar, þótt ég færi ekki oft. Þriðjungurinn var 3 punda og stærri, nokkrir 4–5 punda og einn sjö punda. Sjóbirtingarnir þarna eru líka gríðarlega feitir.“ Gæsirnar éta úr lófa Árna við Ölfusá. SílamávurMeð 19 punda lax úr Hvítá við Skipakletta. Árni fóðrar gæsirnar af svölum íbúðar sinnar. Gæsirnar kroppa í Fellsmúla Fuglavinir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.