Morgunblaðið - 14.01.2001, Síða 22

Morgunblaðið - 14.01.2001, Síða 22
DÆGURTÓNLIST 22 B SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Everlast var búinn að veralengi að áður en House of Pain varð til og gaf meðal annars út fyrstu sólóskífuna fyrir tíu árum. Þegar sú plata seldist ekki vel stofnaði hann House of Pain, sem sló rækilega í gegn eins og getið er. Þótt Jump Around hafi notið gríðarlegra vin- sælda varð minna úr sveitinni en efni stóðu til og þrátt fyr- ir ítrekaðar tilraunir tókst þeim félögum ekki að endurtaka leikinn. Svo fór á endanum að Everlast leysti sveitina upp og tók til við sólóferilinn að nýju. Að þessu sinni gekk honum bet- ur, kannski vegna þess að hann hafði tekið nýjan pól í hæðina, í stað bleik- nefjarapps sneri hann sér að fjölbreyttari tónlist. Þegar House of Pain þraut örendi lagðist Everlast í sukk og svínarí, en það varð honum til bjargar að hann snerist til ísl- amstrúar árið 1997 eftir ársfyllerí. Í framhaldi af að ná áttum hóf hann upp- tökur á nýrri sóló- skífu, Whitey Ford Sings the Blues, en rétt þegar lokahönd var lögð á upptökurnar fékk hann hjartaáfall og var honum ekki hugað líf um tíma. Allt fór vel, Everlast fékk nýjar hjartalokur og platan seldist í milljónaupplagi. Þrátt fyrir góðar viðtökur segist hann hafa glímt við ef- ann þegar kom að því að taka upp framhaldsskífu enda segir hann að það hafi haft mikil áhrif á sig að horf- ast í augu við dauðann. Í við- tali fyrir skemmstu sagði hann að skífan nýja væri eins konar uppgjör sitt við lífið. Nýja platan heitir Eat at Whiteys og að sögn Ever- lasts horfir hann inn á við á skífunni, ólíkt Whitey Ford Sings the Blues þar sem hann sagði sögur af öðrum. Hann breytti einnig útaf í tónlistinni og fékk til liðs við sig ýmsa listamenn aðra, B- Real, Kurupt, Cee-Lo og Rahzel í rappið, söngkonurn- ar Merry Clayton og N’Dea Davenport og gítarleikarann gamla Carlos Santana. Glímt við efann FYRIR rúmum átta árum sló rappsveitin House of Pain í gegn með laginu Jump Around. Fremstur meðal jafningja í sveitinni var Erik Schrody sem tók sér lista- mannsnafnið Everlast. Í fyrra kom út önnur sólóskífa hans sem þykir harla góð. eftir Árna Matthíasson Áður en upp úr sauð sendisveitin frá sér tvær breiðskífur, Diary og LP2, en rétt áður en LP2 kom út slitn- aði upp úr samstarfi þeirra félaga, Enigk gekk til liðs við kristinn sértrúarsöfnuð, Hoerner sneri sér að búskap og þeir Goldsmith og Mendel gengu í Foo Fighters. Eftir þriggja ára hlé frá störfum ákváðu þeir félagar að ýmislegt hefði verið ósagt, hittust aftur, að þessu sinni með nýjan bassaleikara, og tóku upp skífuna How It Feels to Be Something On sem þykir lítt síðri en LP2 og er þá miklu til jafnað. Svo vel var skífunni tekið og tónleikaferð sem fylgdi í kjölfarið að þeir félag- ar ákváðu að halda áfram og láta ekki eins langan tíma líða í næstu skífu. Til að halda mönnum við efnið kom út tón- leikaplata 1999 og síðan kom ný breiðskífa á síðasta ári, The Rising Tide. Á The Rising Tide er Sunny Day Real Estate tríó á ný, að þessu sinni skipað þeim Hoerner, Goldsmith og Enigk. Þeir segja að loksins sé gaman að spila í hljómsveit, því þegar sveitin var að byrja var allt leiðinlegt nema að hanga úti í bílskúr og semja lög. „Við vor- um svo ruglaðir þegar við vor- um að byrja í þessu að við gerðum okkur enga grein fyrir því hvað við værum að gera. Í raun var það besta sem gat gerst að við skyldum hætta um tíma, því í kjölfarið lærðum við að meta hvað það var sem kom okkur saman til að byrja með og fyrir vikið er minni hætta á að babb komi í bátinn. Það er mikið að gerast í sveitinni og nóg af hugmynd- um, eins og sjá má á því að við fórum í hljóðver með 25 lög í farteskinu og völdum úr þau ellefu sem féllu best saman. Það er því önnur skífa í aðsigi áður en varir.“ Loksins gaman SEATTLE-sveitin Sunny Day Real Estate hefur átt sér- kennilega ævi þótt ekki sé hún löng. Hljómsveitin varð til sem tríó 1992, en stofnmeðlimir hennar voru Dan Hoerner, sem lék á gítar og söng, Nate Mendel, sem lék á bassa, og William Goldsmith, sem sá um áslátt. Þegar söngvarinn Jeremy Enigk slóst í hópinn fór sveitinni að ganga flest í haginn og ekki dró úr áhuga manna hversu erfitt var að komast í tæri við þá félaga sem veittu ekki viðtöl og leyfðu ekki myndatökur; aðeins var ein mynd fáanleg af sveitinni, aukinheldur sem hún var treg til að leika á tónleikum. Síðar kom í ljós að þetta var allt vegna togstreitu innan sveitarinnar og einskonar trúarbragðadeilna sem áttu eftir að ná hámarki síðar. Green Day er í hópi Kali-forníupönksveita og varð til upp úr hljómsveit sem þeir félagar Billie Joe Armstrong, sem leikur á gít- ar og syngur, og Mike Dirnt, sem leikur á bassa, stofnuðu fjórtán ára. Fyrir ellefu ár- um var Green Day-nafnið komið og hljóðfæraskipan fastmótuð, bassi, gítar, trommur. Trommuleikari í fyrstu gerð Green Day hét Al Sobrante og hann lék á fyrstu smáskífunn. Sú varð til þess að sveitin komst á samning og fyrsta breiðskíf- an, 39/Smooth, kom út 1991. Áður en sú plata kom út skiptu þeir félagar um trommara, John Kiftmeyer tók við kjuðunum af Sobr- ante. Hann entist þó ekki lengi því rétt eftir að platan kom út voru þeir loks búnir að finna framtíðartrymbil; Frank Edwin Wright III., sem kallast Tre Cool, settist við settið og hefur setið þar síðan. Breiðskífa númer tvö, Kerplunk, kom út 1992 og varð til að vekja forvitni stórfyrirtækj. Milljónaplat- an Dookie kom svo út 1994. Mikil tónleikaferð fylgdi í kjölfarið og Insomniac kom út haustið 1995. Þó sú plata hafi selst í milljónaupplagi var það þó mun minna en Dookie og mál margra að ævintýrið væri búið. Vorið 1996 tóku þeir félagar sér stutt frí og hófu svo að hljóðrita nýja plötu, Nimrod, sem kom út ári síð- ar. Hún seldist býsna vel, ekki síst fyrir lagið Good Riddanc. Eftir stutta tón- leikaferð til að kynna Nim- rod tóku þeir félagar sér svo tveggja ára frí að því þeir segja sjálfir til að semja lög um eitthvað annað en hótel- herbergi, drykkju og tón- leikahald. Á nýrri breiðskífu Green Day, Warning, má heyra að þeir félagar eru komnir all- langt frá pönkinu og mun nær því sem kalla má gríp- andi rokkskotið popp. Að því Mike Dirnt segir ætti það ekki að koma mönnum svo mjög á óvart að þeir félagar færi sig í átt að poppinu, það hafi ævinlega kraumað und- ir niðri og ekki nema von að þeir vilji reyna að þróa tón- listina áfram í stað þess að þykjast sífellt vera óánægðir unglingar. Þeir félagar eru eflaust í þeirri aðstöðu að gefa frat í hvað öðrum finnst og hafa líklega meiri áhyggj- ur af yfirvofandi málshöfðun bresku sveitarinnar The Ot- her Day sem sakar þá um að hafa stolið hugmyndinni að Warning frá sér. Naskir hafa reyndar bent á að báðar sveitirnar hafi frekar stolið hugmyndinni frá The Kinks. Mjúkir pönkarar GREEN DAY var í eina tíð í fararbroddi í bandarísku síðpönki. Sveitin vakti mikla athygli fyrir þriðju breið- skífu sína, Dookie, sem seld- ist í milljónaupplagi og í kjölfarið varð sannkölluð pönkvakning vestanhafs. Green Day var þó ekki eig- inleg pönksveit, eins og sannaðist þegar lagið Good Riddance varð geypi- vinsælt. Hljómsveitin Green Day. Xzibit, sem heitirAlvin Nathan- iel Joyner, er upp al- inn í Detroit, en ólst upp að mestu í Nýju- Mexíkó. Hann var far- inn að skrifa rapptexta tíu ára gamall að sögn og um líkt leyti fór hann að lenda í allskyns klandri sem leiddi til þess að hann var settur á upptökuheimili fjórtán ára gamall. Þegar hann var sautján fékk hann frelsið aftur og hélt til Kaliforníu að spreyta sig á rappinu. Eftir nokkurt streð komst hann í samband við þá rappfélaga í Alkaholiks sem leyfðu honum að sýna sig á plötu með þeim. Frammistaðan þótti svo góð að honum bauðst fljótlega að taka upp breiðskífuna At the Speed of Life, þar sem ekki ómerkari menn en Muggs, Diamond D og E-Swift voru við takkana. At the Speed of Life kom út 1996 og tveim- ur árum síðar platan 40 Dayz & 40 Nightz. Fyrri platan þótti gott byrjandaverk en sú síðari hreint afbragð. Fyrir vikið biðu margir með eftirvæntingu eftir þriðju breiðskífunni þar sem Dre var yfir og allt um kring. Eins og getið er heitir skífan Restless, óþreyjufullur, og Xzibit segir að það vísi til þess hve hann er sjálfur óþreyjufullur og leit- andi, ekki síst hvað hann hafi verið iðinn síð- ustu mánuði þegar hann fór frá því að vera virt smástirni í að vera einn eftirsóttasti rappari vestan hafs. Í kjölfar þess að Xzi- bit tók að vinna með Dre hlaut að fara svo að Dre kæmi við sögu á breiðskífu hans og skýrir að nokkru leyti hve langan tíma tók að koma plöt- unni út, því Dre er með uppteknustu mönnum. Xzibit segist hafa talið nauðsynlegt að fá Dre til liðs við sig enda þyki honum sem hann hafi ekki tekið nógu stór skref fram á við á breið- skífunum sem þegar eru komnar út. Fleiri koma að skífunni með Xzibit en Dre, því þar véla um takkana Sir Jinx, DJ Quik, E- Swift og gamli refurinn Erick Sermon. Spunagestir á skífunni eru og ekki af verri endanum, Eminem, Tha Alkaholiks, Snoop, og Tha Eastsidaz svo dæmi séu tekin. Xzibit segir reyndar að skífan hafi verið unnin eins og spunakeppni rappara; Dre setti saman fyrsta lagið og síðan þurftu aðrir að gera bet- ur eða þeir fengu ekki að vera með. Eftirsóttur Xzibit ÞEGAR RÝNT er í lista yfir söluhæstu plötur síðasta árs vestan hafs fer ekki á milli mála að rappið nýtur enn mikillar hylli; af tíu söluhæstu plötum ársins voru þrjár hreinræktaðar rappskífur. Á Billboard-lista liðinnar viku mátti og sjá að þar voru rapps- kífur á siglingu, þar á meðal Restless breið- skífa Xzibit sem beðið hefur verið með mik- illi eftirvæntingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.