Vísir - 09.12.1978, Page 7

Vísir - 09.12.1978, Page 7
VISIR Laugardagur 9. desember 1978 Vanessa, 4 ára,málaöi þessa mynd. Svo er borðað á eftir eða á undan. Þá borða litlu börnin, sem geta ekki vakað svo lengi. Jóla- maturinn er oftast ostrur, gæsalifur og önd. Svo setja börnin skóna sina fyrir framan arininn og fara svo að sofa, en á jólanóttinni kemur jóla- sveinninn með pokann sinn á bakinu niður skor- steininn, nema ef jóla- sveinninn er of feitur, þá kemur hann í gegn um gluggann. Svo skreytir jólasveinninn jólatréð og setur gjafirnar við arin- inn. Um morguninn, 25. desember, vöknum við snemma við jólamúsik og förum inn í stofu. Þá er búið að kveikja á öllum Ijósunum á jólatrénu. Þá opnum við jólagjafirnar. Svo er hádegisverðurinn, mikið af góðum mat og jólakaka á eftir, sem er gerð eins og tréklumpur, og hún er úr súkkulaðiv Florence Helga Guérin, 7 ára. Jólakúlur úr silkipappír Það er ekkert mjög erfitt að búa til þessar jólatréskúlur úr silkipappir. Klippið út tólf kringlótt stykki i hverja kúlu. Stykkin verða að vera öll nákvæmlega jafn stór. Stykkin tólf eru svo lögð þétt saman og saumað niður miðjuna. Siðan er kúlan opnuð og band fest efst i hana. Síóasta bók Magnúsar Storms Voru þingmenn meiri skörungar og reisn Alþingis meiri fyrr en nú? Upprisa al- þingismanna svarar þessu að nokkru, en þar er að finna mannlýsingar 55 alþingis- manna og ráðherra, eftir ' háðfuglinn Magnús Storm. Þessar mannlýsingar hans einkennast af fjörlegum stíl og fullkomnu valdi á kjarn- góðu, hnökralausu máli og margar eru þær stórsnjallar, einkum hvað varðar hið bros- lega I fari viðkomandi. Bregður þá fyrir á stundum dálftiö meinlegri hæðni. Magnús Stormur bjó Upprisu alþingismanna undir prentun stuttu fyrir andlát sitt og sjálfur mun hann hafa talið marga þessara palladóma meðal þess besta sem hann lætur eftir sig á prenti. ' 7 * Horold Sherman Lœkningamáttur þinn Þú hefur þann mátt, innra með þér, að geta læknað sjálfan þig, bæði á sál og likama. Þetta er stórfróðleg bók og nytsöm og hverjum manni hollt að kynna sér efni hennar. Hún segir frá undraverðum tilraunum á lækningamætti hugans, en rannsóknir hafa staðfest trú höfundar- ins á það, að Guðskrafturinn er til staðar I hverjum manni til að endur- vekja og styrkja hug og lfkama. Rannsóknir Harold Sherman eru taldar merkustu sannanir fyrir þeirri undraorku, sem i huga mannsins býr og hann segir frá þessum rann- sóknum sfnum, birtir sögur af árangursrikum lækningum og gefur þeim, sem lækninga þarfnast, holl og nytsöm ráð. Jón Helgason Rautt í sárið Þetta er bók fagurkerans á sviði skáldskapar og telst til bókmenntalegra tíðinda. Hér má lesa um Ingvar Ingvars- son og dætur hans, Bjögga í Folaldinu og brúarmennina í Árvogum, frúna í Miklagerði og leiðina í Munaðarnes, kon- una sem beið eftir bréfi frá Boston, litlu stúlkuna sem fékk púpu í sálina, postulíns- koppinn á Flatey og slysatil- burðinn í Kaupmannahöfn og loks Sigvalda garðmeistara, dásemdina rauðhærðu og austanstrákinn. Rautt í sárið eru listilega sagðar sögur á fögru Jcjarnmiklu máli, enda er Jón Helgason landskunnur frásagnar- snillingur. VÍSIR-SMÁAUGLÝSINGAR OPIÐ SUNNUDAGA KL. 14-22 VÍSIR Simi 86611 VÍSIR VISIR Simi 86611 VfSIR VISIR Simi 86611 VISIR

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.