Vísir - 11.12.1978, Side 17

Vísir - 11.12.1978, Side 17
VISIR Mánudagur 11. desember 1978 17 Berglind Ásgeirsdóttir þýddi og endursagði. JACKIE ck ódaudlegan Likfylgdin kemur til St. Matthews-kapellunnar. Lee Harvey Oswald, sem taliö er fullvist aö hafi veriö banamaöur Kennedys forseta . Studdist við mág sinn 1 sorg sinni leitaöi Jackie mjög stuönings hjá mági slnum, Robert Kennedy, sem heimsótti hana og börnin I Georgetown á hverjum degi. Bobby Kennedy eyddi meiri tima meö mágkonu sinni og börn- um hennar en eigin fjölskyldu og Jackie leitaöi til hans meö allt. Um tima hugleiddi hún meira aö segja aö biöja hann um aö ætt- leiöa Caroline og John-John, þar sem henni fannst hún ekki geta aliö þau upp sjálf. Hann gaf henni eins mikiö og hann gat þennan tima, og bauö henni alla sina ást, stuöning og vernd. „Mer finnst hann vera notaleg- asta manneskja sem ég þekki,” sagöi Jackie, „en liklega sjá þaö aöeins þeir sem standa honum næst, fjölskylda, vinir og þeir sem vinna meö honum.” Elt á röndum Jackie fannst fjölmiölarnir elta hana á röndum, og þess vegna gæti hún ekkert fariö. En ekki skrifuöu allir blaöamenn um þaö sem þeir sáu þessa daga. Margir þeirra reyndu aö vernda ungu ekkjuna. En þaö voru ekki aöeins frétta- menn, sem sátu um Jackie eftir moröiö. A hverjum morgni komu heilu rúturnar fullar af feröa- mönnum meö myndavélar á lofti, aö heimili hennar. Forvitiö fölk settist aö fyrir utan húsiö og beiö eftir aö koma auga á hana og börn hennar. Lee Radziwill taldi loks systur sina á aö flytja til New York, þar sem hún laöaöi ekki eins aö sér feröamenn. Eftir aö hafa skoöaö Ibúö, sem stóö henni til boöa viö Fimmta stræti, ákvaö hún aö flytja um sumariö. Ferðalög Fyrir þrábeiöni Roberts Kenn- edys reyndi Jackie aö vera ham- ingjusöm. Hún flaug til Vermont til aö fara á skíöi, fór i fri til Vestur-India, fór til New York til aö versla og I skemmtisiglingu meö Wrightman-hjónunum. „Þegar ég fer i ferbalag er allt I lagi,” sagöi hún, „en þaö er svo tómlegt og niöurdrepandi aö koma heim.” Þetta haust neitaöi Jackie aö kjósa i forsetakosningunum. Hún haföi veriö tilbúin til aö vibur- kenna Lyndon Johnson sem eftir- mann manns slns á meöan Texas- búinn liföi I skugga Kennedys. En þegar Johnson fór aö skyggja á mann hennar i hugum almenn- ings, tók hún aö hata hann. Ný kosningabarátta Robert Kennedy fannst hann ekki lengur geta unniö árangurs- rikt starf i stjórn Lyndon John- son. Hann áleit Texasmanninn óveröugan arftaka bróöur sins og fyrirleit hann. Þvi var þaö, aö þegar Johnson tók aö undirbúa eigiö framboö til forseta, ákvaö Bobby aö halda áfram meö draum bróöur sins og viöhalda stjórn Kennedyanna. Þaö hugöist hann gera meö þvi aö sækjast eftir kjöri sem öldunga- deildarþingmaöur fyrir New York. A þeim pólitiska grunni gæti hann siöan haldiö áfram I átt aö forsetaembættinu. Jackie fannst aö hún heföi brugöist manni slnum i meöan hann liföi. Nú hugöist hún bæta fyrir þaö meö þvf aö hjálpa mági sinum. Hún var orbin frægasta og dáö- asta kona heimsins.og hún studdi mág sinn eftir mætti. Meöal ann- ars samþykkti hún aö hitta útgef- anda The New York Post, Dorothy Schiff, en Bobby þurfti nauösynlega á stuöningi þess blaös aö halda. Frú Schiff mundi seinna hve erfitt heföi veriö aö halda samtal- inu gangandi: „Þaö var erfitt aö tala viö hana. Hún lét þagnir dragast á langinn. Hún var ein- kennileg og ööru visi, miklu minni drottning en hún haföi veriö,” sagöi hún. Lifandi mínnismerki Ari eftir lát forsetans liföi Jackie enn fyrir aö halda minn- ingu hans á lofti. Hún varb eins konar þjóölegur minnisvaröi. Hún felldi sig hvorki viö hiö opinbera hlutverk sitt, né heldur vildi hún vera venjulegur borg- ari. Og hún hélt áfram aö hafa mikil áhrif á heiminn. Hún reyndi aö gera þaö, sem aörar mæöur I götunni geröu, fylgja börnunum I skólann, fylgj- ast meö leikjum þeirra, fara meö þau I hringekjuna I Central Park, kaupa is I isvagninum. A skrifstofunni sinni kom Jackie upp helgidómi meö minja- gripum og skjölum frá tiö sinni sem forsetafrú. Hún geymdi allt sem minnti á daga hennar I Hvita húsinu og lagöi áherslu á aö þaö væri geymt á skrifstofunni. Þó gat hún ekki afborib aö koma á skrifstofuna mánuöum saman eftir dauöa manns sins. Hún reyndi af öllum mætti aö byggja upp nýtt líf fyrir sig og geröi allt sem hún gat til aö hjálpa Bobby I kosningabarátt- unni. En þaö var sama hvab hún geröi, henni fannst enn skuggi dauöans hvila yfir sér. „Ég get ekki losnaö viö hann,” sagöi húa „Hvort sem ég aöstoöa viö Kenn- edy Memorial I Harvard, eöa tek flugvél á Kennedyflugvelli, eöa heimsæki fjölskylduna, þá hugsa ég alltaf um Jack og þaö sem þeir geröu honum.” Jackie viö gröfina I Arlington-kirkjugaröinum . í Visi á ffimmtudag: Úr sorginni í skemmtanalifið %

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.