Morgunblaðið - 31.01.2001, Side 4

Morgunblaðið - 31.01.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ REGLUBUNDIÐ fragtflug á milli Íslands og Evrópu mun hefjast hjá flugfélaginu Bláfugli hf. um miðj- an mars. Um er að ræða bæði áætlunar- og leiguflug og mun starfsemin byggjast á einni fragt- flugvél félagsins af gerðinni Boeing 737-300F. Ráðnar hafa ver- ið fjórar tveggja manna áhafnir á vélina, sem kemur til landsins um miðjan mars eftir viðamiklar breytingar. Bláfugl hefur þegar selt flutningsgetu sína á grundvelli langtímasamninga við tvo við- skiptavini, Flugflutninga ehf. og United Parcel Service (UPS). Blá- fugl mun því ekki reka sölu- eða markaðsstarfsemi í eigin nafni. Að sögn Þórarins Kjart- anssonar, framkvæmdastjóra Blá- fugls, mun starfsemi félagsins tengjast viðamiklum tenginetum um allan heim vegna tengsla við UPS og Cargolux. Flogið verður í reglubundnu áætlunarflugi á veg- um UPS og Flugflutninga ehf. á leiðinni Keflavík-Leeds-Köln-East Midlands-Keflavík. Að auki mun vél félagsins verða notuð í leigu- flug með varning til og frá Íslandi. Bláfugl hefur gert samning við Flugleiðir um viðhald á vél félags- ins, sem staðsett verður á Kefla- víkurflugvelli. Markaðsaðstæður fyrir starf- semi nýs fragtfélags á Íslandi seg- ir Þórarinn góðar í ljósi stórauk- inna umsvifa í flutningum til og frá landinu. „Það hefur orðið vakning á Ís- landi varðandi möguleika flug- fraktar í aðföngum fyrirtækja,“ sagði hann á blaðamannafundi sem haldinn var í gær. „Mér telst til að flugfrakt til og frá Íslandi hafi verið um 40 þúsund tonn á síðasta ári. Miðað við 10% vöxt, er viðbót okkar á þessum markaði með flug- vél okkar hér um bil að anna vext- inum á um hálfu öðru ári. Það eru því umtalsverð tækifæri fyrir nýtt félag á íslenskum markaði. Við sjáum ennfremur vaxtartækifæri á erlendum markaði og reiknum með því að láta fyrirtækið og flug- flota okkar vaxa eins hratt og við treystum okkur til.“ Flugvél Bláfugls kostar tæpar 1.800 milljónir króna með breyt- ingum, en hún er meðal fárra véla í heiminum þessarar gerðar, sem breytt hefur verið úr farþegavél í fragtvél. Aðstandendur Bláfugls telja vélina framtíðarfragtvél á styttri vegalengdum. Hægt er að flytja 18 tonn af vörum á henni þegar hún kemur heim fullbúin, en hún var send til Bandaríkjanna í gagngerar endurbætur samhliða breytingum 27. nóvember sl. Breytingarnar fela m.a. í sér að gólf verða styrkt, sætagluggar fjarlægðir og hjólabúnaður bætt- ur. Sýnilegustu breytingarnar fel- ast þó í sérsmíðuðu hleðsluopi ut- an á vélinni með 3,5x2 m hlera. Þá verður settur sérstakur örygg- isveggur inn í bol vélarinnar í stað hefðbundinna öryggisneta. Yf- irflugstjóri á vélinni er Páll Ey- vindsson. Auk Þórarins Kjartanssonar eru helstu stjórnendur Bláfugls hf. Einar Ólafsson stjórnarformaður, Ásgeir M. Jónsson, framkvæmda- stjóri viðhaldssviðs, og Bjarki Sig- fússon, deildarstjóri rekstrarsviðs. Alls vinna 13 starfsmenn hjá félag- inu og er stefna félagsins að halda fjölda starfsmanna innan 20. Bláfugl hf. kominn með tvo langtímasamninga í millilandafragtflugi Morgunblaðið/RAX Starfsmenn og stjórnendur Bláfugls hf. í höfuðstöðvum félagsins á Keflavíkurflugvelli. Hefja reglulegt fragtflug í mars- mánuði AFURÐIR á hverja árskú á nýliðnu ári voru að meðaltali 4.657 kg og hafa aldrei áður verið meiri. Eins og í fyrra skiluðu kýrnar á Bald- ursheimi í Mývatnssveit mestum af- urðum eða 7.116 kg að meðaltali. Jón Viðar Jónmundsson, naut- griparæktarráðunautur Bændasam- takanna, sagði að afurðir í naut- griparækt hefðu aukist mjög mikið á síðustu tveimur árum frá því sem áður var. Árið 1990 námu meðalaf- urðirnar 4.141 kg og árið 1995 námu þær 4.132 kg. Jón Viðar sagði að á árum áður hefðu afurðir alltaf verið mestar á kúabúum á Norðurlandi, þ.e. í Skagafirði og Eyjafirði. Hlutfallsleg aukning afurða í Eyjafirði hefði ekki orðið sú sama og í mörgum öðrum héruðum, þannig að hann héldi ekki lengur því forystusæti sem hann áður hafði. Afurðir búa á Suðurlandi hefðu hins vegar aukist og væru komnar upp fyrir lands- meðaltal. Jón Viðar sagði að ein skýring á þessu væri sú að síðustu ár hefði tíðarfar verið ákaflega gott til heyöflunar um sunnanvert land- ið. Hey hefðu þess vegna verið ein- staklega góð. Búnaðarsamband Suðurlands hefði ennfremur haldið uppi mjög öflugu leiðbeiningarstarfi í nautgriparækt. Það virtist hafa skilað sér til bænda. Kúabúin hafa verið að stækka ár frá ári. Á síðasta ári var meðalbúið hjá bændum sem skila afurða- skýrslum 25,5 kýr. Jón Viðar sagði að að flestu leyti væri þróunin í nautgriparækt mjög jákvæð. Það eina neikvæða væri að endurnýjun í kúastofninum væri orðin gríðarlega mikil og kostnaður við uppeldi gripa hefði þess vegna aukist. Hann sagði að skýringin á því væri án efa sú að fyrir nokkrum árum voru reglur um frumutölu í mjólk hertar, en frumu- tala í mjólk eykst jafnan með aldri gripanna. Skrauta mjólkaði mest Kúabúið að Baldursheimi hefur lengi verið í hópi búa sem skilað hafa mestum afurðum. Á síðasta ári fór það í fyrsta skipti upp fyrir 7.000 kg. Tvö önnur bú fara í ár yfir þetta mark, en það eru Birtingaholt í Hrunamannahreppi og M-Hattar- dalur í Súðavíkurhreppi. Mestum afurðum skilaði Skrauta frá M-Hattardal eða 12.267 kg. Þar á eftir komu Skræpa frá Stóru- Hildisey í A-Landeyjum og Nína frá Leirulækjarseli í Álftanes- hreppi.                                             ! "#  $   $ %#   "#  $$  #& ! '  #  (&      ) * '+  * ' , - . $    /            0* 0 0* 0  0$! 0*! 0* 0!* 0 0!$ 0$ 0 0 0 0 0 0$!       !" # $% "&' $ (&!  ) *%! +,&-( #%  ! )! *!!.  /! 0"&*&  1'!'  !* 2%34  5 %'%%   6'  # " 2(3!. 67%  0* 2%%. -(& 2&3 %'%% 33!!8' #%  ! $  9%3 55 4 ' 2%34  5/ %'%% #- 4 ' 1 3', # %% 6' #                        !!   "#  $  %&     '  (&  )*  +(    "# ,   )*  +( +   - .  / 0. !! "#   (1 %    /0.  (  )   $     * 2 (  3.  !!  +  -    #.     !!    (# '  (2   (# 4   5& %  -  !! ) *6 #   + )*  +( "# % & 4.  & 2(  (1  .. 7 8 9 : ; < = > ? 7@ 77 78 79 7: 7;                   79;8 79;@ ?@@ 7@>< 78:; 7@?< 79?9 77@7 7@=@ >;> 7@=8 =>< 789:                                   !  "  # $ 7; @ 8? 9 79 @ 7> 8 8= 7 8@ @ 89 @ 7@ = 7; 9 8; ? 7> > 9: ? :9 8 9? 8 8: : %&' (   Afurðir ís- lenskra kúa- búa eru enn að aukast EKKI er gert ráð fyrir að formlegur samningafundur Launanefndar sveitarfélaga og Félags tónlistarkennara og Félags íslenskra hljómlistar- manna verði haldinn fyrr en fulltrúar beggja aðila hafa fundað um framhald viðræðn- anna. Tónlistarkennarar segja að sveitarfélögin hafi lagt fram óaðgengilega tillögu í málinu á mánudag þar sem lítið sé komið til móts við kröfur þeirra. Undirnefndir að störfum í gær Undirnefndir samningsaðila fjölluðu í gær um hljóðfæra- og réttindamál, en á heimasíðu Kennarasambandsins er skýrt frá því að eftir löng fundahöld frá því á föstudag hafi samn- inganefnd Launanefndar sveit- arfélaga lagt fram drög að nýj- um kjarasamningi við Félag tónlistarskólakennara og Félag íslenskra hljómlistarmanna. Að mati samninganefnda FT og FÍH sé tillagan fjarri því að vera aðgengileg en þar sé lítið sem ekkert komið til móts við kröfur tónlistarskólakennara um hækkun grunnlauna til samræmis við aðra hópa með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi. Samninganefndir FT og FÍH Segja ekkert komið til móts við kröfur AÐ ÁLITI Umboðsmanns Alþingis hefði úrskurðarnefnd um upplýs- ingamál átt að taka fyrir kæru bónda í Suður-Þingeyjarsýslu sem fékk ekki umbeðin gögn frá Landsvirkjun og iðnaðarráðuneytinu um virkjun, stíflugerð og uppgræðslu á vatna- svæði Laxár í Aðaldal. Telur um- boðsmaður að Landsvirkjun falli undir lög um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverf- ismál og því hefði úrskurðarnefndin ekki átt að vísa málinu frá. Að mati umboðsmanns var afgreiðsla nefnd- arinnar ekki í samræmi við gildandi lög og ætti að taka kæruna fyrir, verði þess óskað að nýju. Árið 1997 óskaði bóndinn, á grund- velli upplýsingalaga, fyrst eftir gögn- unum frá Landsvirkjun og iðnaðar- ráðuneytinu, sem synjuðu honum um beiðnina. Kærði hann þá synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál en eftir að bóndinn lést tók dánarbú hans við málarekstrinum. Í synjun- inni vísaði Landsvirkjun m.a. til þess að fyrirtækið væri ekki stjórnvald og ekki hefði verið spurt um stjórn- valdsaðgerðir. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði við Morgunblaðið að álit umboðs- manns kæmi fyrirtækinu að sumu leyti á óvart en málið yrði skoðað bet- ur í framhaldinu. Tíminn yrði að leiða í ljós hvort upplýsinganna yrði óskað á ný. „Að okkar mati felur álit umboðs- manns í rauninni það í sér að hann beinir því til úrskurðarnefndar um upplýsingamál að vísa ekki svona máli frá. Um leið teljum við að ekki sé tekin afstaða til þess hvort rétt- mætt sé að viðkomandi fái þessar upplýsingar. Við lítum frekar á þetta sem brýningu til stjórnvalda,“ sagði Þorsteinn en umbeðin gögn bóndans og síðar dánarbús hans vörðuðu m.a. fundargerðir stjórnar Landsvirkjun- ar og vinnugögn margs konar sem ekki teldust opinber. „Við höfum lagt áherslu á að hafa til dæmis allar upplýsingar um rann- sóknir og athuganir tiltækar vegna mats á umhverfisáhrifum, samanber Kárahnjúkavirkjun, og gengið lengra í að tryggja aðgang almenn- ings að slíkum upplýsingum en lög kveða á um,“ sagði Þorsteinn enn- fremur. Umboðsmaður skilar áliti vegna beiðni um gögn um Laxárvirkjun Lands- virkjun falli undir upplýs- ingalög

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.